Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
C 19
MIDAVERÐ
KR. 300
Á 5 OG 7 SÝNINGAR
ALLA DAGA
SYLVESTER STALLONE • ESTELLE GETTY
EÐA
HLEYPIRAF
ÓBORGANLEGT GRÍN OG SPENNA
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.
TÖFRALÆKNIRINN
NÆSTUM ÓLÉTT
MITTEIGIÐIDAHO
★ ★★★ Pressan.
Leikur Sean Connery gerir
þessa mynd ógleymanlega.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Eldfjörug gamanmynd.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð innan14 ára.
Frábær verðlaunamynd.
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 11.
Bönnuö innan 16 ára.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
ÓGNAREÐU
Sýnd kl. 5,9 og 11.30.
Stranglega bönnuð
innan 16ára.
LOSTÆTI
★ ★★ 'h Bíólínan
„HRAÐUR OG SEXÍ
ÓGNARÞRILLER"
★ ★★ AIMbl.
★ ★ ★ ★ S V MBL.
★ ★★★ PRESSAN
★ ★★ BÍÓLÍNAN
Sýnd kl. 5, 7, 9 og
11. Bönnuðinnan14
HOMOFABER
<%
SIÐLAUS...
SPENNANDI... ÆSANDI...
ÓBEISLUÐ... ÓKLIPPT...
GLÆSILEG... FRÁBÆR.
„BESTA MYND ÁRSINS'1
★ ★ ★ ★ Gísli E. DV
Tillögur SSH um tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga:
Umfang starfsemi
sveitarfélaga myndi
aukast um 75-80%
NEFND á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
sem undanfarið hefur unnið að því að móta tillögur um breytingar
á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, telur að sveitarfélögin eigi
að yfirtaka málefni grunnskóla, framhaldsskóla, sjúkrahúsa (að
frátöldum Ríkisspítölum), málefni heilsugæslustöðva og hafnamál
auk málefna fatlaðra, aldraðra og kostnað við almenna löggæslu
og þjóðvegi í þéttbýli. Ef þessar tillögur verða að veruleika mun
umfang á starfsemi sveitarfélaga í landinu aukast um 75-80%.
Nefndin sem unnið hefur að tillög-
unum síðastliðið ár var skipuð Ingi-
mundi Sigurpálssyni bæjarstjóra í
Garðabæ sem var formaður, Sveini
Andra Sveinssyni borgarfulltrúa og
formanni SSH, Sigurði Geirdal bæj-
arstjóra í Kópavogi og Valgerði
Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa í
Hafnarfirði.
Mikilvægt að sveitarfélög
verði sameinuð í auknum mæli
Nefndin telur æskilegt, að stórt
skref verði stigið í sameiningu sveit-
arfélaga hér á landi, en það er talin
forsenda þess, að sveitarfélögin geti
tekið við auknum verkefnum í veru-
legum mæli. Gangi það ekki eftir,
telur nefndin mikilvægt, að opnað
verði fyrir möguleika á því að ein-
stök sveitarfélög eða byggðasamlög
sveitarfélaga, geti samið við ríkis-
valdið um yfírtöku verkefna. Slíkir
samningar gætu orðið undanfari
frekari sameiningar sveitarfélaga.
Tillögur nefndarinnar um tilflutn-
ing verkefna ganga út á það kostn-
aður við grunn- og héraðsskóla, sem
reknir eru af ríki, færist til sveitarfé-
laga eða samtaka þeirra. Sveitar-
stjórnir ráði skólastjóra og kennara,
að fengnum tillögum skólanefndar.
Auk þess sem er gert ráð fyrir að
sveitarstjórnir skipi fræðsluráð,
verkefni og kostnaður fræðsluráða
færist til sveitarfélaganna og að
fræðslustjóri verði ráðinn af sveitar-
stjórnum. Þá vill nefndin að fræðslu-
stjóri hafi eftirlit með framkvæmd
grunnskólalaga í sínu umdæmi í
umboði sveitarstjórnar og annist
önnur verkefni, sem nú eru í verka-
hring fræðslustjóra, s.s. kenns-
luráðgjöf og sálfræðiþjónustu.
Nefnin telur að allur stofn- og
rekstrarkostnaður framhaldsskóla,
annarra en sérskóla og þeirra, sem
reknir eru af einkaaðilum, eigi að
greiðast af sveitarfélögum eða sam-
tökum þeirra. Sveitarstjóri eigi að
skipa skólanefnd og ráða skólastjóra
að fenginni tillögu skólanefndar.
í tillögum nefndarinnar um breyt-
ingar á hafnalögum frá 1984 er
gert ráð fyrir að Hafnaráð og Hafna-
málastofnun ríkisins verði lagðar
niður. Einnig er gert ráð fyrir að
hafnaframkvæmdir verði kostaðar
af sjálfsaflafé og framlagi frá eig-
endum en að framlög úr ríkissjóði
falli niður. Þá segir að stofn- og
rekstrarkostnaður opinberra sjúkra-
húsa, að ríkisspítölum frátöldum,
eigi að færast til sveitarfélaga og
samtaka þeirra. Sveitarstjórnir skuli
skipa stjórnir sjúkrahúsa og ráða
framkvæmdastjóra og starfsmenn
að fenginni tillögu sjúkrahússtjórn-
ar. Gert er ráð fyrir að málefni
heilsugæslustöðva fari yfir til sveit-
arfélaga og að sveitarstjórnir og/eða
samtök þeirra greiði stofn- og
rekstrarkostnað. Enn fremur er gert
ráð fyrir því að sveitarstjórnir skipi
stjórnir heilsugæslustöðva og ráði
framkvæmdastjóra og aðra starfs-
menn að fenginni tillögu stjórnar-
Þá er gert ráð fyrir að tiltekin
málefni fatlaðra flytjist til sveitarfé-
laga. Um er að ræða stofnanir fyrir
fatlaða auk málefna sem heyra und-
ir menntamála- og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneyti.
Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin
yfirtaki löggæslu og rannsóknir á
afbrotamálum. Sveitarstjórnir eða
samtök þeirra skipi lögreglustjóra
og aðra lögreglumenn. Lagt er til
að framkvæmdafé Framkvæmda-
sjóðs aldraðra renni til sveitarfélaga
og að sveitarfélögin yfirtaki þau
verkefni, sem sjóðnum er ætlað að
sinna. Loks er reiknað með að sveit-
arfélög eða samtök þeirra sjái um
gerð þjóðvega í þéttbýli. í því skyni
að mæta þeim kostnaði svo og aukn-
um kröfum um vegabætur er lagt
til, að bensíngjald, renni til sveitarfé-
laga.
Meiri tekjur forsenda aukinna
verkefna
I skýrslu nefndarinnar segir að
forsenda þess að þessar hugmyndir
geti gengið eftir sé að jafnhliða til-
flutningi verkefna fái sveitarfélögin
auknar tekjur, þannig að fjárhags-
staða þeirra verði ekki lakari eftir
en fyrir verkaskiptin. Til greina er
talið koma að tiyggja sveitarfélög-
unum auknar tekjur með því að
auka hlutfall þeirra í sameiginlegum
útsvars- og tekjuskattsstofni, þ.e.
að með auknum verkefnum færist
hluti tekjuskatts ríkisins yfir til
sveitarfélaganna sem útsvar. Miðað
við innheimtuprósentu staðgreiðslu
fyrir árið 1992 verður álagningar-
hlutfall 39,85%. Þar af er vegið
meðaltal álagningarhlutfalls sveitar-
félaganna 7,05%, en álagningarhlut-
fall ríkisins 32,80%. Áætlaður út-
svars- og tekjuskattstofn vegna árs-
ins 1992 er um 225,7 milljarðar
króna og er því heildarálagning út-
svars og tekjuskatts áætluð 89,9
milljarðar króna. Þar af er áætlaður
hlutur sveitarfélaganna um 15,9
milljarðar króna og hlutur ríkisins
74,1 milljarður króna, en að frá-
dregnum persónuafslætti og öðrum
endurgreiðslum nemur hlutur ríkis-
ins 26,8 milljörðum króna. Sam-
kvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi
ár er um 21,5 milljörðum króna veitt
til þeirra málaflokka sem í tillögun-
um er gert ráð fyrir að flutt verði
til sveitarfélaga að undanskildum
kostnaði við þjóðvegi. Lauslega
áætlað nemur velta allra sveitarfé-
laganna í landinu um 26-27 milljörð-
um króna. Umfang sveitarfélaganna
yrði samkvæmt því um 47-48 millj-
arðar, sem næmi um 50 til 55% af
heildartekjum ríkissjóðs, en er um
25% í dag.
„Hér er allt gott að frétta, það
er nóg af laxi um alla á, sums
staðar eru bunkar af honum. Það
eru komnir um 200 laxar á land
og það hefði komið meira á land
ef það hefðu ekki verið gloppur í
stangarnýtingunni. Hollið sem var
að fara fékk 47 laxa, þar af einn
20 punda úr Brúarstrengjum. Þá
eru komnir þrír 20 punda, auk
þeirra strstu sem voru 21,5 og
23,5 pund,“ sagði Gunnar Bjöms-
son kokkur og umsjónarmaður í
Þrándargili við Laxá í Dölum í
samtali við Morgunblaðið í gær-
dag. Gunnar sagði vatn fara
minnkandi, en ekki væri þó hægt
að tala um vandræði vegna þess
enn sem komið væri, til þessa
hefði lengst af verið úrvalsgott
vatnsmagn til veiða og ef rigning-
arspá fyrir vikulokin gengi eftir
væri ekkert að óttast í bili.
Hér og þar...
V opnafj arðarárn ar eru komnar
yfír 100 laxa og skilyrði til veiða
fara batnandi með hverjum degin-
um. Kuldar hömiuðu veiðiskap
framan af. Að sögn Vífils Odds-
sonar er lax farinn að veiðast í
efri hluta Selár og veit það á gott,
hópur sem lauk þar veiðum í byij-
un viku fékk 6 laxa og sá talsvert
af fiski víða á svæðinu. Á neðra
svæðinu er talsvert af físki, en
tökur verið upp og ofan. 1 heild
er þetta þó mun hressilegri byrjun
heldur en í fyrra. í Hofsá varð
uppi fótur og fit er veiðimaður
einn hélt sig hafa dregið tvo fiska
yfír 20 pundin. Eftir harðar glím-
ur var ekið til Árhvamms, veiði-
hússins við Teig, og löxunum
tveimur snarað á vigtina. Þeir
vógu þó „aðeins" 14 og 16 pund.
Þama hefur væntanlega orðið
nokkuð spennufall, en mikið var
ævintýri veiðimanns engu að síð-
ur.
Lax er nú farinn að hellast inn
á Fjallið í Langá og að sögn kunn-
ugra hafa veiðst milli 20 og 30
laxar í það heila. Sem fyrr er erfð-
leikum bundið að afla nákvæmra
talna, því veiðibækumar era
nokkrar. En lax hefur sést reglu-
lega í stiganum hjá Sveðjufossi.
Lítið hefur þó verið reynt þar fyr-
ir ofan.
Stóra Laxá, sem var nokkuð til
umræðu á dögunum vegna vanga-
veltna um ástand laxastofns henn-
ar, virðist með líflegra móti í sum-
ar. Þar höfðu fyrr í vikunni veiðst
nærri 120 laxar og er að sögn að
minnsta kosti einn 20 punda í
aflanum. Veiðin er nokkuð vel
dreifð og svæði þrjú sem er oft
lakast, gefur hinum svæðunum
lítið eða ekkert eftir.
Brynjudalsá, sem byijaði dapur-
lega hefur nú gefið slatta af laxi,
síðast fréttum við af um 20 fisk-
um, það var fyrr í vikunni. Þá
hefur þama verið helsta verstöðin
fyrir hinn nýja íslenska sportveiði-
físk, „stálhausinn“, sem kalla má
regnbogasilunginn. I Bandaríkj-
unum er sjógenginn regnbogi afar
eftirsóttur sportveiðifiskur og
kallaður “Steelhead". Að vísu er
um að ræða stóran og glæsilegan
villtan fisk, en ekki litla uggaétna
stúfa eins og íslenski „stálhaus-
inn“ er yfirleitt, enda sloppinn og
heimilislaus kvíafiskur á ferðinni.
gg
Jóhannes á Ánabrekku við Langá gerir klárt fyrir myndatöku.
Þetta er tveggja daga veiði úr Langá fyrir skömmu, en rífandi
veiði hefur verið í ánni.