Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Hætti strákanna vegna - sagði Sigurlás Þorleifsson, lymjnn þjálfari ÍBV. ÓmarJóhannsson tekinn við SIGURLÁS Þorleifsson ósk- aði eftir að hætta sem þjálf- ari meistaraflokks ÍBV á mánudag og varð knattspyrn- uráðið við beiðninni, en réð Ómar Jóhannsson í staðinn. „Ég hef gert mitt og get ekki meira,“ sagði Sigurlás við Morgunblaðið. „Þetta var erf- ið ákvörðun og þó ég hefði viljað halda áfram fannst mér það ekki rétt strákanna vegna. Ég vona að ég hafi breytt rétt, því þá hef ég alla vega tekið eina rétta ákvörð- unátímabilinu." Sigurlás hefur verið með liðið síðan 1989 og í tilkynningu frá ÍBV segir m.a. að liðið hafi undir stjórn hans „náð mjög góð- um árangri og vill knattspymuráð ÍBV þakka honum vel unnin störf og óskar honum velfamaðar í framtíðinni." Sigurlás sagði að árangur liðs- Sigurlás Þorleifsson. ins væri langt fyrir neðan það sem hann hefði gert ráð fyrir „og það er ágætt að hlutlaus maður taki við á þessari stundu. Þetta er fjórða árið mitt og tíminn hefur verið gífurlega skemmtiiegur, en fyrst núna, eftir að hafa lent i þessu og kynnst því að vera ekki Ómar Jóhannsson. með neitt, get ég kallað mig al- vöra þjálfara." Hann sagðist vona að liðið næði sér á strik, en þó hann hefði æft með því kæmi ekki til greina að bytja að leika aftur. Sigurlás sagðist samt ekki vera búinn að gefa þjálfun upp á bátinn og vel kæmi til greina að færa sig um set, en nú tæki við kærkomið frí áður en næsta ákvörðun yrði tek- in. Geri breytingar Ómar er þjálfari 2. flokks ÍBV, sem er í efsta sæti á íslandsmót- inu og í undanúrslitum bikar- keppninnar. „Ég ætla að spara allar yfirlýsingar, en Ijóst er að ég geri þegar breytingar á liðinu og set yngri stráka inn. Sigurlás hefur gert mjög góða hluti og búið til lið nánast úr engu, en það býr meira í því en það hefur sýnt í sumar.“ Ómar, sem segist vera búinn að fleygja knattspymuskónum og því hættur að ieika, stjómar liðinu í fyrsta sinn í kvöld, þegar FH- ingar leika í Eyjum. „Mér skilst að FH hafi aldrei sigrað í Eyjum og ég sé ekki ástæðu til að breyta því. Vonandi verður kvöldið upp- hafið að góðri þjóðhátíð." GOLF / LANDSMOTIÐ Siguijón lék velogátvö högg á Bjöm KEPPNI í meistaraflokkum og 1. flokki á Landsmótinu í golfi hófst í gær. Eftir fyrsta dag hefur Sigurjón Arnarsson úr GR forystu í meistaraflokki karla og Karen Sævarsdóttir úr GS í meistaraflokki kvenna. ára, Úlfar Jónsson úr Keili er í 3. - 5. sæti ásamt Hjalta Nielsen, NK og Jóni H. Karlssyni GR. Þeir léku á fimm höggum yfír pari vallarins, eða á 74 höggum og þurfa því fjög- ur högg til að ná Siguijóni. Karen ð tvö högg að var eins og við manninn mælt að um leið og meistara- flokkamir hófu leik byijaði að rigna. Sól og logn hafði verið fýrstu fjóra daga mótsins, á meðan neðri flokkamir léku, en nú er spáð rign- ingu og roki þar til meistaraflokk- amir hafa lokið leik. Siguijón lék mjög vel í gær og kom inn á 70 höggum, einu undir pari, en vallarmetið á Grafarholts- velli er 68 högg. „Ég vissi af þvi að ég gæti jafnað vallarmetið, og þess vegna fór þetta svona," sagði Siguijón í gamansömum tón eftir að hann hafði þrípúttað á 18. flöt- inni og misst af vallarmetinu. Upphafshöggið á 18. braut var mjög gott, alveg upp við veg, eða um 300 metrar en innáskotið var lélegt og svo þijú pútt. „Ég skoraði mjög vel í dag. Púttin vora í lagi og ég var vel á boltanum," sagði Siguijón. Bjöm Axelsson frá Akureyri lék einnig vel og kom inn á 72 höggum þó svo hann væri „út og suður" framan af degi og næði ekki að hitta á braut fyrr en á nfundu holu. íslandsmeistari síðustu þriggja Karen Sævarsdóttir, íslands- meistarinn frá Keflavík, lék á 76 höggum í gær og á tvö högg á Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili. Ragnhildur Sigurðarsdóttir er í þriðja sæti á 80 höggum og Þórdís Geirsdóttir, Keili í því fjórða á 83 höggum. I 1. flokki karla er keppnin jöfn og spennandi. Viggó H. Viggósson frá GR er í fyrsta sæti á 74 högg- um, eins og íslandsmeistarinn í meistaraflokki, en Gunnlaugur S. Sævarsson frá Grindavík er í öðra sæti á 75 höggum. Síðan koma fímm kylfingar á 76 höggum og sex á 77 höggum. Mikil spenna þar. Inga Magnúsdóttir úr Keili á eitt högg á Andreu Ásgrímsdóttur, GR og Kristínu Pálsdóttur, GK í 1. flokki kvenna. Inga lék á 84. Keppendur leika annan hring í dag og eftir það verður þeim fækk- að í karlaflokkunum. Víst er að hart verður barist til að komast áfram. Meistaraflokkur karla hefur leik fyrstur í dag, byijað verður að ræsa út kl. 8 árdegis. ■ Staðan/B11 Sigurjón Arnarson með besta skor. AGANEFND KSÍ Sigurður og Heimir í tveggja leikja bann Skagamaðurinn Sigurður Jónsson og Heimir Hallgrímsson úr ÍBV vora úrskurðaðir f tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Sigurður og Heimir fengu sitt annað rauða spjald um helgina. Sigurður missir af leiknum gegn Fram á fimmtudag og einnig und- anúrslitaleiknum í bikamum gegn KA 6. ágúst, en þá verða félagar hans, Alexander Höngason og Ólafur Adólfsson, einnig í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda. Einar Páll Tómasson úr Val var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir brottrekstur í leik ÍA og Vals um síðustu helgi. Hann tekur út leik- bannið gegn Víkingum í kvöld. Þor- steinn Þorsteinsson Víkingi fékk eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og tekur hann leikbannið út gegn FH 12. ágúst. Þeir leikmenn sem fengu eins leiksbann úr 2. deild eru: Ingdlfur Jónsson, Bf (rautt spjald), Sigurbjöm Jakobsson, Leiftri (rautt spjald), Pétur Jónsson, Leiftri (4 gul), Bjöm Einars- son, Fylki (4 gul), Grétar Smith, UMFG (4 og Jakob Jónharðsson, ÍBK (rautt). r 3. og 4. deild voru eftirtaldir úrskurðað- ir I eins leiks bann: Cogic Enes, Haukum (rautt), Theódór Jóhannsson, Haukum (4 gul), Kristján Brooks, Gróttu (4 gul), Kristján Björgvinsson (4 gul), Zoran Zikic, Þrótti N. (6 gul), Gústaf Ómarsson og Jónas Hjartare- son, Val Reyðarfirði (rautt), Jón Bergur Gunn- areson, HK (rautt), Sigurður Kjartansson, HSÞ (rautt), Vilhelm Adolfsson, Huganum (rautt), Óðinn Gunnlaugsson, Neista (rautt), Heiðar Ómarsson, Leikni Reykjav. (4 gul) og Sigurjón Sveinsson, UMFN (4 gul). KNATTSPYRNA Israelsmenn í æfingabúdir á Islandi •ft' andslið íeraels rL knattspyrau pfc kom til íslands Y gær og verð- úr hér í æfíngabúðum í vikú. Síðan heldur hópurinn til Færeyja vegna landsleikja, en kemur aftur um aðra helgi og leikur við ísland á Laugar- dalsvelli sunnudaginn 9. ágúst. ísrael er í sjötta riðli undan- keppni HM og á fyrsta leik gegn Austurríki á útívelfi 28. október n.k., en tekur síðan á móti Svíþjóð hálfum mánuði síðar og Búlgaríu 2. desember. Mikil áhersla er lögð á góða byijun og óskaði knatt- spymusamband ísraels sérstaklega eftir að fá að vera í æfingabúðum hér á landi, en bæði.er um a-Iiðið og LMils árs Mð- að ræða. ÍSraelsmennimir koma til með að æfa tvisvar á dag, en bæði liðin leika á íslandi sunnudaginn 9. októ- ber, það yngra á Akranesi kl. 14, en leikur a-liðanna hefst á Laugar- dalsvelli klukkan 18. Þetta verður éini leikur.íslands fyrir haustleikina í HM. Ekki er enn ljóst hvort lands- lið Júgóslavíu fær að vera með en fari svo verður heimaleikur gegn því 2. september. Grikkir koma 10. október og leikið verður gegn Rúss- um ytra 14. október. ÍPtibmR FOLX ■ RAY Houghton, miðvallarleik- maður Liverpool, hefur gengið til liðs við Aston Villa. Kaupverðið er 900 þúsund pund eða um 97 milljón- ir ISK og er samningurinn til §ög- urra ára. Houghton er þrítugur og gat valið á milli Villa og Chelsea eftir að Liverpool hafði samþykkt að hann mætti fara. „Houghton er besti hægri miðvallarleikmaður á Bretlandseyjum," sagði Ron Atkin- son, framkvæmdastjóri Aston Villa. ■ TREVOR Steven hefur verið seldur frá Marseille í Frakklandi til síns gamla félags Glasgow Ran- gers fyrir 2,4 milljónir punda eða 256 milljónir ÍSK. Steven, sem er 28 ára miðvallarleikmaður, hefur leikið 35 leiki með enska landslið- inu. Rangers seldi Steven til Mar- seille í fyrra fyrir 9 milljónir punda þannig að liðið hefur hagnast um 6,6 milljónir punda á kappanum. Leeds hafði sýnt áhuga á að kaupa hann en keypti David Rocastle frá Arsenal í staðinn fyrir tvær milljón- ir punda. ■ PAUL Stewart, miðvallarleik- maður Tottenham, er á leið til Li- verpool. Kaupverðið er áætlað 2,3 milljónir punda eða um 250 milljón- ir ÍSK. Samningurinn verður undir- ritaður á næstu dögum er Stewart fer í æfíngaferð til Noregs með Liverpool. Stewart, sem var keypt- ur frá Man. City fyrir fjórum áram, sagði að fjölskyldan vildi frekar búa í Norð-vestur Englandi en í Lond- on og það væri helsta ástæðan fyrir félagaskiptunum. ■ TOTTENHAM hefur áhuga á að fá Teddy Sheringham frá Nott- ingham Forest til að taka stöðu Gary Lineker, sem hefur ákveðið að leika í Japan næsta tímabil. ■ FRANSKA félagið Strassburg keypti í gær n-írska landsliðsmann- inn Michael Hughes frá Manchest- er City. ■ ALAN Shearer, enski landsl- iðsmiðheijinn ungi, virðist á föram frá Southampton. Félagið vill 4 milljónir punda fyrir hann, mörg félög hafa sýnt honum áhuga, en svo virðist sem Kenny Dalglish hjá Blackburn sé sá eini með nægt handbært fé til að næla í hann! ■ WEST Ham er sagt vilja kaupa miðvallarleikmanninn Paul AJlen á ný frá West Ham. ■ ARSENAL hefur selt Andrew Cole, sem sæti á í enska landsliðinu 21 árs og yngri, til Bristol City á 500.000 pund. HANDBOLTI Fjáröflun vegna landsliðsins HSÍ efnir til fjáröflunar í dag í samvinnu við Rás 2 og að sögn Jóns Ásgeirssonar, for- manns HSÍ, verður dagskrá út- varpsrásarinnar helguð átakinu frá klukkan níu í dag og fram að leiknum við Tékka á Ólympíu- leikunum, sem byrjar klukkan hálf sjö. Jón sagði að dýrt væri að halda landsliðinu úti og því væri þetta kærkomið tækifæri til að brúa bilið. „Við verðum með okkar fólk við símann og ýmsu tengt hand- boltánum verður fléttað inni dag- skrána. Framlög verða að sjálf- sögðu ftjáls, en emn-kostdr- er að gefa fólki kost á að, heita ákveðinni upphæð á hvert márk, sem ísland gerir á Ólympluleik- unum. Það hefur örvandi áhrif á liðið og alla, sem eru í kringum það, og eins ætti það að auka spennuna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.