Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 23

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 23
MORGUNBLAÐK) SUNNUDAGUR 14. JÚNI 1992 C 23 MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA EggggEE FRUMSÝNIR SPENNU-/GAMANMYNDINA TÖFRALÆKIMIRINN SEAN CONNERY LORRAINE BRACCO Læknir finnur lyf viö krabbameini en tapar formúlunni. Med \CAV\e. IviaTi Myndin er gerð af leikstjóra „DIE HARD", „PREDATOR" og „THE HUNT FOR RED OCTOBER" John Mc Tierman. Stórleikarinn Sean Connery og Lorraine Bracco fara með aðalhlutverk. Myndin er tekin í regnskógum Mexíkó - myndatakan, leikurinn og umhverfið stórkostlegt. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★★★ PRESSAN ★ ★★ MBL. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. SP0TSW00D Hversdagsleg saga um tryggð, svik og girnd. Aðalhlv. Anthony Hopkins. Sýnd í C-sal kl. 5 og 7. FOLKIÐUNDIR STIGANUM Spennutryllir Sýnd í C-sal kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Karlakórínn Heimir í Skaga- firði á söngferðalagi í júní KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði verður á söng- ferðalagi um Suðvestur- og Suðurland dagana 17.-20. júní nk. Kórinn ætlar að halda fimm tónleika í ferð- inni, þeir fyrstu verða miðvikudaginn 18 júní kl. 21.00. I Langholtskirkju í Reykjavík föstudaginn 19. júní kl. 20.30. Laugardaginn 20. júní kl. 13.30 ætlar kórin að syngja í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, en lokatónleikar kórsins verða síðan í Félagsheimilinu Aratungu í Ár- nessýslu á laugardagskvöldið kl. 20.30. Að loknum söng í Aratungu leikur hyómsveit Geirmundar fyrir dansi. Söngstjóri karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari Tomas Higgerson. Einsöngv- arar með kórnum eru Einar Halldórsson, Björn Sveins- son, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Á söngskrá sem er mjög fjölbreytt eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, þar á meðal tvö lög eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson sem að því best er vitað hafa ekki verið flutt sunnan heiða áður. Annað lagið er við ljóð Kristjáns frá Djúpa- læk og er þetta frumflutn- ingur bæði lags og ljóðs. Starf karlakórsins Heimis hefur verið mjög öflugt í vetur, kórinn hefur haldið Tvö dansverk sýnd SVÖLULEIKHÚSIÐ sýnir sunnudaginn 14. júní kl. 17.00 í samvinnu við Þjóðleikhúsið dansverkin Ertu svona kona og Andinn í rólunni eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist eftir Hákon Leifsson. Leikmynd og búningar eru eftir Elínu Eddu Árnadóttur, en dansari er Auður Bjarnadóttir. Ertu svona kona er sóló- verk sem fjallar um konu í leit að hlutverki og fullnægju í lífi sínu. Leiðin reynist krók- ótt og tekist er á við karla- veldið, togstreituna við að gefast öðrum, að kynnast sjálfum sér og týna. Andinn í rólunni ertvíleikur fyrir leikara, dansara og hlómsveit. Þar hefur Auður fengið til liðs við sig Herdísi Þorvaldasdóttur leikkonu. Þær tvinna saman hreyfingar og dans á hrífandi hátt og túlka samband æsku og elli eins og það verður fallegast. Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur aðstoðað við leikstjóra. Tónlistin er eftir Hákon Leifsson og annast hann einn- ig tónlistarstjórn. Flytjendur eru Árni Áskelsson, slagverk, Guðni Franzson, klarinett, saxafónn, söngur, Kristinn Árnason, gítar, Stefán Örn Arnarson, selló, Sverrir Guð- jónsson, söngur, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó, og Sverrir Guðjónsson, söngur og segulband. Sýningin er unnin fyrir styrk frá Leiklistarráði. Dansverkið Ertu svona kona verður aðeins sýnt þrisv- ar; Sunnudaginn 14. júni kl. 17, fimmtudaginn 18. júní kl. 20.30 og föstudaginn 19. júní kl. 20.30. fjölmarga tónleika víðs veg- ar um norðurland við mjög góða aðsókn og viðtökur áheyrenda. Sk vetur kom út þriðja hljómplata kórsins sem heitir Undir bláhimni. Að þessari söngferð lokinni lýkur hefðbundnu vetrar- og vorstarfi kórsins að þessu sinni. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Miðhúsum: Rigningin ger- ir vorstörf erfið Miðhúsum. SAUÐBURÐI er lokið og hefur hann gengið vel því að gróður á túnum kom snemma. Fijósemi áa er mik- ill og lambadauði lítill eftir því sem fréttir berast. Umhirða æðarvarps hef- ur verið erfíð í vor vegna vætu og votur dúnn er ágætis varmaleiðari og verður miklu meira álag á kollunum að halda umhverfi hreiðursins volgu. Þeir bændur sem hafa raf- magnsþurrkara hafa getað þurrkað dúninn strax, en erfiðara gengur hjá þeim sem verða að þurrka upp á gamla móðinn. Sala á dúni er hæg og munu í fyrra hafa verið flutt út 1.600 kg en árið 1990 mun hafa verið flutt út um þijú tonn. Birgðir í landinu munu því vera nokkrar og þróun er hæg, enda er lítið eða ekkert fé lagt til þeirra mála og þær vélar sem not- aðar eru í dag hafa hugvits- menn hannað og án þess að þeir hafi fengið nokkuð fyrir sinn snúð. Nú vilja sumir kaupendur fá dúninn þveginn en engin þvottavél er til sem hægt er að nota og erfitt er að fá fjármuni til að hanna slíkar vélar. Engar grunnrannsóknir eru til um meðferð á æðarvarpi og stangast því fullyrðingar á. Engar rannsóknir eru gerðar sem fært geta sönn- ur á að ein aðferðin sé betri en önnur. Flestir dúnbænd- ur nota vinnuaðferðir for- feðranna í varplöndum sín- um á meðan að fólk var margt á heimilum. Hægt er að auka verðmæti dúns- ins margfalt ef hægt er að skila góðri og fullunnri vöru. - Sveinn Ll &1S V- Ll u (inn af Hótel íslandi) í Ásbyrgi í kvöld, mánudags- og þriðjudagskvöld. Berglind Björk Jónasdóttir, söngur Bjöm Vilhjálmsson, kontrabassi Ásgeir Óskarsson, trommur Eðvarð Lárusson, gítar Lög f anda Ellu Fitzgerald, Billy Holiday o.fl. Þægileg tónlist í notalegu umhverfi Sími 687111 JMfrfgþmÞlðMfr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.