Morgunblaðið - 24.07.1992, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992
Enginn vill slökkva eld-
inn sem vermir.
Látrabjarg hefur að geyma eina stærstu sjófuglabyggð
heims og stærsta álkuver álfunnar.
RÚANDA
Siglt út í Álandseyjar
Lundinn er algengur á Látrabjargi og er hann
það fyrsta áhugaverða sem ferðafólk sér þegar
komið er þangað.
Fyrir neðan okkur má úr flugvél Finnaviation sjá hvar seglbátarn-
ir þræða sundin í skerjagarðinum inn og út frá Stokkhólmi. Og
þarna siglir ein af þessum stóru fallegu ferjum. Eg öfunda það
ferðafólk sem hefur kosið sjóleiðina til Alandseyja á hafinu milli
Svíþjóðar og Finnlands. Flugið tekur ekki nema 20 mínútur frá
Orlandaflugvelli, en þangað fljúga Flugleiðir nú beint frá Islandi.
En áreiðanlega er miklu skemmtilegra að taka skip og sigla á 5
tímum frá Stokkhólmi milli eyjanna á þessu glitrandi fallega hafi.
Frá Stokkhólmi má sigla með Eckerö Liljen til Eckerö á vestur-
strönd eyjanna eða á glæsiferjum Viking Line til höfuðborgarinnar
Mariehavn syðst á eyjunum. Frá Alandseyjum siglir Viking Line
svo áfram til Finnlands. En frá Turku er þetta um 6 tíma sigling.
Mariehavn er ákaflega notalegur
23 þús. manna bær. í aðfluginu er
erfitt að koma auga á hann í trjá-
gróðrinum, enda má ekki byggja
hærri hús en 3. hæða. Þegar Alex-
ander II Rússakeisari ákvað að
byggja sér aðsetur á Álandseyjum
1861 lét hann skipuleggja stórglæsi-
legan bæ með breiðgötum. Hann
vissi ekkert hvernig umhorfs var á
skógi vöxnum skaga með sjóinn á
báðar hendur og hafði enn síður
hugmynd um hvernig venjulegt fólk
býr. Hann skildi ekki að þetta gæti
ekki orðið annað en yndislegur smá-
bær. En hann skýrði bæinn í höfuð-
ið á konu sinni Maríu, sem var að-
eins 17 ára gömul og miklu yngri
en hann. Sagt að hann hafi komið
þar átta sinnum, enda eignuðust þau
8 börn.
Álandseyingar eru frá fornu fari
mikil siglingaþjóð, sem engum kem-
ur á óvart er sækir þá heim og upp-
lifir eyjar og haf. I Mariehavn vekur
stórt sjóminjasafn upp minningarnar
um glæstan tíma skútualdar, þegar
Álendingar sigldu um heimsins höf
og fluttu varning til Ástralíu og
Afríku á vetrum. Margir frægir kap-
teinar og stórútgerðarmenn skútu-
aldar bjuggu í Mariehavn. Undir lok
Skemmtilegast er að sigla um skerjagarðinn til Álandseyja með ferj-
unum.
skútualdar, á 2. og 3. áratug þessar-
ar aldar, átti stórútgerðarmaðurinn
Gustaf Eriksson stærsta seglskipa-
flota heims. Fyrir framan safnið
liggur til sýnis Pommern, eina fjög-
urra mastra stálbarkskipið sem til
er í upprunalegri mynd. Það var í
eigu Erikssons og flutti á haustin
hveiti frá Ástralíu til Englands á 108
dögum. Hann gaf safninu skipið
1939. Sonardóttir hans býr á
Álandseyjum og er að byggja aftur
upp heimaflota. Álendingar segja
með stolti að aftur séu þeir að end-
urheimta forna frægð sem siglinga-
þjóð. Sífellt er verið að byggja stærri
og glæsilegri skip og ferjur til að
sigla um með ferðafólk. Skammt frá
Mariehavn má nú sjá hvar verið er
að byggja 35 metra langa þriggja
mastra skútu, Linden, eftir gamalli
teikningu. Hlutafélagið, sem að því
stendur, hefur reiknað út að vel
megi reka seglskip enn í dag. Með
vaxandi kröfum ferðamanna um
spennandi ævintýraferðir í þægind-
um, muni Linden frá 1993 og fram
á næstu öld veita gestum sínum
æfintýri með fornri sjómannaróman-
tík og saltbragði.
Móttaka ferðamanna er einmitt
aðalatvinnuvegur Álendinga. Og
þeir éru vel undir það búnir að taka
við fólki sem hefur unun af útivist
á og við kyrran sjó og klappir og í
ró og næði í gróðurríku landslagi.
Ekki hefur lífið þó alltaf leikið við
fólkið á eyjunum. Sjórinn verið harð-
ur húsbóndi þeim sem eiga allt sitt
undir honum. Sú gamansaga gengur
að nafnið Álandseyjar hafi orðið til
þegar sjóveik prinsessa komst loks
í land þar sem heitir Eckerö, svo að
fram komin að hún sagði bara: O-o,
land!
í Eckerö á vesturströndinni kemur
maður allt í einu að glæsilegri Póst-
og tollbyggingu frá 1828. Virðist
Seglskipið Pommern fyrir utan sjóferðasafnið í Mariehavn.
Morgunblaðið/
Róbert Schmidt
Sumardvöl í Skagljfirös-
skála í Nrsmörk
SKAGFJÖRÐSSKÁLI Ferðafélags íslands er miðsvæðis í Þórsmörk
með spennandi gönguleiðum til allra átta um Mörkina, Goðalandið
og nágrannaafrétti. Göngubrú á Krossá tengir Þórsmörk og Goða-
land.
Skálagisting í Skagfjörðsskála
er hin hagstæðasta. í skálanum eru
gistipláss fyrir a.m.k. 80 manns.
Þar eru 2 eldhús, setustofa og
margar rúmgóðar vistarverur fyrir
smærri og stærri hópa. Þessi að-
staða stendur þátttakendum í
Ferðafélagsferðum og öðrum til
boða á meðan gistirými leyfir.
Ferðafélagið hefur helgarferðir
um hvetja helgi fram í október en
minnt er á það sem kalla má sumar-
dvöl í Þórsmörkinni. Þá er dvalið á
milli ferða í 3 til 10 daga eftir því
hvað fólk kýs. Er brottför á sunnu-
dags- og miðvikudagsmorgnum og
föstudagskvöldum og til baka sömu
daga. Tilboðsverð er á sumardvöl
og ennfremur er hún ódýrari fyrir
félagsmenn. Það nægir að einn úr
fjölskyldu sé félagsbundinn en sum-
ardvölin er vinsæl hjá fjölskyldu-
fólki.
Til að Þórsmörkin verði ekki fyr-
ir of miklum átroðningi hefur
Ferðafélagið takmarkað þann fjölda
sem gistir í tjöldum á umsjónar-
svæðum þess í Langadal. Utan
helga eru að sjálfsögðu mun færri
gestir. ■
í Flatey frá Reykhólum
REYKHÓLAHREPPUR og Tryggvi Gunnarsson Flatey ætla að
gera tilraun með eyjaferðir á laugardögum í júlí og ágúst í sum-
ar. Reykhólahreppur styrkir þessar ferðir og farið verður frá
Reykhólum kl. 10.30 og til baka frá Flatey kl. 18.30.
Ekki verður farið í þessar ferðir
nema veður sé gott og er verð
farmiða 2.000 krónur. Þetta er
tilraun og í góðu veðri er leiðin
frá Reykhólum til Flateyjar afar
fögur. ■
Sveinn Guðmundsson