Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1992
5
Bindindismótið í
Galtalæk:
200 lítrum
af áfengi
hellt niður
TVO hundruð lítrum af áfengi var
helit niður á Bindindismótinu í
Galtalæk um verslunarmanna-
helgfina. Að auki gerði sýslumað-
ur töluvert upptækt af bjór og
sterku áfengi.
Ranglega var hermt í Morgun-
blaðinu í gær að tvö þúsund lítrar
af áfengi hefðu verið gerðir upptæk-
ir á bindindismótinu um helgina. Að
sögn Ólafs Jónssonar mótsstjóra var
200 lítrum hellt niður. Þar að auki
gerði sýslumaður sjö kassa af bjór
og tíu lítra af sterku áfengi upp-
tæka. Hlutaðeigandi eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
---------» ■♦—«--
Bóvörusamninga-
nefnd:
Styttist í
samkomulag
um mjólkur-
framleiðsluna
FUNDUR um framtíðarskipan
mjólkurframleiðslunnar var hald-
inn í búvörusamninganefnd í gær,
og að sögn Hákons Sigurgríms-
sonar, framkvæmdastjóra Stétt-
arsambands bænda, eru líkur á
því að samkomulag takist á nótum
tillagna sjömannanefndar frá því
í vor á næstu dögum. Annar fund-
ur í samninganefndinni hefur ver-
ið boðaður á morgun, föstudag.
Samkvæmt tillögum sjömanna-
nefndar þarf að færa virkan fullvirð-
isrét.t í mjólkurframleiðslu niður um
5% í haust til aðlögunar að inn-
anlandsmarkaði, <?ða úr 104,5 millj-
ónum lítra í 100 milljón lítra. Er
rætt um að bændum verði greiddar
75 kr. fyrir hvern niðurfærðan lítra,
og sagði Hákon að engar kröfur
hefðu komið fram um aðra upphæð,
en þetta væru svipaðar bætur og
sauðfjárbændur hefðu fengið fyrir
niðurfærslu fullvirðisréttar í sauð-
fjárrækt. Hvað varðar hagræðingu
á vinnslustigi mjólkur þá sagði hann
að einn fundur hefði verið haldinn
með formanni Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði, og rætt væri
um að málefni varðandi mjólkurbúin
yrðu ákvörðuð með sérstöku sam-
komulagi, sem yrði fylgiblað með
búvörusamningnum.
----» ♦ ♦---
Erik Boye á
Neskaupstað
FLUTNINGASKIPIÐ Erik Boye
kom í slipp á Neskaupstað í gær-
kvöldi. Þar á að meta skemmdir
skipsins og hefja framkvæmdir
vegna viðgerða en stefnt er að
þvi að seija skipið úr landi að við-
gerðum loknum.
Jóhannes Lárusson sem er í stjórn
Dráttarskipa hfi á Neskaupstað
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að bolskemmdir á skipinu
litu ekki út fyrir að vera verri en
búist hefði verið við. En stefnt væri
að því að gera við skipið og selja
það úr landi. Byija ætti á því að
gera úttekt á skemmdum þess og
fá fagmenn til þess að útbúa útboðs-
gögn. Jóhannes sagði að áður en
verkið yrði boðið út myndi fyrirtæk-
ið reyna að semja við aðila sem það
hefði haft viðskipti við. Að sögn
Jóhannesar eru allar raflagnir í skip-
inu ónýtar en í dag á að reyna að
ræsa vélar skipsins til þess að kanna
ástand þeirra.
Sjópróf vegna strands Erik Boye
hófust í gær á Eskifirði og var eng-
inn niðurstaða komin seint í gær-
kvöldi.
BRIMBORG
1600cc «16 ventla • Bein innspýting • 95 hestöfl
/ ■■
KOSTflR STADGREIDD, KOMIHI A GOTUNA FRA:
FAXAFENI8 • SÍMI91 - 68 58 70