Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
ÆSKUMYNDIN...
ERAF MAGNÚSIKJARTANSSYNITÓNLISTARMANNI
Illa haldinn
afbítUueði
„Ég ætlaði að verða heimsfrægur trompetleikari
og spila Haydn með öllum stærstu sinfóníuhljóm-
sveitum í heimi, en svo fékk ég bítlaæði og það
lýsti sér ekki ósvipað og hundaæði,“ segir Magn-
ús Kjartansson um kúvendingu sem varð á tón-
listarferli hans á unglingsárum.
Magnús Jón Kjartansson fæddist 6. júlí 1951 í
Keflavík. Foreldrar hans eru Gauja Guðrún
Magnúsdóttir og Kjartan Henrý Finnbogason. Magn-
ús er elstur sex systkina, næstur er Finnbogi, þá
Sigrún, Ingvi Jón, Kjartan Már og Viktor Borgar.
Fljótlega fór Magnús að passa Finnboga. „Hann
leiddi mig til frænku og ömmu og lét þær dást að
því hvað hann var duglegur að passa litla bróður,"
segir Finnbogi. „Maggi talaði og talaði en ég var í
rólegri kantinum. Yfirleitt hafði hann orð fyrir okk-
ur, miklu frakkari og talaði alla til.“
Gauja Guðrún, móðir Magnúsar, minnist þess að
hann var greiðvikinn og sporléttur í sendiferðir:
„Það skipti engu hvað hann var að gera, hann var
alltaf fús. Magnús hefur alla tíð verið í forystu og
ákaflega virkur. Hann var ekki frekur sem bam
heldur ljúfur og góður. Magnús er félagslyndur og
það söfnuðust að honum krakkamir. Stundum ef ég
brá mér af bæ var stofan fulí af strákum að spila
á lúðra þegar ég kom heim“.
Magnús var 9 ára þegar hann fór að Ieika á tromp-
et í Drengjalúðrasveit Keflavíkur, undir stjóm Her-
berts H. Agústssonar. „Magnús var mjög efnilegur
og áhugasamur nemandi, enda tónlist í ættinni.
Honum gekk mjög vel í tónlistarnáminu þangað til
bítlaæðið kom. Þá fór hann náttúrulega alveg út í
það, en ég hefði viljað sjá hann halda áfram með
trompetið,“ segir Herbert. Á sama ári byijaði Magn-
ús í barnakór Keflavíkurkirkju: „Við Kristín Einars-
dóttir alþingiskona og fleiri krakkar vélrituðum með
kalkipappír sálmatexta sem okkur þóttu flottir. Svo
endaði þetta þegar við fundum Fomaldarsögur Norð-
urlanda í bókahillunni hjá organistanum og fóram
að lesa þær á söngæfingum."
Skólamenn og fleiri bragðust hart við bítlafárinu.
„Mér var skipað að fara í klippingu, í og úr fötum og
á endanum var mér bannað að koma í skólann í
lopapeysu sem mamma pijónaði á mig, reyndar var
peysan vel við vöxt,“ segir Magnús um skólaárin í
Keflavík. „Ég var í skólahljómsveitinni Echo, aðal
Magnús fór snemma að
hafa auga með Finn-
Æ ''' K boga broður smum.
Magnús Kjartansson
tónlistarmaður.
Ljósmynd/Lárus
Karl Ingason
keppinauturinn var hljómsveitin Skuggar og hart
barist um vinsældirnar. Við vorum róttækari, með
miklu síðara hár, í köflóttari jökkum og spiluðum
þyngri tónlist."
Stefán Ólafsson prófessor var í Skuggum: „Við
voram fyrri til og búnir að skjóta rótum. Til að bijót-
ast inn á markaðinn gripu Echo-menn til ýmissa
bragða, en lögðu minna upp úr spiliríinu. Magnús
bætti um betur á því sviði síðar. Maggi var alltaf
íjöragur og hugmyndaríkur. Einu sinni komst hann
að því að það væri ungversk prinsessa í Keflavík sem
héti Runni. Hann sagði mér að hún færi alltaf á
leynileg stefnumót við einhvem prins úti í Garðskaga-
vita og lagði til að við eltum hana. Við fylgdum í
humátt á eftir prinsessunni og voram afar spenntir.
Rétt fyrir utan bæinn stoppaði konan Sandgerðisrút-
una og var líklega bara á leið þangað. Við sátum
eftir sárir yfir glötuðu ævintýri. Á leiðinni til baka
fundum við fullan kassa af Pepsi undir moldarbarði
og slógum upp mikilli veislu. Henni lyktaði með því
að við lágum afvelta af ofneyslu Pepsi Cola.“
I-
UR MYNDAS AFNINU
ÓEAFUR K. MAGNÚSSON
Eitt sinn skáti
Eitt sinn skáti, - ávallt skáti“
segir orðatiltækið og á það
vel við hér í Myndasafninu að
þessu sinni því nú birtum við þijá-
tíu ára gamlar myndir frá skátahá-
tíð, sem haldin var á
Þingvöllum í júlí 1962,
til að minnast 50 ára
afmælis skátahreyf-
ingarinnar á íslandi.
Viðbúið er að flestir
þeir sem þar vora
staddir séu enn skátar,
að minnsta kosti í
hjarta sínu, þótt starf-
ið hafi ef til vill setið á hakanum
eftir því sem árunum og gráu
háranum hefur fjölgað. Um 2000
skátar sóttu hátíðina samkvæmt
frásögn Morgunblaðsins af þess-
um atburði, en hátíðin stóð í tíu
daga. Fjöldi erlendra skáta sótti
íslensku skátana heim í tilefni af-
mælisins og meðal þeirra var Lady
Baden Powell, alheimsskátahöfð-
ingi kvenskáta og ekkja hins
heimskunna stofnanda skáta-
hreyfingarinnar. Á há-
tíðinni gerðu skátarnir
margt sér til gamans og
gagns svo sem vera ber
á skátamóti. Keppt var
í mörgum greinum, efnt
til sýninga, gengið á fjöll,
farið í víðavangsleiki og
ekki má gleyma varðeld-
unum á kvöldin, sem er
ómissandi á hveiju skátamóti.
Ekki er unnt að rekja hér nánar
allt það sem gerðist á þessari
hálfrar aldar afmaelishátíð skáta-
hreyfingarinnar á íslandi, en víst
er að þar hafa menn verið viðbún-
ir, eins og skátar era ávallt.
Vaskir piltar úr sveit Landnema. Athygli skal vakin á litla ylfingnum
sem kíkir prakkaralegur á svip til vinstri við stóru strákana.
SVEITIN MÍN____
ERJÖKULDALUR
„Sveitin mín er Jökuldalur, hrjóstrug sveit sauðfjárbænda. Frá-
hrindandi við fyrstu sýn með litlu undirlendi en aflíðandi hlíðum
allt niður að klettagili Jöklu sem drynur öskugrá í gljúfrunum.
Gróður er þó kjarnmeiri en virst gæti og fyrr meir var talað um
þverhandarþykkar sauðasíður og Jökuldalsbændur virtir öðrum
meira á þeim dögum er feitt kjöt þótti enn herramannsmatur.“
Svo farast Jóni Hnefli Aðalsteinssyni orð en hann er fæddur á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sem gengur suður af Efra-Jökuldal.
Hrafnkelsdalur er að sumu leyti
frábrugðinn, dalbotninn
grösugur og eftir honum liðast
Hrafnkela, mátulega vatnsmikil
bergvatnsá, milli lágra
bakka. Sá dalur þótti
Hrafnkeli Freysgoða
landnámsmanni byggi-
legri en þeir dalir er
hann hafði áður séð.
Þegar ég var að alast
upp í Hrafnkelsdal á
Qórða áratug aldarinn-
ar hafði fátt breyst þar
í landslagi eða búskap-
arháttum frá dögum
Hrafnkels. Torfbær, baðstofa og
undir henni eldhús með moldar-
gólfí. Til hliðar timburhús óhitað
sem búið var í yfír sumarið. Tún
ógirt og lítt grasgefið, en mest
heyjað á engjum og gjarna sleginn
hver slægur blettur. Einnig sótt
upp á heiðar og slegið lauf og fló-
ar. Allt hey flutt heim á hestum.
Heyfengur varð þó aldrei meiri en
svo að beita þurfti fé og standa
yfir því að vetrinum. Fært frá ár
hvert og sauðasmjör og sauðaskyr
eftirsóknarverður hluti af kosti.
Til eldiviðar tað, afrak og fjall-
drapi, rifínn upp með rótum. Sam-
göngur úr Hrafnkelsdal voru yfír
kláfinn á Jöklu undan Brú eða út,
um 18 km veg að Hákonarstaða-
brú. Þriðja leið
yfir Fljótsdals-
heiði. Sími í 40
km fjarlægð og
útvarp heyrðist
fyrst um 1940.
Síðustu hálfa öld hefur verið
svipt burt öllu því sem við Hrafn-
kell Freysgoði bjuggum við. Lág-
lendi Hrafnkelsdals hefur nú mest-
allt verið plægt og þau kennileiti
sem ég þekkti þar áður fyrr era
horfín af yfirborði jarðar. Á þess-
um sléttum er nú ræktað gras til
framleiðslu á feitu kjöti.“
HVERNIG______
KOMSTHOUDINIÚR FJÖTRUM SÍNUM?
Flest leyndar-
niálin ígröfina
HARRY Houdini (1874 - 1926) varð frægur fyrir það að
geta Iosað sig úr hlekkjum og böndum á örskömmum tíma.
Mörg af leyndarmálum Houdinis fóru með honum í gröf-
ina en ein aðferðin sem hann notaði og reyndist afar
áhrifamikil, var að þjálfa vöðvana upp í það að geta þan-
ist óeðlilega mikið út. Þetta notaði Houdini þegar verið
var binda hann og virtist þá allt vera rígfast. Síðan slak-
aði hann á öllu og voru þá böndin næstum því laus.
Einnig var Houdini snillingur í því að opna lása og stóð
honum enginn á sporði í þeim efnum. Eitt af atriðum
hans var setja sig handjámaðan ofan í geymi, sem var fullur
af vatni og lokaður utan frá með smellum. Áhorfendur héldu
niðrí sér andanum en innan fárra mínútna birtist hann ævin-
lega, heill á húfí. Ein af ástæðunum fyrir því hve Houdini var
ótrúlega liðugur var sú að hann hafði byijað feril sinn sem
fimleikamaður í fjölleikahúsi og kom sú þjálfun honum að
miklu gagni.
Houdini sagði gjaman að hann fyndi ekki fyrir því þegar
hann væri kýldur í magann og á sýningum voru menn fengnir
til að sannreyna þessa staðhæfíngu. Viðstaddir horfðu upp á
hvert hraustmennið á fætur öðm, stritast við að lemja í kvið-
inn á Houdini, en alltaf stóð hann eins og ekkert hefði í skor-
ist. Þetta þótti mörgum ótrúlegt og eftir eina sýninguna þá
vildi einn menntaskólastrákur athuga hæfileikann utan sviðs.
Piltur þessi sætti færi á Houdini þegar hann var óviðbúinn
og rak honum bylmingshögg í magann. Þetta reyndist vera
náðarhöggið, því Harry Houdini hlaut innvortismeiðsl og lést
skömmu síðar. Hjúkmnarkonan sem vann á skurðstofunni þar
sem gert var að meiðslum Houdinis, sagði síðar frá því að í
miklu svörtu hárinu hefði hann falið langan jámpijón og að
annar pijónn hefði verið falinn í sigginu á fótum hans. Þar
væri því komin líkleg skýring á hæfni Houdinis til að opna lása.
Ýmsir miðlar héldu því fram að Houdini hlyti
að hafa miðilshæfileika sökum þess að hann
gat leyst sig úr hvers konar læðingi. Sjálfur
barðist hann alla tíð gegn miðlum og hugles-
urum, sagði þá loddara.