Morgunblaðið - 23.02.1992, Side 39
39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOINIVARP SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
Sjónvarpið:
Enn við kjötkatlana
mam Framhald gamanmyndaflokksins Enn við kjötkatlana (The
OO 00 Gravy Train Goes East), um ævintýri og afglöp starfs-
manna Evrópubandalagsins, sem sýndur var fyrr í vetur,
hefst í Sjónvarpinu í kvöld. Þegar hér er komið sögu hafa sam-
skipti austurs og vesturs stórbatnað og Austur-Evrópuríkið Slaka
hyggur á inngöngu í Evrópubandalagið. Villeneuve, framkvæmda-
stjóri bandalagsins, vill endilega bjóða Slökum inngöngu en Spear-
point hinn breski er á móti því. Það verður úr að dr. Hans-Joachim
Dorfmann, heillum horfna hetjan úr fyrri syrpunni, er sendur til
þess að gera kraftaverk í efnahagslífi Slöku, en þar í landi er ekki
allt sem sýnist. í aðalhlutverkum eru Ian Richardson, Christoph
Waltz, Francesca Annis, Jacques Sereys, Anita Zagaria, Judy Parf-
itt og fleiri.
bóndi Lágafelli talar.
19.50 islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jóns-
son. (Áður útvarpaö laugardag.)
20.00 Hljóðritasafnið. Leikin þrjú verk eftir Antonin
Dvorák.
- Strengjakvartett nr.6 í F-dúr ópus 96,
„Ameríski kvartettinn". Keller strengjakvartettinn
leikur.
— Humoreskurópus101. GáborCsalog leikurá
pianó.
- Bagatellur ópus 47. András Keller og János
Pilz leika á fiðlur, Miklos Perényi á selló og Zolt-
án Kocsis á harmóníum.
21.00 Kvöldvaka. Meðal efnis er lokalestur frásögu
Gunnars Guðmundssonar, Fannfergi (fyrstu leit.
Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir. (Frá Egilsstöð-
,um.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les
7. sálm.
22.30 Jón Þorláksson og aðrir aldamótamenn.
Umsjón: Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
23.10 Stundarkom I dúr og moll. Umsjón: Knútur
R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags-
kvöld kl. 00.10.)
24.00 Fréttir.
0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur).
1.00 Veöurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið. Vaknað til lífsins. Leifur
Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn
með hlustendum. Fjármálapistill Péturs Blöndals.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram.
Illugi Jökulsson i starfi og leik.
9.03 9 - fjögur. Ekki bara undirspil í amstri dags-
ins. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R.
Einarsson og Margrét Blöndal. Afmæliskveðjur.
Siminn er 91 687 123.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9 - fjögur heldur áfram. 12.46 Fréttahaukur
dagsins spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn dægurmálaútvarpsins, Anna Kristine
Magnúsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Katrin Baldurs-
dóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, og fréttaritarar
heima og erlendis rekja stór og smá mál. Krist-
inn R. Ólafsson talar frá Spáni.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, meöal annars
með máli dagsins og landshornafréttum. Mein-
hornið: Óðurinn til gremjunnar. Þjóðin kvartar
og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin. Sigurður G. Tómasson og Stefán
Jón Hafstein sitja við símann, 68 60 90.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekúr
fréttirnar sínar frá þvl fyrr um daginn.
19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út-
varpaö aðfaranótt laugardags kl. 02.00.)
21.00 Smiðjan. Umsjón: Björk Guðmundsdóttir.
22.07 Landið og miðin. Siguröur Pétur Harðarson.
(Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 Iháttinn. Gyða DröfnTryggvadóttirleikurIjúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00,
11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 i dagsins önn. Er ástæða til að spara hita-
veituvatn? Umsjón: Karl E. Pálsson. (Frá Akur-
eyri.) (Endurtekinn þáttur frá deginum áður).
3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur-
tekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Frétlir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2
8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9/103,2
7.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna stjórna morgunútvarpi.
9.00 Stundargaman. Umsjón Þuríöur Sigurðar-
dóttir. Kl. 9.15. (slenskt mál.
10.00 Við vinnuna með Guðmundi Benediktssyni.
Opin lína í síma 626060.
12.00 Fréttir og réttir. Jón Ásgeirsson og Þuríður
Sigurðardóttir.
13.00 Við vinnuna. Guðmundur Benediktsson.
14.00 Svæðisútvarp. Umsjón Erla Friðgeirsdóttir.
Norðurland/Akureyri/Sauðárkrókur.
15.00 í kaffi með Ólafi Þórðarsyni.
16.00 Á utleið. Erla Friðgeirsdóttir.
17.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson.
19.00 Lunga unga fólksins. Umsjón Jóhannes
Kristjénsson.
21.00 Undir yfirbijrðinu.
22.00 Blármánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
ALFA
FM 102,9
7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, veður.
9.00 Jódis Konráðsd. Fréttaspjall kl. 9.50 og
11.50.
13.00 Ólafur Haukur.
VITASTÍG 3 TIDI
SIMI623137 'JdL
Sunnud. 23. feb. Opið kl. 20-01.
Eftir langt hlé:
VÍSNAVINAKVQLD
Fram koma:
HVÍSL
JAMES OLSEN
SNÆFRÍÐUR &
STUBBARHIR
HflLFT í HVORU O.FL.
TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 20.30
NÚ FJÖLMENNIR ÁHUGAFÓLK
UMVÍSNATÓNUST
Á PÚLSINN!
PÚLSINN
- einstök stcmning i kvöld!
18.00 Eva Sigþórsdóttir.
19.05 Ævíntýraferð i Odyssey.
19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsaeldalistinn ... framhald.
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30,13.30 og 17.30. Bænalinan
s. 675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson
og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30.
8,00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson,
Guðrún Þóra og Steinunn ráðgóða. Fréttayfirtit
kl. 8.30.
9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalína er
671111. Mannamál kl. 10 og 11. fréttapakki i
umsjón Steingríms Ólafssonar og Eiriks Jónsson-
ar. Kl. 11.30 Kvikmyndapistill. Páll Óskar Hjálm-
týsson. Fréttir kl. 12.00. Kl. 12.15 Anna Björk
Birgisdóttir.
13.05 Sigurður Ragnarsson. íþróttafréttir kl. 13.00.
Allt það helsta sem gerðist í íþróttaheimi um
helgina. Mannamál kl. 14.
16.00 Reykjavík síðdegis. HallgrimurThorsteinsson
og Steingrimur Ólafsson. Mannamál kl. 16. Frétt-
ir kl. 17 og 18.
18.05 Landsiminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur
púlsinn á mannlifinu og ræðir við hlustendur.
19.19 Fréttir,
20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eirikur Jónsson.
24.00 Næturvaktin. Björn Þórir Sigurðsson.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 í morgunsáriö. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Águst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttfari.
huóðbylgjan
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti
óskalögum og afmæliskveðjum í síma 2771 1.
Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
SÓLiN
FM 100,6
7.30 Ásgeir Péll.
11.00 Karl Lúðvíksson.
15.00 Jóhann Jóhannesson.
19.00 Ragnar Blöndal.
22.00 Kiddi Stórfótur.
1.00 Nippon Gakki.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Breski listinn. Arnar Helgason.
18.00 Framhaldsskólafréttir.
18.15 FB. örvar Stones.
20.00 Kvennaskólinn
22.00 Kvikmyndatónlist.
1.00 Dagskrárlok.
LOFTA
PLÖTUR
Nýkomin sending
r EINKAUMBOÐ
?§ Þ.ÞORGRIMSSON
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Blómastofa
friðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
BLÓMVÖNDURINN
TILBÚINN FYRIR
KONUDAGINN.
Cárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Líkn með þraut
Oftast nær er maður eins
ungur og manni finnst maður
vera, en sjaldan eins þýðingar-
mikill, sagði spekingur. Ætli
margur aldraður hafi ekki að
undanförnu fundið broddinn í
þessu í umræðum um sjúkrahús-
in? Undir kappræðunum læðist
að spurning: Til hvers eru
sjúkrahúsin annars? Eða öllu
heldur: Iivaða augum líta þau
sig sjálf og hlutverk sitt? Stund-
um getur sagan grafið eftir rót-
unum. Vegna bókarskrifa þurfti
ég að skoða svolítið hugmyndir
vegna upphafs frönsku spítal-
anna, sem urðu hér til um alda-
mótin upp úr hugmynda-
fræðilegum deilum um
hlutverk spítala. En laust
eftir aldamótin voru kaþ-
ólskir einmitt að reisa hér
Sankti Jósefsspítala í
Landakoti. Mætti ég
kannski vitna í sjálfa
mig, með leyfi lesenda:
„Spítalar voru upphaf-
lega góðgerðastofnanir,
sprottnar af trúarlegum
rótum. Spítalarnir á mið-
öldum byggðust á með-
aumkun. Þar var því
kirkjan allsráðandi, og
gömlu spítalarnir báru
þess merki. Hin öflugu
sjúkrahús, Hótel-Dieu í
París, vitnuðu í verki um
hinar trúarlegu rætur
allt fram á 20. öldina,
þar eð eingöngu starfaði
þar trúfólk kaþólsku kirkjunnar.
Spítalarnir í klaustrunum, hin
svonefndu hospits, höfðu upp-
haflega verið hæli til að veita
vernd þeim sem þar leituðu
skjóls og urðu þá um leið hæli,
sem veittu sjúkum og þurfandi
vernd og skjól til að deyja kristi-
legum dauða. Með aukinni
vísindaþekkingu og auknu valdi
sveitarstjórna og þjóðþinga tók
að reyna á böndin sem tengdu
sjúkrahúsin við kirkjuna, uns
þau slitnuðu. Þetta gerðist á
löngum tíma og ekki átakalaust.
Á 19. öld kemur sú hugsun fram
að spítalar séu heilbrigðistæki,
vél til að lækna, staðir til
vísindaiðkana og kennslu-
stofnanir.
Á 20. öld er þetta farið að
yfirskyggja líknarhugsunina.
Átökin verða hörðust á þeim
tíma, þegar Frakkar eru flestir
á íslandsmiðum ...Átökin við að
losa spítalana úr hefðbundnu og
stöðnuðu fari, með auknum
framförum í vísindum, leiddu
iðulega af sér hörð, ósanngjörn
og oft villandi ummæli um þá
þjónustu, sem þar var veitt. Trú-
arsystur sinntu þar sjúkum af
manngæsku og hættu oft til
þess lífi sínu. Þær urðu samhliða
að annast allt annað, svo sem
þrif, alla þvotta o.fl. og voru
kannski þess vegna oft í tíma-
þröng. í lok 19. aldar var stofn-
aður í París skóli fyrir hjúkrun-
arkonur til að auka hæfni þeirra
við að hjúkra sjúkum.
Varð sá skóli þáttur í aðskiln-
aði ríkis og kirkju, sem varð
endanlegur með lögum 9. des-
ember 1905 ... Með hliðsjón af
framansögðu verður það sem
var að gerast skiljanlegt, þegar
Frakkar reisa allt í einu þrjá
vandaða spítala til handa fiski-
mönnum sínum á íslandi, senda
lærðar hjúkrunarkonur frá
þekktum sjúkrahúsum í París
og ráða íslenska lækna ... Um
leið fellir ríkisstjórnin niður alla
styrki og launagreiðslur til
hjálparstofnana af kirkjulegum
rótum, þar með styrkinn til spít-
alaskipanna og kaþólsku systr-
anna á Fáskrúðsfirði.“ Hinn litli
kaþólski spítali þeirra á Fá-
skrúðsfirði vék því fyrir ríkisspít-
alanum. En upphaflega^ komu
kaþólsku systurnar til íslands
um 1894 til að hjúkra þeim sem
mest þurftu á hjálp að halda,
sjómönnunum. Varð það til þess
að upp úr aldamótum reistu kaþ-
ólskir með líknarhugsjón sína
Landakotsspítala heilags Jósefs
fyrir landsmenn og ráku hann í
meira en hálfa öld.
Auðvitað á að halda fullan
trúnað við systurnar og fjar-
stæða er að brjóta á þeim samn-
inga. En þótt aðrir kjósi heldur
að gera við ungt fólk, var það
þá ekki einmitt upphafleg hug-
sjón kaþólskra sem reistu Land-
akot að öllum sjúklingum skyldi
líkna, líka þeim sem eru síður
viðgerðarhæfir? Er ekki svolítið
ljótt að leggja á þeirra öldnu
herðar nú að ákveða hvort hafna
eigi þeim sem kannski þurfa nú
mestrar aðhlynningar á sjúkra-
húsum við?
Eru ekki sjúkir á öllum aldri
sjúklingar? Framfarir í við-
gerðarþjónustu á sjúkrahúsum A ^
hafa orðið gífurlegar á undan-
fömum árum með nýjum tækj-
um og aðferðum. Um leið hefur
legudögum við hveija aðgerð
fækkað. Örstutt er síðan nær
viku legu á sjúkrahúsi þurfti
eftir augnuppskurð, nú dugar
sjúklingnum að hvíla sig og fara
svo heim. Leisigeislaskurðtæki,
sem komin eru hér á sjúkrahús-
in taka við af skurðhnífnum,
með langri legu meðan sár gróa
og ekki þarf lengur að liggja
af sér magasárin vikum saman
inni á spítala, svo eitthvað sé
nefnt. Legudögum á sjúkrahúsi
vegna viðgerða hefur fækkað
ört. Auk þess sem hraust fólk á*
margt betra með að bjarga sér
heima eftir slíkar aðgerðir en
lasburða gamalmenni.
Af hveiju hafa þá allir meira
á móti þessum sjúklingum en
öðrum yngri? í síðastliðinni viku
komst ég loks að fagmanneskju
með spurningu, sem hefur
brunnið á vönim undir illskiljan-
legum umræðum í hanaslags-
stfl. Hvers vegna þarf að eyða
milljarði eða meiru í að breyta
Landakoti ef aldraður sjúklingur
liggur í rúminu en ekki ungur? "
Svolitlar vöflur. En viðkomandi
kvaðst helst hafa heyrt að setja
þyrfti klósett í hveija stofu ef
öldruð manneskja lægi í rúminu
og svalir fyrir utan hvem
glugga.
Við leggjum okkur víst meira
fram til að hjálpa fólki til að ná ■ —
háum aldri en til þess að það
geti lifað af elliárin.