Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGIÍR 29. 1992 B 9 KORFUKNATTLEIKUR / DRENGJALANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Drengjalandsliðið í körfuknattleik sem senn heldur til Belgíu til keppni. í aftari röð frá vinstri til hægri eru: Ólafur Jón Ormsson, KR, Óskar Pétursson, Haukum, Baldvin Johnsen, Haukum, Friðrik Stefánsson, Tý Vestmannaeyjum, Ægir Gunnarsson, UMFN, Páll Kristinsson, UMFN og Axel Nikulásson, þjálfari. í fremri röð frá vinstri til hægri eru: Helgi Guðfínnsson, UMFG, Hafsteinn Lúðvíksson, Þór Akureyri, Gunnar Einarsson, ÍBK, Bergur Emilsson, Val, Amþór Birgisson, Skum IK Svíþjóð og Ómar Öm Sigmarsson, UMFT. Fjórir yffir 1,90 m Tveir leikmenn íslenska drengjalandsliðsins hafa aldrei leikið með íslensku félagsliði Friðrik byijar feril sinn með lands- liði Eg uppgötvaði Friðrik fyrir tilviljun. Við vorum að hefja landsliðsæfingu í íþróttahúsinu í Njarðvík og þegar ég kom inn í salinn voru þar fyrir strákar frá Vestmannaeyjum sem voru í skólaferðalagi að leika sér í körfubolta. Meðal þeirra var Friðrik og lék hann sér að því að „troða“ þó svo að hann væri klæddur í gallabuxur. Ég fékk hann svo til að æfa með okkur og nú hefur hann verið valinn í liðið sem tekur þátt í Evrópu- móti drengjalandsliða sem fram fer í Belgíu um miðjan ágúst,“ sagði Axel Nikulásson landsliðs- þjálfari um Vestmannaeyinginn Friðrik Stefánsson sem væntan- lega verður fyrsti Eyjamaðurinn tii að leika landsleik í körfubolta. Það sem meira er, landsleikirnir verða fyrstu leikir Friðriks því enn hefur hann ekki leikið einn einasta félagsleik. Friðrik Stefánsson hefur borið allan sinn aldur í Eyjum og sagð- ist hann í samtali við Morgun- blaðið bæði hafa stundað knatt- spyrnu og handknattleik áður en körfuknattleikurinn kom til sög- unar. „Þetta byijaði með því að við nokkrir félagar fórum að fylgjast með bandaríska NBA körfuboltanum og í framhaldi af því komum við okkur upp körfum þar sem við eyddum flestum okk- ar stundum. Nú hefur verið stofnuð körfuknattleiksdeild hjá Tý og munum við taka þátt í íslandsmótinu 1992-93.“ Friðrik er 15 ára, en verður 16 ára í haust. Hann er nú 1,99 m á hæð og notar skó númer 50 og sagð- ist hann oft eiga í erfiðleikum með að fá svo stóra skó. Friðrik sagði að það hefði verið óvænt en ánæjulegt að verða valinn í landsliðið með þessum hætti og nú væri bara að standa sig. SNOKER Þrír íslend- ingar í 16 manna úrslit rír íslendingar leika í 16 manna úrslitum á heimsmeistaramót- inu í snóker í Bandar Seri Begawan í Brunei. Þeir eru Jóhannes B. Jó- bannesson, sem Guöión vann a"a s'na anb' Guömundsson stæðinga í F-riðli, skrifar Halldór M. Sverris- son sem hafnaði í öðru sæti í G-riðli og Þorbjörn sem getur enn unnið H-riðil. Jóhannes B. rauf 100 stiga múr- inn er hann gerði 107 stig í fyrsta stuðinu á móti Belganum Pehas. Jóhann var óheppinn að ná ekki 140 stigum í stuði. DRENGJALANDSLIÐIÐ íkörfu- knattleik undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumót sem fram fer í Belgíu um miðjan ágúst og um versiunarmannahelgina á meðan flestir jafnaldrar strák- anna í landsliðinu verða vafalít- ið að skemmta sér á einhverri útisamkomunni ætla þeir að eyða helginni við æfingar í Grindavík. íslenska liðið er í riðli með Litháum, Belgum, Eng- lendingum og Möltubúum. Axel Nikulásson landsliðsmaður úr KR er þjálfari liðsins og sagðist hann vera hæfilega bjartsýnn á möguleika sinna manna á að komast áfram í keppninni. „ég tel að við eigum góða möguleika gegn Englandi og Möltu en um getu Litháa og Belga vitum við ekki.“ Axel sagði að undirbúningur liðs- ins hefði nú staðið í um eitt ár. „í maí í fyrra voru valdir 30 strákar til að æfa en ég tók við liðinu í september. Liðið tók svo þátt í íslands- mótinu í unglinga- flokki í vetur þar sem strákamir kepptu sem gestir og áttu þar í höggi við stráka sem voru 4-5 árum eldri. Það má segja að það hafi verð ágæt- ur stígandi hjá þeim í mótinu, þeir töpuðu fyrstu leikjunum með miklum mun, en undir lok mótsins var mun- urinn orðin lítill - aðeins nokkur stig og sigur vannst í einum leik. Við lékum 12 leiki og fengu 28 strákar að spreyta sig í þessum leikjum. Nú er búið að velja 12 manna hóp sem mun skipa liðið. í hópnum eru fjórir leikmenn yfir 1,90 m, en þegar ég lék með drengjalandsliðinu á sínum tíma var aðeins einn leikmaður yfir 1,90.“ Tveir leikmenn komu inn í liðið á síðustu stundu, Friðrik Stef- ánsson úr Vestmannaeyjum og Arn- þór Birgisson sem kemur frá Sví- þjóð, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa ekki leikið með íslensku fé- lagsliði. Arnþór er sonur Birgis Jak- obssonar sem áður var kunnur körfuknattleiksmaður með ÍR og ís- lenska landsliðinu. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð í um 14 ár og hefur Amþór sonur hans leikið með Skuru IK við góðan orðstýr. Líkt og Friðrik uppgötvaðist Amþór fyrir hálfgerða tilviljun. Kolbeinn Pálsson formaður KKI veitti honum athygli þar sem hann var að leika sér í körfu- bolta þegar hann var í heimsókn hér á landi um jólin. Hann lét síðan Axel vita um stráksa sem fékk senda myndbandsspólu með honum í leik með liði sínu í Svíþjóð og leist honum svo vel á Amþór að hann valdi hann í liðið. Mörg lið eiga fulltrúa í lands strákamir koma frá 9 liðum. Axel sagði það skapa vissa erfiðleika varðandi undirbúninginn en þau mál væru leyst með því að æfa um helg- ar og þá æfði liðið 7 sinnum á 3 dögum. „Þetta er vissulega erfitt fyrir þá sem búa úti á landi en þeir hafa fengið góðan stuðning frá sín- um félögum og þá ekki hvað síst foreldrum sínum sem hafa stutt vel við bakið á strákunum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fjórir hávaxnir: Baldvin Johnsen 1.93, Óskar Pétursson, 1.96, Fridrik Stefánsson, 1.99 og Páll Krlstinsson, 1.92. Björn Blöndal skrifar frá Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.