Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 6
i-S- 2GGI I/íOl .V flUOAaUMHUS aiOAJaHUDHOM ~MORGUNBLASIÐ SUNNUDAtlUR 7: ?ÚNÍ U992 MÁLIIN Ulkoman vellur á forvinnunni LITIR ráða miklu um þá stemmningu sem við kjós- um að skapa á heimilinu. Það er heldur ekkert stór- mál að gefa heimilinu nýjan blæ með litum, svo framar- lega sem rétt er að verki staðið þannig að útkoman standi undir væntingum. Nákvæmlega réttu lit- ina finnur fólk yfirleitt núorðið, lita- kerfin eru orðin þannig að hægt er að koma með mynd úr blaði, efnisbút eða hvaðeina og láta lit- greina og blanda í samræmi við það. Og fólk notar sér þá þjónustu óspart, enda tími hinna hvítu veggja runninn sitt skeið á enda í bili a.m.k. Að sögn Guðjóns Oddssonar, hjá Litnum í Síðumúla, er þessa dagana mest keypt af mildum lit- um en minna af mjög sterkum hreinum litum eins og voru í gangi fyrir tíma hvítu veggjanna og, ef marka má spá ýmissa arkitekta, er ekki langt í að komi aftur. Litir virðast dekkri „Annars vill það oft vera að fólki finnst ákveðinn litur dekkri en það átti von á þegar á vegginn er kom- ið og það gerir sér ekki alveg grein fyrir því að liturinn verður auðvitað meiri á vegg eða heilu herbergi en hann virðist á litaprufunni. Ann- að atriði er líka að þegar verið er að mála eru gluggatjöld tekin nið- ur, húsgögn og aðrir hlutir fjar- lægðir þannig að ekkert deyfir lit- inn. En svo þegar allt er aftur kom- ið á sinn stað mildast liturinn á veggjunum," segir Guðjón. En áður en hafist er handa við að mála þarf að gera fleira en að velja rétta litinn. Það þarf að huga að atriðum eins og gljástigi. „Vfir- leitt eru loft máluð með svo gott sem mattri málningu, gljástigi 3-5, þannig að ekkert endurkast Ijóss komi frá þeim," segir Jón Björns- AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. meiri ánægja son, málarameistari hjá Málning- arþjónustu Reykjavíkur hf. „Veggi í stofu er algengt að hafa með gljástigi 10 og eldhús með gljástigi á bilinu 20-50. Til skamms tíma var algengt að fólk málaði með háglans á baðher- bergjum, en það hefur minnkað. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa a.m.k. gljástig 20-30 þar inni, þannig að hægt sé að þurrka yfir veggina og þrífa. Önnur og mjög góð leið til að mála baðherbergi er að mála t.d. tvær umferðir af venjulegri plastmálningu og lakka svo yfir allt með einni umferð af vatnsþynnanlegu parketlakki. Auðvitað má líka lakka með olíu- lakki, en lyktin af því er vægast sagt hrikaleg. En sé ekki lakkað yfir má gera ráð fyrir að venjuleg plastmálning á baðherbergi dugi í svona hálft ár, áður en hún fer að flagna. Tússlitir koma ígegn Svo er líka æskilegt að hafa dálítinn glans í málningu á barna- herbergjum, þannig að hægt sé að þrífa krass af veggjum," segir Jón. „Annars eru tússlitir þannig að það er varla hægt að þrífa þá almennilega af og sé málað upp á nýtt koma þeir í gegn. Þess vegna verður annaðhvort að olíugrunna blettina eftir tússliti fyrir endurmál- un, eða þá að nota Tippex leiðrétt- ingavökva á þá.“ Forvinnan er grund- valiaratriðið Að sögn Jóns er minnsta málið í starfi málara að mála sjálfa vegg- ina. Mesta verkið liggur í forvinn- unni og í þeim efnum lendir fólk býsna oft í vandræðum. „Þetta á sérstaklega við þegar fólk er að mála ný hús í fyrsta skipti. Áður en það er gert er alveg nauðsyn- legt að ráðfæra sig við fagmenn, Jón Björnsson Morgunblaflið/Bjami þótt að fólk ætli að mála sjálft. Það getur þá annaðhvort hringt í mál- arameistarafélagið og fengið ráð- leggingar þar, eða fengið málara- meistara til að koma á staðinn og veita ráðgjöf. Mér finnst fólk almennt gera allt of lítið af því að leita ráða og það er illskiljanlegt, því einn líter af málningu kostar kannski á 7. hundrað króna og það getur verið dálítið dýrt að leika sér með máln- ingu á heila íbúð fyrir kannski 50.000 krónur án þess að vita hvað maður er að gera." — Hvaða atriði eru það sem oftast valda vandræðum? „Það er viðgerðarvinnan, eins og þegar fólk er gera við múr og slípa sprungur, en gerir það ekki rétt og endar svo með málaðan vegg sem hægt er að lesa eins og landakort af því að hann er all- ur í sprunguförum. Þetta er atriði sem þarf að vera í lagi, því þótt fólkið sjálft geti kannski sætt sig við það, þá kemur að því að íbúðin fer í endursölu og væntanlegir kaupendur eru fljótir að gera at- hugasemdir við sprungna veggi. Svo er líka til í dæminu að fólk steinslípi ekki veggina, hvorki til að byrja með eða á milli umferða og þá verður endanleg útkoma aldrei góð.“ Uppskrift að vel máluðum vegg — Hvernig er uppskriftin að vel máluðum vegg í nýju húsi? „Þá er byrjað á að steinrífa veggina, síðan grunnað með olíu- grunni eða semplast-grunni og þvínæst málaðar 2-3 umferðir með málningu og slípað yfir á milli umferða með sandpappír. Stund- um þarf líka að gera við á milli umferða. En með þessu móti eru veggirnir orðnir silkimjúkir fyrir síð- ustu umferð." — Hvað um endurmálun? „Endurmálun í gömlu húsnæði er annað mál, en fyrst og fremst felst verkið í viðgerðarvinnu, mál- unin sjálf er minnsta málið. En fólk er alltof gjarnt á að byrja að mála án þess að gera nokkuð annað. Annað atriði varðandi gömul hús eru gluggakarmar, sem stund- um eru mjög illa farnir af bleytu sem jafnvel liggur í þeim heilu ve- turna. Það borgar sig fyrir fólk að láta rakamæla fyrst til að kanna ástandið á þeim. Annars eru þeir málaðir á hefðbundinn hátt, tvær umferðir af olíulakki, annaðhvort lituðu, eða þá glæru ef viðarliturinn á að halda sér." Málarar nota meira efni — Er einhver grundvallarmunur á því hvernig málarar mála og svo fólk yfirleitt? „Fyrir utan þessi atriði varðandi forvinnu og viðgerðarvinnuna, þá er það helst það að málarar nota yfirleitt meiri málningu við verkið en fólk almennt. Til dæmis þegar við notum málningarúllu, þá klár- um við aldrei efnið í rúllunni, en fólk málar oft þannig að það setur rúlluna í bakkann og rúllar svo alla málninguna úr henni á vegg áður en það dýfir þurri rúllunni í bakk- ann aftur. Vegna þess gerist það að rúlluför koma á vegginn, því þegar verið er að rúlla allri máln- ingunni úr og þrýsta á með rúll- unni safnast málning í hárin á könt- unum og myndar rendurnar á veggnum. En það er algengur mis- skilningur hjá fólki að vinna málara sé eingöngu að mála, vinnan liggur fyrst og fremst í forvinnu og við- gerðarvinnu, sem er grunnurinn að vel máluðum veggjum." VE Endanleg útkoma velt- ur á vinnu- brögðunum NOKKUR ORÐ UM ÁHÖLD, AÐFERÐ OG EFNI ÞEGAR komíð er inn í máln- ingavöruverslun til að kaupa efni og áhöld er úr- valið mikið og oft erfitt að velja. En nokkur atriði er ágætt að hafa í huga. Ódýrir málningapenslar eru ódýrir af því að þeir eru ekki eins vandaðir og dýrari gerðir. Nógu góðir til að mála yfir vinnuborð í bílskúrnum, en ekki beint fyrir stofuveggina. Á hinn bóginn er kannski óþarft að velja sér þá allra dýrustu, því þeir eru fyrst og fremst ætlaðir fagmönnum og eiga að standast notkun í langan tíma. Ef mála á með málningu sem hef- ur mikinn gljáa, t.d. á húsgögn, eða á lítinn flöt, er hentugast að nota til þess flatan 5 sm breiðan pens- il. Til málunar á heilan vegg er betra að nota 10 sm flatan pensil eða jafnvel enn breiðari. Hann þekur þá stærri flöt, en verkið getur orðið dálítið seinlegt því stór pensill fullur af málningu er þungur í vöfum. En það má ekki taka pensil úr plasti og dýfa beint ofan í dós. Sérstaklega er þetta áríðandi ef málað er með miklum gljáa. Nýja pensla á að þvo fyrir fyrstu notkun úr volgu sápuvatni og renna fingri í gegnum nokkrum sinnum. Þetta er gert til að mýkja endana og losna við hár sem eru laus fyrir. Reyndar á þetta ekki bara við um nýja pensla heldur alla. Ef menn eru að flýta sér eru málningarúllur góður kostur og af þeim eru ýmsar gerðir. Ekki kaupa svampkennda rúllu úr plasti þótt hún kunni að vera ódýr, því hún er einungis til að forma perlu- kennda áferð og ef reynt er að mála venjulega með slíkri rúllu írist málningin út frá henni. Málningarúllur eru til með lambahárum, móhair-hárum og mjúkum gervihárum, bæði mjög fínar og grófari. Þumalfingurreglan er að sé flöturinn sem mála á silki- mjúkur og sléttur á að nota rúllu með mjög mjúkum hárum, en gróf- ari eftir því sem flöturinn sjálfur er grófari viðkomu. Svo verður auðvitað að hafa pensil til staðar fyrir horn og jaðra og muna að uppskriftin að rúlluförum í máln- ingunni er að rúlla henni allri út á vegginn. Til að forðast það þarf að dýfa rúllunni í málningu aftur, áður en allt er búið í henni. Hvað varðar málninguna sjálfa, að lokinni forvinnu, þá þarf að spá í þegar verið er að mála með Ijós- um lit yfir dökkan vegg, hvort borgi sig að fara fyrst eina umferð yfir með hvítu. Þetta á helst við þegar mála á með pastellitum, sem þekja fremur illa og yfirleitt verður að gera ráð fyrir þremur umferðum af litnum í stað tveggja sé ekki grunnað með hvítri málningu. :c Síðan á aldrei að þynna málnt ingu meira en stendur á dósinni frá framleiðendum - nema þegar verið er að oðra veggi með tveim- ur litum. Þá er grunnliturinn málað- ur eins og venjulega, en yfirliturinn þynntur út til helminga áður en hann er settur á með svampi eða burstum og svo lakkað yfir með glæru. Áður en málningardós er opnuð þarf að þurrka af lokinu þannig að ekkert ryk falli í og passa að aflaga ekki lokið, þannig að hægt sé að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.