Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 29
I MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAMQLsUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 C 29 Lífríki Mývatns og Reykja- víkurbréf Frá Þorláki Jónassyni og Kristjáni Þórhallssyni: I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 12. apríl 1992 er fjallað um Kísiliðj- una og Mývatnsrannsóknir. Út af vangaveltum og spurningum greinarhöfundar, verður að gera nokkrar athugasemdir. Höfundur spyr! „Getum við tekið áhættu af því að hlusta ekki á sjón- armið þeirra sérfræðinga, sem telja að námavinnslan í Mývatni sé á góðri leið með að eyðileggja lífríki vatnsins." Svar við þessari spurningu ligg- ur ljóst fyrir. Ef Kísiliðjunni verður lokað, vita allir sem best þekkja, að tilvera Mývatns og lífríkis þess í núverandi mynd og endalok eru ekki langt undan. Þetta sjá allir þeir sem hafa þor til þess að hugsa til framtíðarinnar, en ekki aðeins um líðandi stund. Veiðibændur í Mývatnssveit sem styðja starfsemi Kísiliðjunnar og dælingu úr vatn- inu, ætla sér ekki baráttulaust að fljóta sofandi að feigðarósi. Þeir þekkja vatnið sitt best gegnum árin. Hvar stór svæði voru orðin lífvana af fugli og silungi áður en dæling hófst. Þeir vita líka að mörg önnur svæði vatnsins eru orðin allt of grunn. Rétt er að það komi fram hér að í upphafí var Mývatn ákaflega misdjúpt, þrátt fyrir það hefur yfirleitt verið mjög öflugt lífríki í vatninu frá fyrstu tíð. Það sanna borkjarnar sem teknir hafa verið í rannsóknar- skyni. Fullvíst má telja að þetta misdjúpa vatn sé lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og viðgang silungsins. Þá getur hann leitað í djúpu hylina þegar miklir hitar eru fyrripart sumars. í áður nefndu Reykjavíkurbréfi segir m.a. „Þeir koma ekki til íslands ef við eyðileggjum fegurstu svæði landsins“. Hér er átt við ferða- menn. Þetta er alveg hárétt. Rétt er að draga hér upp mynd frá ár- Frá Helga Seljan: Tónlistarlíf á landi hér þróast skemmtilega og vel með hinum fjölbreyttustu tilbrigðum. Æ fleiri þátttakendur koma þar við sögu, æ fleiri börn iðka tónlistarnám af ýmsu tagi, æ fleiri leita sér þar góðra tómstunda og um leið gera æ fleiri garðinn frægan á tónlistar- sviði hér heima og ekki síður er- lendis. Blessunarlega er tónlistars- mekkur fólks ekki steyptur í sama mótið, þó allir eigi að geta notið góðrar tónlistar á hvaða sviði sem er. Á liðnum árum hefur vegur harmonikkunnar mjög farið vax- andi og er það vel. Fyrir þann, sem sjaldan heyrði lifandi tónlist í bernsku, er harmonikkan enn töfrahljóðfærið góða, sem gladdi hug og hjörtu fólks og gerir enn. Enn finnst undirrituðum sem harmonikkan sé nauðsyn helzt á dunandi dansleik. En nú hefur hann éinnig sannfærzt um hversu fjölbreytta tónlist hannonikkan spannar með góðum glæsibrag. Margir velunnarar nikkunnar hafa lyft henni til vegs og virðing- ar á ný, en ofmælt mun það ekki að þar fari fremst sá síungi tón- listarmaður Karl Jónatanssn, óþreytandi í áhuga sínum og elju fyrir framgangi harmonikkunnar. Hann kennir og hefur kennt ótöld- inu 1960 áður en dæling hófst á botnleðju úr Ytriflóa Mývatns. Við stöndum á stæðinu við verslun KÞ í Reykjahlíð, einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins, og horf- um til vesturs yfir vatnið. Já við sögðum vatnið, en erfitt er að greina nokkur vatn. Þéttur, dökkur maragróður hefur hvarvetna þrengt sér upp úr vatninu og hvergi er líf að sjá. Fnykinn af rotnandi gróðurleifum í volgu vatn- inu leggur fyrir vit manna. Sumar- ið 1991, þegar Kísiliðjan hefur dælt botnleðjunni af þessu svæði í milli 20 og 30 ár erum við stadd- ir á sama stað og 1960. En nú blasir við okkur önnur og ánægju- legri mynd. Það er blækyrrt veður og sól skín í heiði. Slútnes með sína „lifandi gimsteina" (samanber kvæði Einars Ben.) speglast í silfurtæru vatninu. Fjöldi anda kafa eftir æti á vatnsbotninum. Fyrir því er staðfest sönnun. Þús- undir unga nærast á flugum sem gnægð er af á yfirborði vatnsins. Hér hefur nefnt vatnasvæði breyst úr fúlum forarpolli, í fuglaparadís. Ekki þurfa menn að vera í vafa hvor myndin sem hér hefur verið brugðið upp heillar meir. Þó telja sumir sérfræðingar að námu- vinnslan sé á góðri leið með að eyðileggja lífríkið í Mývatni. Það má kallast Guðs þakkavert að þessir sömu fræðingar voru ekki búnir að leggja sína dauðu hönd á allt hér áður en endurheimt vatns- um fjölda að komast í nánari snert- ingu við töfra tónanna og taktinn góða. Karl er enn að á fullu og ég dáist að úthaldi hans og óbil- andi viljaþreki. Harmonikkufélag Reykjavíkur er hans félag. Þar er hann lærifaðir, leiðbeinandi og stjórnandi í senn, enda liðtækir nemendur hans ótrúlega margir. Línur þessar eru ritaðar til að þakka mikla gleðistund og góða á dögunum þegar Hátíð harmonikk- unnar var haldin í Óperunni við húsfylli. Þar lék 40 manna stór- sveit undir stjóm Karls og þar léku margir góðir gestir listir sínar. hópur nemenda Karls sýndi sérleg tilþrif og svo léku Neistamir - hljómsveitin hans Karls - listilega og vel. Allt var þetta eyrnakonfekt eins og bezt gerist og gladdi gamlan unnanda nikkunnar gríðarlega. Fyrir þetta ber að þakka um leið og vakin er verðug athygli á upp- gangi nikkunnar og dýrmætum þætti Karls Jónatanssonar í öllu því, er að nikkunnar framgangi lýtur. Hjartans þakkir, Karl, fyrir Hátíð harmonikkunnar og allt þitt ágæta starf fyrr og síðar - og í framtíðinni. HELGI SEUAN Kleppsvegi 14, Reykjavík ins hófst fyrir um 30 árum. Andstæðingar Kísiliðjunnar hér við vatnið sem eru í raun fáir, hrópa alltaf úlfur, úlfur, og hóta jafnvel að kalla til erlenda aðila sem er í sjálfu sér ekkert nema landráð. Fullyrða má að ef þessir menn hefðu fyrir augum þá raunsæju dökku mynd sem dregin var upp hér að framan, áður en dæling hófst og síðan hina miklu umbreytingu í kjölfar dælingarinn- ar, þá væru þeir nærfærnari í böl- sýnisáróðri sínum. Við nefndum áðan Slútnes og kvæði Einars Ben. Því miður eru hinir lifandi gimsteinar nú huldir undir sinubeðju og óræktarkjarri, því langt er síðan hætt var að heyja í Slútnesi og veita því þá árlegu umhirðu sem gerði þennan lága laufgróna reit að einum fegursta stað landsins. Hér þyrfti að vinna með náttúr- unni og taka til hendinni líkt og við dýpkun Mývatns. Þá mun Slút- nes á ný „ljóma sem ljós yfir sveit“. ÞORLÁKUR JÓNASSON Vogum, S-Þingeyjarsýslu KRISTJÁN ÞORHALLSSON Björk, S-Þingeyjarsýslu LEIÐRÉTTIN G AR Fólk rangfeðrað í FRÉTT frá fréttaritara í Garði í blaðinu í gær var Hulda Matthías- dóttir sögð Hjálmarsdóttir og Er- lendur Kristjánsson sagður Einars- son. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Garðar Björgvinsson. Röng mynd með grein Röng mynd birtist með greininni Með lögum skal land byggja en ólögum eyða, eftir Garðar Björg- vinsson útgerðar- og iðnaðarmann i Morgunblaðinu í gær. Rétta mynd- in er birt hér að ofan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hátíð harmon- ikkunnar Stúdentastj aman, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 ððn Slpunisson Skortyripaverztun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK SlMI 13383 Breyttu pallinum í ferðabíl á hálftíma Eigum til afgreiðslu strax pallbílahús fyrir alla ameríska I og japanska Pick up bíla, þ.á m. Double Cap bíla. Hús-1 in eru fellihús, þ.e. lág á keyslu en há í notkun. Glæsileg innrétting fyrir 4-5 með rúmum, borðum, skápum, bekkjum, sjálfvirkum hitastilli, fullbúnu eld-1 húsi, þrefaldri eldavél, raf-vatnsdælu, vatnstanki, vaski, ísskáp, o.fl. Ódýr lausn á ferðalögum á íslandi og erlendis. Tækjamiðlun íslands hf., Bíldshöfða 8, sími 674727. Vorferð um Mið-Evrópu Örfá sæti laus vegna forfalla Landssamband aldraðra í samstarfi við Flugleiðir efnir til 15 daga skoðunarferð- ar um Mið-Evrópu 21. maí til 5. júní 1992. Fararstjóri verður Sveinn Sæmundsson, fyrrv. blaðafulltrúi Flugleiða, og ferðast verður með íslenskum bílstjóra, Grétari Hanssyni, sem starfar í Þýskalandi. Flogið verður til Amsterdam og ekið aðeins 3 til 4 tíma á dag um Hamborg, Berlín, Munchen, Vín o.fl. borga og síðan flogið heim frá Vínarborg 5. júní. Ferðin kostar 99.000 kr. Innifalið er: Flug, akstur, hótel, 2 í herbergi, morgun- verður og kvöldverður. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Flugleiðum á Hótel Esju í Reykjavík og í síma 690300. Landssamband aldraðra og Flugleiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.