Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 Sálargarg SÁLIN hefur haldið velli síðustu ár sem vinsælasta rokk- sveit landsins og þetta ár virðist ekki ætla að breyta neinu hvað það varðar. Á næstu dögum sendir sveitin frá sér safnplötuna Garg, en í haust er svo væntanleg breiðskifa með sveitinni. * AGargi er að finna þrjú ný lög Sálarinnar Krók- urinn, þar sem Pétur W. Kristjánsson tekur lagið með þeim félögum, Sódóma, sem samið er fyrir kvikmynd Ósk- ars Jónassonar, og Ekkert breytir því. Þess má geta að texti Króksins er byggður að mestu á orðaforða Péturs, sem er goðsagnakenndur í íslenskum rokkheimi. Að auki eru á plötunni lög sem Sálin hefur átt á safnplötum í gegnum árin, allt frá 1988 og fram til síðasta árs. Öll Sálln Samtíningur og nýtt efni. hafa lögin, Neistinn og Þig bara þig frá 1988, 100.000 volt og Getur verið frá 1989, Ekki og Ég er á kafi frá 1990 og Ábyggilega og Brostið hjarta frá 1991, verið endurhljóðblönduð og slípuð til að mynda sem áferðar- besta heild. Fyrir bragðið gefa þau ágæta mynd af þró- un tónmáls sveitarinnar þessi íjögur ár sem hún hefur bor- ið höfuð og herðar yfír aðrar. Af Sálinni er annars að frétta að framundan er landsyfirreið sem standa mun fram á haust, en þá hefst vinna við breiðskífu, sem koma á út fyrir jól. DÆGURTONLIST Er hœgt að selja kvikmyndatónlist f Veggfóður PLÖTUR með kvikmyndatónlist hafa verið óræð stærð á markaðnum; ýmist selst í bílförm- um eða fallið einungis í kramið lýá sérvitring- um og spjátrungum. Ræður þar miklu hve vel tekst að bræða saman mynd og tóna og hvort það tekst að iáta tóniistina lifa utan hvíta tjalds- Ingibjörg Erótík í aðsigi. eftir Ámo Motthlosson ms. Hérlend útgáfa á kvik- myndatónlist hefur verið mjög í skötu líki síð- ustu ár. Þetta ár verður þó gjöfuit fyrir tónmyndir og tengda útgáfu, því væntan- legar eru hljóm- plötur með tón- list úr tveimur kvikmyndum hið minnsta. Fyrri myndin, Veggfóður, erótísk ástar- saga, verður frumsýnd í næsta mánuði, en for- smekkur af þeirri mynd er diskur með tónlist úr henni sem kemur út 17. júní Það kennir margra grasa á disknum, þó Pís of keik eigi þar bróður- partinn, en einnig eiga lög primus motor Pís of keik, Máni Svavarsson, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Tennumar hans afa, Geiri Sæm, Todmo- bile, Bootlegs, Orange Empire og Flosi ólafsson sem syngur gamalkunnan slagara. Af ofangreindu má sjá að tónlistin á Veggfóðri Flosl Poppfól. er býsna fjölbreytt, en níu Orange Empire, sem stíg- lög af átján eru með Pis ur B(n fyrgtu skref á kol- of keik og eitt eftir Mána efni( en sveitarmenn eru einan, samanlagt nánast breiðskífa. Auk Mána eru í Pís of keik Júlíus Kemp, sem leikstýrir kvik- myndinni, og söng- konan Ingibjörg Stefánsdóttir, sem leikur aðalhlutverk- ið. Pís of keik lét fyrst í sér heyra á safnplötu frá Skíf- unni fyrir margt löngu, en hefur ver- ið bundin yfír mynd- inní alllengi. Aðrar sveitir sem lítið hef- ur heyrst í eru Tenn- umar hans afa, sem þekkt er helst fyrir dónalag sem bannað var í útvarpi fyrir nokkrum árum, The ytra að koma sveitinni á framfæri, og FIosi Ólafs- son og Pops, en lítið hefur heyrst í Flosa á poppsvið- inu síðan hann hneggjaði hressilega poppfólum til háðungar fýrir fjölmörg- um árum.'Það má einnig nefna að útgáfa Bootlegs á Pink Floyd-lummunni Another Brick in the Wall, er svanasöngur þessarar geðþekku þungarokk- sveitar, sem lagt hefur upp laupana. Morgunblaðið/Sverrir Raularl Sigtryggur/Bogomil og Milljónamæringamir. Bogomilog milljónararnir ÞAÐ þekkja allir Sigtrygg Baldursson sem trymbil Sykur- molanna, en hitt vita færri að hann á sér annað sjálf sem er raularinn Bogomil Font. Sá hefur nú sett saman hljóm- sveit og hyggst syngja víða latin-söngva og sambajass. S'gfrygKur segir Bogomil hafa orðið til á bar í Júgóslavíu. „Við vorum á ferð þar í Sykurmolunum og við Bragi bassaleikari sátum oft á plussklæddum barnum á Hotel Intercontinental i Zagreb og þar varð nafnlaus raulari til .Síðar fann ég dagatal á veitingahúsi í Lubj- ana þar sem skráðir voru verndardýrlingar hvers dags ársins. Dýrlingur míns af- mælisdags hét Bogomil og bætti ég síðar Font við í lýr- ískum innblæstri." Sigtryggur segir að þegar heim til Islands var komið eftir nýliðna Bandaríkjaför Sykurmolanna hafí hann ákveðið að hóa saman í hljómsveit til að veita Bog- omil útrás. Hann hringdi því í æskufélaga sinn, Sigurð Jónsson saxófónleikara sem er hagvanur vel í Suður- Ameríku og hefur víða leikið þar og ferðast. Þeir fengu síðan til liðs við sig Ástvald Traustason píanóleikara, Úlf- ar Haraldsson bassaleikara og Steingrím Guðmundsson trommuleikara. Þannig varð til hljómsveitin Bogomil og Milljónamæringarnir. Sigtryggur segir að Bog- omil eigi vísast eftir að vera áberandi á næstu mánuðum og allt benda til þess að hann fari í hljóðver í haust til að taka upp breiðskífu. Þungarokkveisla VARLA hefur það farið framhjá mörgum að breska þunga- rokksveitin Iron Maiden hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir rúmri viku. Ekki komu nógu margir á þá tónleika, en aðstand- endur eru ekki af baki dottnir og segjast ætla að halda fleiri slíka Ljóst er að allnokkuð tap varð á tónleikunum, en þeir sem að þeim stóðu segjast hafa átt sjóði til að standast slíkt. Þeir segjast Iíta á þau útgjöld sem fjárfestingu til að vinna aftur traust almennings á tónleikahaldi sem þessu. Þeir sem létu sig hafa það að mæta á Iron Maiden voru ekki sviknir, því þetta voru hæglega bestu þungarokktón- leikar síðustu ára. Eftir tónleik- ana voru sveitarmenn sjálfír afskaplega ánægðir með frammistöðuna og hermdi Bruce Dickinson að þetta væri með bestu tónleikum sem hann hefði tekið þátt í. Frábært Iron Maiden fer á kostum í Höllinni. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir MNÚ styttist í Hróars- kelduhátíðina sem haldin verður síðustu helgina í júní. Fyrir stuttu voru tilkynnt síð- ustu nöfn sveita sem leika munu þar að þessu sinni, en helstu sveitir eru Nirvana, Little Vill- age, David Byrne, Megadeth, Extreme, The Pogues, Faith no More, Primal Scream, Boogie Down Prod., St. Etienne, DAD, Tex- as, Carter USM, James, Crowded House, Teen- age Fan Club, Pearl Jam, The Blue Aero- planes, The Levellers, Television, Violent Femmes, Blur, En- tombed, Alison Moyet, Nuclear Assault, Curve, Nikola Jankov, Phish, og Thin White Rope. Eins og áður sagði verður hátíðin haldin í lok júní, nánar tiltekið 25. til 28. júní, að báð- um dögum meðtöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.