Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 7 Helga Jónsdóttir tíl Alþjóðabankans HELGA Jónsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, tekur nú 1. águst við starfi varafulltrúa Norðurlanda í framkvæmda- sijórn Alþjóðabankans og mun gegna því næstu þijú ár. Hún er fyrsta íslenska konan sem gegnir störfum á Norðurlandaskrifstofu bankans. Alþjóðabankinn var settur á stofn eftir síðari heimsstyijöldina til að sinna þróunarmálum og leggja fé til endurreisnar Evrópu úr rústum stríðsins. Á síðustu ára- tugum hefur meginverkefni hans verið að veita fé til uppbyggingar í þróunarlöndum og bæta lífskjör í fátækustu löndum veraldarinnar þar sem meira en milljarður manna lifir undir fátækramörkum. Helstu framlög íslands til þróunaraðstoð- ar renna til bankans og systur- stofnana hans, Alþjóðaframfara- stofnunarinnar (IDÁ) og Alþjóðal- ánastofnunarinnar (IFC). Aðildarríki Alþjóðabankans eru nú 167 og hefur fjölgað um annan tug á þessu ári þegar ríki Austur- Evrópu og fyrrum Sovétríkjanna hafa gengið inn í bankann hvert af öðru. Gert er ráð fyrir að ríkin verði orðin 174 fyrir lok þessa árs. I framkvæmdastjórn bankans sitja nú 23 fulltrúar og hafa Norður- löndin frá upphafi átt fulltrúa þar. Af íslands hálfu hafa Jón Árna- son, Vilhjálmur Þór, Jón Sigurðs- son, fv. ráðuneytisstjóri, og Jónas H. Haralz verið aðalfulltrúar í framkvæmdastjórninni, en Björn Tryggvason, Vilhjálmur Þór og Valgeir Ársælsson varafulltrúar. Auk þeirra hafa Gunnlaugur Sig- mundsson og Björn Líndal starfað sem aðstoðarmenn á Norðurlanda- skrifstofu Alþjóðaþankans. Á skrifstofunni starfa nú átta menn en þeim mun fjölga fyrir lok ársins vegna aðildar Eystrasaltsríkjanna þriggja að bankanum og Norður- landaskrifstofunni, segir m.a. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu. Helga Jónsdóttir er fædd 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands 1973 og laga- prófi frá Háskóla íslands 1978. Hún starfaði í dóms- og kirkju- máiaráðuneytinu 1978-1979, skiptarétti Reykjavíkur 1979- 1983 og sem aðstoðarmaður for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra allt til 1989 er hún var skip- uð skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu og ritari ríkisstjórnar. Verður hún í leyfi frá ráðuneytinu meðan hún gegnir störfum í Al- þjóðabankanum. Hún er gift Helga H. Jónssyni, varafréttastjóra, og eiga þau þijú börn. SUZUKIVITARA 5 DYRA LÚXUSJEPPI Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg- indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu. á SUZUKI Yerð frá kr. 1.576.000.- 3——____________ SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 10 DAGA UTSALA A VINSÆLUSTU BANDARISKU MERKJUNUM í FJALLAHJÓLUM í ÖLLUM STÆRÐUM fyrir börn frá 8 ára, unglinga og fullorbna. Dæmi: Frá TREK, USA, Model 800, (21 gíra Shimano, Krómólý | stell í mörgum stærbum, átaksbremsur, svargrænt eða hvíttj á kr. 23.654,- stgr. (áður kr. 29.727,- stgr.) Frá SPECIALIZED, Hardrock Cruz, (2 1 gíra, Kómólý stell í mörgum stærðum, átaksbremsur, dökkbátt eða hvítt) á kr. 21.521,- stgr. (ábur kr. 28.593,- stgr.) Frá GT-USA, Outpost, (21 gíra, Krómólý léttmálmsstell í mörgum stærðum, átaksbremsur, svart eða „inferno" rautt) á kr. 26.974,- stgr. (ábur kr. 33.439,- stgr.) Einnig fáein dönsk úrvalshjól frá WINTHER Dæmi: Barnahjól frá kr. 8.836,- stgr. (áburkr. 12.938,- stgr.) Lúxus kvenhjól, 3ja gíra, fótbremsur með öllu kr. 20.930,- stgr. (ábur kr. 29.900,- stgr.) I suMnnrtiibnðsíi Örfá eintök af metsölufjallahjálinu mjukt GEL-SÆTI BEINT EÐA HÁTT STÝRI 24" hjól (frá 8-10 ára) 26" hjól (frá 10 ára) á kr. 19.836,- stgr. (ábur kr.24.929,-stgr.) fjallahjól, frákr. 21.521 SUMARTILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS I 10 DAGA SKEIFUNNI V T VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891 ■*P | _ op|Ð asai LJbJ laugardaga RAÐGREIÐSLUR FRA KL. 10-14 ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI ■v.y^ 1 wgl' k-.'< 1 1 j/SBh a m N'<.' mtgd&r WB/notÉFF' T ^njN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.