Morgunblaðið - 24.07.1992, Page 2
SNORRI GUÐMUNDSSON heitir hann, síðhærður, rauðbirkinn
með nokkurra daga gamalt skegg. Hann gerir minjagripi úr
hrauni, sem honum þykja merkilegri en margir aðrir sem seldir
eru erlendum ferðamönnum.
Við komum í heimsókn til hans
einn af örfáum blíðviðrisdögum
sumarsins, enda situr Snorri á
grasflötinni í stuttermabol og
stuttbuxum þegar okkur ber að
garði. Vinnustofa hans og jafn-
framt sýningarsalur, er í Mos-
fellsbæ, á friðsælum stað skammt
frá Álafossverksmiðjunni sálugu.
Þar býr hánn til minjagripi úr
hrauni, efni sem honum þykir
sérlega skemmtilegt.
„Þetta er allt úr síðasta Heklu-
gosi,“ upplýsir hann og sýnir stolt-
ur misstóra hraunmola, sem límd-
ir hafa verið á viðarplötu. „Þetta
eru ekki bara minjagrip-
ir heldur listaverk nátt-
úrunnar og áminning
um að virða náttúruna."
Með hverjum grip fylgja
ljósmyndir og hugrenn-
ingar á nokkrum tungu-
málum um líf á jörðinni
auk upplýsinga um
hraun og eldgos á ís-
landi. Gripurinn kostar
5.700 krónur stykkið og
hingað til hefur Snorri
aðallega selt þá til fyrir-
tækja sem eiga við-
skiptavini í útlöndum.
Snorri smíðar glerkassa utan um hraun-
molana og málar einnig pappaöskjur
utan um gripina.
MORGUNBI^AÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992
Af tvennu illu, er oft
betra að velja það sem
maöur hefur ekki reynt
áður.
HÖFUNDUR ÓÞEKKTUR
Mig hefur alltaf
langað til þess að hafa
náttúruna inni í stofu hjá mér
Morgunblaðið/Bjami
Snorri Guðmundsson að störfum í vinnustofunni í Mosfellsbæ:
„Hef alltaf verið náttúrudýrkandi og föndrari".
Hvað er varið í líkan frá
Spáni?
„Álagning í búðum gerir það
að verkum að verðið yrði of hátt,
svo ég hef ekki treyst mér til að
selja gripina í minjagripabúðir." í
kjölfarið fylgja umræður um ís-
lenska minjagripi sem Snorra
þykja síður en svo spennandi.
„Það er svo lítil sjálfsvirðing í
þessu. Hvað er varið í að selja
útlendingum líkan af spænskum
smábátum með spænskum veiðar-
færum, sem eiga ekkert skylt við
íslenska sjómennsku?"
Snorri segist hafa verið nátt-
úrudýrkandi og föndrari frá því
hann man eftir sér. „Helst vildi
ég hafa náttúruna inni í stofu hjá
mér og með því að setja hraunið
upp á þennan hátt, er möguleiki
að nálgast þann draum.“ Hann
málar jiappaöskjur utan um grip-
ina. „Utfærslan hefur smám sam-
an þróast, en til skamms tíma
fannst mér eitthvað vanta uppá.
Fyrir skömmu gerði ég síðan
samning við Landgræðsluskóga
um að andvirði tíu trjáplantna
rynni til þeirra fyrir hvern seldan
grip. Eftir það leið mér betur og
nú er ég nánast fullkomlega
ánægður með þetta framlag
mitt." ■
Brynja Tomer
Sérrí er ekki
bara fyrir breskt hefðarfólk
heldur öndvegis drykkur fyrir og eftir mat
í ENSKUM kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er mikið drukkið af sérríi.
Einhvern veginn tengir maður sérrídrykkju við breska hefðarmenn
og -dömur. Sérrí er því í hugum margra drykkur hinna hófsömu og
siðmenntuðu.
Töluvert af sérríi var drukkið á
íslandi á árum áður. í verðskrá
Áfengisverslunar ríkisins frá 1935
eru á boðstólum niu tegundir af
sérríi, en aðeins 8 tegundir af rauð-
víni, og kostaði flaskan frá 14 krón-
um og niður í 6 krónur. Rauðvínið
kostaði frá 9,25 krónum niður í 3,50.
Núorðið eru það líklegast aðallega
eldri dömur sem drekka sérrí. Svo
sannarlega mætti neysla á sérríi
aukast, t.d. á kostnað sterkra áfeng-
istegunda. Þurrt sérrí á undan mat
er aldeilis ljómandi lystauki.
í Sérrí-héraði Spánar
Þrátt fyrir áhuga á vínum var
þekking mín á sérríi afar takmörkuð
til skamms tíma. í vor sem leið átti
ég þess kost að ferðast um Sérrí eða
Jerez hérað á Spáni. Þetta hérað er
sérlega athyglisvert og fróðlegt að
ferðast þar um. Arabar réðu þarna
ríkjum um aldraðir og er þetta eitt
grónasta menningarsvæði Evrópu,
að auki er héraðið mjög fallegt.
Fyrstu heimildir um sérrí eru frá
því á 13. öld. Enska skáldið Chaucer
segir svo frá að vínið frá Lebe, sem
er bær á milli Jerez og Algarve, sé
svo magnað að eftir þrjú glös „viti
maður ekki hvort maður er í La
Rochelle, Bordeaux, Lebe eða heima
í rúmi“.
Hvítvín styrkt með brandý
Framleiðsla á sérríi hófst þó ekki að
marki fyrr en á 17. öld. Sém' er í
raun hvítvín sem er styrkt með
brandý. Galdurinn við að gera gott
sérrí byggist á að blanda það rétt.
Sérríið er látið þroskast í eikarámum
og síðan er misþroskuðu sém'i bland-
að saman.
Líkleg ástæða fyrir upphafi sérri-
framleiðslu er sú að á mið-
öldum gekk illa að flytja vín
á milli landa. Vínið vildi
skemmast því umbúðimar
voru lélegar. Með því að
„styrkja" vínið með brenndu
víni eða brandýi þoldi það
meira hnjask án þess að
skemmast.
Eitt af því sem einkennir
Jerez er vínhúsin þar sem sém'ám-
umar eru geymdar, í stöflum, hver
ofan á annari. Þetta eru einstaklega
fallegar byggingar og kallast bodeg-
as. I þessu ferðalagi heimsótti ég
meðal annars fyrirtækið Harvey í
eigu Englendinga. Jerez er á Suð-
vestur-Spáni, nánar tiltekið á strönd
Atlantshafsins. Vínakrarnir eru hvít-
ir og kalkríkir, blandaðir sandi og
leir. Aðalþrúgutegundin er palomino.
Rætur vínviðarins ná allt niður á 10
metra dýpi. Jarðvegurinn er gljúpur
svo rigningarvatn safnast fyrir djúpt
í jarðveginum.
Vinnsluferlið
Eftir að þrúgumar hafa verið
pressaðar er safinn látinn geijast,
síðan er honum dælt í 516 lítra eik-
arámur.
Eftir um það bil fjóra mánuði er
vínið fullgeijað og er það þá ljósgult
og þurrt. Yfirleitt eru vínámur fylltar
eins mikið og kostur er, svo vínið
skemmist ekki.- Svo er þó ekki í Jerez.
Ámurnar eru aðeins fylltar að þrem-
ur fjórðu. Á yfirborðinu myndast
gerhimna eða lag af gersveppum sem
kallast „flor“. Lyktin af þessum ger-
sveppum minnir á nýbakað
brauð og ger-
sveppimir
mynda hin
sérstöku
ein-
kenni
' '
í - sérr-
ísins.
/ Til
að fá
réttan ,
lit og
bragð á
sérríið er
hluti af vínþrúg-
unum látinn þorna í
sólinni. Vínið sem
kemur úr þessum
þrúgum verður mjög
sætt. Þá er smáhluti
vínsins soðinn, þannig
að það verður kara-
mellulitað. Vínunum er
svo blandað eftir kúnstarinnar regl-
um. Að lokum er bætt brandíi í vín-
ið og þar með er sérrí orðið til.
Þegar sérrí er sett á markaðer
það orðið 15,5 prósent að styrkleika.
Allt vinnsluferlið fer fram í vínhú?
unum.
Sérríi er skipt niður í nokkrar teg-
undir. Fino er ungt og þurrt sérrí
og er vinsælast á Spáni. Spánveijar
segja að menn verði að drekka eitt
glas klukkan ellefu, annars verði
þeir að drekka ellefu glös klukkan
eitt.
Manzanillo er einnig þurrt og létt.
Amontillado er eldra og þroskaðra
sérrí en Fino. Það er dekkra á lit og
ilmmeira. Oloroso er mjúkt sérrí og
af því er sætur aldinkeimur. Montilla
er léttara sérrí en Oloroso og þurr-
ara, en þó bragðmeira en Fino.
Fino-sérrí þykir sérlega gott sem
lystauki, en Spánveijar drekka það
einnig með ýmsum smáréttum sem
þeir kalla tabas og snæða gjarnan í
hádeginu. Fino er t.d. ljómandi gott
með reyktum laxi. Manzanilla má
drekka með krydduðum mat, t.d. síld,
Amontillado er sérlega gott með ost-
um, t.d. Camenbert. Oloroso passar
vel með ýmiss konar eftirréttum. Þá
er sérrí frábært í sósur og súpur.
Flestar sérrí-tegundir sem hér eru
á boðstðlum eru sætar eða hálfsæt-
ar. Bristol Cream sem hér fæst er
sætt sérrí en sérríspekingurinn
Ignacio benti á að það væri ljómandi
með ísmolum og appelsínusneið.
Ignacio sagði að sérríframleiðslan
væri 170 milljón flöskur á ári. Af
þessu magni eru 85 prósent flutt út
til 110 landa. Þau 15 prósent sem
eftir eru drekka Spánveijar sjálfir.
■
Sigmar B. Hauksson
Morgunblaðið/GRG
Börnin höfðu gam-
an af skeljaveið-
inni og ekki síst því
að mega síðan
stinga namminu
upp í sig.