Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 25
MÓRGUNBLAÐIÐ VELVAKANDIs DAGUR 14. JÚNÍ 1992 C 25 KÖTTUR ÚTI í MÝRI Morgunblaðið/KGA Aga- o g virðingarleysi Frá Lindu Ósk Símonardóttur: Atvinnuleysi. Orð sem er okkur alltof kunnugt. Ekki bara á íslandi heldur einnig um allan heim. Málið er bara það að svo lengi sem við erum búsett á íslandi varðar það okkur lítið hvort fólk í öðrum þjóð- um sé án atvinnu eða ekki — að minnsta kosti svo lengi sem við höfum það gott. Við höfum sjálf- sagt nóg með okkur en samt sem áður fínnst mér okkur vera einu ábótavant. Ég er fædd og uppalin á íslandi og er hreinræktaður fslendingur. En ég, eins og svo margir aðrir, barst með straumnum áleiðis yfir haf og hef verið búsett í Noregi í um það bil eitt og hálft ár. En það sem ég sé í dag sá ég ekki fyrir tveimur árum. Það sem mér finnst vera ábóta- vant á íslandi er skortur á aga og virðingu fyrir sjálfum sér og um- hverfi sínu. Ég á að heita fullorðin manneskja en þegar ég lít til baka er ekki langt síðan ég var „fullorð- inn unglingur“. Ég varð fullorðin á einum degi fyrir nákvæmlega tíu mánuðum og samtímis breyttust skoðanir mínar á lífinu gjörsam- lega og mér finnst ég vita í dag miklu meira nú. Hvað er það sem við íslendingar gerum frá fimmtán ára aldri og upp í tuttugu? Jú, maður hefur þrjá til fjóra mögu- leika og ef við gerumst víðsýnari eru möguleikarnir fleiri. T.d. halda áfram í skóla, fara að vinna — við stelpurnar getum farið að huga að því að stofna heimili og vera heimavinnandi — og það sem er verst; að vera atvinnulaus! Þessi fyrrnefndu fimm ár eru mjög mikil- vægur kafli í lífinu. Það sem mað- ur gerir og ákveður að maður skuli gera getur mótað líf manns algjör- lega. Við Islendingar erum öllu góðu vanir og höfum einstaklega gott velferðarkerfi. En berum við virðingu fyrir þessu velferðarkerfi og notum við okkar réttindi á rétt- an hátt? Það er ljót staðreynd að ýmsir eiga ótrúlega auðvelt með að uppgötva auðvelda aðferð til að verða sér úti um einfalt lífsvið- urværi. En það er alls ekki ein- göngu ungt fólk sem notfærir sér þetta. Og svo lengi sem maður ber ekki ábyrgð á neinu nema sjálfum sér getur verið þægilegt að lifa á kerfinu og hafa lítið fyrir hlutunum sem verður því miður alltof oft að vana og kemur jafnvel niður á öðrum sem virkilega þurfa á hjálp- inni að halda. En af hverju ekki kenna fólki að bera ábyrgð — ekki bara á sjálfu sér heldur öllu því sem nærist og hrærist í kringum það? Að bera enga ábyrgð gefur líka til kynna agaleysi og litla virð- ingu fyrir lífinu. En hinkrum að- eins — ég er alls ekki að segja að maður eigi að taka á sig öll vanda- mál nágrannans, en það er meira sem spilar inní. Glæpir, alkóhól- og eiturlyfjavandamál bera glöggt vitni um skort á þessum fyrmefnd- um þremur atriðum. Og þótt það sé ekki það sem leiðir til þessara vandamála hefur það mikið að segja. Afvötnunarheimili og AA- samtök, góð fjölskylda og vinir eru ekki nærri því alltaf nóg til að spoma við og koma í veg fyrir þessi vandamál — ofbeldi leiðir bara til ofbeldis og að neyða fólk ber engan árangur. En það er til millivegur. Hafið þið heyrt eða séð ráðvillt ungt fólk sem á í erfiðleik- um með að velja sér lífsbraut? Kannski þú þekkir einn slíkan. Eins og ég nefndi fyrst erum við ekki ’eina þjóðin sem á við þetta að stríða en flestar aðrar þjóðir hafa þó einn máta til sem hefur mikið að segja fyrir ungdóminn og hefur óneitanlega bjargað mörgum fallegum, hraustum og efnilegum strákum frá villuvegum. Einmitt — svolítið sem heitir þegn- skylda. Nú megið þið ekki halda að ég sé að ræða um eitthvað sem ég veit ekkert um því ég er ein af þeim sem hef gegnt herþjónustu sjálfviljug og það hefur bara gert mér gott. Hér í Noregi eru allir ungir strákar kvaddir til herþjón- ustu og þeir taka því flestir með jafnaðargeði. í þeim tilfellum sem einhver neitar að gegna skyldu sinni, er til borgaralegur her og þar getur maður valið um nokkra hluti, sjúkraþjónustu, barnaheimili o.s.frv. Við erum fámenn þjóð og í raun bara dropi í hafinu en ástandið í heiminum er óöruggt. Ég vil ekki bara standa hjá og horft á aðgerða- laus ef eitthvað er í rauninni hægt að gera og það var líka þess vegna sem ég skráði mig í norska herinn. Nú hugsið þið kannski sem svo að við höfum jú bandaríska herinn sem verndar okkur og þótt við kæmum á fót litlum her hefði það ekkert að segja. En það er nefni- lega ekki aðalmálið. Málið er líka það að hafa þegnskyldu sem getur bætt úr þessu agaleysi og virðing- arleysi um leið og maður gegnir hlutverki sem er mikilvægt. Ef við kæmum á fót þegnskyldu sem væri mótuð af aga og vinnusemi gæti íslenski ungdómurinn lært mikið, gert sitt gagn fyrir þjóð- félagið. Kannski það að komast í réttan og góðan félagsskap þar sem allt einkennist af því að hjálpa nágrannanum, bera virðingu, sýna tillit og vera agaður, gæti forðað mörgum frá villuvegum. Er ekki eins gott og jafnvel betra að við vinnum svolítið fyrir atvinnuleysis- bótunum og félagsmálastyrkjunum í staðinn fyrir að vera aðgerðalaus? Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta myndi kosta mikil útgjöld fyrir íslenska ríkið til að byija með en til lengri tíma litið gæti þetta borgað sig fjárhagslega fyrir þjóð- ina og stuðlað að hraustum og frískum ungdómi. Við höfum þau einkunnarorð í hernum að raun- verulega víman sé í einstaklingn- um sjálfum — leitið bara og þér munuð finna. Þetta er kjarni bréfs- ins þó að ykkur finnist það eflaust skrýtið sjónarmið, en það sem maður þekkir ekki fínnst manni oftast skrýtið. LINDA ÓSK SÍMONARDÓTTIR, KORPORAL WIIUM 3509 Helgelandsmoen Noregi Pennavinir Tíu ára piltur með fallega rithönd skrifar á ensku frá Sri Lanka. Safn- ar frímerkjum, límmiðum og póst- kortum. Hefur mikinn hjólreiðaá- huga en segist líka hrifinn af ís- Iandi og vilji því eignast pennavini hér: Hasitha Liyanage, Shanthi, Ganegama-East, Baddegama, Sri Lanka. Tvítugur þýskur frímerkjasafnari með áhuga á knattspymu, landa- fræði, ferðalögum og bréfaskrift- um: Tino Zwick, Freiberger Strasse 14, D-9216 Siebenlehn/Sachsen, Germany. Bandarískur 31 árs karlmaður vill skrifast á við 18-30 ára stúlk- ur. Hefur áhuga á íþróttum, tón- list, ferðalögum og að skemmta sér: Michael Martin, P.O. Box 16, Winnebago, Wisconsin 54985, U.S.A. Norskur stúdent, 21 árs að aldri, með áhuga íþróttum, tónlist, úti- veru og ferðalögum. Vill skrifast á við 17-23 ára stúlkur: Jorn Erik Bugge, Vækeroveien 124 F, 0383 Oslo 3, Norge. J|M€4| Golfáhugafólk i n t Fasteign á Spáni UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI Dagana 17.-24. júlí nk. býður MASA International golf- áhugafólki til fasteignaskoðunar á Spáni. Þeir sem hafa áhuga á að eignast eigin íbúð eða hús, geta nú komist í ferð þessa. Dvalið verður á eigin hóteli MASA Int. og er fæði innifalið. Takmarkað sætaframboð, 26 sæti. Hafið samband við Heimsferðir hf., Austurstræti 17, s. 624600, varðandi flugið og MASA umboðið á íslandi, s. 44365, varðandi hótelbókunina. umboðið á íslandi, INTERNATIONAL Starhólma 2, 200 Kópavogi, s. 44365. Fyrir börnin Full búð af fallegum fötum fyrir 17. júní. Komið og gerið góð kaup. Staðgreiðslu-, ömmu- og afaafsláttur. Opið laugardag kl. 10-16. x & z barnafataverslun, Skólavörðustíg 6b, gegnt Iðnaðarhúsinu, sími 62 16 82. miTSUSHIBR OGOLF Empress-dömusett (graphite) Empress dömukylfurnar eru ekki bara styttri en herrakylfur heldur sérhannaðar dömukylfur. Fullt sett með poka og tösku á kr. 87.980,- utiuf mtmssmessm GLÆSIBÆ - sími 91 - 812922 ■■■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.