Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 16
HVlTA HÚS1Ð / SlA V 16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 Leerið réttu vinnubrögðin af fagmönnum Laugardag og sunnudag kl. 14-18 GRASFLOT1N OG GARÐABURDURINN Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumeistari leiðbeinir um val á garðáburði, mosaeyði og grasfræi. TRJÁKUPPINGAR -KUPPW RÉTT Kristján Vídalín skrúðgarðyrkjumaður kynnir réttu handbrögðin við trjáklipp- ingar, leiðbeinir um undirstöðuatriði og kynnir réttu áhöldin. VARNAREFNI - JURTALYF Steinunn Stefánsdóttir garðyrkjufræð- ingur leiðbeinir um notkun og rétt val á efnum til útrýmingar á illgresi og skaðvöldum í gróðri. m GARDENA' Sérfræðingar GARDENA kynna íjölbreytt úrval garðyrkjuáhalda frá þessum heimsþekkta framleiðanda. RÉTT VORVERK HEILBRIGÐARI GROÐUR Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. . Playor eftir Robert Altman og von- ast margir eftir að hún fari með sig- ur af hólmi þótt bandarísk sé. Hún verður varla talin dæmigerð banda- rísk kvikmynd, en þessi óborganlega satíra á Hollywood segir sögu fram- kvæmdastjóra kvikmyndavers (Tim Robbins), sem kemst í hann krappan þegar handritshöfundur nokkur tek- ur að senda honum nafnlausar hótan- ir í póstkortaformi. Mikið grín er gert að bandarískum kvikmyndaiðn- aði, en til að mynda hefst myndin á átta mínútna löngu skoti „vegna þess að það er svo kjánalegt að gera slíka hluti“. Pjöldi stórleikara kemur fram sem þeir sjálfir í myndinni, en auk Robb- ins leikur Whoopi Goldberg rann- sóknarlögreglukonu og Greta Scacc- hi leikur íslenska konu, sem heitir June Gudmundsdottir! í hvert skipti sem hún kemur fram í myndinni eiga aðrir í erfiðleikum með að segja nafn- ið hennar, sérstaklega Whoopi Gold- berg, og margir aðrir íslendinga- brandarar eru látnir fjúka. Þess er getið að Island sé grænt en Græn- land hvítt og minnst er á ýmis ein- kenni íslands eins og goshveri og eldfjöll. A blaðamannafundi eftir frumsýn- inguna voru Altman og félagar spurðir spjörum úr varðandi Holly- wood, en eftir nokkra umhugsun sá ég að ég varð að fá að vita hvaðan hugmyndin um ísland hefði komið. Ég stend upp, fæ hljóðnema í hönd og hef upp raust mína._ „Ég heiti Omarsson og kem frá Islandi.. Lengra komst ég ekki, því troðfullur salurinn sprakk úr hlátri. Brandari ársins. Altman, Goldberg; Robbins og fleiri sátu fyrir svörum voru lengi að jafna sig eftir þetta hláturskast og sjálfur gat ég ekki annað en skellihlegið að þessari vitleysu. Þegar ég fæ málið á ný segist ég hafa ver- ið mjög hrifinn af íslendingahúmorn- um, en vilji endilega vita hvaðan hann sé sprottinn. Michael Tolkin, höfundur handritsins og bókarinnar, sem það er byggt á, svarar: „Okkur vantaði bara eitthvað nógu fáránlegt og íjarlægt öllu því sem er í mynd- inni. Altman kom strax með ýmsar hugmyndir um Island, en ég skildi ekkert í þeim. Ég skil þær ekki enn.“ „Það er ekkert að marka. Hann skil- ur ekki myndrænar hugmyndir," bætir Altman við. Eftir þetta var ekki hægt að minn- ast á þessa kvikmynd án þess að ísland kæmi við sögu. Þegar við sát- um á Martinez hótelinu og biðum eftir frumsýningu Svo á jörðu sem á himni komu ýmsar stjömur við á barnum sem endraiíær. Þamá var til dæmis Whoopi Goldberg með leik- aranum Christopher Lee. Skömmu seinna stöndum við upp og leggjum af stað, en þá mæti ég Lee í and- dyri hótelsins. Hann kemur auga á mig og þekkir mig samstundis frá því ég hafði við hann viðtal fyrir Morgunblaðið í Madrid fyrir tveimur árum. Við spjöllum saman um stund, en hann stenst ekki mátið. „Hefur þú séð The PlayerV‘ „Já,“ segi ég. „June Gudmundsdottir! Fannst þér það ekki fyndið," segir hann og híær hátt. Christopher Lee er nú enginn venjulegur maður. Efast um að nokk- ur í þessum bransa viti meira um land okkar og þjóð. David Lynch var aftur kominn til Cannes eftir eins árs útlegð. Nýja myndin hans heitir Twin Peaks: Fire Walks With Me og segir sögu Lauru Palmer áður en hún var drepin í upphafi sjónvarpsþáttanna vinsælu. Myndin er full af Lynch-einkennum, en hún er einkum fyrir aðdáendurna og þá sem ekki fengu leið á þáttun- um. John Malkovich var eftirlæti margra sem besti leikarinn í keppn- inni. Mynd hans, Of Mice and Men eftir sögu Steinbecks, er reyndar ekki sýnd fyrr en í dag og því ómögu- legt að spá frekar um það. Malkovich fer með hlutverk Lennie, en Gary Sinise, sem einnig er leikstjóri, leikur George. Þeir léku þetta saman á sviði fyrir mörgum árum við mjög góðar undirtektir. Sjötta bandaríska myndin í keppn- inni var Simple Men eftir neðanjarð- arleikstjórann Hal Hartley. Sumir skipa honum á bekk með Steven Soderbergh og Coen-bræðrum og því má allt eins búast við að hann hljóti einhver verðlaun. Senuþjófurinn íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannast víð eina mynd í keppninni, það er Den goda viljan, sem Bille August gerði eftir minningum Ingm- ars Bergmans. Þetta er lengsta verk- ið í keppninni, eða þrír klukkutímar í sýningu, sem þó er ekki nema um helmingur sjónvarpsþáttanna. Frakkar hafa fjallað talsvert um þessa mynd, því þeir vilja ekki gera sömu mistökin og árið 1988. Þá fór Pelle nokkur s'igurvegari alveg fram- hjá pressunni, en vann síðan öllum á óvart. Einsog venjulega eiga heimamenn þijá fulltrúa í keppninni. Að þessu sinni var val þeirra nokkuð undar- legt. Frökkum ætti að vera mikið i Ný sending af fallegum sumarfatnaði frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.