Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JUU 1992
1-
AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/V oru siQaspell orsök morðsins eða ágimd
á auðæfum hins myrta? það var aldrei upplýst til fulls enallur málareksturinn
var hinn ógeðslegasti enda gerði annar sakbomingurinn sitt til þess
að um hann væri rækilega Qallað í fjölmiðlum
AST EÐA LOSTI?
Hér verður sagt frá morðmáli, sem margir
fylgdust með á sinum tíma, meðal annars vegna
þess hve það var langvinnt. Blaðamönnum fannst
líka feitt á stykkinu, því að þarna var um að
ræða hugsanleg sifjaspell, auk þess sem miklir
peningar voru í húfi. Málareksturinn var allur
hinn ógeðslegasti og gerði annar sakborningur-
inn sitt tíl þess, að um hann væri rækilega fjallað
í Ijölmiðlum. Voru það sifjaspeU, sem ollu morð-
inu? Ást eða Iosti? Eða aðallega ágirnd á auðæf-
um hins myrta? Líklega hefur þetta allt blandazt
saman í eina vemmilega kös í huga morðingjanna.
Candy Mossler, ákærð fyrir morð ásamt systursyni sínum (og elsk-
huga?), ráðgast við veijanda sinn, Percy Foreman.
Candave Grace Weatherby
Mossler fæddist í Buchan-
an í Georgíuríki í Bandaríkjunum
árið 1914. Fjölskyldan var fátæk,
en tólf ára gömul sagði hún skóla-
systkinum sínum, að hún ætlaði
sér að verða rík. Fimmtán ára
gömul kvaddi hún foreldra og
systkini og hélt ein síns liðs út í
heiminn með 74 dollara og 25
cent í veskinu, sem hún hafði spar-
að saman. Hún var lagleg og vel
vaxin, vissi af því og datt í hug
að reyna fyrir sér sem fyrirsæta.
Hún fékk fljótt vinnu við að silja
fyrir á myndum, þar sem skór og
tannkrem voru auglýst, og smám
saman hlóð þetta utan á sig. Oft
skipti hún um kærasta en alltaf
hafði hún lag á því að láta þá
borga sem mest fyrir sig. Þannig
sparaði hún sér oft húsaleigu og
matarkaup og stundum lét hún
þá gefa sér föt. 25 ára gömul
settist hún að í New Orleans og
setti á stofn eigin fyrirsætumið-
stöð, sem gekk mjög vel. Hún var
því orðin sæmilega efiiuð árið
1948 þegar hún, 34 ára gömul,
kynntist milljónamæringnum
Jacques Mossler, 58 ára gömlum.
Sækjast sér um líkir
Þama komst hún loks í tæri við
nógu auðugan mann til þess að
giftast, enda gengu þau í hjóna-
band fljótlega. Þau áttu vel sam-
an, því að hann var einnig fæddur
í sárri fátækt og hafði strengt
þess heit ungur að bijótast upp
úr armóðnum. Hann var harðdug-
legur kaupsýslumaður og fékkst
við margt. Hann var þegar kominn
í álnir, þegar olía fannst á landar-
eign, sem hann hafði einmitt keypt
í von um slíkt. Þar með varð hann
milljónamæringur. Þegar hann
kynntist Candace hafði hann selt
olíufélag sitt og önnur fyrirtæki,
en íjárfest eignir sínar í bönkum
og verðbréfafyrirtælq'um.
Hjónin lifðu lúxuslífi. Þau áttu
þijú stór einbýlishús, sem þau
bjuggu í til skiptis, í Houston í
Texas, í Chicago í Michigan og á
Miami í Flórída. Þrátt fyrir mikla
eyðslu, voru eignir Jacques svo
miklar, að þær héldu áfram að
hlaða utan á sig. Þeim tókst aldr-
ei að eyða nema hluta af arðinum.
Þeim varð ekki bama auðið, en
þau tóku að sér fjögur böm, sem
vom systkini. Faðirinn var vit-
skertur maður á geðveikrahæli í
Chicago, sem hafði myrt eigin-
konu sína, móður bamanna.
Einkennilegt ferðalag
og 39 stungur
Sumarið 1964 stóð Candace á
fimmtugu, en maður hennar var
þá 74 ára. Aðfaranótt 30. júní
vakti hún bömin fjögur, sagðist
ekki geta sofið og sagði þeim að
koma með sér í ökuferð og vera
sér til skemmtunar. Yngsta bamið
var þá ellefu ára, en hið elzta tví-
tugt. Næstu klukkustundimar ók
hún víðs vegar um nágrannahér-
uðin, en ijölskyldan bjó um þessar
mundir í Key Biscayne í Flórída.
Hún stanzaði sums staðar, þar
sem opið var að næturþeli, svo sem
við benzínstöðvar, og keypti eitt-
hvað smávegis. Einnig kom hún
við í slysavarðstofu einni og bað
um lyf við illkynjuðum höfuðverk.
Ferðalag þetta hafði hafizt klukk-
an eitt eftir miðnætti og því lauk
ekki fyrr en klukkan hálffimm að
morgni, þegar bömin vom orðin
úrvinda af syfju og þreytu, undr-
andi á þessu „skemmtiferðalagi".
Þegar heim kom fundu þau Jacqu-
es látinn á dagstofugólfinu. Hann
hafði verið barinn í höfuðið með
þungum hlut og stunginn 39 sinn-
um með oddhvössu áhaldi. Ná-
grannar sögðust hafa setið úti í
garði langt fram eftir kvöldi og
heyrt hávaða og raddir tveggja
karlmanna frá húsi Mosslers-hjón-
anna. Síðar hefði karlmaður farið
frá húsinu. Lögreglan handtók
þegar nokkra gmnaða um morg-
uninn og næsta dag, en allir höfðu
fjarvistarsönnun, svo að þeim var
sleppt. Þjónustufólk hjónanna
kom á morgnana, en var ekki lát-
ið sofa í húsinu, heldur fara á
kvöldin, svo að Ijölskyldan „gæti
átt eitthvert einkalíf“, hafði Candy
sagt, en svo var Candace oftast
kölluð. Erfiðlega gekk að yfir-
heyra þjónustufólkið, því að það
virtist hrætt og ekki vilja segja
meira en það nauðsynlega þurfti.
Lögreglan fékk samt ákveðnar
gransemdir. 4. júlí var systursonur
Candy, Melvin Lane Powers, 23
ára gamall, handtekinn í fyrirtæki
sínu í Houston í Texas. Mosslers-
hjónin höfðu látið sér mjög annt
um þennan pilt og frá fjórtán ára
aldri hafði hann oft búið í húsi
þeirra. Jacques hafði föðurlegar
tilfinningar til drengsins og hafði
árangurslaust reynt að koma hon-
um til mennta. Þegar það gekk
ekki hafði hann keypt handa hon-
um smáfyrirtæki í Houston. Hjón-
in höfðu nokkram sinnum skropp-
ið til hans, saman eða sitt í hvoru
lagi, og eins hafði hann haldið
áfram að heimsækja þau og dvelj-
ast hjá þeim eina og eina viku.
Nú var hann ákærður fyrir
morðið á Jacques og þegar lög-
reglan hafði raðað brotunum sam-
an, leit sagan svona út:
Blóðskömm hjá góðu frænku
og litla frænda?
Melvin og Candy stóðu í blóð-
skammarsambandi. Sifjaspellin
höfðu hafizt fyrir mörgum áram,
líklega níu áram, en þeim hafði
tekizt að halda þeim leyndum fyr-
ir Jacques þar til nú. Candy hafði
átt upptökin o g misnotað sér æsku
piltsins. Jacques hafði komizt að
þessu fyrir skömmu „samkvæmt
ábendingu áreiðanlegra aðilja" og
er þá líklega átt við þjónustufólk-
ið. Jacques ákvað að skilja við
Candy og breyta erfðaskrá sinni
í samræmi við það. Hann til-
kynnti henni þetta. Hún hringdi
til Melvins, sem kom þegar fljúg-
andi til Flórída. Hann ákvað morð-
tímann eftir að hafa ráðgazt við
Candy símleiðis, drap Jacques
nóttina eftir að hann kom og flaug
þegar aftur til Houston. Candy fór
í ökuferðina einkennilegu til þess
að afla sér ljarvistarsönnunar.
Blóðugt lófafar á eldhúsborðinu í
húsi Mosslers-hjónanna var lófa-
far Melvins.
Candy beið ekki boðanna heldur
réð hún hinn þekkta málflutnings-
mann, Percy Foreman, til að veija
Melvin. Bæði neituðu. Formleg
morðákæra var gefin út á hendur
báðum. Vafi lék á því, hvort fram-
sal Melvins frá Texasríki til
Flórídaríkis gæti talizt löglegt og
þannig tókst Percy Foreman og
lögfræðingum hans að þæfa málið
og tefja í meira en ár. Loks kom
Melvin fyrir rétt í Flórída og
kvaðst saklaus. Honum og Candy
var sleppt úr dómsalnum gegn
50.000 dollara tryggingu fyrir
hvort um sig.
Ástarbréf — eða
ekki ástarbréf?
Candy notaði forvitni blaða-
manna (og lesenda) óspart til þess
að veija sig og Melvin. Málið vakti
mikla athygli langa hríð, því að
viðtölin sem Candy lét blöð um
öll Bandaríkin hafa við sig, fyrir
réttarhöldin, meðan á þeim stóð,
og lengi á eftir, era bókstaflega
óteljandi. Hún var óstöðvandi í
þessum viðtölum, sem era forvitni-
leg fyrir margra hluta sakir. Hún
var staðföst I því að þau Melvin
væra blásaklaus. Hún sagðist vita
hver morðinginn væri, en lögregl-
an yrði sjálf að finna hann. Um
síðir tókst blaðamönnum að toga.
það upp úr henni, að morðinginn
héti „Ted“, en frekari vitneskja
fékkst ekki um hann. Hún sagði
aðeins, að hann myndi gefa sig
fram „ef nauðsynlegt reyndist,
fremur en að láta dæma okkur
saklaus“. Hún harðneitaði sifja-
spellum.. „Sifjaspell milli okkar
voru engin, aldrei. Hvemig dettur
fólki annað eins í hug? Ég er bara
venjuleg frænka, sem þykir vænt
um litla frænda sinn.“ Þegar fram
vora lögð ástarbréf frá henni til
hans neitaði hún því, að um ástar-
bréf væri að ræða. „Svona skrifa
ég öllum,“ sagði hún. „Setningar
eins og „ástin mín, ég elska þig,
ég þrái að fá að þrýsta þér að
mér, halda þér í fanginu" era í
öllum bréfum frá mér til vina
minna. Ég myndi jafnvel geta
skrifað svona til lögfræðingsins
míns. Þetta verður að skiljast eins
og hver önnur myndlíking í einka-
bréfi til persónu, sem manni þykir
vænt um“. Blaðamennimir spurðu
þá um setningu á borð við:
„Hlakkarðu ekki til að láta mig
snerta þig, þú veizt hvar, eins og
ég ein get?“ En Candy lét ekki
slá sig út af laginu og svaraði:
„Blessuðum drengnum þótti alltaf
svo gott að láta mig þvo sér um
hárið og kemba sér með greiðu á
eftir. Hann sagði að enginn gerði
þetta eins vel og ég. Svona setn-
ingar þýða auðvitað ekki, að ég
elski móttakandann líkamlega.
Hvaða endemis vitleysa er þetta
eiginlega í ykkur?“ — Blaðamönn-
um þótti alltaf gaman að tala við
Candy.
Loks hófst endanlegt réttar-
hald. Það stóð í tvo mánuði. Milli
50 og 60 blaðamenn fylgdust með
þeim og vora stöðugt að taka við-
töl við Candy á kvöldin. Melvin
var hins vegar hinn mesti dramb-
ur gagnvart þeim. Dr. Joyce
Brothers var þá dálkahöfundur við
Hearst-blöðin og fékk að heyra
nýjar upplýsingar um hinn myrta.
Að sögn Candy hafði hann orsak-
að eigið morð með því að vera
alltaf að eltast við kynvillinga.
Hann hafði verið kominn „í sorg-
lega vondan og ófínan félags-
skap“.
Jim Bishop var þama einnig
fyrir Hearst-blöðin. Hann lýsti
henni þannig: „Sextíu tommur af
þreklegu og sveigjanlegu smíða-
jámi, smurt þykkum lögum af
hunangsklístri og ástarsafa“.
Var hinn myrti „portmaður“?
Saksóknarinn, Richard Ger-
stein, sagði morðið hafa verið
framið, svo að elskendumir tveir
gætu haldið sambandi sínu áfram
og fengið allan auð Jacques að
auki. Veijandinn, Percy Foreman,
sagði fyrst, að málflutningur sak-
sóknara byggðist á getgátum og
líkum, en ekki hreinum sönnunum.
Síðan beitti hann þeirri tækni að
fjalla um alla aðra en sakborning-
ana. Hann réðst á áreiðanleika og
mannorð allra, sem nálægt málinu
komu, þeirra á meðal hins myrta
sjálfs. Jacques Mossler hefði verið
hinn argasti öfuguggi og þræl-
sódómísk mannskepna, sem hefði
verið að kaupa sér kynvillinga í
hlandportum stórborga i a.m.k.
þremur heimsálfum um margra
áratuga skeið. Þótt Gerstein sak-
sóknari benti kviðdómendum á
það, að næstum ekkert í málflutn-
ingi veijanda kæmi málinu nokk-
um skapaðan hlut við fór samt
svo, 6. marz 1966, að kviðdómur
áleit að þau ættu að vera sýkn
saka. Kviðdómarar höfðu lokað
sig inni í hálfan sautjánda tíma
áður en þeir komu fram með
dómsorðið, svo að greinilega hefur
þeim þótt mikill vafi leika á um
sakleysi þeirra. Sennilegast er tal-
ið, að niðurstaðan hafi orðið þessi,
af því að kviðdómuram hefur þótt
skorta á gersamlega óyggjandi
sönnunargögn og þá ber þeim
fremur að sýkna en sakfella.
Nokkur rannsóknarblaða-
mennska fór fram vegna „Teds“,
sem aldrei fannst, og vegna full-
yrðinganna um meinta illa iðju
hins látna í stórborga-hlandport-
um um heim allan um hálfrar ald-
ar skeið, en aldrei kom neitt út
úr því og töldu rannsóknarblaða-
mennimir að lokum, að. Jacques
Mossler hefði haft eðlilega náttúra
til kvenna fram undir andlátið.
Blaðamennina granaði, að meira
mætti hafa upp úr þjónustufólk-
inu, en það hvarf allt frá Flórída
og úr færi þeirra, áður en nokkuði |
bitastætt væri hægt að hafa eftir
því. Ættingjar Candy í Georgíú
(Weatherby-fólkið) gat engar upp- i
lýsingar veitt. i
Slys á eiginmanni
Candy erfði 33 milljónir dollara
eftir eiginmann sinn. Nokkram
áram síðar giftist hún rafvirkja, i
sem var átján áram yngri en húnj i
Bamett Wade Garrison að nafni, j
Hún fékk leið á honum eftir fáein 1
ár og loks varð hann fyrir leiðin-
legu slysi. Þau bjuggu þá í Hous-
ton í námunda við „litla frænda",
Melvin. Kvöld eitt, þegar eigin-
maðurinn kom heim, hafði frúin j
látið skipta um lás á öllum útidym
um á heimili þeirra, sem var í stóru i
glæsihúsi. Hann var köttur fimuaf .
og tók að klifra upp að þriðjú
hæð, þar sem hann sá opinn .
glugga, en þegar hanrt ætlaði inn
um gluggann féll hann af einhveij-
um ástæðum aftur fyrir sig, hrap-
aði niður og skall á jörðina.
Drykkjufélagar hans, sem höfðu
beðið þess, að hann kæmist inh
og hleypti þeim inn með sér fylgd-
ust með klifrinu og héldu því fram, J
að stjakað hefði verið við honum
að innanverðu, þegar hann ætiaði