Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 C Í3 Morgunblaðið/Sverrir Tryggvi Tryggvason, arkitekt. hönnuðum innréttingum, þaðget- ur verið eitthvað eitt atriði eða tvö sem fá að njóta sín og láta heildar- myndina ganga upp. En það vantar oft upp á að fólk sé að velta fyrir sér rýminu sem það ætlar að þúa í, þegar verið er að velta fyrir sér framtíð- arhúsnæðinu. íslendingar eru dá- lítið gjarnir á að skoða hús að utanverðu á sunnudagseftirmið- dögum og þeir leggja oft mikla áherslu á útlit hússins að utan. Það er kannski lagður gífurlegur kostnaður í glæsilegt þak, það er glæsileg aðkoma að húsinu, það er lagt í súlur, bogagöng og ann- Morgunblaðið/Þorkell Innanhússarkitektarnir Guðrún Margrét og Oddgeir á vinnustofu sinni. fenginn innanhússarkitekt til að hanna innréttingar, í stað þess að láta teikna innréttingar í upphafi og hanna heimilið á þann hátt sem fólk vill hafa það endanlegt. „Þetta þýðir ekki að fólk þurfi að leggja út í kostnaðinn við að koma öllu í endanlegt form um leið og það er komið með teikning- aríhendurnar. Fjárhagurinn ræður auðvitað ferðinni, en peningarnir nýtast betur ef fólk er tilbúið til að bíða eftir þeim hlutum sem geta beðið og er ekki að kaupa hluti sem á að henda út eftir nokk- ur ár. Það er líka annað mikilvægt atriði í þessu og það er að eftir því sem fólk kemur fyrr eftir innan- hússhönnuninni, því meira er hægt að gera og minni líkur eru á tví- verknaði í ýmsum atriðum." — En þegar fólk kemur, veit það nákvæmlega eftir hverju það er að leita? „Á því er allur gangur, en yfir- leitt kemur fólk ekki með fullmót- aðar hugmyndir. Það er algengast að við séum beðin um að hanna eldhús og baðherbergi," segir Oddgeir. „En það ergott að hanna fyrir Islendinga að því leyti að þeir eru almennt mjög móttækilegir fyrir hugmyndum og tilbúnir að skoða aílar leiðir eins og að t.d. blanda saman ólíkum efnum." í framhaldi af þessum orðum benda þau á annað atriði sem sé dálítið sammerkt með landanum. „íslendingar eru stundum helst til nýjungagjarnir, þótt það komi kannski fremur fram í húsgögnum, skrautmunum og til dæmis glugga- tjöldum en þeinlínis í innréttingum. Stundum verður það til að rýra gildi hlutanna, þegar þeir eru komnir í annað hvert hús," segir Guðrún. „Mikil sveifla hefur verið í notk- un lita á undanförnum árum, um tíma var allt hvítt og varla nokkrum manni datt í huga að setja liti á veggina hjá sér. En núna má helst ekki vera hvítt. Hvítt er afskaplega fallegur litur ef hann fær að njóta sín innan um aðra liti, í húsgögn- um, innréttingum eða á t.d. stök- um vegg. Gluggatjöld eru annað dæmi um sveiflur. Það er ekki langt síðan fólk vildi helst ekki hafa neitt fyrir gluggunum hjá sér, en þessa dag- ana er maður jafnvel að reyna að tempra aðeins gluggatjaldagleð- ina. En að vísu hefur þróunin í text- íl, gluggatjöldum, áklæðum og gólfteppum verið gífurleg og mög- uleikarnir á þeim sviðum aídrei eins miklir." „Annars sveiflast fólk oft í takt við húsnæðið sem það býr í. Það kemur til dæmis Ijóslega fram í áhuga yngra fólks sem þá oft býr í gömlum húsum, á að hafa muni og húsgögn frá gamalli tíð," segir Oddgeir og Guðrún Margrét bætir við að talsvert sé af því að þau hanni í gömul hús og þar sé oft um mjög skemmtileg verkefni að ræða. „Þá er mjög mikilvægt að vera í takt við húsið, sérstaklega ef um er að ræða fallegt virðulegt hús- næði. Oft hafa verið settar upp millitíma innréttingar sem eru úr samhengi við sjálft húsið og við nútímann og þarf að endurhanna. Á hinn bóginn er gaman að fást við hönnun þar sem ákveðnir hlut- ir eiga að fá að halda sér og finna leiðir til að láta þá falla inn í heild- ina. Annars má segja að fólk geti farið nánast hvaða leiðir sem er við að láta innrétta húsin sín og fá rými sem því líður vel í, en það er oft gott að hafa innanhússarki- tekt eða arkitekt hússins með í ráðum og fá annað sjónarhorn á heimilið. Og fólk þarf oft að fá ut- anaðkomandi inn í myndina, jafn- vel þótt það hafi sjálft nokkuð ákveðnar hugmyndir um útlit heim- ilisins. Þannig eru minni líkur á ósamræmi sem getur myndað ákveðinn tómleica í húsnæðinu, þótt mikið sé í það !í>gt." VE að yfirborðskennt prjál. En þegar inn er komið er rýmið eins og í stórri blokkaríbúð. Þrátt fyrir allt þakið er lofthæðin ekki nýtt og þar fram eftir götunum. Það vant- ar að fólk tali um lofthæð, áferð, Ijós og fleiri atriði sem skipta miklu máli, alveg frá upphafi. Til dæmis er lýsingin eitt af aðalatrið- unum á heimilum, en það eru fáir að velta henni fyrir sér á meðan húsið er á teikniborðinu." - Úr einu í annað. Hvaða rými er fólk að leggja áherslu á nú, öðru fremur? Alrýmið eða opna rýmið er í fyrirrúmi í húsum sem verið er að hanna nú. í beinu framhaldi af því er borðstofan á góðri leið út úr íslenskum húsum, eða þá runnin saman við eldhúsið og eldhúsið er ekki lengur vinnustaður einnar manneskju, það er eiginlega orð- inn vinnustaður allrar fjölskyld- unnar. Stofan er oft hluti af alrým- inu og geturtengstt.d. sjónvarps- herbergi, eldhúsi, borðstofu inni í því. Þá fer ekkert á milli mála að kynslóðin sem ólst upp í „skáp- um“ með rými fyrir rúm, borð, stól og eitt barn, vill stærri barna- herbergi í sín hús. En varðandi áherslur í dag, þá fer ekkert á milli mála að umhverf- isvakningin teygir arma sína inn á heimilin og það er sýnilegt í efnum og litum sem verið er að nota. Til dæmis er kirsjuberjavið- urinn mjög vinsæll, en hann er ræktaður eins og hver önnur akur- yrkja. Þetta helst í hendur við eyðingu regnskógarins, því það er gengið mjög nærri ýmsum harðviðartegundum t.d. er pale- sander ekki lengur til og ma- hogany-viðurinn stefnir í sama farveg. Þess vegna reynir um- hverfisvæn hönnun að taka tillit til þessara þátta og nota rækt- aðan við. Jarðarlitir, hreinir og djúpir eru mikið að aukast og þetta helst nokkuð í hendur." - Áttu þá við innanhúss eða utan? „Bæði og. En vissulega hefur ver- ið dálftið önnur þróun hjá okkur að undanförnu í málningu utan- húss og það er að talsvert hefur verið gert af því að mála hús í pastellitum. En pastellitir eru bara ekki gerðir fyrir íslenska birtu og mér finnst þessi tíska sem verið hefur ekki ganga upp á íslandi. Pastellitir þurfa sterkt sólarljós til að njóta sín. Svo verða litirnir líka að haldast í hendur við húsið. Það er allt í lagi að mála bárujárnshús upp á gamla mátann með skipal- akki í hárrauðu, bárujárnið þolir það. En þessi bárujárnshefð hefur verið að færast yfir á steinhúsin og þau þola hana mjög svo mis- vel. Næst á eftir Ijósi skipta litir miklu máli og það er dálítið al- gengt að fólk ákveði klukkan 4 á föstudegi að mála hjá sér, t.d. stofuna, hendist út í búð og velji einhvern lit sem fer vel á lita- spjaldinu og sitji svo kannski uppi óánægt með stofuna næstu árin." - Veit fólk yfirleitt hvað það vill? „Það er allur gangur á því og hluti af okkar vinnu er að reyna að komast til botns í hvað það vill eða hvað það vill alls ekki. Og ég get alveg viðurkennt að leiðin- legustu verkin sem ég fæ er þeg- ar fólk segir, „nú átt þú að inn- rétta fyrir okkur og bara sjá um málið". Það er ekkert gaman að hanna innréttingar ef fólkið sem ætlar að búa í þeim skiptir sér ekkert af. Arkitektúr snýst ekki endilega um að velja húsgögn og blóm. Málið snýst um hönnun og samhengi. Það að geta vísað fólki á bestu iðnaðarmennina til að fullkomna verkið. Hvort sem það eru smiðir, málarar, múrarar, gólf- efamenn, pípulagningamenn, þakpappamenn eða smiðir í blikki og járni. Óskastaðan er að fá að móta húsið frá upphafi í samræmi við fólkið sem ætlar að búa í því og fylgja verkinu í gegnum verk- lega hlutann og láta þá fólkið sjálft ♦ taka við á endasprettinum." VE Borð verð frá kr. 5.700. Stóll Sonja kr. 9.000 stgr. Sonja sófi + 2 stólar kr. 33.500 stgr. Visa - Euro raógreióslur □aBHan HÚSGAGNAVERSL UN REYKJAVÍKURVEQt 66 HAFMARFIRÐI SÍMI54IOO KÖRFUHÚSGÖGN Mikió úrval - mjög hagstætt verð Stakir stólar - sófar - borð - hillur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.