Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
c
15
■C4i
t. W; BM
LUNDUff'
D&tjskjpi
f^he^taq
wjeíhb '
ISíwV
QWsmj^
Mtnnlaskotii
aaBL&i
*%'// ■' /\ w
rmff§rrw>\
Morgunblaðið/Sverrir
Forsögn að
deiliskipulogi í
Fossvogsdal gerir ráð
fyrir að þar verði
meðal annars
útivistarsvæði,
skrúðgarðar og
aðstaða fyrirtvö
íþróttafélög. Austast
og vestast í dolnum
erusvæði, sem
tillagan nær ekki til
og er aðalskipulagi
frestað þar til
ákvörðun um
jarðgöng liggur fyrir.
SAMSTARFSNEFND REYKJAVÍKUROG KÓPAVOGS
FOSSVOGSDALUR VERÐI UTIVISTARSVÆÐI
Svo virðist sem samkomulag hafi tekist
um framtíðarskipulag í Fossvogsdal eftir
deilur, sem risu milli Reykjavíkurborgar og
Kópavogsbæjar ó síðasta kjörtímabili. Skipuð
var samstarfsnefnd bæjarfélaganna, sem
meðal annars hefur unnið forsögn að deili-
skipulagi í dalnum. hefur það verið lagt
fyrir bæjarráð Kópavogs og borgarráð Reykja-
víkur. Þar er gert ráð fyrir að í dalnum
verði útivistarsvæði og aðstaða fyrir íþróttir,
breyting verði gerð á lögsögunni og að
ákvörðun um legu Fossvogsbrautar verði tek-
in síðar en að hún muni ekki verða lögð
eftir botni dalsins. Er þar vísað til aðalskipu-
lags Kópavogs 1988-2008 og aðalskipulags
Reykjavíkur 1990-2010.
Nefndin er sammála um að leggja til að
þegar í stað verði opnaður til bráðabirgða
möguleiki fyrir gangandi umferð undir
Kringlumýrarbraut við Fossvogslæk og tryggja
þannig örugg tengsl milli útivistarsvæðisins
í Öskjuhlíð og Fossvogsdals.
Ánægjulegt samstarf
„Það er ánægjulegt að nú skuli hafa tek-
isf goft samstarf milli sveitarfélaganna,"
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur,
en hann er í forsvari fyrir samstarfsnefnd-
inni ásamf Gunnari Birgissyni forseta bæjar-
stjórnar Kópavogs. „Eins og allir vita hefur
töluverð umræða farið fram á undanförnum
árum um skipulag, umhverfi og umferð um
dalinn og er óhætt að fullyrða að sú for-
sögn að deiliskipulagi, sem lögð hefur verið
fram marki tímamót. Forsögnin er jafnframt
góður grunnur að því skipulagi, sem nánar
þarf að útfæra í dalnum til þess að hann
verði aðgengilegur fyrir gangandi og hjól-
andi vegfarendur. Með þessari forsögn er
gert ráð fyrir að heildstætt útivistarsvæði í
Reykjavík og Kópavogi stækki verulega en
dalurinn nær yfir tæpa 34 hektara." Sagði
Vilhjálmur að fyrir lægi samsvarandi niður-.
staða varðandi vegtengingu milli austur- og
vestursvæðis eins og staðfest aðalskipulag
sveitarfélaganna gerði ráð fyrir eða með
jarðgöngum milli Kringlumýrarbrautar og
Reykjanesbrautar. „Ég tel meiri líkur ó að
jarðgöngin verði gerð til hliðar við dalbotn-
inn þegar að þeim kemur og vil ég minna
á að jarðgöng eru mun aðgengilegri kostur
en fyrir 10 til 20 árum. Tæknikunnáttu
hefur fleygt fram og kostnaður er viðráðan-
legri,“ sagði hann.
Tímabært að leysa deiluna
Gunnar Birgisson sagði að bæjarráð Kópa-
vogs hafi tekið jákvætt í drög að deiliskipu-
lagi í Fossvogsdal. „Okkur lísf vel á þessa
niðurstöðu," sagði hann. „Það var orðið tíma-
bært að menn settust niður og leystu þessa
deilu og fækju upp samstarf. Fossvogsdalur-
inn er útivistarperla á höfuðborgarsvæðinu
en dalurinn hefur verið í órækt og mál til
komið að gera hann aðgengilegri fyrir al-
menning. Fyrsta sameiginlega verkefni sveit-
arfélaganna var skolpveitan um Skerjafjörð
og hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgar-
svæðinu en í framtíðinni sé ég fyrir mér
fleiri verkefni eins og endurskoðun á lögsög-
unni og samræmdar almenningsvagnasam-
göngur."
Áhersla á útivist
Forsögnin gerir ráð fyrir að daiurinn verði
opið svæði með áherslu á útivist og trjá-
rækt. Vestast við gróðrarstöð Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur verði dalurinn færður sem
næst „náttúrulegu" umhverfi og um miðbik
dalsins við Snælandsskóla er gert ráð fyrir
íþróttasvæði Handknattleiksfélags Kópavogs
og skólagörðum. Fram hefur komið fyrir-
spurn frá Golfklúbbi Kópavogs um aðstöðu
fyrir golf sunnan við íþróttasvæði Víkings í
Stjörnugróf. Sagði Vilhjálmur að ræft hafi
verið um að koma þar upp púttvelli eða
minni golfvelli með fjölskyldufólk í huga.
Þá er gert ráð fyrir að athafnasvæði Víkings
verði stækkað og verða fimm íþróttavellir
samtals í dalnum. Þrír á Víkingssvæðinu og
tveir á félagssvæði Handknattleiksfélags
Kópavogs en þar er einnig gert ráð fyrir
félagsheimili HK ásamt sund- og baðað-
stöðu. Jafnframt að við Álfatún verði skíða-
brekka og að þar verði sett upp lítii skíða-
lyfta og jafnvel kerfi fyrir
gervisnjó en skíðabrekkur
eru víða í dalnum. Þá
mætti fara á skauta á
tjörnum sem gerðar yrðu
í dalnum.
Svæði verði
vernduð
Trjálundir í Skógræktar-
stöð Skógræktarfélags
Reykjavíkur og umhverfi
Fossvogslækjar vestast í
dalnum verði vernduð
svæði auk afmarkaðra
Gunnar Birgisson forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar
Reykjavíkur.
mýrarsvæða. Tvær gróðr-
arstöðvar verði í dalnum, Mörk við Stjörnu-
gróf og Skógræktarstöð Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Þá er gert ráð fyrir tveimur
skrúðgörðum, það er við Hólmagarð í austan-
verðum dalnum og hinn við Snælandsskóla.
Fossvogslækur rennur í djúpum skurði eft-
ir endilöngum dalnum en gert er ráð fyrir
að farvegi Fossvogslækjar verði breytt á
svæðinu milli Skógræktarfélags Reykjavíkur
að Snælandsskóla og lækjarbakkarnir lækkað-
ir. Milli Snælandsskóla og Fossvogsskóla
hefur verið sett fram hugmynd um að lækur-
inn verði í stokk eða röri til að greiða fyrir
umferð um svæðið. Jafnframt er gert ráð
fyrir að fjölgað verði gönguleiðum um dalinn
en stígarnir eru mikilvægar samgönguæðar^
milli íbúðarhverfa. Tveir aðalstígar liggja sinn
hvorum megin við Fossvogslæk en einnig
er gert ráð fyrir reiðleið eftir dalnum allt
að Lundi við Kringlumýrarbraut.
Bæjarráð Kópavogs og borgarráð Reykja-
víkur hafa vísað skipulagsdrögunum til um-
fjöllunar í undirnefndum. K.G.