Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 5

Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 5
,MQKGUNmyU?Ii), S:UNXUP,AGU«,14- rC r5 Olympíuskákmótið á Manila: Breytt heimsmynd Skák Bragi Kristjánsson ÞRITUGASTA Olympíuskák- mótið stendur yfir þessa dag- ana á Manila á Filippseyjum. Fjöldi þátttökusveita er mik- ill, þótt ekki náist metið, 110 sveitir á síðasta móti, í Júgó- slavíu 1990. Meðal 98 sveita, sem nú tefla, eru óvenju margir skipaðar sterkum skákmeisturum. Aðalástæðan er sú breytta heimsmynd, sem upplausn Sovétríkjanna og Júgóslavíu skilur eftir sig. I hópi 20 sterkustu sveitanna á Manila eru 7 frá fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna, en að auki tefla m.a. þijár sveitir frá lýðveldum gömlu Júgó- slavíu (Serbum var bönnuð þátttaka). Eftirfarandi upptalning sýnir skipan ýmissa sveita á mótinu: Rússland: Kasparov, Khalif- man, Dolmatov, Drejev, Kramn- ik, Vysmanavin. Armenía: Vaganjan, Akopian, Lputjan, Minasían, Petrosian, Anastasian. Úkraína: Ivantsjúk, Beljavskíj, Rómanisjín, Eingorn, Novikov, Mikhaltsjísín. Eistland: Ehlvest, 011 o.fl. Lettland: Shírov o.fl. (Tal var skráður, en mun vera alvarlega veikur.) Bosnía-Herzegóvína: P. Ni- kolic, I. Sókólov, Kurajica, Dizd- arevic, Kozul, N. Nikiloc. Króatía: Cebalo, Hulak, Lalic, Kovacevic, Dizdar, Cvitan. Slóvenía: Grosar, Barle, G. Mohr, Gostisa, Podlesnik, Trat- ar. Ungveijaland: Sax, Portich, Ribli, Pinter, Adoijan, Horvath. Holland: Timman, Piket, van der Wiel, Sosonko, van der Sterr- en, van Wely. Svíþjóá1: Andersson, Ernst, Hector, Pia Cramling, Wedberg, Brynell. Bandaríkin: Kamsky, Yermol- insky, Seirawan, Christiansen, Gulko, Benjamin. Þýskaland: Hubner, Lobron, Hertnec, Hort, Wahls, Lutz. Belgía: Mikhail Gúrevitsj, Dútrejev o.fl. Danmörk: Mortensen, Schandorff, Höi, Rasmussen, Danielsen, Borge. Noregur: Gausel, Tisdall, Djurhuus, Bern, Fossan, Grön. Skipan sveitanna sýnir ljós- lega, að keppnin um efstu sætin verður geysilega hörð og spenn- andi. íslenska sveitin var fyrir mótið sú fjórtánda í styrkleika- röðinni og hefur því góða mögu- leika á að blanda sér í barátt- una, ef hún nær sínu besta. Taflan hér undir sýnir gengi íslendinga í fjórum fyrstu um- ferðunum. Islenska sveitin hefur byijað ágætlega á mótinu, er nálægt 10. sæti með 11 vinninga. Efstu sveitir eru þessar: 1. Rússland, 13 v.; 2.-4. Lett- land, Uzbekistan, England, 12 v. hver þjóð; 5.-7. Bosnía- Herzegóvína, Holand, Argent- ína, 11 Rv. hver; 8.-? ísland, Bandaríkin, Ungveijaland, Úkraína, Króatía, 11. v. Boznía írland Perú Danmörk Herzegó- vína 1. borð: Jóhann Hjartarson '/2 i 0 2. borð: Margeir Pétursson 'h — '/2 í 3. borð: Helgi Ólafsson — 1 1 0 4. borð: Jón L. Árnason 1 — '/2 ‘/2 . 1. varam.: Hannes Hlífar Stefánsson 1 1 — — 2. varam.: Þröstur Þórhallsson 1 '/2 - - 3'/2 3 3 l'/2 Fimmtánda norræna kirkju- tónlistarmótið aðhefjast ÍSLANDSDEILD Norræna kirkj- utónlistarráðsins, en Félag ís- lenskra organleikara er aðili að því, stendur fyrir 15. Norræna kirkjutónlistarmótinu dagana 18. til 21. júní nk. Þema mótsins er „Litúrgiskt tónmál 10. áratugar- ins í guðsþjónustunni og kirkju- legum athöfnum." Tilgangur mótsins er að kynna það nýjasta í kirkjutónlist á Norðurlöndum og skapa umræðu um það sem er efst á döfinni í þeim efnum. Eins og dagskrá mótsins ber með 42. árg’aiigiir tímaritsins „19. juní“ kominn út ÚT ER kominn 42. árgangur timaritsins „19. júní“. Að venju er í ritinu að finna greinar og viðtöl um ýmis málefni er vekja ættu áhuga flestra. Að þessu sinni er ekkert eitt „þema“ í blaðinu heldur er reynt að varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins. Á meðal umfjöllunarefna ritsins er viðtal við tvær konur sem ekki geta eignast böm og kjósa að sætta sig við barnleysi og beina orku sinni í annan farveg en að leita eftir ættleiðingu, tæknifijóvgun, o.fl. Einnig er viðtal við nýja þjóðgarðs- vörðinn á Þingvöllum, séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, fyrstu konuna sem hefur þetta starf með höndum. í blaðinu eru greinar um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinn- ar og m.a. rætt við Lovísu Einars- dóttur sem sæti á í framkvæmda- stjóm íþróttasambands Íslands, um reynslu hennar af þeim vettvangi. í grein um atvinnumál kvenna á tímum aukins atvinnuleysis eru tveir ráðningarstjórar spurðir ýmissa spurninga er lúta að því hvort konur beri sig öðmvísi að við atvinnuleit en karlar. Einnig er í blaðinu grein um það af hveiju konur kæra ekki launamisrétti þrátt fyrir að lög kveði svo á að ekki megi gera upp á milli karla og kvenna í sambærilegum störfum með tilliti til launa. Sálfræðingur skrifar grein í ritið um hvemig konur geti styrkt sjálfsímynd sína. Fyrir skömmu vom ný barnalög samþykkt á Alþingi og er fróðleg grein í blaðinu þar sem þeirri spurn- ingu er varpað fram hveijir verði oftast verst úti við skilnað eða sam- búðarslit. í viðtali lýsir nýr formaður Kvennréttindafélagsins, Inga Jóna Þórðardóttir, starfsemi félagsins, framtíð þess og hvort þörf sé á kvennréttindabaráttu yfirleitt. Undirbúningi Vestnorræna kvennaþingsins, „Kvinnutingi út- norðurs", sem haldið verður á Egils- stöðum í sumar, er gerð skil í blað- inu. Ristjóri 19. júní er Ellen Ingva- dóttir. sér er hún mjög fjölbreytt og eru flytjendur um 450. Þar em kórar mest áberandi en 9 kórar munu syngja á mótinu. Þeir eru Herning kirkes Drenge- og mandskor frá Danmörku, Oratoriekören pá Áland frá Álandseyjum, Bérgen Domkant- ori frá Noregi, Jubilatakören og Collegium Cantomm Upsaliensis frá Svíþjóð og íslensku kóramir Dómkórinn, Barnakór Kársnes- skóla, Kór Langholtskirkju og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Þá koma margir orgelleikarar og aðrir ein- leikarar og einsöngvarar frá hinum Norðurlöndunum auk þess sem ís- lenskir orgelleikarar, hljóðfæraleik- arar og söngvarar taka þátt í flutn- ingi verka. Öll tónverkin frá hinum Norður- löndunum eru núna frumflutt á ís- landi, utan eitt, sem hefur verið flutt hér áður. Orgelverk Peters Möllers, sem Grethe Krogh leikur á lokatónleikunum, verður þar flutt í fyrsta skipti. N Hver sem er getur komið og tek- ið þátt í tíðargjörðunum sem verða á vegum mótsins í hinum ýmsu kirkjum Reykjavíkur auk þess sem tónleikarnir eru líka opnir öllum. (Fréttatilkynning) Magnús Magnússon Sigríður Herdís Hallsdóttir Niðjamót í Stapa AFKOMENDUR hjónanna frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal, Sig- ríðar Herdísar Hallsdóttur og Magnúsar Magnússonar, halda niðja- mót í samkomuhúsinu Stapa helgina 20.-21. júní nk. Sigríður Herdís Hallsdóttir var fædd 30. janúar 1865 í Óspaks- staðaseli í Hrútafírði. Hún lést 30. desember 1944. Magnús Magnússon var fæddur í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 18. júlí 1953, en lést 10. mars 1938. Sigríður og Magnús bjuggu á Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal all- an sinn búskap, áttu 9 börn og ólu upp 3 fósturbörn til viðbótar. Þau munu nú eiga um 320 afkomend- ur, sem búsettir eru víðsvegar um landið. Niðjamót hafa verið haldin tvisv- ar áður, í fyrra skiptið á heimaslóð- um í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi, en í síðara skiptið á Flúðum í Hrunamanna- hreppi. En fjöldi afkomenda Sigríð- ar og Magnúsar er búsettur austan fjalls. Að þessu sinni urðu Suðumesin fyrir valinu, því að einnig þar og annars staðar á Faxaflóasvæðinu, eiga þau hjónin fjölmarga niðja. Það er von þeirra sem fyrir þessu niðjamóti standa, að sem flestir afkomendur þeirra hjónanna komi í Stapann um helgina til að hitta frændur og frænkur og efla ættar- tengslin. Fjórði og fimmti ættliður- inn verður nokkuð fjölmennur, þótt barnafjöldi sé nú óvíða eins mikill og áður var. Samskipti milli fjöl- skyldna aukast ekki í hlutfalli við betri samskiptatækni. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að nota tækifærið til að sjást og kynnast og talast við á svona niðjamótum. Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu og kvöldverði laugardaginn 20. júní og ekki hafa þegar verið skráðir þurfa að láta vita fyrir þriðjudagskvöld. Afgreiðslu viðskipta- ráðuneytis breytt SAMKVÆMT ákvörðun for- sætisráðherra hafa starfslið og húsnæði iðnaðar- og við- skiptaráðuneytanna verið sameinuð frá 2. júní að telja. Afgreiðsla viðskiptaráðu- neytisins hefur því verið flutt og sameinuð afgreiðslu iðn- aðarráðuneytisins, sem er á 3. hæð í austurenda Arnar- hvols, gengið inn frá Lindar- götu. Sími beggja ráðuneyt- anna er nú hinn sami, 609070, segir í frétt frá viðskiptaráðu- neytinu. Dagatöl með myndum eftir Kjarval og ljós- myndum Rafns Hafnfjörð RAFN Hafnfjörð hefur gefið út tvö dagatöl, þar sem unnt er að j skrá inn afmælisdaga og önnur minnisatriði. Annars vegar er dagat- al með myndum af frægum íslenskum málverkum eftir Jóhannes : Sveinsson Kjarval og hins vegar dagatal með ljósmyndum eftir Rafn Hafnfjörð. Rafns Hafnfjörð eru landslags-1 myndir víða að af landinu og á j hver mynd við hvem mánuð. Aftast j er síðan kynning á ljósmyndaranum : á sömu tungumálum og Kjarval var kynntur á, en ennfremur er tilgreint i hvaða myndavélar höfundur notar og hvaða filmur. Ijósmyndirnar er j 13 að tölu. Á dagatalið með Kjarvalsmynd- unum er texti á íslensku og ensku yfir heiti myndanna, ártalið, sem myndirnar eru málaðar á og upplýs- ingar um stærð frummyndanna. Aftast er kynning á listmanninum á íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Málverkin eru 12 talsins. Á almanakinu með myndum Mælum, rífum gömlu teppinaf TEPPABUÐÍN Gðlfefnamarkaöur, Suðurlandsbraut 26. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.