Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 'í ■ ■ ■— ;;---- . ---------------- ________AF SPJOLDUM GLÆPASOGUNNAR/Þegar drukkinn dóni fór að dylgja um að systir frúarinnar væri dóttir hennar varð gandinn laus. Uppljóstrun þessa gamla leyndar- máls um launbam breytti báðum hjónunum í ófreskjur. FALIN FORTIÐ Þess eru mörg dæmi, að fornar ástir annars makans spilli hjóna- bandi, þegar þær verða uppvísar, jafnvel þótt langt sé um liðið og þær hafi átt sér stað löngu fyrir hjónaband. Hinum makanum finnst samt, að hann hafði verið svikinn, „fengið svikna vöru“, honum hafi ekki verið sýndur fullur trúnaður í upphafi. Kemur þá fyrir ekki þótt „seki aðilinn" fullyrði, að hið gamla ástarsambandi hafi löngu verið grafið og gleymt, og að oft megi satt kyrrt liggja. Óþarfi hafi verið að rifja upp löngu liðið ástarsamband og vekja ástæðulaus- an óróa þjá makanum. Hér verður sagt frá þess konar máli, sem hafði skelfilegar afleiðingar og vakti mikla athygli í heimspressunni á sínum tíma. Xom Brown var veiðivörður hjá Sir Henry Hawley i veiðilöndum hins síðarnefnda í Linc- olnshire á Englandi. Brown var vel launaður og bjó góðu búi ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Heimilislífíð er talið hafa verið ham- ingjusamt. Ein dóttirin hét Ethel Lillie, fædd 1890. Að skólagöngu lokinni lagði hún stund á klæða- saum. Þegar hún var orðin 24 ára gömul, árið 1914, varð hún bami aukin. Hún neitaði að skýra frá faðerninu og stóð fast við þá neitun til æviloka. A þessum tíma og í þessari fjölskyidu þótti þetta afleitt mál og hið mesta hneyksli. Fóstur- dráp kom ekki til greina. Móðir hennar greip til sinna ráða, þegar fór að sjá á Ethel. Hún lokaði hana inni á heimilinu, og þar ól hún meybam, sem skírt var Auriel. Til þess að hneykslið bærist ekki út fyrir þrengsta hring fjölskyldunnar ákvað húsmóðirin að eiga bamið sjálf. Sumir trúðu því, en aðrir höfðu sínar gmnsemdir. Auriel litla var alin upp sem yngsta bam hjón- anna og Iitla systir Ethel og hinna systkinanna. Árið 1918 kynntist Ethel ungum manni, Arthur Major, sem átti heima í Kirby-on-Bain, litlu þorpi í Loncolnshire. Hann var þá að ná sér eftir að hafa særzt í ófriðnum mikla, eins og fyrri heimsstyijöldin var þá nefnd. Þau urðu ákáflega ástfangin. Mikið jafnræði þótti með þeim. Þau vom vinsæl og eftirsóttur félagsskapur. 1. júní 1918 gengu þau í hjónaband og ári síðar eignað- ist Ethel soninn Lawrence. Nú liðu sextán ár og aldrei sagði Ethel manni sínum frá leyndarmálinu um Auriel. Hjónin vom alltaf jafn-ást- fangin, eins og nýgift væm. Þá dundi ógæfan yfir, eins og hendi væri veifað. Kvöld nokkurt snemma árs 1934 hitti Arthur dmkkinn mann, sem var að koma út úr þorpskránni. Maðurinn vildi þá snúa við aftur inn á krána og hafa Arthur með sér. Þegar Arthur þekktist ekki boðið móðgaðist hinn drakkni og fór að skenza hann. Arthur vildi ekki hlusta á þetta drykkjuraus og gekk í burtu. Mað- urinn fór þá að dylgja með móðerni Auriel litlu; hvort það gæti hugs- azt, að móðir hennar væri í raun amma hennar? Ólánið var skeð. Allt breyttist eftir 16 ára gott hjónaband Arthur Major gekk heimleiðis, þungur í skapi. Þegar heim kom gekk hann á Ethel, sem viður- kenndi nú að vera móðir telpunnar, en hún neitaði að gefa faðemið upp og gramdist Arthur það svo mjög, að umhugsunin um þetta gróf um sig í honum og varð að aívarlegu sálarmeini. Allt breyttist upp frá þessu kvöldi. Arthur, sem áður hafði ver- ið biíðasta ljúfmenni, reglusamur og vinnusamur, varð nú geðvondur hrotti, rifrildissamur og orðljótur. Hann reifst við konu sína við hvert tækifæri og pundaði óspart á hana dónalegum orðum, sem áður höfðu ekki heyrzt í hans munni. Að auki gerðist hann nú drykkfelldur úr hófí fram og tók að vanrækja vinnu sína. Um síðir var hann farinn að leggja hendur á konu sína og halda framhjá henni, m.a. með alræmdu laustlætiskvendi. Að lokum þorði hún ekki að vera í húsinu hjá honum á nóttunni. Á hverju kvöldi fór hún ásamt syni þeirra, sem nú var að verða fímmtán ára, heim til foreldra sinna og gisti þar. Brennandi hatur ríkti nú milli hjónanna og mönnum virtist þau vera orðin gömul fyrir aldur fram. Fuglarnir drápust Dag nokkum var Arthur að borða brauð, sem kona hans hafði smurt handa honum í nesti, áður en hann fór í vinnu. Skyndilega spýtti hann tuggu út úr sér og gretti sig fer- lega. Vinnufélagi spurði hvað væri að: „Þessi kona er að reyna að drepa mig,“ svaraði Arthur. Vinnufélag- inn bar síðar fyrir rétti, að hann hefði horft á smátittlinga kroppa í tugguna og afganginn af samlok- unni, sem Arthur hafði hent frá sér. „Nokkmm mínútum síðar ultu tittlingamir dauðir út af.“ Seint í maí sama ár, 1934, var það kvöld eitt, að Ethel sendi eftir héraðs- lækninum. Hún bað hann um að líta á bónda sinn, sem hefði komið veikur heim frá vinnu um daginn. Arhtur var þá með froðu í munnvik- um og kippi í útlimum, sem annað veifið urðu að krampakenndum flogum. Ethel tjáði lækninum, að Arthur hefði fengið svona köst með reglulegu bili undanfarin tvö ár eða svo. Læknirinn taldi Arthur floga- veikan og gaf honum róandi lyf. Næsta dag sendi Ethel aftur eftir sama lækni, því að nú var Arthur dáinn. Læknirinn skrifaði dánar- vottorð þar sem hann sagði dánar- orsök vera flogaveiki. Nafnlaust bréf og hundshræ Skömmu fyrir útförina barst lög- reglunni óundirritað bréf, þar sem ýjað var að því, að ef til vill hefði Árthur verið byrlað eitur. Jarðarför- inni var frestað, til þess að hægt væri að kryfja líkið. Nágrannakona kom nú með hundshræ í poka og vildi láta kryfja það líka. Hún sagði, að hundurinn hefði drepizt, eftir að hafa etið eitthvað, sém hún hefði séð Ethel gefa honum. Sérfræðing- ur var tilkvaddur frá Lundúnum. Hann staðfesti, að bæði Arthur og hundurinn hefðu innbyrt banvænan skammt af stryknini, en það er eitt magnaðasta eitur sem þekkist. Rannsóknarlögregluþjónninn Hugh Young var nú sendur á staðinn frá Scotland Yard. Hann fór að yfír- heyra Ethel og fann ýmislegt ein- kennilegt við framburð hennar. Hún neitaði því að vera eiturbyrlari og ekkert eitur fannst í fórum hennar. Faðir hennar kvaðst geyma strykn- in í læstum kistli og hefði enginn lykil að honum nema hann sjálfur. Við nánari athugun kom í Ijós, að upphaflega höfðu lyklarnir verið tveir, en annar hefði týnzt tíu ámm áður. Sá lykill fannst um síðir í handtösku Ethel. Hún hafði því haft aðgang að eiturefnakistli veiði- varðarins, föður síns. Einn frægasti lögfræðingur í Bretaveldi, Norman Birkett, tók að sér vömina. Hann hafði aldrei tapað vöm í morðmáli fram að þessu, Ethel neitaði áburðinum. Hún taldi eina nágrannakonu sína seka, en sú hafði stundum sofíð hjá Arthur eftir að hann var farinn að drekka. Allt kom fyrir ekki. Ethel var fund- in sek og dæmd til að hengjast og hengd var hún í fangelsinu í Hull 19. desember 1934. Tæpt ár var þá liðið frá því að ógæfuferill þeirra Major-hjónanna hófst. ptagms* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Skylmingafélag Reykjavíkur auglýsir sumarnámskeið í skylmingum Sumarnámskeiðið er fyrir alla aldurshópa, en einnig er boðið upp á sérnámskeið fyrir 9-13 ára. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður búlgarski skylminga- meistarinn Nikolay Mateev sem er meðal fremstu keppnis- manna heims í skylmingum. Þetta er því kjörið tækifæri til að kynnast þessari fágætu íþrótt. Kennt verður í ÍR-húsinu, Túngötu 29. Upplýsingar gefa: Hildigunnur, sími 12240; Sigrún, sími 678092; Gunnar, sími 26409. -allt MU UaX afþegar pao er Deira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.