Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 18

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM 3UXNUUAGUR 14. JUNI 1992 Skipsljórinn og áhöfn hans undirbúa sigl- inguna. Henrik prins, Þorsteinn Erlingsson og Jakob Johansen. kvenrettÍndi Saga Rauðsokka- hreyfingarinnar skráð HÓPUR frá fyrstu árum Rauðsokkahreyfingarinnar hefur safnað gögnum um starf hreyfingarinnar og afhent þessi gögn Kvenna- sögusafni íslands. Kvennarannsóknarsjóður Háskóla íslands hefur veitt Helgu Siguijónsdóttur, menntaskólakennara, styrk til að skrá sögu Rauðsokkahreyfingarinnar. Fyrrum rauðsokkur er hafa aflað gagna varðandi söguritun Rauð- sokkahreyfingarinnar. Fremri röð frá vinstri: Guðrún Hallgríms- dóttir, Lijja Olafsdóttir, Erna Egilsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, og Guðrún Agústsdóttir. Aftari röð: Helga Siguijónsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Vil- borg Sigurðardóttir, Helga Ólafsdóttir, og Björg Einarsdóttir. Nokkrir er stóðu að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar eða voru í forsvari hennar fyrstu árin hafa afhent Kvennasögusafni íslands ýmis gögn er varða starf hreyfingarinnar t.d. fundargerða- og gestabækur, handrit að ávörp- um og ræðum, og blöð og tímarit er komu út á vegum hreyfingarinnar. Nú er verið að skrá safnið með styrk frá mennta- málaráðuneyti. Jafnframt hefur Helga Siguijóns- dóttir lagt drög að því að skrá sögu Rauðsokkahreyf- ingarinnar en hún hefur fengið styrk til verksins frá Kvennarannsókn- asjóði H. í. í fréttatilkynn- ingu frá hópinum sem stóð að þess- ari söfnun er bent á að margt nýstárlegt og róttækt hafi komið frá Rauðsokkahreyfingunni m.a. hugmyndin um kvennafríið 1975. Hópurinn telur tímabært að skrá sögu hreyfíngarinnar og gera út- tekt á hvort hún hafí haft áhrif á íslenskt samfélag og þá í hvaða Gerður G. Óskarsdóttir, kennslustjóri við Há- skóla Islands, afhendir Önnu Sigurðardóttur, forstöðumanni Kvennasögusafns íslands, skjal þar sem tilkynnt er að öll finnanleg gögn um Rauðsokkahreyfinguna verði afhent safninu. veru. Fólk er hefur í fórum sér efni er varðar hreyfínguna er bent á að það væri velþegið á Kvenna- sögusafnið. SIGLINGAR Prinsmn er skipsljóri og hæstráðandi um borð HELLERUP Sejlklub í útjaðri Kaupmannahafnar þykir með þeim fínni í Danmörku og eru langir biðlistar eftir plássi í bátahöfn klúbbsins. Höfnin er ekki stór og því eru þeir ekki iqjög margir sem hafa getað látið skútudrauminn rætast þar en einn þeirra er danski blaðamaðurinn Jakob Johansen. -Ég er eiginlega uppalinn hérna við höfnina og hef því verið hér með annan fótinn, segir hann í spjalli við blaðamann Morgun- blaðsins. í höfninni er einkum að fínna skútur enda liggur höfnin við Eyrarsundið og vinsælt að skella sér í siglingu eftir vinnu síðdegis. Eigendur koma úr öllum áttum og einn þeirra er Henrik prins en einn góðviðrisdaginn nýlega brá hann sér I siglingu með áhöfn sinni og aukameðlim frá íslandi. Við siglum nokkuð reglulega og erum þrír í áhöfn með prinsinum sem er skipstjóri og hæstráðandi um borð, segir Jak- ob Johansen um leið og hann vippar sér um borð til að und- irbúa skútuna. Hann býr rétt við höfnina og heilsar á báða bóga enda þekkir hann annan hvem mann þarna um slóðir. Hann hefur líka haft af því lifíbrauð síðustu árin að skrifa um sigling- ar í dönsk blöð og tímarit. Hellerup er eitt af úthverfun- um norðan Kaupmannahafnar. Þegar ekið er norður úr borginni eftir Strandvejen eru bátahafnir með nokkuð reglulegu millibili norður alla ströndina og allt til Helsingjaeyrar. Aðstaða í höfn- unum er hin ákjósanlegasta, góð lægi eða bryggjur og við flestar hafnimar er einnig rými þar sem setja má bátana upp að vetrin- um. Þeir sem stunda ekki sigling- ar geta á góðviðrisdögum flat- magað á ströndinni og látið sól- ina baka sig. Skútan líður út um höfnina og stefnir út á Eyrarsund. Skúta prinsins er brátt tilbúin til sjóferðar. Jakob Johansen var sá eini úr áhöfn Henriks prins sem átti heimangengt þennan eftirmiðdag svo hann munstraði Þorstein Erlingsson á skútuna sem hjálparmann. Þorsteinn hef- ur einkum reynslu af seglbrett- um en það dugði þó í þetta sinn. Meðan við biðum eftir prinsinum bað Jakob undirritaðan að fara í veitingabúð siglingaklúbbsins og útvega drykkjar- föng. -Sýndu þeim bara nafnspjaldið mitt og láttu þá skrifa það hjá mér, sagði Jakob og það reyndist auðsótt mál. Henrik prins kom síðan í róleg- heitum, heilsaði upp á íslendingana og vatt sér um borð. Og þarna fékk hann að vera í friði, engir forvitnir Danir, eng- in viðtöl, allt í lagi með mynd en ekkert meira. Spurði bara hvað við værum að gera þama. Eitt- hvað bárast kvik- myndaleikarar í tal og prinsinn kvaðst lítið þekkja til þeirra. Ég þekki bara Jaek Nicholson af því sumir segja að hann sé svo líkur mér, sagði hann. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Tysk Iurisl lnformatíon Vesterbrogade 6 d, DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 3312 70 95 Spennandi sumarleyfisland í hjarta Þýskalands. Luxemborg er hliðið að hinum rómantísku héruðum Rheinland-Pfalz. Þangað er um 1-3 tíma akstur með bíl. Njóttu pess að ferðast um Mosel- og Rínarhéruðin. Flug og bíll í A-flokki til Luxemborgar verð frá 28.200 kr. á mann m.v. tvo í bíl. Flugvallarskattur kr. 1.250.- er ekki innifalinn í ofangreindu verði. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur feróafélagli Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þfna. Sðluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða f sfma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8:00-18:00).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.