Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 14

Morgunblaðið - 17.05.1992, Side 14
 ir gullpálmamyndina Barton Fink, en mynd hans nú heitir einfaldlega Mac. Mynd Roberts heitir Bob Ro- berts og hefur flottan leikaraflota: Giancarlo Esposito, John Cusack, James Spader og Susan Sarandon. Edward James Elmos, sem meðal annars er þekktur úr „Miami Vice“ þáttunum, er einnig með sína fyrstu mynd, Amerícan Me. „Cult“-myndin í Caméra d’or í ár er þó vafalaust bandaríska myndin Resevoir Dogs, eftir Quentin Tarant- ino. Þetta er ofbeldisfull glæpamynd með Harvey Keitel í aðalhlutverki, en hann er einnig framleiðandi myndarinnar. Þá ætti Frakkinn Ar- naud Desplechin að koma vel til greina, en mynd hans /a Sentinelle er í sjálfri aðalkeppninni. Ekkert ómögulegt Þar komum við að helsta hluta kvikmyndahátíðarinnar, sem er vita- skuld keppnin, en 21 kvikmynd kepp- Þorfinnur Ómarsson skrifar fró Cannes ISLENSKI fáninn blaktir í fyrsta skipti við kvikmyndahátíðarhöllina í Cannes. Um 10 íslendingar hafa klætt sig í kjól og hvítt og eru í hátíðarskapi, en það er einhver dulinn spenna í loftinu. Þeir sitja á bamum á Martinez lúxushótelinu og reyna að róa taugarnar. Það hef- ur enn enginn séð eintakið af kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni — ekki einu sinni hún sjálf. Frumsýning er á næsta leyti. Hilmar Örn Hilmarsson hefur áhyggjur af því hvort tónlist- in hljómi vel. Hann missti nefnilega heyrnina á öðru í aðflugi í London og hefur ekki fengið hana aftur. Tinna Gunniaugsdóttir segir frumsýn- ingar kvikmynda verri en leikrita. Þá sé ekki lengur hægt að bjarga neinu og óþægilegt geti verið að horfa á sjálfa sig á tjaldinu. Heims- frumsýning er að hefjast á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem áhorfendur em grimmir sem ljón og gefa engan grið verði þeim ekki fullnægt. Hvernig verður myndinni tekið?, spyrja menn sjálfa sig áður en gengið er inn í salinn. Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndagerðarmaður, Ásdís Thoroddsen og höfundur Inguló ásamt eigin- Tinna Gunnlaugsdóttir og Álfrún Helga Örnólfs- manni, kampakát eftir góðar viðtökur. dóttir. Það er fastur liður á kvikmyndahátíðinni í Cannes að smástirnin haldi til strandar og fækki þar klæðum í von um frægð og frama. Islenskar kvikmyndir settu nokkurn svip á kvikmyndahátíðina frægu í Cannes enda blakti nú íslenski fáninn í fyrsta sinn við sýningahöllina að var sérlega gott veður í Cannes þetta árið, öfugt við í fyrra þegar rigndi nær allan tím- ann. Fjórar íslenskar kvikmyndir voru sýndar á kvikmyndahátíðinni, sem lýkur á morgun. Svo á jörðu sem á himni og Ingaló hlutu mesta athygli ís- lensku myndanna, en Sögur á norð- urslóðum og Börn náttúrunnar voru sýndar á kvikmyndamarkaðinum. ísland hefur aldrei átt jafn marga fulltrúa í Cannes. Stórbrotin kvikmynd Svo á jörðu sem á himni heitir tveimur nöfnum í Cannes. Sur terre (Á jörðu) á frönsku, en As in Heaven (sem á himni) á ensku. Breyta þurfti nafni myndarinnar þar sem belgísk kvikmynd hét þegar sama nafni. Kristín Jóhannesdóttir sagðist hafa skipt nafninu upp því þau væru ein- faldlega fallegri svona. Myndin er sýnd í ramma sem kallast Fókus, innan aðaldagskrár hátiðarinnar. Það hefur legið fyrir langan tíma að fókusinn í ár verði á norræna kvik- myndagerð. Að sama skapi voru full- trúar landanna fímm sjálfvaldir eftir að Norræni kvikmynda- og sjón- varpssjóðurinn hóf göngu sína. Nú eru 14 mánuðir frá því grænt Ijós var gefíð á framieiðslu Svo á jörðu sem á himni en saga myndarinnar er miklu lengri. Kristín Jóhannes- dóttir fékk fyrstu sýn að myndinni við klippingu á Á hjara veraldar árið 1983, en skömmu síðar hóf hún að skeyta saman þremur sögum, sem tengjast á dramatiskan hátt. Síðan hefur handritið gengið í gegnum margvíslegar breytingar, eða allt þar til sýnt var þetta yrði meira en bara hugmynd. „Það hefði verið útilokað að klára þetta verkefni á einu ári ef ekki hefði þegar farið fram gífur- leg forvinna," segir Kristín. Saga hennar gerist við Straum- fjörð á Mýrum og samkvæmt henni hefur þar ríkt bölvun allt frá því á fjórtándu öld. Við sjáum sögubrot úr fortíðinni í gegnum 10 ára stúlku, sem býr yfír duldum hæfíleikum. Þannig sjáum við smám saman hvað hefur gerst á staðnum, en um leið er óveður í aðsigi og enn alvarlegri viðburður í nánd. Franskt rannsókn- askip á leið framhjá staðnum og verður ekki forðað frá ógæfunni. Kristín blandar þama saman raun- veruleika og skáldskap. Franska skipið Pourquoi pas? strandaði á þessum stað árið 1936, en orsakirnar veit enginn með vissu. Dágóður hluti myndarinnar gerist um borð í skipinu og er þannig byggð upp dramatík í kringum þijár tengdar sögur. Upp- tökur fóru fram við Höfn í Homa- firði, sem hefur einnig verið mikill strandstaður skipa í gegnum tíðina. Og hvernig skildi svo hafa tekist til? I einu orði sagt stórkostlega. Byijunin er snjöll og áhrifarík og margslungið handritið nær smám saman tökum á áhorfandanum og þeytir honum vandlega á milli staða og tíma. Kristín Jóhannesdóttir hefur afbragðs stjórn á verki sínu nánast hvar sem drepið er niður. Snorri Þórisson hefur unnið þrekvirki í kvik- myndatöku, tónlist Hilmars Amar er einstaklega falleg og áhrifarík og Kjartan Kjartansson staðfestir snilld sína í hljóði. En það er ekki hægt að fjalla um þessa mynd án þessað minnast á að ný stjarna er fædd. Álfrún Helga Ómólfsdóttir leikur Iitlu stúlkuna af slíkri vandvirkni að unun er á að horfa. Ekki veikan punkt að fínna hjá 10 ára gamalli stúlku í aðalhlut- verki. „Hún tók hlutverkið allan tím- ann mjög alvarlega og vildi fá að vita nákvæmlega hvemig hún ætti að haga sér á hveijum tíma. Auk þess var hún mjög samvinnuþýð og það komu ekki upp nein vandamál í kringum þetta hlutverk. Þetta var eins og að vinna með atvinnu- manni,“ sagði Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Tinna Gunnlaugsdóttir, sem fer vel með dramatískt hlutverk móður hennar, tók í sama streng og sagðist ekki áður hafa kynnst jafn fagmannlegum vinnubrögðum hjá jafn ungum leikara. Annars er leikur j myndinni í heild sinni mjög góður. Ástæðulaust er að telja það upp frekar hér, en íslensku leikararnir gefa frönsku atvinnu- mönnunum Pierre Vaneck og Chri- stophe Pinon ekkert eftir. Þá fer skipið Kaskelot með hlutverk Po- urquoi Pas?, en heimsfrægð bíður nú þessa skips eftir leik í Kristófer Kólumbusi með Gérard Depardieu. Enginn gekk út Það gekk enginn út af frumsýn- ingu myndarinnar og sýnir það að vel hafi tekist. Áhorfendur í Cannes hafa nóg annað við tíma sinn að gera en að sitja yfir lélegum kvik- myndum. Þess í stað var ákaft klapp- að að sýningu lokinni. Eg greip nokkra franska frumsýningargesti tali á leið út úr bíóinu og var dómur þeirra aðeins á einn veg: stórbrotin kvikmynd. Margir tóku sérstaklega fram hversu vel leikin hún væri og tæknivinnsla óaðfinnanleg. Blaða- menn fóru ekki að sjá Svo á jörðu sem á himni fyrr en í gær og því birtast ekki umsagnir um myndina fyrr en í dag. Að sýningu lokinni heldur íslenski hópurinn á skrifstofu norræna kvik- myndastofnana, en þar hafa öll Norð- urlöndin vinnuaðstöðu. Skrifstofan er á besta stað, eða á milli Carlton og Hilton hótelanna. Stór veröndin nær langt framundir götuna þannig að fallegt útsýni er til beggja átta á /a Croisette. Frumsýningarskrekkn- um er þar skolað niður með kampa- víni og eftir skamma stund kveður Jakob Magnússon sér hljóðs. Hann óskaði aðstandendum til hamingju með myndina og að hans mati hefur „einu sinni enn verið brot- ið blað í íslenskri kvikmyndagerð“. Ingaló vel gerð og „groovy“ Kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Ingaló, hlaut jafnvel meiri athygli í fjölmiðlum, enda var hún sýnd í gagnrýnendaviku sem blaðamenn þekkja til hlítar. Tilgangurinn með þessum hluta er að fínna frambæri- legar kvikmyndir frá stöðum sem ekki eru meðal þeirra afkastamestu í kvikmyndagerð. Inguló var einnig vel tekið af áhorfendum, sem hana sáu, en alls var myndin sýnd átta sinnum á hátíðinni. Greinarkorn birt- ist um hana í dagblaðinu Libération, þar sem höfundur var ánægður með myndina, en lagði fyrst fram eina grundvallarspurningu: „Hveiju líkjast íslenskar kvik- myndir? Við getum sagt að það sé mjög „groovy" að Ingaló, unga and- hetjan á leið til betri vegar ... sé reiðubúin til að yfirgefa þorpið sitt og halda til borgarinnar. Og jafnvel að láta fremur lítt spennandi sálfræð- ing rannsaka geðheilsu sína og and- félagslega hegðun. Fjölskyldu- og kvenréttindabarátta Ingulóar er vel tengd atvinnuvandamálum, án þess þó að sagan gangi fullkomlega upp fyrir vikið. Þetta er þung, en vel gerð kvikmynd, sem angar vitaskuld of mikið af sfld til að vekja áhuga fjöldans. Því miður.“ Svo mörg voru þau orð. Verkin sjö í gagnrýnendavikunni keppa sín á milli um peningarverðlaun, en auk þess er Ingaló með í keppninni um Caméra d’or verðlaunin, sem veitt eru fyrir bestu frumraun leikstjóra. Ásdís sagðist nokkuð ánægð með viðtökurnar, því mynd sín væri ekki auðveld fyrir útlendinga. „Þeir virt- ust ekki skilja húmorinn í myndinni vegna alvarleika efnisins. En flestir voru ánægðir með að sjá þjóðfélagsá- deilu frá Islandi," sagði Ásdís. Það er fríður flokkur leikstjóra sem keppir við Ásdísi um' Caméra d’or, en alls eru 23 leikstjórar með sína fyrstu mynd. Má þar fyrst nefna bandarísku leikarana Tim Robbins og John Turturro, sem eru þarna með fyrstu verk sín sem leikstjórar, en báðir leika þeir einnig aðalhlut- verk í myndunum. Turturro fór héð- an í fyrra með leikaraverðlaunin fyr- ir um gullpálmann og fleiri verðlaun. Val á verkum í keppnina var að þessu sinni með nokkuð hefðbundnu sniði, nema hvað bandarískum kvikmynd- um var fjölgað í sex og fannst mörg- um nóg um. Síðustu þijú árin hafa bandarískar myndir staðið með gull- pálmann í höndunum og því telja margir útilokað að svo verði einnig í ár. Það er í raun ekkert útilokað í þessu sambandi. Þegar við vorum hér með Wild at Heart fyrir tveimur árum var sagt að myndin ætti ekki möguleika vegna þess að bandarísk mynd gæti ekki unnið tvö ár í röð. Það fór á annan veg. Sama var uppi á teningnum með Barton Fink í fyrra og þannig gæti allt eins fari svo í ár líka,“ sagði Siguijón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi í Cannes. Erfítt er að geta sér til um hvaða afstöðu dómnefndin, undir forsæti franska stórleikarans Gérard Dep- ardieu, tekur. Henni er auðvitað ætlað að taka sjálfstæða ákvörðun án tillits til siðustu ára. Dómnefndin er skipuð 10 einstaklingum, sem koma úr ýmsum hornum kvikmynda- heimsins. Þar eru meðal annarra bandaríska ieikkonan Jamie Lee Curtis, spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar og breski leikstjórinn John Boorman. En Siguijón Sighvatsson er fram- leiðandi einnar kvikmyndar í keppn- inni, A Strangér Among Us, eftir hinn annálaða leikstjóra Sidney Lu- met. Þetta er lögreglumynd, en margar af bestu myndum Lumets hafa fjallað um líf og störf New York lögreglunnar. Að þessu sinni er aðal persónan kona, leikin af Melanie Griffith. Til að komast til botns í morðmáli gerist hún félagi í gyðingasöfnuði hasída og hefur það aðrar afleiðingar í för með sér. Sum- ir segja að þetta að þetta sé nokkurs konar femínistaútgáfa af Witness og má búast við að myndin eigi mögu- leika á verðlaunum. Óvíst er um möguleika Basic Inst- inct þótt hún hafi hvarvetna vakið mikla athygli. Hér voru þó engar uppákomur eins og í Bandaríkjunum, enda þarf margt að breytast til að Frakkar kippi sér upp við myndir af þessu tagi. Það kom heldur ekki annað til greina en að sýna myndina í sinni upprunalegu útgáfu. Sjá við- tal við Michael Douglas annars stað- ar í blaðinu. ísland í aðalhlutverki Vinsælasta og mest umtalaða myndin í keppninni var án efa The SJÁ BLS. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.