Morgunblaðið - 19.07.1992, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
Óli var kallaður til liðs við Val í Evrópukeppninni 1989, þegar Einar Þorvarðarson forfallaðist. Eins og sjá má var kempan ekki dauð úr
öllum æðum.
eftir Guðna Einarsson
NAFN ÓLAFS Benediktssonar, Óla Ben., var
letrað stórum stöfum í fyrirsögnum á íþrótt-
asíðum blaðanna og lýsingarorðin gjarnan í
hástigi. Hetjan í markinu var í raun ósköp
venjulegur ungur maður sem kunni öðrum
betur að grípa bolta. Hann var ekki að fullu
viðbúinn mikilli athygli og álaginu sem fylgdi
því að vera í fremstu röð. Með frægðinni og
framanum komu skuggar ofdrykkjunnar. Óli
hafði ekki fyrr unnið varnarsigur yfir Bakk-
usi en við tók tvísýn barátta við myrkvun
hugans. Þeim erfiða slag lauk með sigri. Nú
lítur Óli lífið björtum augum.
Oftar en ekki lauk brenn-
heitum sóknarlýsingum
íþróttafréttamanna með
því að þeir æptu á
sprungumörkum raddsviðsins:
„ ... og Óli ver!“ Ókunnugir hlust-
endur áttu það til að spyija hver
hann væri þessi Óliver sem ylli slík-
um hugaræsingi. Maðurinn var Ólaf-
ur Benediktsson, einn fræknasti
markvörður íslensks handbolta og
lykiltannhjól í „Mulningsvél" Vals á
áttunda áratugnum.
Óli var orðinn 17 ára gamall þeg-
ar hann fór að æfa handbolta með
félagsliði. Hann byrjaði með 2. flokki
Víkings en fylgdi félaga sínum fljót-
lega yfir í Val. Þar hófst ferillinn
fyrir alvöru. „Með Val fór ég að
spila í markinu og negldist þar fast-
ur. Það leið ekki nema rúmt ár frá
því að ég byijaði að æfa og þar til
ég spilaði minn fyrsta landsleik.
Þetta gerðist allt svo hratt. Ég fór
til Finnlands með unglingalandslið-
inu 1970 og þar urðum við Norður-
landameistarar í unglingaflokki.
Fyrsti leikurinn með landsliðinu var
gegn Dönum hér heima árið 1971.
Þeir voru erkifjendurnir. Við sigruð-
um í þessum leik og það var í annað
skiptið sem Isiendingar unnu Dani í
handbolta. Það lukkaðist allt og mér
gekk mjög vel í þessum fyrsta leik,
ég held að ég hafi varið ein þijú víta-
köst,“ segir Óli.
Ólafur Benediktsson
markvörður segir frá
handbolta, áfengisneyslu,
svartnætti hugans og
trúarreynslu.
Það kom fyrir að Óli Ben. missti
augnlinsurnar í hita leiksins. Þá
þurfti að stöðva leikinn meðan lins-
urnar voru settar i markvörðinn.
íþróttafréttamenn gátu ekki orða
bundist eftir þennan fyrsta landsleik
Óla. í Alþýðublaðinu 5. apríl 1971
var breiðsíðufyrirsögn: „Ólafur sigr-
aði Dani“. í inngangi fréttarinnar
segir: „Það er ekki oft sem nýliðar
slá í gegn í sínum fyrsta leik, en á
því eru þó stundum undantekningar.
Þijúþúsund áhorfendur í Laugardals-
höllinni urðu vitni að slíkri undan-
tekningu í gær. Hinn ungi markvörð:
ur úr Val, Ölafur Benediktsson, vann
hugi og hjörtu áhorfenda með frá-
bærri markvörslu.“ Þjóðviljinn skrif-
ar í fyrirsögn: „Danir gáfust upp
gegn Olafi Benediktssyni." 0g áfram
segir: „Sennilega hefur enginn ís-
lenskur handknattleiksmaður leikið
sinn fyrsta landsleik af öðrum eins
glæsibrag og Ólafur Benediktsson,
hinn kornungi markvörður úr Val,
gerði í leiknum gegn Dönum sl.
sunnudag."
Þetta var upphafið að einstaklega
glæsilegum íþróttaferli Óla allan átt-
unda áratuginn. En hvað finnst Óla
standa uppúr frá keppnisárunum?
„Þátttaka Valsmanna í Evrópu-
keppninni 1980 finnst mér eftir-
minnilegust af öllum þeim keppnum
og mótum sem ég tók þátt í. Við
komumst alla leið í úrslit og það var
alveg ógleymanlegt. Við slógum
meðal annarra út sænsku meistarana
Drott og spænsku meistarana At-
letico Madrid. Úrslitaleikurinn var
spilaður í Þýskalandi gegn Grossw-
allstadt, ég var slasaður og fór bara
inná í nokkrar mínútur. Við töpuðum
stórt í þeim leik.“
í atvinnumennsku
Leið Ólafs Benediktssonar, líkt og
margra annarra íþróttamanna, lá í
atvinnumennsku í útlöndum. „Eftir
B-keppnina í Austurríki, þegar við
spiluðum okkur upp í A-keppnina,
lék ég með Olympia í Svíþjóð. Þeir
voru búnir að skoða mig í Evrópu-
leik hér heima. Þetta var 1. deildarl-
ið og að spila sig upp í sænsku úr-
valsdeildina. Ég kom beint inn í úr-
slitin í 1. deild. Við unnum okkur
upp og ég lék eitt keppnistímabil
(1977-78) í úrvalsdeildinni. Mér gekk
mjög vel þetta ár og hef aldrei átt
eins jafngóða leiki og þetta tímabil
í Svíþjóð," segir Óli um atvinnu-
mennskuna.
Á íþróttavellinum var Óli flestum
snjallari að sjá fyrir brellur og flétt-
ur andstæðinga. Leik eftir leik nán-
ast lokaði hann markinu fyrir skotum
mótheijanna. Á leikvangi lífsins
gekk ekki alltaf jafn vel. Þar náðu
andstæðingar stundum að skora og
fyrir kom að hann gerði sjálfsmörk.
„Ég á stundum erfitt með að átta
mig á því hvernig hlutimir gengu
upp. Mér gekk vel að keppa í Sví-
þjóð en drykkjan var orðin vanda-
mál. Mig vantaði aldrei á æfingar,
mér gekk vel í leikjum og ég hélt
mig frá vandræðum. Meðan svo var
skiptu forráðamenn liðsins sér ekki
af því sem ég gerði í mínum frítíma.
Um þetta leyti gekk ég í gegnum
hjónaskilnað og þetta var mikill áta-
katími." Óli sneri heim eftir 18 mán-
aða útivist í Svíþjóð. Hann fór aftur
að keppa með sínu gamla félagi.
Valur varð íslandsmetstari í hand-
knattleik 1979 og Ólafur Benedikts-
son sigraði í stigagjöf íþróttafrétta-
manna Morgunblaðsins.
„Minn síðasta landsleik lék ég
haustið 1980 og sé í dag að miðað
við aldur hætti ég alltof snemma.
Óreglan fylgdi mér alla tíð og varpar
skugga yfir árin í boltanum. Ég var
farinn að nota áfengi ótæpilega þeg-
ar ég byijaði að keppa. Það varð
síst minna eftir að ég fór af stað
fyrir alvöru. Framinn var skjótur og
ég var engan veginn búinn undir
það. Drykkjan bara versnaði með
árunum en handboltinn hélt mér
gangandi."
I meðferð
Það var Hilmar Björnsson þjálfari
sem spurði Óla hvort ekki væri orðið
tímabært að stemma stigu við
drykkjunni. Óli hugsaði sitt ráð og
í byijun árs 1981 fór hann í áfengis-
meðferð á Silungapolli. Að fara í
meðferð var mjög erfitt skref en
ákvörðunin skipti sköpum: „Mér var
farið að líða mjög illa, ég var að
missa trúna á sjálfan mig og lífslöng-
unina. Svartar hugsanir sóttu á hug-
ann og mér fannst allt vera búið.
Tilhugsunin um að þurfa að lifa án
áfengis var hræðileg. Þrátt fyrir að
brennivínið væri að drepa mig fannst
mér það Ijósi punkturinn í tilver-
unni. Ég hljóp alltaf í vínið um helg-
ar, fyrripartur vikunnar var bara
biðtími. Það snerist allt um að vera
undir ^þrifum. Sjálfsmyndin var svo
skekkt að mér fannst ég ekki maður
með mönnum, nema þegar ég var
undir áhrifum. Það er hrikalegt að
segja þetta, en svona var ástandið."
Oli eygði von í meðferðinni. Þar
hitti hann menn sem höfðu bitra
reynslu af ofdrykkju og enn ljótari
sögu að segja en hann sjálfur. Ef til
vill var hanh þá ekki alveg vonlaus.
Meðferðin markaði dýpri spor en Óla
hafði órað fyrir: „Þarna vaknaði leit
mín eftir Guði. Ég tileinkaði mér allt
í dagskránni sem viðkom honum,
alveg drakk það í mig. Ég vildi trúa
því að til væri Guð sem hægt væri
að leita til. Samt var eitthvað sem
brast í sálarlífinu og ég lenti í mik-
illi sálarkreppu - algjöru svartnætti.
í átta mánuði var ég frá vinnu og
útlitið alls ekki gott. Margir voru
gjörsamlega búnir að afskrifa mig.
Eg einangraði mig og það kostaði
átök að ganga út í bíl, hvað þá ann-
að. Sennilega voru þetta eftirköst
eftir andlegt og líkamlegt álag sem
ég hafði lengi búið við. I viðbót við
stífar æfingar og keppnir kom
drykkjan. Læknarnir héldu að þetta
stafaði að einhveiju leyti af pillu-
notkun, en ég notaði aldrei lyf af