Morgunblaðið - 19.07.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 * C 9
esada, Beleclazars og Federmanns
við Guatavita-vatn og stofnuðu
borgina Bogota.
Leiðangursmennimir höfðu haft
mikið upp úr krafsinu í þorpum
Indíána á þessum slóðum, en enga
gullborg fundið. Hún hlaut því að
vera annars staðar. Svo vissir voru
Spánveijar um að borgin væri til
að þeir gerðu tilkall til alls svæðis-
ins milli Andesfjalla og fljótsins
Orinoco nyrzt í Suður-Ameríku og
kölluðu það E1 Dorado.
Leitin í vatninu
Árið 1545 reyndi bróðir Quesada,
Hermann, að ná fjársjóðnum upp
úr Guatavita með því að lækka
vatnsborðið. Fjöldi Muisca-Indíána
var hnepptur í þrældóm og látinn
ausa með fötum úr vatninu. Þremur
mánuðum síðar hafði vatnsborðið
Iækkað um tæpa þrjá metra og
nokkur hundruð gullmuna höfðu
náðst — fmmstæðar fórnargjafir
úr gulli eða gulli og kopar og líkn-
eski af þátttakendum í trúarathöfn-
unum við-vatnið endur fyrir löngu.
Hermann hætti við tilraunina,
þótt hún benti til þess að þjóðsagan
um gullskím E1 Dorado og vatns-
guðinn væri sönn og að mikið magn
fómargjafa væri fólgið nálægt
miðju vatninu, þar sem það var
dýpst.
Meiri árangur náðist 33 áram
síðar þegar vínkaupmaðuinn Ant-
onio Sepúlveda lét 8.000 Indíána
grafa djúpan skurð til að ræsa fram
vatnið. Vatnsborðið lækkaði um 20
metra og margir gullmunir, verð-
mætir smaragðar og fleiri fómar-
gjafir fundust, en þegar reynt var
að breikka skurðinn stíflaðist hann
vegna jarðhrans og hætta varð við
tilraunina eins og hina fyrri. Hundr-
uð létu lífíð og kaupmaðurinn varð
öreigi.
Á áranum 1584 til 1591 gerði
Antonio de Berrio út þijá leiðangra
til að finna gullborgina, sem Spán-
veijar létu sig enn dreyma um.
Þótt hann fyndi ekki E1 Dorado
taldi hann sig hafa fundið ríki kon-
ungsins í hálendi Guiana — 1600
km frá Guatavita-vatni. Ævintýra-
maðurinn og skáldið Sir Walter
Raleigh tók Berrio til fanga á eynni
Trinidad 1592 og varð frægastur
allra þeirra sem leitað hafa að E1
Dorado.
Raleigh notaði kort og skjöl
Berrios til að gera út tvo leiðangra
upp með Orinocofljóti og lagði
aleigu sína að veði til þess að standa
við það heit að gera ensku krúnuna
að hinni auðugustu í heimi. Hann
fann ekki konungdæmi gullmanns-
ins í Guiana og var hálshöggvinn
1618 eftir langa fangavist í Tower
í London.
Humboldt sannfærðist
Þýzki landkönnuðurinn Alexand-
er von Humboldt sannfærðist um
það 1807 að munir að verðmæti
þijár milljónir dollara lægju á botni
Guatavita og var hann þó enginn
rómantískur ævintýramaður eins
og Raleigh. Nokkrir evrópskir
kaupsýslumenn buðust til að ræsa
fram vatnið eftir að Kólombía hlaut
sjálfstæði 1811, en urðu allir gjald-
þrota, Þótt þeir beittu nýjustu verk-
frasðiþekkingu.
Á áranum 1905-1909 reyndi
brezkt fyrirtæki að veita vatninu
burtu. Borað vora göng, sem lækk-
uðu vatnsborðið, en svo mikil og
þykk leðja var á botninum að ekki
var hægt að ganga um hann og
kanna aðstæður. Áður en uhnt
reyndist að moka leðjunni burt
storknaði hún í sólskininu og varð
hörð eins og steinn. Afrennslið lok-
aðist og vatnið fylltist aftur í rign-
ingum. Borbúnaður kom að engum
notum þegar hann kom á vettvang.
Margir fallegir munir fundust og
vora seldir á uppboði hjá Sotheby’s-
fyrirtækinu í London, en félagið
varð gjaldþrota 1913.
Síðan hafa fleiri tilraunir verið
gerðar til að bjarga fjársjóðnum úr
Guatavita, en án árangurs. Árið
1924 fór Percy Fawcett ofursti frá
Matto Grosso í Brazilíu í fræga leit
að gullmenningu í myrkviðum Suð-
ur-Ameríku. Bandarísku blaði barst
skeyti frá hdnum, en síðan spurðist
ekkert til hans. Talið var að fjand-
samlegir Indíánar hefðu myrt hann,
en Jík hans fannst aldrei.
Árið 1965 friðaði stjóm Kólomb-
íu Guatavita og hinni miklu leit að
ijársjóðnum virtist þar með lokið.
E1 Dorado hefur þó stöðugt haldið
áfram að vekja forvitni og áhuga
ævintýramanna, en á síðari áram
hefur athygli þeirra frekar beinzt
að því svæði þar sem spænsku land-
vinningamönnunum og Inkum laust
saman eftir að Inkar fréttu um
dauða Atahualpa og földu fjársjóð
þann sem þeir ætluðu að nota til
að fá hann leystan úr haldi. Áhug-
inn hefur aukizt við það að komið
hafa í leitimar ný gögn, sem kunna
að varpa nýju ljósi á þá ráðgátu
hvar fjársjóðurinn kunni að hafa
verið falinn.
Lýsingar í dagbók
Árið 1984 fann Oswaldo Garces,
stjómandi leiðangursins sem fór frá
Miami í byijun júlí, dagbók þýzks
landkönnuðar, Egons Branners.
Þjóðveijinn leitaði að ijársjóði Inka
í Llangaanati-fjöllum í Ekvador í
tæpa hálfa öld og lét eftir sig at-
hyglisverðar vísbendingar. Dagbók-
in er 80 síður og í safni Branners
fundust ljósmyndir, minnisgreinar,
teikningar og uppdrættir, meðal
annars af stað nálægt Cerro Her-
oso, „Fagrafjalli" — 5.000 metra
háum tindi í Llanganati-fjallgarðin-
um, einu votviðrasamasta svæði
Suður-Ameríku.
Nýhafín leit Garces og leiðangurs
hans byggist á athugunum Brann-
ers, en líklega verður ekki auðvelt
að komast að leyndarmálum Llang-
anati-fjalla þrátt fyrir nýtízku há-
tækni. Fyrir sex áram fórst banda-
rískur landkönnuður þegar hann
varð viðskila við leiðangur sinn á
þessum slóðum og bættist þar með
í hóp fjölmargra, sem látið hafa líf-
ið við leit að gulli Inka, sumir með
dularfullum hætti.
Þótt hljótt hafí farið hefur öldum
saman varðveitzt kort meðal Inka
af þessu svæði og það á að sýna
hvar fjársjóðurinn er fólginn. Að
lokum fékk nunna kortið í hendur
og talið er að hún hafi gefíð það
hollenzkum skipstjóra, en sonur
hans notaði það til að greiða spila-
skuld. Þjóðsögur herma að kortið
sýni leið inn í Llanganati-fjöll í
framskógum Ekvadors að uppþorn-
uðu stöðuvatni, þar sem hinn horfna
fjársjóð sé að finna í litlum og
þröngum helli á afviknum stað, svo
langt uppi í fjölllunum að það taki
þijá daga að klífa þangað.
Fundu kennileiti
í maí fór Garces í könnunarferð
til svæðisins ásamt 65 mönnum,
þar af 40 burðarmönnum, sem rog-
uðust með hátæknibúnaðinn, sem
er talinn ómissandi við leitina. í
hálfan mánuð reyndu þeir að finna
kennileiti, sem Brunner lýsti í dag-
bók sinni — ijall sem líkist konu
sem hallar sér aftur, klett sem
minnir á kross, stöðuvatn sem er í
laginu eins og fíðrildi, jarðmyndun
sem er eins og tölustafurinn 4 að
lögun og hellinn með gullinu. Þeir
fundu öll kennileitin — nema gull-
hellinn.
Þó var engu til sparað. Leitað
var með innrauðum skynjuram að
földum hellum í þéttvöxnum lág-
skógum. Vísbendinga um fjársjóð-
inn var leitað 90 metra inni í berg-
inu með ratsjám, sem sjá í gegnum
holt og hæðir. Auk flestra kennileit-
anna í dagbók Branners fundu leið-
angursmenn göng og nokkra
hauga, sem sumir era eins og pýr-
amídar í laginu og einn eins og
hálfsamsíðingur. Stöðuvatnið, sem
fannst, er lítið og virðist hafa verið
gert af mannahöndum. Vel má vera
að á einhveijum þessum stað hafí
fjársjóðurinn verið falinn og nú
verður það rannsakað betur.
Margt annað furðulegt kom í leit-
imar í Maqui-dalnum í Andesfjöll-
um. Þar á meðal var týndur vegur,
sem virðist hafa verið hluti af kon-
ungsvegi Inka, sem yfírstéttin not-
aði til ferðalaga. Vegurinn hafði
verið hulinn sjónum í tæpar fímm
aldir vegna eldsumbrota og liggur
fram hjá haugum þeim sem fund-
ust. Segulmælingar benda til þess
að undir þeim séu mannvirki og þau
verða grafín upp í sumar.
í Chury Ucto fundu leiðangurs-
menn helli, sem Garces telur að
kunni að vera inngangur að gull-
geymslu Inka. Þegar þeir höfðu
klöngrazt niður rúmlega 30 metra
lóðrétt göng líktist það sem fyrir
augu þeirra bar sögusviði úr kvik-
mynd um Indiana Jones: göng
meitluð af mannahöndum, vatnslás
og inngangur, sem lokað hafði ver-
ið með steinum, greinilega aðflutt-
um. Frekari uppgröftur er þegar
hafinn.
„Þetta er ævintýri að hætti Indi-
ana Jones," sagði Mike Mancusi,
bandarískur framleiðandi sjón-
varpsþátta, þegar hann fór frá
Miami til að kvikmynda leiðangur-
inn. „I Hollywood hefur mörgum
milljónum dollara verið eytt til að
sýna það sem þama er að gerast í
raun og vera.“
Lengi hefur verið talið að bölvun
hvfli yfír fjársjóðnum. Garces vísar
slíkum hugmyndum á bug, þótt
hann yrði að liggja í hálft ár í
sjúkrahúsi eftir undirbúningsrann-
sóknir 1987. Hann gerir sér aðeins
hóflegar vonir um að auðgast á
gullinu, þótt hann fínni það, því að
stjóm Ekvadors gerir tilkall til allra
fommenja frá tímum Inka. „Af-
staða stjómarinnar er að hún eigi
gullið," segir hann. „Við viljum
halda hluta þess.“
Annað og háleitara markmið býr
á bak við tilraunina til að fínna
Inkagullið: að varpa nýju ljósi á
horfna þjóð, sem leið undir lok þótt
hún stæði á háu menningarstigi.
■ ■
” T 1
Allir ARMSTRONG dúkar með 30% aíslœtti í eina viku!
ARMSTRONG dúkar eru löngu landsþekktir fyrir mýkt, styrk og fallega liti. Þeir fdst
í 2, 3 og 4 metra breiðum rúllum, í fjölda lita og mynstra. ARMSTRONG dúkar eru
sérhannaðir fyrir norrænan markað. ARMSTRONG dúkar fást nú með
RHINOGUARD slithúð sem gefur enn betra þol gegn álagi og rispum. Við bjóðum 4
gerðir og yfir 40 liti frá ARMSTRONG.
TEGUND ÞYKKT VERÐÁÐUR VERÐNÚ LÆKKU
MAGNUM 4mm þykkur kr.1741.- 1a 1219.- 30%
SPECTRUM 3mm þykkur kr. 1576.- kr. 1103.- 30%
REFLECTION 2,5mm þykkur kr. 1576.- kr. 1103.- 30%
BOUTIQUE 2mm þykkur kr. 1269.- kr. 888.- 30%
Ath: ARMSTRONG dúka þarf ekki að líma!!
TEPPABUÐIN
GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26. • SÍMI 91-681950
4-
wm