Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 GÆTI ekki verið flott að að hafa veggljós hér, lampa þar og svo eitt loftljós fyrir miðju ... ? Þegar verið er að velta fyrir sér lýsingu á nýbyggðu eða jafnvel óbyggðu heimili er það yfirleitt eitt- hvað á þessa leið. Og oft erum við fyrst og fremst að spá í útlit Ijós- anna en gefum ekki svo mikinn gaum að því hvernig birta kemur frá þeim, hvar hún fellur, hversu sterk eða veik hún er, hvort Ijósið verður hvítt, blátt eða gult og þar fram eftir götunum. En það eru hlutir sem við eigum að gaumgæfa, því rafmagnsljós er jú það Ijós sem lýsir okkur mestan hluta ársins. „Lýsing á heimili er í mínum huga aðalatriði sem ræður þeirri stemmningu sem þar ríkir," segir Tryggvi Tryggvason arkitekt og undir það tekur Helgi Kr. Eiriks- son, menntaður lýsingarhönnuður frá Þýskalandi og hefur starfað við lýsingarhönnun fyrir heimili og fyr- irtæki hjá Lumex í Síðumúla í 7 ár. Það er reyndar ekki fyrr en komið er inn á skrifstofu Helga að sést hversu nátengd lýsingarhönn- un og arkitektúr eru, því þar úir og grúir af teikningum sem fyrir utanaðkomandi líta mikið fremur út fyrir að vera í ætt við arkitektúr en lýsingu. „Lýsingarhönnun fyrir heimili hefur færst mjög í vöxt hér, sér- staklega hvað nýbyggingar varð- ar,“ segir Helgi. „Hins vegar er allt of algengt að fólk komi og biðji um lýsingarhönnun eftir að það er búið að láta teikna rafmagnið í húsið og jafnvel búið að láta leggja það. Því vill þetta stundum verða dálítill tvíverknaður og því miður fer oft mikill tími í að reyna að laga lýsingu þar sem fólk hefur látið teikna raflagnir og leggja án þess að spá nokkuð í hvort sú teikning sé í samræmi við þá lýsingu sem það vill hafa inni hjá sér á endan- um.“ — Hvernig er best að haga sér með lýsingarhönnun? „Það er lang einfaldast að haga málum þannig að lýsingarhönnun- in komi snemma inn í myndina, á meðan húsið er ennþá á teikni- borðinu og að lýsingarhönnuður og arkitekt geti þá unnið saman að því takmarki sem fólk er að sækjast eftir. Þetta er atriði sem til að mynda getur fyrirbyggt erfið- leika ef fólk vill fá innfelld Ijós, sem eru lang algengustu loftljósin núna. Inrifellt Ijós kallar á ákveðið rými fyrir ofan loftklæðningu þann- ig að Ijósin komist fyrir og hafi tómarúm til kælingar og þess hátt- ar. Eins eru 12 volta Ijós orðin tals- vert algeng og þau kalla á spennu- breyta, sem er mikið auðveldara að staðsetja og koma fyrir strax á teikniborðinu og það er ýmislegt fleira sem verður auðveldara. Allar dósir eru þá á réttum stöðum og fólk stendur ekki uppi með kostnað sem fylgir því að breyta raflögn- um.“ — Hvað um kostnað við lýsingu almennt? „Þegar ég hanna lýsingu fyrir heimili, þá er ég ekki segja að nákvæmlega svona lampi eigi að fara þarna og svona tegund af loft- Ijósi. Lýsingarhönnunin gengur út á að skapa þá heildarstemmningu sem fólk vill hafa á heimilinu. Og þá snýst málið fyrst og fremst um hvernig lýsingu er komið fyrir, þ.e. hvernig Ijós lýsa upp á heimilinu, en ékki hvernig lamparnir líta út. Aðalatriðin er þá loftljós og vegg- lampar af hálfu þess sem hannar, því fólk getur svo bætt við færan- legum borð- og gólflömpum og fikrað sig áfram með hvar það vill staðsetja færanleg Ijós. En varðandi kostnaðinn þá er lýsingin hönnuð frá gruripi með það í huga að fólk geti keypt sjálfa lampana hvort sem þáð vill á|la í. einu eða smátt og smátt og þ>ð . ræður auðvitað sjálft hvernig þeír líta út og hversu mikið það er að borga fyrir útlit þeirra. En það er þá með teikningarnar, veit hvernig Ijös eiga að koma og hvernig heild- armyndin verður á endanum, en getur ef því er að skipta keypt þau smátt og smátt." — Hvaða staðir á heimilinu eru það sem fólk leggur fyrst og fremst áherslu á að lýsa vel? „í nýjum húsum er algengt sé að einskonar „alrými", það er stofa, sjónvarpsherbergi, borð- stofa og jafnvel eldhús, séu í ein- hverskonar opnu rými, oft þannig að sést á milli lofta. Þar sem slík rými eru leggur fólk yfirleitt fyrst ög fremst áhersluna á þau varð- ; andi loft- og vegglýsingu. En almennt má segja að þeir staðir sem fyrst og fremst er hugs- að um að lýsa vel og fallega séu eldhús og stofa. Þar inni vill fölk yfirleitt hafa ákveðna stemmningu og í samræmi við annað þar inni. Svo má auðvitað gera heilmikið með því að setja „dimmera" á Ijós víða í húsinu og geta þannig ráðsk- ast dálítið með stemmninguna hverju sinni. Og það hefur færst í vöxt, ekki síst vegna þess að „dim- merar" kosta núna aðeins brot af því sem þeir gerðu áður og sama er reyndar að segja um halogen- Ijós, verðið á þeim hefur lækkað mikið. Annars er hægt að fara með kostriað við lýsingu á heimili í báð- ar áttir, eftir því hvað fólk vill hafa dýra lampa. Lýsingin getur kostað vel undir 100 þúsundum og hún getur lika nálgast hálfa milljón króna. En það er auðvitað í undan- tekningartilvikum og almennt séð kostar ekki mikið að lýsa heimilið, a.m.k. ekki miðað við annan kostn- að sem fylgir því að byggja hús og standsetja. Á móti kemur að fólk .er yfirleitt að huga að Ijósakaupum á því stigi í byggingarframkvæmdunum sem það er verulega farið að létta á buddunni. Nákvæmlega þess vegna er ráðlegra að skipuleggja lýsinguna í upphafi og kaupa lamp- ana eftir því sem fjárhagurinn leyf- ir, því þannig er tryggt að aðeins séu keypt nákvæmlega þau Ijós sem koma til með að vera áfram til langs tíma og engu eytt í bráða- birgðaljós - sem kosta líka pen- inga og koma að litlu gagni þegar búið er að taka þau niður," segir- Helgi. ve Hér má sjá dæmi um lýsingarhönnun í hluta af einbýlishúsi. I þessu tilviku er húsið bjart og mikið af gluggum. Lofthæð er mikil í miðju hússins og yfir. stiga. Innréttingar í húsinu eru í dekkri kantinum og gólfefni er dökkt. Lýsingarhönnun fyrir þetta hús er eftirfarandi: Ákveðið er að nota innfellda 12 volta halogenlýsingu sem aðal- lýsingu og láta sem minnst bera á halogen-lömpunum. Notaðir eru vegglampar til að lýsa upp á loftin og til að fá endurkast frá gólfum með óbeinni lýsingu. í miðju hússins þar sem glergluggi nær þvert yfir eru settir sérstakir pinnakastarar sem lýsa frá veggjum og niður á gólfið. Yfir borðstofuborð er settur hangandi loftlampi sem lýsir niður, en á borðstofuvegg er settur vegglampi, í mikilli hæð, sem lýsir upp á loftið með óbeinni lýsingu. í eldhúsi er innrétting með innbyggðri lýsingu, þannig að ekki er þörf á mikilli lýsingu frá loftinu. Mikil lofthæð er við stigann í húsinu. Þar er komið fyrir Ijósakrónu með mörgum 12 volta halogenperum og hún látin hanga niður í glerglugga sem er á milli hæða. Vegglýsingu er einnig komið fyrir við stiga. Stofan er lýst upp með innfelldum halogen-ljósum (12 volta), sem og borð- og gólflömpum í samræmi við húsbúnað. Sjá nánar á teikningunni. Ljósakrónan sem sett er upp yfir stiga í mikilli lofthæð. Lampinn sem lýsir niður á borð- stofuborðið. Teikning frá Hetga að lýsingarhönnun í hluta einbýlishúss. LÝSINGARHÖNNUN: HELGÍ KR.EÍRÍKSSON LAMPASKRÁ: A. INNFELLDUR LUMIANCE NQ 2265 B-------------------.-- N0 21 5o C. —---------PLUG -— NC 1855*172o D LÍMBURG LOFTKÚPÍLL E. VEGGLJÓS ER IÝSÍ NlfUR F. HALOGEN VEGGljÚS LYSI UPP G ---— " — ljósastrokkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.