Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
Mcð
morgunkaffinu
málmþreytu...?
Til hamingju. í fyrsta skipti
í 20 ár hafði þé rétt fyrir
þér: Það var innbrotsþjófur
niðri___
HÖGNI HREKKVÍSI
BEÉF TÍL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Hverri fötlun lakara
Frá Frá Sveini Kristinssyni:
ÁRIÐ 1987 kom út hjá bókaútgáf-
unni „Skuggsjá" bókin „Með mörgu
fólki“ eftir Auðun Braga Sveinsson,
kennara og hagyrðing með meiru.
Ég hefi nýlega lesið þessa bók. Einn
kafli hennar heitir: „Litli maðurinn
með stuttu hendurnar" (bls.
123-134) og birtist fyrst, að því er
höfundur greinir frá, í tímaritinu
„Heima er best“ árið 1983.
„Litli maðurinn með stuttu hend-
urnar“ sem Auðunn nefnir svo, var
Jón Sigurðsson, guðfræðingur og
kennari frá Vopnafirði, sem uppi var
1915-66. Vísar fyrirsögnin til með-
fæddrar fötlunar Jóns, sem Auðunn
lýsir nánar í greininni. — Við Jón
vorum góðir kunningjar, eins og
Auðunn nefnir í greininni.
Ég hygg að fötlun Jóns sé nokkuð
rétt lýst, hvað ytra borð varðar, en
auðvitað mæðir líkamleg fötlun oft-
ast svo miklu meira á þeim sem
hana ber, en hinum sem umgengst
hinn fatlaða, að ytra borðs skoðun
ein verður næsta ófullkomin. Það
gæti hins vegar verið fróðleg lesn-
ing, ef mikið fatlaður maður skýrði
í sjálfsævisögu frá líklegum áhrifum
fötlunarinnar á lífshlaup hans. —
Þeir mörgu og fræknu ævisöguridd-
arar, sem nú hreykja sér hæst, hafa
hins vegar líklega flestir útlimina á
vísum stað.
Tilefni þess, að ég hripa þessar
línur eru eftirfarandi ummæli Auð-
uns um Jón á blaðsíðu 131 í áður-
nefndri bók:
„Jón þráði mjög samveru hins
fagra kyns, en gat ekki fengið full-
nægju sína á því sviði. Svo er því
miður um menn, sem eru mjög lík-
amlega bagaðir. Kvenfólk virðist
sneiða hjá þeim. Kynlíf virðist sneiða
hjá þeim. Líklega hefur Jón Sigurðs-
son farið svo í gröfina, að hann hef-
ur aldrei notið innilegustu maka við
hitt kynið, því miður. Maður fann
að það var það sem hann þráði.
Mikil synd er, að skaparinn skuli
gefa fólki eins og Jóni kynhvöt." Svo
mörg eru þau orð.
Ég varð hissa á þessum ummæl-
um. Bæði vegna þess, að þótt höf-
undur sé að vísu kunnur fyrir listi-
legar historíur af guðfræðingum, þá
vissi ég ekki að hann stundaði hina
torveldu vísindagrein kynlífssagn-
fræði. Sýnist fötlunarleysi Auðuns
eiga sér lítil takmörk.
í öðru lagi varð ég hissa á um-
getnum ummælum vegna þess, að
ég vissi ekki betur en Auðuni væri
fullkunnugt um það, eins og mér og
fleiri kunningjum Jóns vafalaust, að
kvenfólk sýndist alls ekki sneiða hjá
Jóni, og kynlífs með konum naut
hann, ekki miklu minna en margur
ófatlaður kynlífsnjótandi, að ég
hygg, þótt aldrei muni hann hafa
verið lögformlega munstraður til
slíkra athafna.
Það er rétt, að „Jón þráði mjög
samveru hins fagra kyns“ og „mað-
ur fann að það var það sem hann
þráði“, eins og Auðunn kemst að
orði. Þar réri hann vissulega ekki
einn á báti, og ef ég á annað borð
teldi mig hafa efni á að gagnrýna
skaparann, þá mundi gagnrýni mín
varðandi Jón beinast að allt öðru en
því, að hann skyldi ljá honum mann-
legar hvatir.
Jón sagði mér einhverju sinni, að
hann saknaði þess, að hafa ekki
fengið að njóta kynlífs sem skyldi á
unga aldri. Líklega hefur hann ekki
heldur róið þar einn á báti. Jafnvel
þótt mönnum hafi verið úthlutað
lögmæltum „kvóta“ af ógölluðum
útlimum, þá eru menn misjafnlega
fljótir að átta sig í veröldinni, og
þrár fárra ganga í uppfyllingu jafn-
skjótt og þær fæðast. Kynferðisleg
minnimáttarkennd getur líka átt sér
ýmsar aðrar orsakir en líkamlega
fötlun.
En þessi kvörtun Jóns sýndi, að
hann vildi ekkert undan draga af
agnúum fötlunar sinnar varðandi
kynlíf, þótt hann nyti þess allríku-
lega á fullorðinsárum. — Mætti hann
nú líta yfir jarðlífsvettvanginn, þá
er ég þess fullviss, að hann væri lítt
hrifinn af þeim eftirmælum, þar sem
reynt væri að níða ástarreynslu hans
af honum undir yfirskini vináttu.
En er það annars rétt hjá Auð-
uni, að kvenfólk virðist almennt
sneiða hjá mönnum „sem eru mjög
líkamlega bagaðir"?
Auðvitað geta menn verið svo illa
beygðir líkamlega, að menn séu
„tæknilega" ófærir um að lifa kyn-
lífi, a.m.k. með venjulegum hætti.
En ég geri ekki ráð fýrir, að Auðunn
eigi við þau dapurlegu tilvik, enda
hefði hann þá varla valið Jón guð-
fræðing sem dæmi. En burtséð frá
þessum nefndu tilvikum, þá veit ég
þess mörg dæmi, að mikið fatlað
fólk hefur eignast myndarlega maka
og börn og ekkert virst á það skorta
að það nyti „innilegustu maka við
hitt kynið“. — Oft virðist áhugi fatl-
aðra á kynlífi ekki vera minni en
ófatlaðra, og árangurinn — að svo
miklu leyti sem slíkt verður metið —
líklega oft ekki miklu minni.
Og jafnvel þótt við, sem þykjumst
vera ófatlaðir, teldum okkur eitthvað
fremri á þessu sviði, þá ættum við
að hafa skynsemi til að njóta þess
af hógværð og hælast að minnasta
kosti ekki um yfir moldum látinna
kunningja með sögufölsun að vopni.
— Slíkt er hverri fötlun lakara.
Þótt Jón Sigurðsson guðfræðing-
ur væri mikið fatlaður, þá bjó hann
yfir gáfum og persónuleika, sem
hreif marga bæði karla og konur,
og meðal annars af' þeim sökum
naut hann „innilegustu maka við
hitt kynið“.
Þess vegna getur Auðunn Bragi
með góðri samvisku þegar í stað
tekið að fyrirgefa skaparanum þá
miklu synd, sem hann tilreiknar
honum í áðurvitnuðum ummælum
um þennan látna kunningja okkar.
SVEINN KRISTINSSON
Þórufelli 16, Reykjavík
Víkveiji skrifar
að eru ekki mörg dæmi þess
að þjóð hafi lögtekið kristinn
sið. Það gerðist á Lögbergi við
Öxará árið eitt þúsund. Þar og þá
sagði Þorgeir Ljósvetningagoði og
lögsögumaður upp þau lög „að allir
menn skyldu kristnir vera og skírn
taka, þeir er áður voru óskírðir á
íslandi". Kristnitakan er að flestra
dómi mikilvægasta lagagerð Al-
þingis fyrr og síðar.
Þessi atburður rifjaðist upp fyrir
Víkveija dagsins er hann las viðtal
Morgunblaðsins við Jónas Gíslason,
vígslubiskup, sem nýlega settist að
í Skálholti, hinu foma biskupssetri.
Þá hafði ekki setið biskup þar í tæp
tvö hundruð ár.
Flestir landnámsmanna, sem
hingað komu að stærstum hluta
930-970, voru ásatrúar. í þeirra
hópi var þó kristið fólk, eins og
Ásólfur alskik, Auður djúpúðga,
Ketill í Kirkjubæ, Örlyur gamli á
Esjubergi o.fl. Ketill og Órlygur
reistu kirkjur á bæjum sínum.
Sterkar líkur standa og til þess að
írskir þrælar, sem heiðnir land-
námsmenn höfðu með sér út hing-
að, hafi verið kristnir. Kristinn siður
hér mun því nánast jafn gamall
byggð í landinu.
xxx
Nú fer mjög að nálgast þúsund
ára afmæli kristnitökunnar,
þessa einstæða atburðar, sem
greyptur er í þjóðarvitundina. Það
er við hæfi, að dómi Víkveija, að
Alþingi og Þjóðkirkjan standi sam-
an um það, hvern veg þessa atburð-
ar verður minnst. Þegar mun ákveð-
ið að rituð verði eins konar kristni-
saga þjóðarinnar, sem gefin verði
út á þúsund ára afmæli kristnitök-
unnar; þúsund ára afmæli þeirrar
ákvörðunar, sem Ljósvetningagoð-
inn kunngjörði á Alþingi árið 1000,
þess efnis, að íslendingar skuli hafa
„ein lög og einn sið“.
Það kom fram í viðtalinu við
Jónas Gíslason, vígslubiskup, að
biskupar sátu í Skálholti 1056-
1796 og að Hólum frá 1106 til
1798. Síðan líða tæp tvö hundruð
ár og það er ekki fyrr en nú, þegar
eftir lifa fáein ár af 20. öldinni, að
biskupar (vígslubiskupar) sitja aft-
ur hin fornu biskupssetur. Því ber
að fagna sem og annarri vegsemd
þesSara söguríku setra.
Jónas Gíslason, vígslubiskup, set-
ur fram athyglisverða hugmynd í
Morgunblaðsviðtali sínu, sem varð
kveikjan að þessum skrifum Vík-
veija. Ég hef mikinn áhuga á því,
segir vígslubiskup, að gerð verði röð
vandaðra heimildarmynda um sögu
Hóla og Skálholts, í tengslum við
þúsund ára afmæli kristnitökunnar,
sem sýndar verði á góðum tíma í
sjónvarpi. Þættina mætti síðan nota
við kennslu í skólum landsins, ef
vel tekst til um gerð þeirra. Það
væri verðugt verkefni sjónvarps-
stöðvanna, í samvinnu við kirkjuna,
í tilefni af þúsund ára afmælis
merkasta atburðar íslandssögunn-
ar.
xxx
Víkveiji tekur undir þessa tíma-
bæru hugmynd vígslubisk-
upsins í Skálholti. Það er gott og
blessað að bókaþjóðin haldi inn í
21. öldina með nýtt sagnfræðirit,
kristnisögu íslendinga, í farteskinu.
Það jafnframt sjálfgefið að nota
þann farveg, sem sjónvarpið er, til
að flytja þjóðinni sögu biskupssetr-
anna, sem um aldir voru miðstöðvar
kirkju, mennta, lista og að hluta til
stjómsýslu í landinu. „Þingvellir
vora miðstöð þjóðlífsins í tvær vikur
á hveiju ári, þegar Alþingi var háð,“
sagði vígslubiskupinn í viðtalinu.
„Þess á milli var þar ekkert um að
vera. Biskupsstóllinn í Skálholti var
hins vegar stjórnarsetur allt árið.
Það er verðugt verkefni fyrir
sérfræðinga okkar í kirkjusögu og
kvikmyndagerð að gera vandaðar
heimildarmyndir um sögu Hóla og
Skálholts, eins og vígslubiskup
leggur til. Það er og verðugt verk-
efni fyrir sjónvarpið.
En hver á að fjármagna verkið?
Þar kemur margt til greina. Skjót-
virkasta og öruggasta leiðin væri
trúlega þjóðarátak, landssöfnun,
sem leidd yrði af einhverri þróttmik-
illi þjónustuhreyflngu, eins og Lions
eða Kiwanis.