Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 W STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Upplagður dagur til að sinna þeim sem þú elskar mest. Komdu þeim á óvart í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú færð tilkynningu sem kem- ur þér úr jafnvægi um stund- arsakir, en athugaðu að á hverju máli eru margar hliðar. Tvíburar (21. maí - 20. júni) Þeir raunsæju sjá snjalla lausn á ákveðnu vandamáli sem hef- ur hvíit á þeim. Kvöldið verður rólegt. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H$0 Tilfinningalífið kann að vera í minni háttar ólagi. Vináttan skiptir þig miklu máli í dag og þú ættir að leita til góðs vinar. LjÓfl (23. júlí - 22. ágúst) Nú þyrftir þú að draga saman seglin um tíma og minnka neysluna. Gættu aðhalds í peningamálum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þeir sem bíða eftir fréttum munu komast að því að hlut- imir voru öðruvísi en þeir ætluðu. Kvöldinu verður best varið í rólegu umhverfí. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Skriftir eða annars konar störf sem krefjast skipulegrar hugs- unar og hugmyndaflugs eiga vel við þig í dag. Einbeittu þér að sköpun. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Framundan eru minni háttar erfiðleikar í fjármálum, sem krefjast þess að skipulagi verði komið á heimilisbókhald- ið. ' Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Góður dagur til að heimsækja aldraða ættingja sem langar að hitta þig. Einhver sem er þér eldri kynni að biðja þig um greiða sem þér finnst heið- ur að. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Metnaðargimi þín fer í taug- amar á þínum nánustu. Þó að samviskusemi sé kostur þarftu að íhuga hvað það er sem skiptir þig mestu máli í lífinu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) úk Vinur leitar ráða hjá þér. Þeir sem eru á ferðalagi ættu að eiga skemmtilegan dag fyrir höndum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert tvfstígandi í ákvarðana- töku og ættir að leita til vinar sem getur hjálpað þér að koma skipulagi á hugsunina. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. j j :“)!—i f • i1 i;! / i! | y / i;—;; i >, i!—1 . \11 i j TOMMI OG JENNI SMAFOLK mM AM IF IT WORKED ONCE, WHV NOT TRV IT AGAlN? Ef það tókst einu sinni, hví þá ekki að reyna aftur? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ' Stefán Guðjohnsen kom aðvíf- andi og settist á milli Jóns Bald- urssonar í norður og greinarhöf- undar í vestur. Leit á báðar hendur og sagði stundarhátt: „Já, hann er réttlátur." Stóð svo upp og færði sig á hitt hornið milli Ragnars Halldórssonar í austur og Georgs Ólafssonar suður. Norður gefur, enginn á hættu. Vestur Norður ♦ G863 ¥1096 ♦ D62 ♦ G97 Austur ♦ Á2 ♦ 10974 ¥D83 II ¥ ÁG74 ♦ 7543 ♦ K109 ♦ 8542 Suður ♦ D10 VK52 ♦ ÁG8 ♦ ÁK63 Vestur Norður Austur Suður Guðm. Jón Ragnar Georg r- Pass Pass 1 lauf Pass 1 tígull Dobl 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartaþristur. Ragnar tók fyrsta slaginn á hjartaás og sendi fjarkann til baka. Georg dúkkaði, en fékk þriðja slaginn á hjartakóng og spilaði spaðakóng. Hann var drepinn strax og tígull sendur yfir á níu Ragnars og gosa suð- urs. Georg prófaði nú spaðann, tók drottningu og gosa. Legan kom ekki á óvart og nú varð sagnhafi að vera heppinn í lauf- inu. Hann tók ÁK og spilaði þriðja laufínu á gosa blinds. Ragnar neyddist til að henda fríhjartanu til að geta haldið valdi á tíglinum og hæsta spaða. Þetta var lokastaðan: Norður ♦ 8 ¥ — ♦ D6 ♦ - Vestur Austur ♦ - ♦ 10 ¥ — 111 ¥ — ♦ 75 ♦ K10 ♦ 8 Suður ♦ - ¥ — ♦ Á8 ♦ 7 ♦ - Georg spilaði nú spaðaáttunni og Ragnar varð að spila frá tíg- ulkóngnum. Stefán var staðinn upp. „Sama og þegið, en ég held ég spili frekar við hitt borð- ið.“ SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Goodricke Open mótinu í Kalkútta á Indlandi í janúar kom þessi staða upp f viðureign enska stórmeistarans Daniel King (2.505), sem hafði hvítt og átti leik, og Indverjans T. Ravi (2.310). 19. Rxf5! - exf5, 20. Dc4+ - Be6 (illskást, því 20. — Kf8, 21. Rxh7+ leiðir til máts og eftir 20. — Kh8, 21. Rf7+ hefur hvítur sett upp svikamyllu). 21. Rxe6 — Hxdl+, 22. Hxdl - Kh8, 23. Bxc6 — bxc6, 24. Dxc6 og með tveimur peðum meira vann King auðveldlega, King vann mótið á stigum, jafn landa sínum Nor- wood, Anand og Rússanum Dreev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.