Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ —---------r-r-i-'- GUR 14. JUNI 1992 ■£-J- Andleg vinátta byggist á áralangri samveru. Andlegur vinur hefur lært að treysta okkur og hann virðir þá góðu eiginleika sem finnast í fari okkar. Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt með okkur. Hann þekk- ir okkur og við erum hluti af hans eigin sjálfsmynd. Hann er tryggur þegar við lendum í hremmingum, sem leiða til þess að margir hætta að umgangast okkur. Andlegur vin- ur er því gulls ígildi. Vinátta myndast ekki aðeins milli óskyldra einstaklinga. Hún getur verið milli hjóna, bræðra og systra, foreldra og bama, frændsystkina, fullorðinna og unglinga. Vinátta getur kviknað víða, en yfirleitt ræð- ur hið sameiginlega úrslitum: 1) Áhugamál á sama sviði. 2) Líkur skilningur á lífínu. 3) Svipað sið- ferði. 4) Líkur húmor. 5) Sama trú. En það er löngunin til að fylgjast að í lífínu sem treystir böndin. Vinátta getur þó haldist þrátt fyrir áralang- an aðskilnað. Vinur er lífsnauðsyn og enginn vill lifa vinalaus, en markmiðið getur þó aldrei verið að eiga sem flesta vini. Einn vinur getur verið nóg til að gera lífíð fullnægjandi. Sá sem á einn vin hefur mikið að þakka. Hann ætti að gefa vini sínum margt af hinu góða í sínu lífí, en lítið af hinu miður góða. Ein á báti getum við ekki öðlast næga andlega fullnæg- ingu í lífínu. Góðviljinn getur aðeins birst í samskiptum okkar við aðra, en ekki gagnvart okkur sjálfum. Lífíð hlýtur að vera meira virði ef við erum svo lánsöm að geta notið stundanna með öðmm. Vinir em ekki á hvetju strái. „Fá- gætur er góður vinur“, er spakmæli að sönnu. Það er heimska að van- rækja vin. Þegar ástfangið fólk hef- ur náin kynni fellur það oft í þá gryfju að vanrækja sína gömiu vini og það eru til dæmi um einstaklinga sem hafa staðið uppi vinalausir þeg- ar ástarsamband þeirra slitnar. Vinasamband á ekki að ijúfa nema í undantekningartilfellum, til að mynda eftirfarandi: 1) Ef vinurinn tekur nýja stefnu í lífínu, sem okkur er engin leið að fylgja. 2) Vinurinn bregst trausti eða misnotar sam- bandið. 3) Vitsmuna- eða til- fínningaleg gjá myndast á milli vina. „Enginn á meiri kærleika en þann að leggja lífíð í sölumar fyrir vini sína,“ sagði Jesús. Hann tók skýrt fram að lærisveinarnir væru ekki þjónar heldur vinir hans og að vinátt- an byggðist á því að bera elsku til hvers annars. Traust og ást, eru, hafa verið og verða alltaf máttar- stólpar vináttunnar. LOG UM AÐFÖR LOG UM KYRRSETNINGU, LÖGBANN o.fl. ASAMT GREINARGERÐUM j&> • bó M S vQ GK í R KIU MÁLARÁÐ U N EYTHX: GILDISTAKA 1. |ULI 1992 Vegfna þeirra margháttuðu rétt- arfarsbreytinga sem eiga sér stað 1. júlí nk. hefur dómsmála- ráðuneytið staðið fyrir marg- háttuðu kynningarstarfi. Hafa m.a. verið gefnar út sérprentanir af viðkomandi lagabálkum ásamt greinargerðum. » því að leggja hald á eignir skuldara þegar áfrýjun máls til Hæstaréttar kemur í veg fyrir að íjámám verði gert. Núgildandi fyrirmæli um lög- geymslu er að fínna í norsku lögum Kristjáns V. frá 1687. Með lögbanni er átt við aðgerð til bráðabirgða, sem miðar að því að setja skorður við byijaðri eða yfirvofandi aðgerð manns, sem brýtur í bága við rétt annars manns. Með lögbanninu er aðgerð stöðvuð þar til fengist hefur úrlausn dóm- stóls um réttmæti hennar. Að jafn- ÞfÓÐLÍFSÞANKAR / / vr á bamibf Óltk réttarstaða □ eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ef kvæntur maður eignast barn framhjá konu sinni á kona hans engan rétt til barnsins. Ef gift kona eignast hins vegar barn framhjá manni sínum á eignmað- urinn allan rétt til bamsins, nema að hann, móðirin eða bam- ið ákveði að fara í vefenginarmál til að afsanna að hann geti verið faðir barnsins. Réttarstaða karla og kvenna, innan hjónabands sem utan, er því nvjög ólík í slík- um málum. Eg veit dæmi þess að íslensk kona giftist lituðum manni, meðfram til þess að hjálpa honum til þess að öðlast hér landvistar- leyfí. Þau bjuggu skamma hríð sam- an en slitu svo samvistum án þess að gengið væri frá skilnaði að borði og sæng. Konan tók skömmu síðar upp sambúð með íslenskum manni en eiginmaðurinn tregðaðist við að láta ganga frá skilnaði þrátt fyrir að konan gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá því framgengt. Var maðurinn ýmist í útlöndum eða bar ýmsu við til að draga málið á lang- inn. Að Iíkindum hefur maðurinn verið ófús til skilnaðar vegna þess að hann óttaðist að verða sviptur landvistarleyfi ef til hans kæmi. Um sama leyti og stóð í þessu þófi varð konan ófrísk eftir hinn nýja sambúðarmann sinn og mál skipuðust þannig að barnið fæddist áður en ráðrúm gæfist til þess að ganga frá skilnaði konunnar að borði og sæng frá litaða manninum. Við fæðingu var bamið því skráð barn eiginmannsins litaða, jafnvel þótt hveijum manni væri augljóst að hann gæti alls ekki verið faðir þess. í tilviki sem þessu gæti móðir- in höfðað vefengingarmál, en lík- lega þætti þá betra að næðist í eig- inmanninn til þess að taka úr hon- um blóðprufu, þótt nú sé hægt að ákvarða faðerni mun nákvæmar en áður með nýlegri greiningaraðferð. Um frægt mál af slíku tagi er getið í bókinni Bréf til Sólu, sem hefur m.a. að geyma ástarbréf sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur skrifaði ástkonu sinni, sem í upp- hafi sambands þeirra var gift kona. Hún eignaðist dóttur skömmu fyrir andlát eiginmanns síns, sem þá hafði lengi legið mjög þungt haldinn á sóttarsæng. Allar líkur bentu til þess að Þórbergur væri faðir litlu stúlkunnar. Vildi hann gangast við faðerni hennar og höfðað var mál í því skyni löngu seinna. Þrátt fyrir vitnaleiðslur og blóðprufur lyktaði málinu þannig að ekki tókst að færa þær sönnur á að Þórbergur væri faðir stúlkunnar, kannski vat ekki vitað í hvaða blóðflokki hinn löngu látni eiginmaður hefði verið. M.a. vegna fyrrnefndra laga má ætla að all mörg börn hafi í áranna rás verið rangfeðruð. Slíkt gleður a.m.k. ekki áhugafólk í ættfræði, sem mikið er af á íslandi. En rangt feðruð börn eru svo sem ekki nein nýlunda hér á landi. í gömlu ættar- tölum er stundum getið um faðerni bama með þeim viðauka að viðkom- andi barn hafí jafnan verið talið bam einhvers annars tiltekins manns. Tæknifijógvun, þegar kon- ur em fijógvaðar með sæði ónefnds manns en barnið er talið eigin- mannsins, setur líka strik í reikn- inginn, hvað ættfræðina varðar. Lögin um rétt eiginmanns til bama eiginkonu hans em vafalaust sett með hagsmuni barnsins fyrir augum, svo og móðurinnar og eigin- mannsins. Hinn raunveralegi bams- faðir virðist hins vegar nánast rétt- laus ef eiginmanninum, móðurinni og barninu sýnist svo. Það þætti vafalaust skrítið ef réttur eiginkonu til barna manns síns væri gerður sá sami og réttur eiginmanns til barna eiginkonu. Um slíkt hafa menn hins vegar varla hugsað, hvað þá meira, móðurrétt- urinn hefur alltaf verið mjög sterk- ur. Sé þetta mál skoðað í samhengi sést greinilega hve miklu skynsam- legra væri að kenna börn við mæð- ur sínar, slíkri ættrakningu má treysta. það mun vera vemlega fá- gætt að börn séu rangmæðmð, þó dæmi finnist raunar um að slíkt hafí a.m.k. verið reynt. aði ber þeim er óskar lögbanns að setja tryggingu fyrir því tjóni sem þolandi lögbannsins kann að verða fyrir vegna þess. Mál til staðfesting- ar lögbanni skal höfða innan viku frá því það var lagt á. Eins og fyrr segir eru það fyrst og fremst aðskilnaðarlögin sem kalla á breytingar á lögum um kyrr- setningu og lögbann. Um leið hafa verið gerðar breytingar á einstökum reglum sem taka mið af reynslu manna af núgildandi lögum. Helstu breytingamar sem gerðar eru með hinum nýju lögum eru þessar: 1) Aðalbreytingin varðar fram- kvæmd þeirra gerða sem þar er mælt fyrir um. Samkvæmt núgild- andi lögum framkvæmir dómari þessar gerðir og em þær þar með taldar til dómsathafna. í nýju lög- unum er hins vegar byggt á því að handhafar framkvæmdavalds, sýsl- umenn, annist framkvæmd þessara gerða. Þetta er í samræmi við megininntak aðskilnaðarlaganna. 2) Með lögunum era skilyrði fyr- ir kyrrsetningu fjármuna og lagn- ingu lögbanns þrengd. Að því er kyrrsetningu varðar kemur þetta aðallega fram í breyttu orðalagi, en með því er reynt að undirstrika að kyrrsetning eigi ekki að fara fram nema hagsmunir kröfueig- anda geri slíkt nauðsynlegt. í grein- argerð kemur fram að þetta sé m.a. gert þar sem nokkuð hafí bor- ið á því í framkvæmd að kyrrsetn- ing væri misnotuð. Eðlilegt er að spoma við slíku þar sem kyrrsetn- ing hefur í för með sér aukna fyrir- höfn og kostnað. Jafnframt em afnumin ýmis sérákvæði laga um heimildir til kyrrsetningar fyrir ein- stökum tegundum krafna. 3) Með lögunum em settar um margt nákvæmari reglur um trygg- ingar af hálfu gerðarbeiðandi í tengslum við kyrrsetningu og lög- bann. í því sambandi er einnig rétt að nefna sérstaklega að reglur lag- anna um heimild gerðarþola til að afstýra gerðinni með tryggingu em um margt ítarlegri en reglur núgild- andi laga. 4) Reglur laganna um höfðun dómsmáls til staðfestingar kyrr- setningu eða lögbanni samsvara í öllum meginatriðum núgiidandi lög- um. Þó má benda á að nýju ’lögin gera ráð fyrir að komast megi hjá höfðun máls til staðfestingar kyrr- setningu eða lögbanni ef gerðarþoli vill una við gerðina án málshöfðun- ar, en heimild til slíks er ekki í núgildandi lögum. Þá er einnig heimild til að ljúka staðfestingar- máli með sátt. Auk þeirra breytinga sem hér hafa verið nefndar gera lögin ráð fyrir margvíslegum breytingum sem varða framkvæmd þessara gerða, aðgerðir sem grípa má til samhliða lögbanni til að tryggja að gegn því verði ekki brotið o.fl. Að síðustu má geta þess að samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kyrr- setja mann vegna skulda. Með nýju lögunum er heimildin afnumin með þeim rökum, að slík aðgerð sam- rýmist tæplega almennum viðhorf- um um hveijar ráðstafnir ver 3i tald- ar eðlilegar til innheimtu eða trygg- ingar peningakröfu. Trjáplönturunnar Á meðan birgðir endast bjóðum við eftirtaldar tegundir á ótrúlega hagstæðu verði: Hansarós frá kr. 340, gljámispill á kr. 140-190, birki- kvistur kr. 240, gljávíðir í pokum kr. 95. Að auki mjög fjölbreytt úrval sumarblóma, rósa og annarra trjá- plantna og runna. Útsölustaðir: Garðyrkjustöðin Grímsstaðir, Heiðmörk 52, Hveragerði, sími 98-34230, Hellisgerði, Hafnarfirði, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Heiðmörk 38, Hveragerði,sími 98-34800, Trjáplöntusalan Núpum, Ólfusi, sími 98-34388. Sendum um allt land. Sendum plöntulista. Veriðvelkomin. BEIlEDOKin ALICANTE 18. M\ 25. ]úní f r ODYR VIKUFERD Fjórir fullorðnir 2ja svefnh. íbúð kr. 32.200,- Aðeins 10 sæti í boði. a mann. Gisting á LEVANTE CLUB Skemmtileg og góð aðstaða. Flugvallarskattar og gjöld kr. 3.450,- ekki innifalið í verði. . V i '•ATÍv" '• FERÐASKRIF &TOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 1 6 SÍMI 91-621490

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.