Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 4

Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 Gleijakassi. Frá Kristjáni Sveinssyni augnlækni. Holdsveik hönd. Morgunbiaðið/RAX Skammtavog úr bronsi og horni. Smyrslspaðar, duftskeið og skammtaspónn úr homi. Frá Eskifirði. Hjá Nesstoffu vex blóökoilur unnan við glugga Nesstofu hjá 'Bakkatjöm vex stór breiða af blóðkolli. Varla í frásögur færandi, ef mikil saga leyndist ekki að baki. Blóðkollsbreiðan er leifar af lyfjagrasgarði. Okkur íslending- um, sem búum við eina fremstu heilbrigðisþjónustu í heimi, kann að þykja undarlegt að ekki skuli vera nema 232 ár síðan fyrsti landlæknir á íslandi tók til starfa. Og hvílíkt verkefni blasti ekki við frumkvöðlin- um, Bjama Pálssyni. Að reka apó- tek, ásamt lyfjagerð og sölu. Að sjá um heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Og mennta ný læknaefni og yfírsetukonur. í minningu Bjarna og þeirra sem fetuðu í fótspor hans, er að rísa Læknaminjasafn á ís- iandi. í næsta mánuði verður fyrsti hluti þess opnaður í Nesstofu. 'Hvernig skyldi standa á því að Bjami valdi ysta odd Seltjamarness fyrir apótek og lækningamiðstöð? „Trúlega vegna nálægðar Bessa- staða og vegna þess hvað gott var að komast hingað sjóleiðina,“ segir Kristinn Magnússon, safnvörður á Nesstofu. Erfitt á tímum bílaaldar að sjá fyrir sér litla báta í fjöru við Nes- tjörn. Þar voru mættir sendiboðar utan af landi. Sendir til að sækja Iæknishjálp til Bjarna. Ekki gat hann sjálfur vitjað allra sjúklinga. Heldur varð hann að styðjast við sjúkdóm- slýsingu og senda viðeigandi meðöl með sendiboðum til baka. Inni í Nesstofu er litla læknisstof- an skoðuð sem nær varla 15 fm. En hér tók Bjarni á móti sjúklingum og kenndi læknaefnum. Fjórir lækn- ar útskrifuðust frá Bjarna. Nesstofa er söguleg bygging sem rekur aldur sinn aftur til ársins 1763. Það var Bjama að þakka, að hér var reist steinhús sem stendur enn. Timbur- hús hefði kostað 800 ríkisdali, en Nesstofa varð þrisvar sinnum dýr- ari, 2.500 dalir. Allar innréttingar úr apóteki Bjarna eru nú glataðar, en hér standa nýjar með gömlum blæ. „Byggt var á lýsingum af apótek- inu,“ segir Kristinn, „en að vísu erf- itt að gera sér grein fyrir, hvernig himinblár litur leit út árið 1763.“ Og Kristinn hlær. „Dönsk apótek frá sama tímabili vom líka höfð til hlið- sjónar." Útkoman er skemmtileg. Á skúffum má lesa latnesk lyfjaheiti eins og „Sulph:Cith“ og „Rad: Anglic,“ framandi orð sem eflaust hafa vakið lotningu hjá íslenskum almúga á hinum lærða manni. I rannsóknastofu er stórt eld- stæði. Úr henni er gengið, um upp- runalega stafahurð, niður í fallega kjallarahvelfíngu með litlum glugg- um. „Sú eina sinnar tegundar á Is- landi," segir Kristinn. I eldstæðinu hefur kraumað í Iyfjapottum, en lækningajurtir eins og blóðkoliur (öðru nafni blóðdrekkur) voru rækt- aðar í graslyfjagarði, þurrkaðar og geymdar í kjallarahvelfingu. Bjarni hefur ekki setið auðum höndum, kannski haft of mikið um- leikis. Því í ævisögu hans sem Sveinn Pálsson ritaði, segir svo um dauða hans: „ ... lagðist hann fyrir þreytt- ur, þreyttur á embættisörðugleika og áhuga; þreyttur á pínufullum sjúkdómi; þreyttur á ýmsu mótk- asti, hvað enginn vissi sem sjálfur hann.“ En nú er Bjami á sagnastalli. í túni mótar fyrir gömlu heimtröð- inni frá fjörunni. Og Kristinn bendir á gamla kirkjustæðið. Já, kirkjustað- ur var í Nesi frá því um 1200. Síð- asta kirkjan var byggð 1875. Árið 1897 voru bæði Lauganes- og Nes- kirkja seldar á uppboði til styrktar fátækri Reykjavíkurdómkirkju. Lauganeskirkja fór á 17 ríkisdali, en Magnús Ormsson, lyfjafræðing- ur, keypti fínu kirkjuna á Nesi á 125 dali og notaði kirkjuskipið til að þurrka lækningajurtir. Einhver hjá- trúarfuliur gæti sagt, að máttarvöld- um hafi mislíkað. Allavega fauk „kirkju-þurrkhúsið“ í ofsaveðri, svo- nefndu Bátsendaveðri, 9. janúar 1799, svo vart stóð spýta eftir. Landlæknis- og lyfsalaembætti fluttust til Reykjavíkur 1834. Síðar varð Nes bújörð, allt fram til 1960. Síðasti ábúandi býr enn í Nesstofu og hefur ábúðarrétt eins lengi og lifir. Fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum benda til búsetu þar frá því um 900. Líklegt má telja að Nes hafí byggst um svipað leyti. Nes hefur ætíð verið myndarbújörð og margir merkir menn hafa búið hér. Nú er Nesstofa í eigu Þjóðminja- safns íslands, ásamt smáskika og útihúsum. Áætlað er, að nýtt safn- hús verði byggt við hluta af útihúsi fyrir yngri lækningatækin. Og lyfja- fræðingar eiga hús rétt hjá Nes- stofu, þar sem gert er ráð fyrir lyfja- fræðisafni. Öll söfnin munu tengjast fögm útivistarsvæði á ysta odda Seltjarnarness. Hér er verið að búa vel í haginn fyrir komandi kynslóðir að ganga inn í söguna. í útihúsi eru ýmis hrollvekjandi tæki. Eins og fótstiginn tannlækna- bor, fæðingarstóll og fæðingarkrók- ur. í tilraunakrukkum gefur að líta mannshönd, afmyndaða af holds- veiki, sýkta mannslifur o.fl. Líka margt sem vekur hlýjar kenndir. Eins og „sjónglerjakassi" Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, fíngerð gömui gleraugu og gamlar læknat- öskur sem ungar stúlkur sækjast nú eftir. „Sérstaða þessa safns,“ segir Kristinn, „er að safngripir eru ekki gamlir.“ Já, framfarir í læknisfræð- inni eru stórstígar. Þarna er fyrsta sónartækið sem er geysilega fyrir- ferðarmikið. Nú má halda á nýjasta tækinu í hendi sér. Fyrsta lasergei- slatækið (notað við augnlækingar) kom til landsins 1980 og er nú safn- gripur. „Ég vil að þáttur prófessors Jóns Steffensens komi vel fram,“ segir Kristinn. „Fram til síðasta dags vann Fæðingarstóll sem skrúfaður var á borð. Úr eigu Guð- mundar prófessors Thoroddsens (1887 -1968). hann hér við að skrá muni. Safngrip- ir eru nú orðnir á fímmta þúsund og mest allt hans verk.“ Jón dó í júlí í fyrra. Árið 1964 stofnaði Jón ásamt fleirum Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, aðallega til að hlúa að tækjum og heimildum um sögu íslenskra heilbrigðismála. Á veggjum í útihúsi hanga teikn- ingar af væntanlegri viðbyggingu. Hér á að koma skemmtileg kaffi- stofa með útsýni yfir Seltjörn, lítil safnaverslun og sýningarsvæði með upplýsingum um lífríki svæðisins. „Fjöldi fólks gengur hér um svæð- ið,“ segir Kristinn. „Það á að geta skoðað myndir af þeim fuglum sem sækja á nesið, og hresst sig á kaffi- bolla um leið og horft er yfir Bakka- tjörn og Faxaflóa." Kristinn dregur fram loftmynd af svæðinu. Á henni koma fram ein- kennilegar hringlaga myndanir í jarðvegi. „Þarna gæti verið um mannvirki að ræða,“ ségir hann hugsandi. Þar talar fornleifafræð- ingurinn. — Og þig klæjar í lófana eftir að geta farið að grafa þau upp, segi ég hlæjandi. Þegar horft er upp að Nesstofu frá Bakkatjörn, hugsar maður um hve skemmtilegt væri ef gamla heimtröðin fengi að halda sér. Fok- sandi og jarðvegi á að ýta frá Nes- stofu, til að hún rísi yfir nesinu eins og áður fyrr. Með fornleifarannsókn- um mætti bæta við söguna i Nesi. En nú er fyrirhugað að leggja veg yfir hringlaga jarðvegsmyndanir. Seltirninga vantar vegastæði fyrir nesið. Hvílík skammsýni væri að íjúfa kyrrð þessa einstæða útivistar- og sögusvæðis með vegaframkvæmd- um. Rjúfa tengsl Bakkatjamar við Nesstofu. Þá myndu næstu kynslóð- ir ekki skynja söguna á sama hátt. Gamlir dagar sviósettir egja má að Árbæj- arsafn sé gott dæmi um „safn og umhverfi". Á útisafni má endurmóta fyrri tíma með gömlum húsum og réttu umhverfí. Og sviðsetja gamla daga með tónlist, klæðnaði og lif- andi vinnubrögðum. Margrét Hallgrímsdóttir er borg- arminjavörður og forstöðumaður Árbæjarsafns og lifír sig inn í starf- ið um leið og hún eys fróðleiksmol- um. „Helst hafa verið sýnd eldri heim- ili á Árbæjarsafni,“ segir Margrét, „en undanfarið hefur færst í aukana að setja upp verkstæði frá aldamót- um. í safninu er nú gömul prent- smiðja, bókbandsstofa, eldsmiðja og skógerðarstofa. Gestir geta verslað í lítilli krambúð og drukkið kaffi í Dillonshúsi. Safninu var gefið mikið af góðum handverksáhöldum á síð- asta ári. Og í sumar stendur til að setja upp gullsmíðaverkstæði í Suðurgötu 7. „Árbæjarsafn á að sýna mótun Reykjavíkur úr sveit í borg. Nítjándu aldar timburhúsin eru þarna,“ segir Margrét, „frá því Reykjavík var hálf- gert sveitaþorp. En nú er tímabilið í kringum aldamót að byggjast upp við torg safnsins. Fyrsta júlí verður Suðurgata 7 opnuð við torgið, sem sýnir fínt heimili i Reykjavík frá ald- amótum. Og í sumar stendur til að hefjast handa um uppbyggingu á Lækjargötu 4. Umhverfi fyrri tíma í Reykjavík er í mótun, með görðum, stígum, torgi og lýsingu til að skapa rétt andrúmsloft," segir Margrét. „Og ekki má vanta kálgarða, vatns- pósta og kamra,“ bætir hún við. „Samtímasögunni eru gerð skil í Útisafnið getur endurspeglað gamla tímann í húsagerð og umhverfi, með gamaldags klæða- burði og uppákomum. sýningum. í sumar verður áhersla lögð á tímabilið í kringum 1970, en þá urðu mikil þáttaskil. „Við höfum tekið eftir því að fólk hefur gaman af að skoða sýningar sem það getur tengt við sjálft sig á einhvern máta,“ segir Margrét.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.