Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 17

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 C 17 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Þjóðarvitund: Sam- vitund eða sérvitund í upptaktinum að nýafstaðinni þjóðar- atkvæðagreiðslu Dana um Maastricht- samkomulagið kvörtuðu meðmæltir stjórnmálamenn stundum yfir því að það væri þreytandi að standa í umræðum, þegar mótmælendur samkomulagsins héldu sig við forsendur, sem voru í að- dragandanum að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna í Efnahagsbandalagið 1972. Það væri tímaskekkja að ræða málin nú, eins og tíminn hefði staðið í stað síðan þá. En það er þó eitt atriði, sem mikið var rætt þá af bæði kvíða, ótta og alvöruþunga, en sem nú heyrðist varla rætt í neinu sérstöku samhengi við atkvæðagreiðsluna. Það var hræðsl- an við hvort dönsk menning og þjóðar- vitund yrði kollsigld, þegar Danir nudd- uðu öxlum við aðrar Evrópuþjóðir. Ekki svo að skilja að Danir séu hættir að velta fyrir sér hversu styrk þjóðarvitúnd þeirra og menning sé. Öðru nær. Þetta er þeim stöðugt umræðu- og ritefni, eins og sjónvarps- og útvarpsdagskráin vitnar um, auk allra blaða- og tímaritsgreinanna, að ógleymdum bókum um efnið. Munurinn er bara sá að meðan margir voru með svarta- gallsraus fyrir tuttugu árum um að Evrópu- samstarfið myndi breyta Dönum úr Dönum í menningarrótlausa og þjóðarvitundarlausa Evrópubúa, þá sjá flestir að þetta hefur öldungis ekki gengið eftir. Danir eru ekk- ert ódanskari en áður og ekkert síður upp- teknir af menningu sinni en áður, kannski heldur þvert á móti. Eins og bóndakona nokkur sagði í sjónvarpinu um daginn: „Einu sinni vorum við Suður-Jótar, Fjónbú- ar, Kaupmannahafnarbúar og fleira. Nú erum við allt í einu öll orðin Danir.“ Þó Evrópa hafi landfræðilega ekki skrið- ið nær Danmörku, þá hefur hún skroppið nær í huga Dana og þessi andlega nánd við meginlandið hefur þjappað þeim saman. Og hún hefur ótvírætt hrint þeim út í nafla- skoðun um hveijir þeir væru, hvað þeir ættu sameiginlegt, hvað skildi þá frá öðr- um, hver skepna dönsk menning væri og fleira í þeim dúr. Nú er fjarri því að allar þessar vangaveltur hafi verið merkilegar eða innblásnar, en lággróðurinn hlúir að hágróðrinum og ekkert nema gott um þetta að segja. Mikilvægur þáttur þjóðarvitundarinnar er að sjálfsögðu menningin. Hættan sem margir Danir sáu í hendi sér fyrir tuttugu árum um að menning þeirra yrði á ein- hvern undir, hefur ekki gengið eftir, alla vega ekki enn sem komið er. En það er ekki þar með sagt að dönsk menning sé endilega mjög föst fyrir, en ef henni er ógnað, kemur sú ógnun ekki að utan, held- ur innan frá. Ógnunin felst í þekkingar- leysi Dana sjálfra á eigin menningu. Eða eins og -ungur kjallararagreinarhöfundur skrifaði um daginn: „Hvemig eigum við að vemda danska menningu, ef við höfum ekki lært neitt um hana í skólanum?" í þau tuttugu ár, sem „evrópska hættan“ hefur verið rædd sem mest í Danmörku, hefur kennsla í bókmenntum skroppið hraksmánarlega saman í grannskólanum. Gamlar bókmenntir hafa verið þurrkaðar út, eftir því sem ég fæ best séð, fátt eldra heldur en frá síðustu áratugum. Engar heilar bækur, til dæmis skáldsögur eru lesn- ar í dönskukennslunni og reyndar sjást vart bækur, aðeins ljósrit. En Danir eiga fleira en bókmenntir, svosem tónlist, mynd- list og hönnun, en sá sem kemur úr þessu skólakerfí, veit vart nokkurn skapaðan hlut um afrek landa sinna á þeim sviðum. Samt eiga Danir sér yndisleg almenningsbóka- söfn, að ógleymdum söfnunum, sem gætu stutt vel við slíka kennslu. Menningarblaður er síst skemmtilegra en annað blaður, en það er hreinlega grát- legt að horfa upp á blaðrarana geysa, með- an áhrifamesta menningarlífæðin, skóla- kerfið, er látið drabbast niður af óskiljan- legu stjórnleysi. Fyrir skömmu fóru dansk- ir sjónvarpsmenn í heimsókn í dæmigerðan bekk í dæmigerðum dönskum grunnskóla, einn dæmigerðan danskan skóladag. í dön- skutímanum var upplestur, sem krakkarnir áttu að skifa eftir, sumsé stafsetningaræf- ing. Til að auðvelda þeim að einbeita sér að löngu og erfiðu orðunum, skrifuðu þau á blað, þar sem venjulegu og auðveldu orð- in stóðu prentuð, með tilbúnum eyðum á milli, þar sem þau áttu að færa inn þau erfiðu. Þetta voru ekki smábörn, þau voru fjórtán og fimmtán ára. Daginn eftir sat ég við hliðana á nokkmm menntaskóla- strákum í bíó. Þeir voru að tala um þessa útsendingu og máttu vart mæla fyrir hlátri yfir stafsetningaræfingunni. í þættinum var rætt við skólaglaðan og skólaleiðan nemanda, sem voru báðir sam- mála um að það væri gott að hafa próf, því þau ýttu við nemendum. Sömu fréttir færir táningurinn í fjölskyldunni mér úr sínum skóla. í dönskum skólum má ekki prófa börn, fyrr en þau em á næst síðasta ári grunnskólans. Formælendur danskra kennarasamtaka era nýbúnir að staðfesta fyrri yfirlýsingar um að þeir séu gjörsam- lega á móti því að taka upp próf í yngri bekkjum grunnskólans. Af því er virtist var það helst á af-því-bara-forsendum. Kynslóðin sem hefur haft mestar áhyggj- ur af danskri þjóðarvitund og menningu, hefur umbylt skólakerfínu með þá hugsjón að leiðarljósi að innan þess ætti að þroska börn til að skilja og skapa. En einnig leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Það má ekki þrengja að börnunum á neinn hátt, heldur fá þau til að tjá sig óþvingað, því fyrri kynslóðir hefðu aðeins fengið ítroðslu. Það gleymdist bara að til þess að geta tjáð sig, þarf að hafa eitthvað að tjá sig um. Þetta lítilvæga „um“ hefur orðið umfram og ef eitthvað gæti vegið að rótum danskr- ar menningar, þá verður það kannski þessi smávægilega vöntun í skólakerfið. En kannski hjálpar evrópskt samstarf dönsku skólafólki til að sjá að agi og inni- hald í skólalífinu, breytir börnum ekki í litl- ar vélar, heldur gefur þeim eitthvað að standa á, þegar þau vilja segja hvað þeim býr í bijósti. Naflaskoðunin undanfarin ár hefur fært mörgum Dönum heim sanninn fyrir því að þjóðarvitund getur verið samvitund, vitund um að eiga eitthvað sameiginlegt, en hún þarf ekki að vera sérvitund í þeim skilningi að hún ræktist best í sérsinni, án sambands við aðra. íslendigar hafa nærtæk dæmi um þeta úr gildasta þætti sinnar menningar, bókmenntunum. íslendingasögurnar era dæmi um bókmenntir, sem urðu til úr penna þeirra, sem höfðu erlendar bókmenntir á takteinunum. Útkoman hefur í huga síðari tíma manna orðið svo rammíslensk að þeg- ar forfeður okkar fyrir um einni og hálfri öld síðan leituðu sér að málfarslegri og sið- ferðilegri ímynd, urðu þessar bókmenntir þeim viðmiðun. ’Halldór Laxness hefði örug- lega ekki skrifað eins og hann gerði, ef hann hefði haldið sig í túninu heima í Lax- nesi alla sína löngu starfsæfí. Einangrað og vanrækt menning verður kannski ekki skyndilega bráðkvödd af van- þekkingunni, en hún verður smám saman einkaeign og viðfangsefni fárra og þá verð- ur hún vart hluti samvitundarinnar, heldur sérvitundarinnar. Sigrún Davíðsdóttir SNERTUMIG OG LITURINN BREYTIST Fást á eftirtöldum stöðum: Aldan, Sandgerði Amaró, Akureyri 5 stræti, Kringlunni, Rvk. Höfn, Selfossi B.B. Fáskrúðsfirði Kf. A-Skaftfellinga, Hornafirði Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Kf. Skagfirðinga, Sauðárkrók . Samkaup, Keflavík Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kf. Þingeyinga, Húsavík Kf. Fram, Neskaupstað Versl. Mozart, Vestmannaeyjum Versl. Jón og Gunna, ísafirði Versl. Ósk, Akranesi Versl. Últíma, Reykjavík Verslunarf. Austurlands, Egilsstöðum AGUST ARMANN hf UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 24 - REYKJAVÍK Sími686677. M920613

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.