Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ SUMNUDAGUR 14: JÚNÍ 1992 Nokkrum dögum eftir fæðingu Haraldar prins. Með á myndinni er Elísabet II Bretadrottning og Drottningamóðirin. Um fátt annað hef- ur verið talað í breskum íjölmiðl- um að undanförnu en hjónaband Dí- önu prinsessu og Karls Bretaprins. Diana baðar sig á Bahamaeyj- um komin fimm mánuði á leið með Vilhjálm. Hermt er að drottningin hafi orðið æf þegar hún sá þessa mynd. Somantekt: Jóhonna Ingvorsdóttir. HÚN er óhamingjusöm í hjónabandinu. Hún þjáist af alvarlegum megrunarsjúkdómi, sem sérfræðingar kalla „bulimia nervosa“. Hún hefur fimm sinnum reynt að stytta sér aldur síðan hún gift- ist inn í bresku konungsfjölskylduna fyrir réttum ellefu árum. Hún hefur gert örvæntingafullar tilraunir til þess að hrópa á hjálp. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ævisögu um Díönu prinsessu sem væntanleg er á markaðinn. Bókin ber titilinn „Diana: Her true Story“. Höfundurinn er Andrew nokkur Morton, fyrrum blaðamaður Daily Star og News ofthe World, en hans sérsvið var einmitt breska konungsfjölskyldan. Milljónir manna fylgd- ust með því í beinni útsendingu er Karl Bretaprins gekk að eiga Díönu Spencer hinn 9. júlí 1981. í slúðurdálkum hefur almúg- inn fengið reglulegar fréttir 'af hjónabandinu. Og nú er svo komið að virt bresk blöð leggja forsíður sínar undir samband ríkisarfanna og hugsanlegan skilnað þeirra. Breska pressan hefur harðlega ver- ið gagniýnd fyrir óvandaðan frét- taflutning enda hefur ímynd bresku konungsfjölskyldunnar beðið tölu- verðan hnekki vegna þessa máls. Getum hefur verið leitt að því að Díana hafí haft samvinnu við Mor- ton þegar bókin var skrifuð. Tals- menn konungsfjölskyldunnar segja á hinn bóginn slíkt vera fjarri sanni. í bókinni er nákvæmlega greint frá veikindum Díönu og líðan við hin ýmsu tækifæri, samskiptum þeirra hjóna og þungunum Díönu, en fram kemur að mikil ógleði og vanlíðan hafí fylgt henni á meðan hún gekk með syni sína tvo. Vil- hjálmur er fæddur 21. júní 1981 og Haraldur þann 15. september 1984. Þá er Díana sögð vera afar afbrýðisöm út í gamla vinkonu Karls, Camillu Parker-Bowles. Jafnframt að Karl hafí misst áhuga á konu sinni og umgangist aðrar konur æ meir. Karli er lýst sem kaldrifuðum og tilfínningalausum eiginmanni. Morton segir í bók sinni að Díana hafi fyrst reynt að binda endi á líf sitt í byijun janúar 1982 á Sandringham-býli fíölskyldunnar, aðeins sex mánuðum eftir brúð- kaup aldarinnar, eins og sumir kjósa að kalla það. Þá var hún komin þijá mánuði á leið með fyrra bam þeirra hjóna, William prins. Hann segir ennfremur að engin sjálfsmorðstilraunanna hafí verið þess eðlis að hún hafí raunverulega viljað enda líf sitt: Hún hafí aðeins verið að hrópa á hjálp. Um hafi verið að ræða algjöra örvæntingu, er haft eftir James Gilbey, 36 ára gömlum kaupsýslumanni, sem þekkt hefur Díönu frá 17 ára aldri. Prinsessan, sem þá var aðeins tví- tug, hótaði sjálfsmorði fengi hún ekki hjálp og stuðning frá eigin- manni sínum enda hvíldu á hennar herðum miklar skyldur. Karl er sagður hafa látið hótanir eiginkonu sinnar sem vind um eyru þjóta svo Díana gerði alvöru úr hótuninni og henti sér niður stiga þar sem Drottningamóðirin kom að henni. Læknar komust brátt að því að ekkert amaði að fóstrinu. Önnur tilraun er sögð hafa átt sér stað á heimili þeirra hjóna í London, Kensington-höll. Þar á prinsessan að hafa kastað sér á Andrew Morton, höfundur bók- arinnar „Diana: Her true Story“ Kappinauturinn Camilla Par- ker-Bowles. Fram kemur í bók- inni að enga konu óttist Díana meira en æskuást Karls. Díana að niðurlotum komin eftir heimsókn til Wales, en skæður megrunarsjúk- dómur er sagður hijá hana. glerskáp. I þriðja sinn hafði hún skorið sig á púls með rakvélablaði og síðar er hún sögð hafa stungið í bijóst sér og læri með hnífi og skorið sig með sítrónuhnífí. í bók- inni er haft eftir einni bestu vin- konu Díönu og fyrrum sambýlis- konu, Carolyn Bartholomew: „Hún er ekki hamingjusöm í dag þrátt fyrir að hún hafí einu sinni verið það. Mín eina von er sú að hún fínni hamingjuna sem hún á svo sannarlega skilið." Rétt fyrir brúðkaup þeirra hjóna, komst Díana yfir gjöf, sem ætluð var Camillu frá Karli, fyrrum vinkonu hans. Gjöfin hafði að geyma armband þar sem áletruð höfðu verið „gælunöfn", sem þau notuðu sín í milli „Fred og Gladys“. Díana er sögð hafa rætt það við systur sínar, yfir há- degisverði í Buckingham-höll, hvort ekki væri ráð að hætta við brúðkaupið. Skömmu eftir brúðkaupið, sigldu skyldurnar í kjölfarið. Hún uppgöt- vaði leyndardóm konungdómsins. Það var sama hversu vel hún reyndi og hversu vel hún gerði, hún fékk aldrei neitt hrós fyrir vikið, hvorki frá manni sínum né öðrum meðlim- um konungsfjölskyldunnar. I þeirri stöðu, sem hún var í, hefði klapp á bakið, virkað sem krafta- verk, segir í bókinni. Ekki eru menn á eitt sáttir um trúverðugleika bókarinnar. Þannig dregur hið virta tímarit The Spect- ator sannleiksgildi bókarinnar mjög í efa í grein fyrir skömmu. BÍaðið bendir á að Morton sé jafn- framt höfundur „Diana’s Diary“ - bókar sem kom út 1990. Þar kæmi fram að Karl og Díana hafi ræktað með sér vingjarnlegt samband þó þau ættu sér ólík áhugamál og umgengjust ekki sömu vinina. Undarlegt væri að aðeins 20 mán- uðum síðar kæmi út önnur bók eftir sama höfund, sem hefði að geyma allt aðrar staðhæfingar en fyrri bókin. Ymsir hafa af því áhyggjur hvaða áhrif útkoma bókarinnar kunni að hafa á samband Karls og Díönu. „Staðreyndin er nefnilega sú að ef um alvöru hjónabandserf- iðleika er að ræða, eins og fjölmiðl- ar hafa staðhæft, hlýtur innihald bókarinnar að hafa áhrif á tilfínn- ingar þeirra til hvors annars,“ seg- ir Penny Junor, höfundur bókar um Karl Bretaprins. Hann segir jafnframt að Morton hafi farið yfir strikið í þetta sinn og að fjölmiðlar séu orðnir hluti af sögunni. En á meðan þessu fer fram, þegja tals- menn konungsfjölskyldunnar þunnu hljóði. Heimildir: The Sunday Times og The Spectator.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.