Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 9
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNl 1992 ii C ? gólfefni meó góöo endingu — efumhiróon errétt Rætt vií Tryggva næstu umferð á eftir. Þannig mynd- svona einskonar tröppugangur í En þegar parket er lagt í þann- reglulegu mynstri er hætta á að bindist ekki rétt í gólfið og t.d. losni frá. Það er öruggast hafa samskeytin sem óreglulegust og helst aldrei minna en 50-60 senti- metra á milli þeirra. Menn megi held- ur ekki horfa of mikið í afsagið, það er eðlilegt að 1-3% rýrnun verði á efninu þegar það er lagt. Þetta kemur nú fram í leiðbeiningum sem fylgja ýmsum parketteg undum, en (slend- ingum er bara svo tamt að opna pakkninguna, henda leiðbeiningunum og hefja verkið. — Hvaða munur er á að leggja parket á undirlag eða líma niður? „Munurinn liggur helst í því að ef parket er límt niður þá er engin hætta á að það glamri við umgang, a.m.k. ekki á þeirri hæð sem það er. Það kann að heyrast meiri umgangur é KORFUSTOLLINN FAXAFENI 7, 108 REYKJAVlK, PÓSTHÓLF 8976, FAX 687740, SÍMI (91) 687733 PARKET er vinsælt efni á gólfum íslendinga og málum nánast þannig farið að ekki er lengur spurt — hvað ætlarðu að setja á gólfið hjá þér, heldur — hvernig parket ætlar þú að fá þér? Viðargólf hafa dálítið fylgt tísku- straumum í innanhússhönnun, til að mynda voru Ijós viðargólf mun aigeng- ari en dökk fyrir 5-10 árum, en dekkri viður hefur færst í aukana að undan- förnu. Þó ekki þannig að hægt sé að tala um að hann sé allsráðandi, að sögn Tryggva Sverrissonar, húsa- smiðs sem sl. 6 ár hefur eingöngu unnið við parketlagnir ásamt félaga sínum, Jóni Einarssyni. „Það er allur gangur núna á dökkum og Ijósum gólfum og auðvitað koma alitaf ein- hverjar sveiflur. En eikin er sú viðar- tegund sem stendur upp úr og hefur alla tíð gert, fyrst og fremst vegna þess að eik er þannig að hún gengur með öllu," segir Tryggvi. „Hvað þróunina varðar þá má kannski segja að það sem sé algeng- ara nú en áður sé að blanda parketi með öðru gólfefni, eins og t.d. gólfflís- um og út úr því hafa oft komið mjög skemmtileg gólf. Ýmis konar mynstur eru líka algeng þegar verið er að leggja með parketkubbum. Hins veg- ar hef ég ekki enn lagt gólf úr tveim- ur mismunandi tegundum af parketi, en hef trú á að það geti boðið upp á skemmtilegar lausnir." Að sögn Tryggva hefur aukningin orðið gífurleg að undanförnu hvað varðar atriði eins og margvíslega gólf- lista, sem opna mönnum ýmsar leiðir við að leggja parket sem áður voru illfærar og þurfti sérsmíði til. „Parket- ið sjálft sem er í boði t.d. hjá helstu innflytjendum, er líka mjög vandaö og ef fólk umgengst það rétt á það að endast í 10, 12 ár áður en nokkuð þarf að gera fyrir það. Og oft þarf þá ekki nema rétt að matta það lauslega til að taka upp skít sem safnast fyrir, áður en lakkað er yfir aftur." Ástæðulaust að lakka ný gólf — Þarf þá ekki að lakka yfir ný gólf? „Nei, lakkið sem er á nýju parketi hefur þetta 10, 12 ára endingu og það er ástæðulaust fyrir fólk að vera að lakka ofan á það, nema þá kannski beikið. Það er eini viðurinn sem fram- leiðendur núorðið mælast til að sé lakkað aftur eftir að það er lagt, af því að hann er ekki eins sterkur og menn héldu. Mér sjálfum finnst það skemma að lakka nýtt gólf, því þegar það er allt orðið jafnslétt og gljáandi eru viðarrákirnar hættar að koma í gegn. En það er allur gangur á þessu, ég hef komið inn í hús þar sem parket- ið var orðið 15 ára og sá varla á, en hafði aldrei verið lakkað og svo hefur maður líka komið inn til fólks sem segist lakka yfir gólfið hjá sér einu sinni á ári. En ef fólk ætlar að lakka yfir gólfin þá skiptir miklu máli að notuð séu rétt lökk, sem eru sérstök parketlökk, vatnslökk með mikilli sveigju í sér. Við sjáum talsvert af gólfum sem hafa verið lökkuð með kolröngu lakki, allt of hörðu og með engri sveigju. Það þýðir að t.d. ef hlutur fellur í gólfið og skemmir það, þá getur lakk- ið brotnað af því að það vantar allan sveigjanleika í efnið." Misskilningur að brúnsápa henti best — Þú nefndir að það þyrfti að matta lauslega yfir gólf til að ná upp skít, eru parketgólf skítsæl? „Ef ekki eru notaðar réttar sápu- tegundir til að þvo þau þá eru þau skítsæl. Það er t.d. algengur misskiln- ingur sem við höfum barist við í mörg ár, að brúnsápa sé það besta sem hægt sé að þvo parketgólf með. Stað- reyndin er að í brúnsápu eru jurtaol- íur sem festast við gólfið og safna í sig ryki. Og sterk gólfhreinsiefni eins og duga á flísar eða dúka eiga aldrei að koma nálægt parketi." — Með hverju á þá að hreinsa það? „Það er ágætisregla að segja sem svo, að sápa sem er nógu mild fyrir hendurnar er fín fyrir parketið. Það getur verið uppþvottalögur sem inni- heldur bara náttúruleg efni og engar jurtaolíur, einn af parketfræðingum leiðir til að leggja parket, brif, víti til að vaiast og ýmislegt liessu vinsæla góllefni. sænsks framleiðanda benti á að Lux- flögurnar, þ.e. þvottaefnið, væri mjög hentugt og það hef ég sannreynt, ís- lenska Fix-gólfsápan er líka nógu mild og svo eru til sérstakar gólfsápur og hreinsilegir frá parketframleiðendum eins og KÁhrs og Tarkett sem eru mjög mjúk og leysa upp alla fitu. Þetta eru í raun útþynnt vatnslökk sem gegna því hlutverki að bæði verja gólfið og hreinsa. Síðan eru auðvitað rykmoppur nauðsynlegar þar sem parketgólf eru annars vegar." — Menn sem hafa starfað við par- ketlagnir í mörg ár hljóta að hafa rek- ist á ýmis mistök leikmanna við lagn- ir? „Já, það gerist nú allt of oft að fólk hefur samband og er að spyrjast fyrir um kostnað við parketlagningu, finnst það fulldýrt, ákveður að leggja sjálft eða fá einhvern kunningja í málið. Hringir svo aftur að viku liðinni og pantar fagmann til að bjarga sér úr ógöngum." Ævintýraleg klúður í stigum — Hvers kyns ógöngum þá helst? „Oft verða vandræði vegna þess að fólk hugsar ekki fyrir því að saga neðan af gereftum og hurðarkörmum til að koma parketinu undir. Reynir heldur að fella það að og kítta ein- hvernveginn á milli, með mjög mis- jöfnum árangri. Svo lenda menn stundum í hreint ævintýralegu klúðri Tryggvi Sverrisson og Jón Einarsson Morgunblaðið/KGA við að parketleggja stiga. Nokkuð sem hefur færst mjög í vöxt og getur verið dálítið snúið að gera þótt mönn- um gangi ágætlega að leggja sléttu gólfin hjá sér. Það á sérstaklega við varðandi frágang og lista, en yfirleitt fer nú best á að gera stiga þannig að listar séu einungis framan á þrep- unum og ekki notaðir gólflistar við veggina. Lengd á milli samskeyta skiptir máli Oft vilja líka skapast vandræði af því að menn skoða málin ekki nógu vel áður og byrja á röngum stað, kom- ast í ógöngur í útskotum eða á gangi, eða láta ekki borðin liggja rétt gagn- vart birtunni. En borðin eiga alltaf að liggja undan birtu þannig að gólfið „bárist" ekki, þ.e. þegar dagsbirtan undirstrikar og ýkir allar litlar misfellur sem verða á lengri samskeytunum. Annað atriði varðandi samskeyti sem er hætt við að gerist á fljótandi gólfi, þar sem parketið er ekki límt niður heldur lagt ofan á svamp, er að margir fylgja þeirri reglu að taka eitt borð og skeyta næsta við. Saga af því og byrja svo með afsagið í hæðinni fyrir neðan. Ef parket er lagt fljótandi, þ.e. á svampundirlag, þarf gólfið að vera slétt þannig að ekki myndist loftrúm undir á einhverjum stöðum. Það þýðir að oft þarf að und- irvinna gólfin sjálf talsvert. Annars er engin stór munur á gólfunum þegar upp er staðið, en það hefur færst í aukana að líma parketið niður. Raki í gólfum getur skemmt viðinn Varðandi undirlagið þá er eitt atriði sem fólk þarf að athuga og það er í sambandi við raka. Það fer dálítið eftir því á hvaða hæð íbúð er, en í niðurgröfnum kjallaraíbúðum og íbúð- um á jarðhæðum er raki í gólfi, sem ekki verður vart við sé teppalagt. En út af þessum raka er ráðlegast að leggja byggingarplast á milli steinsins og svampsins þegar fljótandi gólf eru lögð. Auðvitað hverfur rakinn ekki, en plastið verður til þess að hann leitar út undan parketinu og kemur þá upp með veggjunum, í stað þess að fara í viðinn og skemma. Ef parketið er límt niður er næg rakavörn í líminu. Ég man eftir einu húsi þar sem heimilisfólkið hafði aldrei orðið vart við neinn raka í gólfum á meðan hluti þess var teppalagður. Síðan var lagt parket og plast undir og í framhaldi af því byrjaði að iosna frá gólfdúkur sem var á nærliggjandi herbergi. Rak- inn sem þá hafði alla tíð verið til stað- ar og getað leitað í teppin komst ekki í gegnum plastið og leitaði þá út und- an því.“ Auðvelt að laga skemmdir í parketi — Nú er parket misviðkvæmt, en er hægt að laga það ef einhver hluti skemmist? „Það er mjög lítið mál og mikið minna en fólk oft heldur. Ef það t.d. fellur þungur hlutur eða oddhvass niður og skemmir parket á einum stað er mjög auðvelt að laga það. Þá losum við borðið sem skemmdist eða kub- bana og setjum aðra í staðinn. Þetta er hægt að gera hvort sem gólf eru lökkuð eða ekki. ( sumum tilvikum er ekki hægt að fá nákvæmlega samlitt parket, en þá verður að gefa efninu tíma til að upp- litast til jafns við það sem fyrir er. Og þótt blæbrigðamunur sé á í ein- hvern tíma, þá er það alltaf fallegra en að hafa gólfið skemmt. — Hvað er það helst sem skemm- ir gólfin í daglegri umgengni? „Fyrst og fremst eru það pinnahæl- arnir, en sem betur fer virðist minna nú en áður um að konur gangi á þann- ig skófatnaði. En það er hægt að fá ágætar hælahlífar og ég hef aldrei skilið húsráðendur sem segjast ekki kunna við að biðja gestkomandi á pinnahælum um að nota þær. Ein- hvern veginn ímynda ég mér að konur vilji mikið frekar vera beðnar um að nota hlífar sem enginn tekur eftir en að hafa það á samviskunni að skemma gólf hjá öðrum. Filtefni undir allt En svo fer útlitið á gólfinu auðvitað mikið eftir heimilisfólkinu og því hvort fólk setur filt undir húsgögnin hjá sér. Sem á að vera regla þar sem ' parketgólf eru. Hins vegar eru þessu filtefni mismunandi þétt í sér og það þarf að fylgjast með þeim og hreinsa þau. Sumir segjast ekki geta hugsað sér að setja Ijóst filt, eins og fæst í byggingavöruverslunum, undir dökk húsgögn á dökku parketi, en það má leysa máliö auðveldlega á annan hátt, hvaða litur sem er á húsgögnunum og gólfinu. Með því að kaupa bút af filtgólf- teppi eða teppaflís, sem er ódýr og til í öllum litum, klippa niður og líma undir með jötungripi. Þar með er kom- in vörn sem enginn tekur eftir, í þeim lit sem hentar og hún endist mjög lengi. En hvernig filt sem fólk setur undir húsgögn, þá verður að þrífa það reglulega, því t.d. sandkorn sem situr fast í filtinu getur rispað heilmikið út frá sér. Það eru svona lítil atriði sem fólk þarf að passa upp á, en það þýðir heldur ekki að bera svo mikla virðingu fyrir parketinu sínu að helst megi ekki ganga á því.“ VE MORATERM NOKKIIR ORD UM ÖNNUR 6ÓLFEFNI Reglan að ryksuga á laugardögum er ekki lengur í gildi Þótt parketgólf séu jafn vinsæl og þau eru, fer því fjarri að önnur gólfefni séu út úr myndinni. Flísar, dúkar og teppi hafa haldið velli og eiga örugg- lega eftir að gera áfram. Kostnaður við slík efni er misjafn, öll er hægt að fá í mörgum verðflokkum og vinna fagmanna við að leggja á gólfin er breytileg eftir efnum og rýminu sem lagt er á. Þannig er nokkuð sveigjanlegt hvað kost- ar að láta flísaleggja, en algengt er að fer- metragjaldið liggi á bilinu 2.000-3.000 krónur (m.vsk) eftir því hversu mikið þarf að undir- vinna gólfin, hversu mikið þarf að saga og tilsníöa flísarnar og hvort setja þarf á sökkla eða ekki. Sama er að segja um gólfdúka, en að sögn Ingimundar Hákonarsonar hjá Teppa- landi getur fermetragjald við dúkalögn í her- bergi þar sem ekki þarf að undirvinna gólfið verið á bilinu 400-500 krónur (m.vsk) en far- ið upp í 7-800 krónur ef mikið þarf að grunna og sparsla gólfið undir. ( eldhúsum veltur verðið dálítið á aðstæðum, hvort undirvinna þarf gólfið, hvort mikið er af innskotum og flötum sem þarf að sníða inn í og hvort klæöa á sökkla. Verðbilið getur verið frá 5- 600 krónum og upp í 1.200 krónur á fermetra. En grunnreglan í þessum efnum sem öðrum er að verðið lækkar hlutfallslega eftir því sem lagt er á stærri flöt. Þegar kemur að teppalögnum er algengt fermetragjald kr. 289 (m.vsk) og er þá gert ráð fyrir að nokkuð þurfi að sníða teppið til. Ingimundur segir allan gang á því hvort fólk láti leggja teppi eða geri sjálft, en yfirleitt þegar fólk t.d. kaupi ódýr fílt-teppi á um 400 krónur leggi þau sjálft til að halda kostnaði í lág- marki. Verð á teppum er mjög mismunandi og hægt að fá allt frá ódýrum teppum yfir í sérpöntuð og mjög vönduð teppi sem kosta á 9. þúsundið hver fermetri og svo auðvitað allt þar á milli. En verð á algengum teppum eru á bilinu 1.500-1.600 krónur, og svo verð- flokkur í kringum 3.000 krónur á upp í 4.000 krónur, þegar um er að ræða vönduð ullar- tepppi. Ekki nóg að ryksuga á laugardögum Varðandi þrif á teppum segir Ingimundur að gamla uppskriftin að ryksuga á laugar- dögum geri 'lítið annað en að halda yfirboröi teppanna í þokkalegu lagi. Nauðsynlegt sé að djúphreinsa heimilisteppi einu sinni á ári, ekki bara til að hreinsa það, heldur til aö koma í veg fyrir slit í botninum af völdum óhreininda. Sé um að ræða teppi á stiga- göngum 1-2 sinnum á ári, eftir lit og notkun og atriðum eins og því hvort mikið salt sé borið á götur. Saltið bindur nefnilega óhreinindi neðan í skóm, sem eru svo borin í teppin. „Fólk er oft að bera saman hvað loftið verði mikið hreinna þar sem parket er held- ur en teppi, en ástæðan er auðvitað sú að við moppum jafnvel daglega yfir parket og skúrum vikulega, en ryksugum svo teppi einu sinni í viku. Og staðreyndin er að allar venjulegar ryksugur eiga erfitt með að ná niður í teppið. Ekki „banka“ öll teppi Svo eru til ryksugur sem „banka" teppin sem eru ágætar svo framarlega sem þær eru rétt notaðar, því þær henta ekki á öll teppi. Teppi sem eru fest niður á grind, þannig að þaú eru laus frá undirlaginu, eins og oft er gert með ofin teppi má banka, en séu teppin límd niður á alls ekki að gera slík, þaö skemmir þau, þvi niðurlímd geta þau ekkert gefið eftir. Sumir nota bursta undir ryksuguna, en það má heldur ekki gera við öll teppi, alls ekki ullarteppi. Annars skipta efnin í teppum og þræðirnir, hvort þeir eru holir eða heilir miklu máli og fólk verður að ráðfæra sig við fagmenn og seljendur um hvernig þarf að þrífa þessa gerðina eða hina. Og þar þarf að þrífa teppi á íslenskum heimilum, því auk heimilisryks sem sest í þau, þá er það lenska hér að vera borðandi út um allt hús og smám saman komast smáflögur úr mat nið- ur í teppin eða þá að það hellist niður í þau. Mismikið slit er eðlilegt Á hinn bóginn er eðlilegt að teppi slitni mismikið inni á heimilunum og fólk verður að gera sér grein fyrir því. Til dæmis er al- gengt það sjáist á gólfteppi fyrir framan eld- hús og það er eðliiegt. Alls konar fita sem notuð er við matargerðina endar á gólfinu, festist undir skóm og þegar gengiö er út úr eldhúsinu fer hún niður í teppið. Sama er að segja um teppi fyrir framan baðher- bergi. Þar er mikill umgangur og fólk oft berfætt og smám saman fer líkamsfita niður í teppið. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir óhrein- indum í teppum. En svo má líka benda á að þeim fylgja ekki eingöngu ókostir, því teppin halda ryki og óhreinindum niðri og það er þá ekki á sveimi í loftinu á meðan og hægt er að ná því burt með teppahreins- un eða rösklegri viðrun, ef um laus teppi er að ræða.“ HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást i byggingavöruverslunum. meiri anægja ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta pii-sor Plíseruö gluggatjöld, sérsniðin fyrir hvern glugga í mörgum litum og geröum. Tilvalin í sólhúsiö, glugga mót suðri og alla vandamála- glugga. Sendum í póstkröfu um land allt. QJ) Elnkaumboö á íslandi Síöumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 - 688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 'Grænt númer: 99-6770 ■ ■ cldftus' X HARÐVtÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.