Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
„Ef við gerum ekki til-
raun til að ná út fytir
landsteinana her bað vott
um metnaðarteysi. Við
teljum okkur eiga mðgu-
leika á Norðurlðndunum
og svo lítum við auðvitað
ðýru auga til Bretlands,
vonum að beim hafi ver-
ið alvara með stigunum
12 sem beir gáfu okkur
í keppninni
morgni til sunnudagskvölds erum
við á ferðalagi. Þetta þýðir að sum-
arfríið er ekki tekið fyrr en í sept-
ember.“
— Verðið þið aldrei þreytt og
leið á þvælingi allt sumarið? „Við
fáum alltaf fíðring í okkur þegar
nær dregur sumri. Það er feikna-
lega góð stemmning á böllunum
úti á landi, á stöðum eins og Ýdöl-
um, Miðgarði og Njálsbúð."
— Nú hefur verið sagt að þið
höfðið einkum til yngra fólks?
„Við skiljum engan hóp eftir,
reynum að ná til allra. Líklega
munum við þó þrengja hringinn
aðeins með nýju plötunni þar sem
hún er rokkaðri en fyrri plötur.“
ímynd Stjórnarinnar hefur verið
næsta skýr frá upphafí. Grétar seg-
ir hljómsveitina ekki hafa skapað
sér ímyndina meðvitað, hún mótist
af þeim einstaklingum sem séu í
Stjórninni. „Við leggjum vissulega
mikið upp úr búningum og hreyf-
ingum á sviði, viljum hafa allt pott-
þétt, þannig vinnum við. En við
keppninni, þar hafa komið fram
margir frábærir söngvarar og laga-
smiðir. Það er hins vegar umgjörð-
in sem dregur keppnina niður. Mér
fannst ég þó merkja breytingu til
hins betra í vor, miðað við keppnina
1990, þegar við tókum þátt í fyrsta
sinn. Hún hefur um langan tíma
verið svo langt á eftir því sem hef-
ur verið að gerast í dægurlagatónl-
ist, en síðustu árin hefur eitt og
eitt lag úr keppninni náð vinsæld-
um. Frönsku Iögin í keppninni í
fyrra og hitteðfyrra voru t.d. leikin
á MTV-tónlistarrásinni, sem er
mjög góður árangur. Sjálf erum
við mjög ánægð með árangur okk-
ar í bæði skiptin, það er spennandi
að taka þátt í þessari keppni þó
það sé bæði erfítt og tímafrekt."
Grétar útilokar ekki þáttöku I
Evróvison í framtíðinni, hvort held-
ur er sem flytjandi eða lagasmiður,
en hann hefur sitthvað við fram-
kvæmd keppninnar að athuga hér-
lendis. Telur hann að ráða eigi
framkvæmdastjóra keppninnar,
Tíminn mun leiða í ljós hvort
þessi kynning Stjórnarinnar færir
hljómsveitinni frægð og frama. Nú
er unnið að kynningu hljómsveitar-
innar í Bretlandi, fyrir milligöngu
Bretans Nigels Wright, sem hefur
unnið mikið með Mezzoforte. Þá
hefur Stjórninni boðist að fara í
hljómleikaferð'til Kína. „Kínaferð
er líklega það mest spennandi sem
okkur hefur boðist en enn er ekki
ljóst hvort af ferðinni verður. Það
var íslenskur maður, Haukur Ár-
mannsson, sem hafði samband við
okkur en hann er búsettur í Malmö.
Hann er giftur kínverskri konu,
sem starfar hjá China Travels
ferðaskrifstofunni. Þau hjónin vildu
fá okkur í 3 vikna hljómleikaferða-
lag til Kína. Þau hafa nú þegar
staðið að hljómleikaferð hinnar
sænsku Carolu til Kína, en hún
vann í Evróvision keppninni í fyrra.
Áður en tekin verður ákvörðun um
hvort af ferðinni verður þurfa þau
að kynna okkur fyrir fulltrúum kín-
verskra stjórnvalda, sem meta það
„Þjóðin hefur tekið miklu ástfóstri við Siggu Beinteins, svo má kannski segja að
við hinir höfum flotið með,“ segir Grétar um söngkonuna og „fétagsmálaráð-
herra“ Stjórnarinnar.
hvort leyfa eigi kínverskri alþýðu
að hlýða á okkur og fara nákvæm-
lega yfir ferðaáætlunina. Gangi
allt að óskum förum við í apríl á
næsta ári.“
Stjórnin lítur hýrum augum
markaði utan landsteinanna og
Grétar segir Söngvakeppni sjón-
varpsstöðvanna gott tækifæri til
að kynna sig erlendis. „Hvers
vegna skyldum við ekki stefna
lengra? Islenski markaðurinn er
einfaldlega svo lítill. Ef við gerum
ekki tilraun til að ná út fyrir land-
steinana ber það vott um metnaðar-
leysi. Við teljum okkur eiga mögu-
leika á Norðurlöndunum og svo lít-
um við auðvitað hýru auga til Bret-
lands, vonum að þeim hafi verið
alvara með stigunum 12 sem þeir
gáfu okkur í keppninni."
Stjórnin er hugarfóstur Grétars,
sem stofnaði hljómsveitina í apríl
1988. Hann hefur ásamt Sigríði
Beinteins verið andlit sveitarinnar
út á við auk þess sem umsýslan
er að mestu leyti í hans höndum.
Og þar er allt þaulskipulagt. Með
tölvu sér við hlið leggur Grétar
drög að vinnunni, rétt eins og hver
annar framkvæmdastjóri. Fundi
þarf að sækja, greiðslur þarf að
innheimta og dagskrána verður að
skipuleggja. „Hljómsveit sem ætlar
sér eitthvað verður að hafa verk-
stjóra, einhvern sem heldur utan
um fjárreiður og skipulagningu,
það gengur ekki að allir séu að
atast í því.“
En Grétar á óvenjulegan feril
að baki. „Eg kom eiginlega öfugu
megin inn í tónlistina og það var
tilvitjun sem réð því. Ég byrjaði á
því að hlusta á jass og ýmsa þá
tónlist sem höfðar meira til eldra
fólks. Ég er fæddur og uppalinn á
Höfn í Hornafírði og fór að spila
með mér eldri mönnum, þegar sem
unglingur. Þegar ég flutti til
Reykjavíkur, 17-18 ára, byrjaði ég
á því að leika einn á Skálafelli.
Jóhann Ásmunds-
son „heilbrigðis-
ráðherra" og Frið-
rik Karlsson„utan-
ríkisráðherra“.
frá því ég fór af stað með Stjórnina
vorið 1988 og læt gagnrýnisraddir
sem vind um eyru þjóta; þetta er
ekki tölvupopp, heldur nýti ég mér
tölvur til að ná því besta út úr flutn-
ingnum."
Stjórnin er skipuð atvinnumönri-
um í tónlist. „Við vinnum ekkert,
spilum bara,“ segir Grétar og glott-
ir. „Fólk spyr oft: „Þú ert alltaf í
músíkinni, Grétar?“ Ég jánka og
þá er ég oftar en ekki spurður að
því hvað ég starfi. Þeir eru margir
sem líta ekki á tónlist sem atvinnu,
skilja ekki hvað starfið snýst um.
En þetta er heilmikil vinna, dagur-
inn er yfirleitt þaulskipulagður frá
morgni til kvölds. Núna erum við
t.d. að hefja tónleikaferðlag um
landið til að kynna nýju plötuna.
Það er í samvinnu við Égil Skalla-
grímsson og Bylgjuna og verður
útvarpað frá einum átta stöðum.
Auk þess sem við verðum með tón-
leika og dansleiki verða skemmtan-
ir víða og þessu fylgir að sjálfsögðu
mikil undirbúningsvinna. Henni og
æfingum sinnum við frá mánudegi
til fimmtudags, en frá föstudags-
höfum aldrei leikið neinar popp-
stjörnur, við erum venjulegt fólk
og höfum komið til dyranna eins
og við erum klædd. Það er held ég
skýringin á því hversu vel fólk hef-
ur tekið okkur. Þjóðin hefur tekið
miklu ástfóstri við Siggu Beinteins,
svo má kannski segja að við hinir
höfum flotið með. Okkur var t.d.
tekið eins og þjóðhöfðingjum þegar
við komum heim úr Söngvakeppn-
inni í Júgóslavíu og þær móttökur
stóðu allt sumarið.“
Stjórnin hefur unnið þær keppn-
ir sem bjóðast hljómsveitum hér-
lendis, Söngvakeppni Sjónvarpsins
í tvígang og svo Landslagið þegar <
það var haldið í fyrsta sinn. „Við
vöktum fyrst verulega athygli á
okkur með sigri í Landslaginu en
Evróvision var okkar stóri séns og
við gripum hann. Söngvakeppnin
er eins og hún er, með sína kosti
og galla. En hún er keppni, sem
milljónir manna horfa á og þvi
hljóta að liggja geysilegir mögu-
leikar í þátttöku í henni. Á ári
hverju tekur fjöldinn allur af af-
bragðs tónlistarmönnum þátt í
Stjórnin á æfingu
fyrir ferðir sum-
arsins: „Við fáum
alltaf fiðring í okk-
ur þegar nær
dregur sumri. Það
er feiknalega góð
stemmning á böll-
unum úti á landi.“
sem hafi umsjón með henni frá því
að auglýst er eftir lögum til loka
úrslitakeppninnar. „Menn virðast
fyrst nú vera að átta sig á því
hvað þarf til að taka þátt í keppni
á borð við þessa. Eins og fyrir-
komulagið er nú fá íslensku flytj-
endurnir enga umbun fyrir þáttök-
una, verðlaunaféð er svo naumt
skammtað að þeir verða að leggja
sér flest til sjálfír. Við vildum
standa vel að þáttökunni og réðum
fólk til að aðstoða okkur með bún-
inga og sviðshreyfingar. Þegar út
var komið unnum við markvisst að
því að kynna okkur, við fórum t.d.
með heilmikið af íslenskum mat
út og héldum 250 manna blaða-
mannafund. Þátttakan í söngva-
keppninni kostaði okkur ómælda
vinnu, líklega um hálft ár fyrir
okkur Friðrik, auk þess sem við
greiddum heilmikið úr eigin vasa.
Við lögðum einnig áherslu á að fá
aðila til að styrkja okkur og með
hjálp stuðningsaðila tókst að greiða
kostnaðinn við þátttökuna og vilj-
um við þakka öllum þeim sem
styrktu okkur.“
C 9
-----------------------—----——
Vissulega sérkennileg staða fyrir
ungan strák, þar sem Skálafell
sótti aðallega fólk sem var helm-
ingi eldra en ég. Frá Skálafelli lá
leiðin á Hótel Sögu þar sem ég var
í nokkur ár með hljómsveit í mínu
nafni. Um áramótin 1987-1988
fann ég hjá mér sterka þörf til að
breyta til og gera eitthvað allt ann-
að. Mér fannst minn tími einfald-
lega kominn. Ég lagði drög að
nýrri hljómsveit, sem myndi leika
tónlist fyrir fólk á mínum aldri,
hljómsveit sem eitthvað kvæði að.
Ég fékk til liðs við mig fóik sem
hafði lítið verið í sviðsljósinu en var
engu að síður mjög gott tónlistar-
fólk. Ég hafði mikið fyrir því að
leita, en það, eins og annað í þess-
um bransa, snerist_ fyrst og fremst
um það að nenna. Ég fann að þetta
fólk nennti að leggja á sig ómælda
vinnu til að ná árangri. Það er til
fullt af góðum hljóðfæraleikurum,
en ekki. nærri því allir þeirra eru
tilbúnir að leggja eitthvað á sig.
Margir eru í hljómsveit upp á grín
en því er öfugt farið hjá okkur.
Við erum í þessu af alvöru, en þar
með er ekki sagt að okkur leiðist
það sem við erum að gera. Ef við
hefðum ekki ánægju af vinnunni
myndum við ekki nenna þessu.“
Grétar er úr mikilli tónlistarfjöl-
skyldu. Hann er sonur Örvars
Kristjánssonar harmónikuleikara
og segir það án efa hafa haft áhrif
á þá ákvörðun að verða tónlistar-
maður. Líklega hafí ekki neitt ann-
að starf komið til greina. Þó hefur
hann unnið við ýmislegt; verið
verslunarmaður, sjómaður og
bankamaður og segir sjómanns-
starfíð líkjast .einna helst þeirri
vinnu sem hann stundi nú. Þar
vegi þyngst miklar fjarverur frá
heimilinu. Annars vill Grétar sem
minnst ræða einkamálin, hann hafí
fengið sinn skerf af fylgifiskum
poppsins en lifí nú eins venju-
bundnu lífí og manni sem sé sífellt
á þeytingi sé mögulegt. En því
fylgja vissir annmarkar að vera
þekktur, hann gafst upp á því að
vera í símaskrá eftir þáttöku
Stjórnarinnar í Evróvision í fyrra
skiptið. í lok hvers dags var sím-
svarinn fullur af misgáfulegum at-
hugasemdum í bland við önnur
skilaboð og þó að komin væri mið
nótt þagnaði síminn ekki. En í svo
litlu landi dugir leyninúmer. „Upp
á síðkastið hef ég verið að leita
mér að friði, ég er alls enginn senu-
fíkill. En ég er dálítill öfgamaður
í mér, það sem ég tek mér fyrir
hendur helli ég mér út í.“
Poppheimurinn er í augum
margra harður heimur sem skákar
sínu fólki til hliðar þegar atdurinn
færist yfir. Ekki vill Grétar taka
undir þetta, segir ekki hægt að líkja
poppinu saman við íþróttir hvað
þetta varði. „Aldur er afstætt hug-
tak, maður er eins gamall og mað-
ur vill vera. Sjáðu fólk eins og Tinu
Turner, sem öðlaðist ekki verulegar
vinsældir fyrr en upp úr fertugu.
Það eru engin landamæri, engin
mörk. Fyrir tveimur árum fór ég á
tónleika með Rolling Stones, þar
voru á ferð menn sem aldursins
vegna gætu verið feður mínir og
orkan var þvílík að mér fannst að
ég yrði að fara að herða mig. Það
sýndi mér í eitt skipti fyrir öll að
maður þarf ekki að óttast aldur-
inn.“
Grétar byijaði á öfugum enda,
einn við hljómborðið á Skálafelli.
Hvort ferillinn leiðir hann enn
lengra frá skemmtistaðnum með
útsýn yfír Kollafjörðinn verður að
koma í ljós. „Ég verð vonandi hætt-
ur áður en að því kemur að ég
verði aftur einn að skemmta á bör-
um. Ég ætla í tónlistarnám, ég
veit ekki hvenær eða nákvæmlega
í hvað, það er svo margt sem freist-
ar; almennt tónlistamám, útsetn-
ingar eða kvikmyndatónlist. En
þangað til vinn ég að því sem ég
hóf fyrir fjórum árum, framgangi
Sjómarinnar. Við höfum mörg járn
í eldinum og þannig verður það að
vera. Ég verð að hafa eitthvað að
keppa að, ef það er ekki fyrir hendi
bý ég mér eitthvað til.“