Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 MÖGULEIKAR Landkynnmg í mílljón eintökum Síðast liðið haust komu hingað til lands gestir á vegum sænsk/bandaríska veiðivörufram- leiðandans ABU/Garcia. Þeta voru óbreyttir veiðimenn sem áttu að róa á mið sem hingað til hafa ekki þótt bjóðandi erlendum gestum. Yfirleitt sækja útlendingar í hinar frábæru laxveiðiár landsins, en Svíarnir ætluðu að veiða sjóbleikju í söltu vatni og straumvatni, vatnasil- ung, auk þess að freista gæfunnar á skaki. Þrír aðil- ar hérlendis báru hitann og þungan af ferð Svíanna, Paul O’Keefe umboðsmaður ABU/Garcia hér á landi, Paul Ric- hardson fyrir hönd Ferðaþjón- ustu bænda og Margrét Hauksdóttir hjá kynning- ardeild Flugleiða. Enda voru þetta engir venjulegir túristar, heldur út- sendarar fyrirtækis sem gefur út sportveiðivörulista í milljón eintök- um. Flestir veiðimenn munu kannast- við„Napp og Nytt“, vörulista ABU sem kemur út ár hvert. Upplag hans er ein milljón rit og tilgangur ferðar Svíanna sem um ræðir var að rita grein í Napp og Nytt 1992. „Það var mikilsvert að ferðin gengi að óskum, enda sér hver maður hví- lík landkynning hér er á ferðinni sagði Paul O’Keefe í samtali við Morgunblaðið, en sjálfur fór hann með Svíunum vestur í Aðalvík og víða um Norðurland. „Þetta gekk mjög vel og fólkið var ánægt með útkomuna. Það speglast í greininni í Napp og Nytt sem er upp á átta síður, en þær eru að auki prýddar litmyndum. Kápumyndin á blaðinu er einnig úr íslandsferðinni," sagði Paul enn fremur. Paul benti á boðskapinn sem fram kemur í upphafi greinarinnar, en þar stendur: „Til íslands koma sport- veiðimenn hvaðanæva að úr heimin- um, til að veiða lax og sumir greiða jafn vel hundrað þúsund krónur á dag fyrir bestu ámar. En það er önnur hlið á sportveiðum á Islandi, hlið sem byggir á breyttu viðhorfi til sportveiða og er ekki síður spenn- andi, en um leið miklu aðgengilegri. Það er sjóbirtingur, silungur í ám og vötnum og sjóstangaveiði." Paul telur að greinin geti haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá Norð- urlöndunum. „Island þykir í senn spennandi, fjarlægt og óraunveru- legt, en þegar hópurinn frá ABU kom til Aðalvíkur var samt haft á orði hvað þetta væri þrátt fyrir allt áþreyfanlegt," sagði Paul O’Keefe. Sænsk stúlka úr hópn- um ræður sér ekki fyr- ir kæti með góðan feng. * * Landganga í Aðalvík undirbúin. TIL SÖLU EÐA LIIGU Hér er um að ræða nýtt glæsilegt hús. Flatarmál er um 7.100 fm. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar atvinnu- eða iðnaðarstarf- semi, verslunar- og lagerhúsnæði. Skipulag hið innra býður upp á margs konar nýtingu. í husinu eru bæði innréttaðir glæsilegir sýningarsalir, mötuneyti og verkstæði, auk skrifstofurýmis. Húsið er fullbúið að utan og lóð er frágengin, en þar eru m.a. 150 bílastæði með hitalögn. Húsið selst eða leigist f einu lagi eða i hlutum. Jarðhæð 1396 fm, lofthæð 7,5 m, aðkeyrsla að austan eða vestan. Jarðhæð 1082 fm, lofthæð 3 m, aðkeyrsla að austan eða vestan. 1. hæð 800 fm, lofthæð 4,5 m, sýningarsalur ásamt skrifstofum. 2. hæð 1850 fm, lofthæð 4,5 m. 3. hæð 1300 fm, lofthæð 3,5 m, skrifstofuhúsnæði. 4. hæð 340 fm, fallegur fundarsalur eða matsalur. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Landsbanka íslands, útlánastýringu, Austurstræti 11, sími 606280, og hjá Ársæli Má Gunnarssyni, sími 671600 fh. eða símboði 984-50474. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ,^'v11 Kokkarnir, flestir, gefa sér tíma til að líta upp úr pottunum. MATSELD Keppniskokkarnir á fullri ferð Það er mikið um að vera hjá skömmu hélt hópurinn sinn árlega Klúbbi matreiðslumeistara Hátíðarkvöldverð í fjáröflun- eins og fyrri daginn og fyrir arskini fyrir væntanleg umsvif, TONLIST Sex lög góð - sautján leiðinleg Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu fékk mikla umfjöllun í dönskum fjölmiðlum, ekki síður eftir á, er ljóst var að Norrænu lögin að því íslenska undanskyldu voru öll heldur aftarlega á mer- inni. Af dönsku blöðunum má ráða að frændur vorir hafi gert sér nokkrar vonir með framlag sitt sem flutt var af „Kenny og Lotte“, en þær vonir gengu ekki aftir og blésu Danir á það. í BT var fyrir skömmu viðtal við Calle Nielsen, umboðsmann Kenny og Lotte, og þar segir hann að skjóstæðingar sínir geti grætt á tá og fingri með uppákomum víða um Evrópu og það sama sé að segja um betri númerin sem sjáist í umræddri söngvakeppni. Viðtalið fer að mestu í útlisting- ar á gróðavon hér og þar svo og ágæti Kenny og Lotte, en í lokin spyr blaðamaður Calle' þennan hvað sér hafi fundist um söngva- keppnina að þessu sinni og gaf hann heldur lítið út á það. „Það voru 17 leiðinleg lög en aðeins 6 góð. Góðu lögin voru auk þess danska, frá írlandi, Svíþjóð, Austurríki, Möltu og frá íslandi,“ sagði umbinn. Með annari grein í sama BT, sem fjallaði einnig um söngvakeppnina, birtist meðfylgj- andi mynd af þeim Siggu Bein- teins og Sigrúnu Evu með þeim orðum að íslensku stelpurnar Sigga og Sissa hafi verið litríkar og þær hafi greinilega hæfileika til að flytja góða alþjóðlega popp- tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.