Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 10
io e MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 r eftir Urði Gunnarsdóttur f FRUMVARPI til nýrra laga um málefni fatlaðra, sem tryggja eiga öllum fötluðum jafnrétti, eru réttindi íbúa Kópavogshælis ekki að fullu tryggð. Þrátt fyrir að þeir séu fatlaðir og meirihluti þeirra stundi vinnu teljast þeir sjúklingar samkvæmt lögum þar sem Kópa- vogshæli er sjúkrastofnun. Það gæti orðið til þess að fatlaðir vist- menn hælisins færu á mis við ýmsa þjónustu sem fötluðum stendur til boða og verður enn frekar tryggð í hinum nýju lögum. „Það má líkja þessu við að sumir félagsmenn í verkalýðsfélagi fengju kauphækkun á meðan aðrir sætu eftir,“ sagði einn viðmælandi blaðs- ins. Hafa aðstandendur og starfsmenn hælisins lagt ríka áherslu á að bætt verði ákvæði í lögin sem tryggi rétt vistfólksins til jafns við aðra fatlaða. Flestir eru sammála um að stefna beri að því að útskrifa sem flesta vistmenn en menn greinir á um hver eigi að vera framtíðarskipan mála á Kópavogshæli. Vistmenn Kópavogshælis eru skil- greindir sem sjúklingar en ekki fatlaðir þar sem hælið er rekiö sem sjúkrastofn- un. Hætt er við að þeir fari á mis við þá þjónustu sem fötluðum stendur til boða, á sama tíma og tryggja á enn frek- ar réttindi fatlaöra í frumvarpi til nýrra laga um málefni fatlaðra arkmið . frumvarps til laga um málefni fatlaðra, sem lagt var fram á Alþingi á síðasta ári, er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. „Ég vona svo sannarlega að þetta frumvarp nái fram að ganga og að það verði að lögum á yfír- standandi þingi. í því felst mikil réttarbót og því er þetta mikilvægt má fyrir alla fatlaða ,“ segir Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður lands- samtakanna Þroskahjálpar. í núgildandi lögum fara þijú ráðuneyti með málefni fatlaðra, félags-, mennta- og heijbrigðis- málaráðuneyti. Að sögn Ástu, en hún átti sæti í nefnd þeirri er samdi frumvarpsdrögin, hafa verið ákveðnir vankantar á þessu fyrir- komulagi og því var talið skýrara að eitt ráðuneyti, félagsmálaráðu- neytið, færi með málaflokkinn. Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður félagsmálanefndar, segir að við samningu frumvarpsins hafi verið talið að málefni fatlaðra væru komin í gott horf hvað varðar fræðslu og heilbrigðismál en ennþá þyrfti sérlög um þá þjónustu sem snýr að félagslega þættinum, m.a. þar sem nýsettt lög um félagsþjón- ustu sveitarfélaga er einungis ram- malöggjöf. Félagsmálanefnd Alþingis hefur haft frumvarpið til umfjöllunar og sent það til umsagnar, m.a. til heildarsamtaka fatlaðra. Félags- málanefnd hefur nú afgreitt frum- varpið frá sér og í nefndaráliti hennar kemur fram að hún telji mikilvægt, vegna þeirrar óskýru réttarstöðu sem íbúar Kópavogs- hælis búi við, að heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra beiti sér þegar fyrir skipan fimm manna nefndar til að gera tillögúr um framtíðarhlutverk og skipan Kópa- vogshælis. Fatlaðir skilgreindir sem sjúklingar í sjálfu frumvarpinu er í engu vikið að Kópavogshæli, enda hefur það frá upphafi heyrt undir lög um heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar gert í greinargerð með frum- varpinu um stefnumótun er varðar búsetu fatlaðra. Samkvæmt henni er lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að búseta fatlaðra sé í almenn- um íbúðarhverfum; á sambýlum, í félagslegum íbúðum og vernduðum íbúðum. Um vistun fatlaðra á sólar- hringsstofnunum segir hins vegar að hún þyki ekki lengur í samræmi við hugmyndafræði samskipunar. Hefur þegar verið tekin ákvörðun um að leggja eina þeirra niður, Sólborg á Akureyri. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð Skálatúns og Sólheima. Um Kópa- vogshæli segir í greinargerðinni að stefnt sé að því að Kópavogshæli verði sjúkrahús fyrir fatlaða en ekki vistheimili. „Við teljum að vistfólk KÓpa- vogshælis sé skilið eftir með lögum um málefni fatlaðra, á meðan kjör annarra fatlaðra séu tryggð,“ segir Pétur J. Jónasson, framkvæmda- stjóri Kópavogshælis. „Með því að skilgreina þá sem sjúklinga er ekki ljóst hvort þeir geti nýtt sér ýmsa þjónustu sem fatlaðir eiga rétt á sér að kostnaðarlausu, svo sem ferðaþjónustu, liðveislu og starfs- þjálfun. Þá skiptir einnig máli hvort þeir fá vasapeninga sem sjúkling- ar, eða örorkubætur sem fatlaðir." Undir þessi orð Péturs taka að- standendur vistfólks Kópavogshæl- is, en þeir hafa lýst áhyggjum sín- um vegna ákvæðisins um hælið. I athugasemd sem Foreldra- og vina- félag Kópavogshælisins hefur gert um frumvarpið segir, að þar sem ekki hafi náðst samkomulag um að Kópavogshæli heyri undir fé- lagsmálaráðuneytið eins og önnur vistheimili verði að setja bráða- birgðaákvæði í lögin þar sem fram komi að á meðan fatlaðir séu vist- aðir þar nái lögin til þeirra, rétt eins og vistmanna annarra vist- heimila. „Við teljum að það yrði erfitt að sækja ýmsis réttindi handa fötluðum á hælinu ef þessi lög ná 'gildi. Við óttumst einnig að þetta myndi minnka möguleika íbúa Kópavogshælis á að komast í sam- býli vegna þess að það er Fram- kvæmdasjóður fatlaðra sem fjár- magnar sambýlin. Hins ' vegar benda sumir á það að vegna þess- ara laga verði ríkisvaldið að snúa sér að því að koma þeim einstakl- ingum sem ekki séu taldir sjúkir í sambýli," segir Birgir Guðmunds- son, formaður Foreldra- og vinafé- lags Kópavogshælis. Kemur niður á fötluðum að búa á sjúkrastofnun „Þegar við tókum til við endur- skoðun laga um málefni fatlaðra árið 1990 voru þau sjónarmið ríkj- andi innan nefndarinnar, sem að henni stóð, að Kópavogshæli yrði rekið samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og skilgreint upp á nýtt sem vistheimili fatlaðra," segir Bragi Guðbrandsson er aðstoðar- maður félagsmálaráðherra en hann var formaður nefndarinnar er samdi frumvarpsdrögin. „Þessi skoðun kom einnig fram þegar lög- in um málefni fatlaðra voru sett árið 1983. Þegar ljóst var að þetta sjónarmið ætti ekki stuðning í heil- brigðisráðuneytinu og stjórn Ríkis- spítalanna var ákveðið af liálfu nefndarinnar, sem endurskoðaði lögin, að leggja ekki út í neinar deilur, þar sem það gæti tafið frum- varpið eða komið í veg fyrir að það næði fram að ganga.“ Bragi segir að miðað við núver- andi kerfi séu þeir fötluðu sem búi á Kópavogshæli skilgreindir sem sjúklingar, lögum samkvæmt séu þeir ekki fatlaðir, heldur njóti rétt- arstöðu sjúklings. „Þeir geta t.d. ekki átt lögheimili á Kópavogshæli þar sem það er sjúkrastofnun. Og á þessu verður ekki breyting. Vegna þessa vanda hef ég verið þeirrar skoðunar að reka ætti Kópavogshælið samkvæmt lögum um málefni fatlaðra." Bragi telur að samkvæmt nýja frumvarpinu eigi þeir íbúar Kópa- vogshælis, sem leiti eftir þjónustu til svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, rétt á henni eins og aðrir fatlaðir, t.d. hvað varðar flutning í sambýli. „Ilins vegar eru vafaatr- iði á borð við rétt íbúa Kópavogs- hælis til ferðaþjónustu fatlaðra. Það er vegna breyttrar verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga, en samkomulag náðist um að þau síð- arnefndu sæju um reksturinn. Þar sem íbúar Kópavogshælis eiga ekki lögheimili þar ber bæjarfélaginu ekki skylda til að sinna þeim. Það leikur ekki vafí á því að í einstaka tilvikum kemur það niður á fötluð- um einstaklingum að búa á sjúkra- stofnun. En því miður tókst ekki að finna lausn á þessum vanda, vegna ágreinings um undir hvaða lög Kópavogshæli á að heyra.“ Davíð A. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna, seg- ir það sína skoðun, að fatlaðir hljóti að eiga að njóta sömu réttinda á meðan þeir vistist á spítala og á meðan þeir vistist á heimiíi sínu. Ef að hin nýju lög þýði það að fé- lagsmálaþjónustan geti ekki kostað þau réttindi fyrir þá fatlaða sem vistast á sjúkrahúsum hljóti heil- brigðisþjónustan að tryggja þeim þessi sömu réttindi. „Hvað Kópa- vogshæli varðar getur það þýtt að meðan fatlaðir einstaklingar dvelja þar, sem ekki þurfa á spítalavist J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.