Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 12
,12 G MORfflJffBLAÐIÐ gUNNUDAGIJR 7, JUNI ,1992 ARKITEKTUR Of mörg hús eru „almenns eðlis“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg INNANHÚSSHðNNON Bráóabirgóalausnir geta verið dýrar Við hönnun heimila er aðal- atriðið ekki hvað er í tísku núna, eða hvað „megi“, heldur það að samræma hvað hæfir viðkomandi húsnæði og daglegu lífi þeirra sem þar búa.“ Þetta segir Guðrún Margrét Ólafsdóttir, inn- anhússarkitekt, sem ásamt starfs- bróður sínum, Oddgeiri Þórðarsyni hefur sérhannað innréttingar fyrir einstaklinga og fyrir almennan markað Það er Ijóst af samræðum við þá aðila sem starfa að innanhúss- arkitektúr, að allt of oft er ekki hugað að heildinni þegar fólk hefst handa við að innrétta hjá sér, mála, lýsa, eða leggja gólf og setja í loft og þess háttar. Fyrir vikið er hætta á tvíverknaði eða of dýrum lausnum þegar upp er staðið. „Fólk hugsar oft ekki dæmið til enda, eins og að reikna út hvað í raun kostar að setja upp til bráða- birgða, eða hversu lengi bráða- birgðainnréttingar þurfa að vera til að svara kostnaði," segir Odd- geir. Guðrún Margrét tekur undir þetta og bendir á að margir hugsi sem svo, að til að byrja meö verði keypt brágðabirgða, en svo seinna = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF FRÉTTIR af fjölda auðra og óseldra nýrra íbúða á fast- eignamarkaðnum hafa varla farið framhjá fólki og ótrúlegar tölur yfir fjölda þeirra heyrst. En þótt ástandið sé býsna svart eru þeir til sem sjá Ijósa punkta í málinu. „Ég er þeirrar skoðunar að ástandið sem hefur verið að skap- ast á fasteignamarkaðnum eigi eftir að leiða af sér jákvæða þróun varðandi hönnun íbúða. Fyrir það fyrsta getur fólk gert rækilegan samanburð á nýju húsnæði og það þarf ekki fagfólk til að sjá hvort eitthvað hefur verið lagt í hönnun einnar íbúðar umfram annarrar. Fólk getur gert meiri kröfur um hönnun og þannig þrýst á byggingaverktaka um að leggja meiri áherslu á hönnunarþáttinn. Fólk er ekki lengur að velja ein- ungis á milli mismunandi bygging- arnefndarteikninga. Nokkrir verk- takar hafa greinilega áttað sig á þessu og virkilega lagt í hönnun- ina. Þetta á bæði við um teikning- ar og íbúðir sem er tilbúnar undir tréverk og fullbúnar íbúðir. Gagn- vart kaupendum er það ekki síst í fullbúnum íbúðum sem reynir á vinnubrögðin, því flestir vilja hafa eitthvað alveg sérstakt við sitt heimili og kostnaður bygginga- verktaka við að láta sérteikna í hverja og eina íbúð í stað þess að kaupa allar innréttingar, hurð- ir, parket og sólbekki, flísar hrein- lætistæki og annað samkvæmt lægstu tilboðum fyrir kannski tutt- ugu íbúðir, er fljótur að skila sér vegna þess að sérhönnuðu íbúð- irnar seljast. Ég hef verið í að- stöðu til að fylgjast með svona þróun að undanförnu og hún fer ekkert á millí mála.“ Þetta segir Tryggvi Tryggvason arkitekt, sem ýmsir hafa reyndar vilja titla innanhússarkitekt og kannski ekki að undra, því eftir hann liggja fjölmörg verk sem heyra undir sitt hvorn anqann af þessum sama meiði. „Ég hef stundum verið spurður að því hvort ég sé „bara arki- tekt“, en fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að starfið felst ekki ein- ungis í því að teikna hús, sem betur fer, því það getur verið erfitt fyrir arki- tekta að standa alltaf upp frá hálfkláruðu húsi. Húsi sem stendur umkomu- laust og bíður kaupenda, tilbúið undir tréverk á grófjafnaðri lóð og á að uppfylla skilyrði hins al- menna íslendings, sem auðvitað er ekki til sem slíkur því hver einstakling- ur hefur sínar sérþarfir og hugmyndir um heimili sitt. í slíkum tilvikum verður útkoman yfirleitt nokkuð almenns eðlis. Því miður er dálítið mikið til á fslandi af húsum sem eru mjög almenns eðlis og þá er hætta á að enginn sérein- kenni eða heildarsvipur verði til staðar. Stór hluti af vinnu okkar er að hjálpa fólki að breyta húsum þannig að þau verði ekki eins almenns eðlis.“ - Er hægt að sjá á húsi hvaða ieið var farin við hönnunina? „Heildarmyndin gefur það oft til kynna. Þegar arkitekt fær að fylgja húsinu alla leið eða innan- hússarkitekt tekur við verkinu og samvinna er á milli, þá eðlilega fær eigandinn að lokum hús sem er í samræmi við hans óskir og hefur þennan heildarsvip. Fyrir mér á húsið sjálft að vera skrín utan um perluna. Og perlan þýðir ekki að íbúðin sjálf eigi endilega að vera drekkhlaðin af sér- SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER PÆGILEGA í HENDI. d|nta TApg SENSODYNE TANNKREMIÐ NU EINNIG FÁANLEGT ( HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KBVIIKMIA Hörgatúni 2, Garðabæ Sími 40719 OFNHITASTILLIR Á INNRENNSLI EÐA ÚTRENNSLI OFNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaður á innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem vaiinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eni miklar, t.d. í forstofum eða bflageymslum, hentar FJVR hins vegar betur: Hann stjómar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.