Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 10

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 Y F I SERENA SUTCLIFFE RMAÐUR VÍNDEILDAR SOTHEBY’ I kuldum eiga menn: þaðtil að hella ísie eftir Steingrím Sigurgeirsson SERENA Sutcliffe, yfirmaður víndeildar hins virta uppboðsfyrirtækis Sotheby’s í London, var nýlega stödd hér á landi til að halda vín- smökkunarnámskeið. Mikill áhugi var á námskeiðinu og langir biðlist- ar til að komast að. Þau viðhorf sem almennt ríkja á Islandi til víns segir hún hins vegar mjög neikvæð og megi líklega rekja annars veg- ar til loftslagsins og hins vegar til siðaskiptanna en þau eru að hennar mati ekki mesta framlagið til aukinnar lífsánægju í mannkynssögunni. Sutcliffe sagðist halda vín námskeið í London reglu- lega sem og í París og Brussel. Sigríður Ingvars- dóttir, fulltrúi Sotheby’s á íslandi, hefði komið með þá tillögu að námskeið af slíku tagi yrði einnig haldið á íslandi, þar sem þar væri að fínna marga vínunnendur sem hefðu áhuga á smökkun undir leið- sögn. „Hinn mikli áhugi hér kom mér verulega á óvart. Fyrst þegar hugmyndin kom upp spurði ég Sig- ríði „ertu viss“ þar sem mér fannst ólíklegt að margir myndu sýna þessu áhuga á íslandi. Hún sagðist vera handviss og reyndist hafa á réttu að standa," sagði Sutcliffe. Hún sagði aukna áherslu nú vera lagða á námskeið af þessu tagi þar sem þau væru besta leiðin til að vekja áhuga fólks á víni, fá það til að kaupa vín og kynnast kostum þess að kaupa vín á "uppboði, en þeir væru veruleg- ir miðað við venjulega smásölu. „London hefur sögulega séð ávallt verið miðstöð vínuppboða þó að við höldum af og til uppboð annars stað- ar, s.s. í Tókýó. Fóik kemur þangað hvaðanæva að til að kaupa.“ Sutc- liffe sagði það alls ekki vera svo að menn þyrftu að hafa verulegt fjár- magn milli handanna og kaupa mik- ið magn ef menn ætluðu að nýta sér vínuppboð. „A hvetju einasta upp- boði er að finna vín allt frá síðustu öld fram til loka síðasta áratugar. Þau spanna því heiia öld og verðbiiið er álíka breitt, allt frá kannski þús- und pundum fyrir flösku niður í * hundrað pund fyrir kassa með tólf flöskum. Þama er því eitthvað fyrir alla sem endurspeglast lika meðal þátttakenda í uppboðssalnum í Bond Street. En hvað um viðhorf til víns sem óneitanlega eru misjöfn eftir heims- hlutum? Hvernig koma Sutcliffe þær hugmyndir um vínneyslu sem er að finna á norðurslóðum fyrir sjónir? „Það hrikalega er að jafnvel á Bret- landi og fyrst og fremst í Bandaríkj- unum hefur þróunin verið í þá átt að setja allt áfengi undir sama hatt hvort sem um er að ræða vín eða brennda drykki. Ég held að þetta sé mjög hættuleg þróun því vín er svo algjörlega frábrugðið flestu öðru Serena Sutcliffe Morgunblaðið/Þorkell áfengi. Vín er næringarríkur drykkur sem maður neytir aðallega með mat, það eykur lífsgleði og eflir vináttu og það hefur margsinnis verið sann- að læknisfræðilega að vín í hóflegu magni hefur mjög jákvæð heilsufars- Ieg áhrif. Það vegur til að mynda upp óæskileg áhrif mikillar neyslu mjólkurfítu til dæmis ef menn borða mikið af osti og það eykur matarlyst hjá eldra fólki. Þá má nefna mjög merkilega nýlega rannsókn, unna af prófessor við Berkeley-háskóla, sem hann mun kynna bráðlega hjá Rot- hschild-stofnuninni í París og Max Planck-stofnuninni í Berlín, en niður- staða hennar var að í rauðvíni sé að fínna efni sem draga úr vexti krabba- meinsfrumna. Loks má nefna að vín hraðar efnaskiptum í líkamanum. Það var framkvæmd mjög ítarleg rannsókn í Bandaríkjunum þar sem tveir hópar fólks er þjáðust af offítu voru bornir saman. Á mjög löngu tímaskeiði fékk annar hópurinn glas af víni með hverri máltíð en hinn hópurinn ekki. Niðurstaða rannsókn- arinnar var sú að fólkið í hópnum sem fékk vín með matnum léttist mun meira en fólkið í hinum hópn- um,“ sagði Sutcliffe. Hún sagðist líka telja að menn, ekki síst í Bandaríkj- unum, ættu að hafa meiri áhyggjur af þeirri fæðu sem þeir neyttu dags daglega en víni hvað heilsuna varð- ar. Skyndimatur og gosdrykkir væru mun óhollari en vín. „Það viðhorf sem hér á íslandi er að fínna gagnvart víni er að mestu leyti mjög norðlægt viðhorf og ég tel það vera rangt viðhorf. Að hluta til er skýringuna að finna í veðurfars- legum aðstæðum. I miklum kuldum eiga menn það til að hella ofan í sig meira magni en æskileg' má teljast en það er samt aldrei vín sem menn hella ofan í sig heldur brenndir drykkir. Þetta púritaníska viðhorf má líka að einhveiju leyti rekja til siðaskiptanna, en ég verð að segja að þó ég sé ekki trúuð þá tel ég þau ekki hafa verið jákvætt framlag til aukinnar lífsánægju í heiminum. I kaþólsku löndunum er oftast að finna mun heilbrigðara viðhorf gagnvart því að njóta lífsins, borða góðan mat, drekka vín, sitja saman með íjölskyldu sinni og vinum. Ef ég ætti að benda á eitthvað land sem ég teldi hafa skynsamlegasta við- horfíð gagnvart jákvæðum lífshátt- um held ég að það yrði Ítalía. Á ítal- íu er samt ekkert áfengisvandamál að fínna og ítalir geta hreinlega ekki skilið hvemig vín getur verið vandamál. Ég hef aldrei séð neinn drukkinn á Italíu enda er það nánast útilokað í þeirra þjóðfélagi. Ef maður sést drukkinn þá missir hann andlit- ið, figura, og það hefði mjög alvar- legar afleiðingar á stöðu hans í þjóð- félaginu. Þeim dettur einfaldlega ekki í hug að verða drukknir samt neyta þeir ótrúlega mikils magns af Þegar Sutcliffe var spurð hvort þessi nýju neikvæðu viðhorf gagn- vart víni, ekki síst í Bandaríkjunum, myndu á einhvern hátt ógna framtíð þess sagði hún vissulega vera hættu á því. „Á síðasta áratug þegar franskir framleiðendur voru mjög æstir í að flytja út meíra til Banda- ríkjanna varaði ég þá ávallt við og benti á að Bandaríkin væru ekki vín- neysluland og yrðu það aldrei. Hin aukna neysla á síðasta áratug var einungis tískufyrirbrigði sem nú er fyrir bí. Skýringin á þessu er að vín- neýsla er ekki hluti af eðli Bandaríkj- amanna, ef frá eru taldar fimm til sex fágaðar borgir, s.s. New York, Boston, Miami og Chicago, þar sem stór hluti fólks neytir víns. Ég geri undantekningu með Kaliforníu sem er óneitanlega vínneyslusamfélag og vínframleiðslusamfélag. Þar er Iíka öðruvísi þjóðarsamsetning en annars staðar í Bandaríkjunum og sögulega séð mikið um spænsk áhrif. Það er því að Kaliforníu undanskilinni ein- ungis í einstaka borgum hægt að finna eitthvað hlutfall af menntuðu fólki sem anri víni. I öðrum hlutum Bandaríkjanna, á öllum þessum þús- undum og aftur þúsundum mílna @.f landsvæði, er að fínna oft alveg ótrú- leg viðhorf. Annað hvort sitja menn úti á horni og drekka brennda drykki úr flösku í pappírspoka eða þeir eru með hin sérkennilegu viðhorf Biblíu- beltisins. Ég hef oft orðið vör við hið síðarnefnda. Jafnvel í Oregon, norð- an við Kaliforníu, þar sem ræktuð eru mjög góð Pinot Noir-vín. Ég var þar á ferð fyrir skömmu og ætlaði að heimsækja vínframleiðanda en átti í erfíðleikum með að rata. Ég stöðvaði því bónda sem þar var á ferð á dráttarvélinni og spurði hvort að hann gæti sagt mér til vegar. Hann svaraði því til að hann hefði aldrei heyrt á þessa fjölskyldu minnst. Síðar komst ég að því að þetta var nágranni fjölskyldunnar sem ég ætlaði að heimsækja. í Bandaríkjunum er gífurlega mik- ið um alls kyns skringilega bókstafs- trúarhópa sem ekki er að fínna hjá okkur. Stór hluti bandarískra lan- deigenda hefur aldrei heyrt á vín minnst og munu aldrei heyra á vín minnst. Þeir hafa einfaldlega ekki áhuga. Ef menn fara bara til New York eða Boston, heimsækja vini og borða á nokkrum góðum veitinga- stöðum, kynnast menn allt öðrum viðhorfum en það er einfaldlega ekki Bandaríkin." Sutcliffe sagði jákvæðustu þróun- ina um þessar mundir eiga sér stað í Ástralíu og ekki síst á Nýja-Sjá- landi. í síðarnefnda landinu hefðu menn allt í einu uppgötvað að þeir hefðu burði til að framleiða mjög góð vín, ekki frábær, en samt vel fram- bærileg. Þá þefði mikil þróun átt sér stað á viðhorfum í Ástralíu. Fyrir tuttugu árum hefði enginn karlmað- ur þar viljað láta sjá sig með vínglas þar sem það var ekki talið nógu karlmannlegt, þeir hefðu fyrst og fremst verið bjórdrykkjumenn. Nú hefði hins vegar vínið rutt sér veru- lega til rúms þar og framleitt væri mikið af þokkalegum hversdagsvín- um, sem seld væru í kössum, en einn- ig töluvert af verulega góðum flösku- vínum. „Það hefur ekki síst hjálpað Ástralíu í þessum efnum að þar er mjög heppileg blanda þjóðarbrota. Þar er mikið um fólk af ítölsku eða grísku bergi brotnu. Ég er mjög hrif- in af blöndun þjóðarbrota af þessu tagi. Það leiðir ekki síst til þess að veitingastaðirnir verða svo miklu betri fyrir vikið eins og sjá má til dæmis í London, Melboume og ekki síst New York.“ Aðspurð um hvort hún teldi nýja- heimsvínin eiga eftir að veita hinum hefðbundnu framleiðslulöndum enn harðari samkeppni í framtíðinni sagði Sutcliffe vín frá Nýja-Sjálandi hafa verið í mikilli sókn síðustu þijú til fjögur árin og einnig væri mikill vöxtur í neyslu vína frá Chile. Þar hefði verið mikið um fjárfestingar í víniðnaði að undanförnu og sérstak- lega rauðvínin þaðan væru orðin verulega góð. Það háði hins vegar hvítvínum frá Chile enn sem komið er að ekki væru notaðar þær þrúgu- tegundir sem hentuðu best. Sauvign- on-vínin þaðan væru til dæmis oftast b ekki úr hreinræktuðum Sauvignon. Rauðu Cabemet vínin hefðu hins vegar náð töluverðum gæðum. Þetta j væri ekki síst hinum miklu fjárfest- ' ingum að þakka. Áður hefðu verið notaðar stórar gamlar eikartunnur j ,,iA framleiðsluna sem hefðu gefið " við rramieiosluna sem vínunum „skítugt" bragð. Með auknu íjármagni væri nú hins vegar byijað að nota minni, nýjar eikartunnur, barriques, sem fluttar væru inn frá Frakklandi. Þá hefðu vínframleið- endur í Evrópu einnig flutt þangað þekkingu sína. Til dæmis hefðu eig- endur Lafíte í Bordeaux lagt út í verulegar fjárfestingar í Chile og víngerðarmaður Lafíte færi þangað á hverju ári til að stjórna framleiðsl- unni. Þetta væri mögulegt vegna þess að uppskerutíminn á suðurhveli jarðar væri á algjörlega andstæðum tíma við uppskeruna í Frakklandi. „Ég sé hins vegar áfram Frakk- land fyrir mér í framtíðinni sem það i land þar sem bestu vín veraldar eru og verða framleidd. Á því leikur eng- inn vafi. Ekki síst í uppboðsheiminum > eru frönsk vín með algjöra sérstöðu og þá fyrst og fremst Bordeaux-vín. Um 80% allra vína sem seld eru á uppboðum koma þaðan og afgangur- inn er fyrst og fremst Búrgúndavín, kampavín og árgangsportvín. Nýja- heimsvínin hafa ekki náð neinni fót- festu á alþjóðlegum vínuppboðum. Þú getur vissulega selt Kaliforníuvín á uppboðum í Napa-dalnum eða Los Angeles en þau eiga enn sem komið er ekkert erindi inn á alþjóðlega markaðinn. Vissulega kemur fyrir að boðinn er upp einn og einn kassi en það fæst oftast ekki hátt verð. Það er auðvitað töluverð sala á nýja- heimsvínum í venjulegum búðum en uppboðin byggjast á sígildum vín- um.“ Sutcliffe sagði vissulega hafa orð- ið breytingu á hversdagneyslu víns, i fólk væri meira fyrir að reyna eitt- hvað nýtt og framandi. Þeir sem hefðu hins vegar verulegan áhuga á víni og vínsamanburði væru sígildu ' vínunum trúir. Og þó að miklar verð- hækkanir hefðu orðið á síðasta ára- . tug á frægu Bordeaux-vínunum ' væru í Bordeaux eftir sem áður að >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.