Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 1
fHorgtntHafrito
B
1992
MIDVIKUDAGUR 29. JÚLÍ
BLAD
adidas
• •• annað ekki
OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA 1992
Skapti
Haligrímsson
Skrífar frá
Bracelona
Carli
hefur
gengið
mjög vel
áæf-
ingum
r segir Þorsteinn
Ásgeirsson aðstoð-
armaðurCarlsJ.
Eiríkssonar
Carl J. Eiríksson, elsti kepp-
andi á Ólympíuleikunum í
Barcelona, verður í eldlínunni í
dag, er hann
keppir í svokall-
aðri enskri
keppni. Carli hef-
ur gengið mjög
vel á æfingum síðustu daga að
sögn Þorsteins Ásgeirssonar, for-
manns Skotsambands íslands og
aðstoðarmanns Carls.
Ensk keppni fer þannig fram
að keppendur eru liggjandi,
skjóta 60 skotum af riffli á skífu
í 50 m fjarlægð og hafa til þess
eina klukkustund og 45 mínútur.
„Carli hefur gengið mjög vel á
æfingum — í morgun missti hann
eitt stig af hverjum tíu, sem þýð-
ir meðalskor upp á 594 stig.
Aðstæður hér eru mjög góðar
fyrir hann, nánast logn og spáin
er góð fyrir morgundaginn (dag-
inn í dag). Karl hefur gífurlega
reynslu og er afslappaður. Hann
er orðinn gamall en er að keppa
við komunga menn sem margir
hverjir eru alveg á taugum, eftir
því sem mér hefur sýnst,“ sagði
Þorsteinn.
Keppendur í enskri keppni em
33, að sögn Þorsteins. „Tuttugu
og fímm manns hafa unnið sér
þátttökurétt á mótum síðustu tvö
ár — þetta em þeir tuttugu og
fímm bestu í heiminum og að
minnsta kosti tíu þeirra hittu úr
öllum skotunum f dag — fengu
600 stig af 600 mögulegum." „Eg
hef sagt að alit fyrir ofan 24.-25.
sæti yrði stórsigur. Að ég tali nú
ekki um ef hann verður um miðj-
an hóp,“ sagði Þorsteinn.
Júlíus
fértil
Frakk-
lands
ÞAÐ er nú endanlega Ijóst að
Júlíus Jónasson, sem lék með
liði Elgorriaga Bidasoa á Spáni
sl. vetur, leikur að nýju f Frakk-
landi næsta keppnistfmabil.
Nokkuð er liðið síðan Júlíus
skrifaði undir eins árs samn-
ing við franska félagið sem hann
lék með á sínum tíma og hét þá
Paris Asnieres. Nú heitir það reynd-
ar París Saint Germain-Asnieres;
hefur sameinast knattspyrnufélag-
inu fræga PSG, sem er nú orðið
að mestum hluta í eigu sjónvarps-
stöðvarinnar Canal Plus (Canal +).
Júlíus sagði að HSÍ og franska
félagið hefðu nú lokið samningum
þannig að endanlega væri ljóst að
hann léki í Frakklandi. Búið er að
ganga frá að Júlíus verði með
landsliðinu um jólin og einnig í
Lotto-mótinu í Noregi í janúar.
Hann missir hins vegar af einu
móti fyrir áramót en verður með í
öllum lokaundirbúningnum. Frakk-
ar verða einnig í heimsmeistara-
keppninni í Svíþjóð í mars og ætla
landsliði sínu góðan undirbúning.
Síðasti deildarleikur fyrir keppnina
verður þegar vika lifír af janúar og
eftir það kemur Júlíus heim og verð-
ur með landsliðinu alveg fram að
HM.
Martin Lopez-Zuberg fagnar sigri sínum í 200 m baksundi.
Reuter
Spánvefjar fögnuðu gulli
| artin Lopez-Zubero varð
fyrstur Spánveija til að
sigra í sundi á Ólympíuleikum, þeg-
ar hann tryggði sér gullið i 200
metra baksundi í gær á ólympíu-
meti, 1.58,47.
Spánveijinn var í fímmta sæti,
þegar sundið var hálfnað, en heims-
meistarinn og heimsmethafinn
sýndi síðan hvað í honum býr, var
4/10 úr sekúndu á undan Vladimir
Selkov frá Samveldinu, en Stefano
Battistelli frá Ítalíu hafnaði í þriðja
sæti á 1.59,40.
„Þegar ég snerti bakkann og sá
að ég hafði sigrað trúði ég vart
mínum eigin augum,“ sagði meist-
arinn. „Það er draumur að vera
fulltrúi þjóðar sinnar og vinna til
gullverðlauna á Ólympíuleikum í
heimalandinu. Ég var við það að
bresta í grát, en tárin létu á sér
standa."
Spánveijinn hefur æft í Banda-
ríkjunum og hann var spurður hvort
Bandaríkjamenn gætu samfagnað.
„Já, að nokkru leyti. Ég verð að
þakka þjálfurum mínum í Banda-
ríkjunum, því þeir eiga stóran þátt
í þessu.“
BJARNIA. FRIÐRIKSSOIM: „SVEKKTUR AÐ ÞURFA AÐ HÆTTA SVONA“ / B6