Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 12

Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Himdadagahvellur eftir Sigfús Daðason í Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. júlí var frétt um viðskipti út- gáfufélagsins Máls og menning- ar/Heimskringlu við sovézka kommúnistaflokkinn í Moskvu árið 1970. Fréttin var höfð eftir Jóni Ólafssyni útvarpsfréttamanni sem mun vera nýkominn til Islands úr Austurvegi. Segir Jón að Kristinn E. Andrésson, þá formaður og framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar hafi veitt viðtöku styrk frá téðum kommúnistaflokki árin 1968 og 1970. Ekki er þess getið hve hár þessi styrkur hafi verið árið 1968; en árið 1970 hafí hann numið jafngildi 20.000 bandarí- skra dollara, eða 1.760.000 króna íslenzkra samkvæmt þáverandi gengi. Þá er vitnað til sendiherra Sovétrikja á íslandi á þessum tíma úm það að Mál og menning yrði áreiðanlega gjaldþrota ef sovézki kommúnistaflokkurinn veitti félag- inu ekki styrk. Þetta hafi sendi- herra haft eftir Kristni Andrés- syni. Allt þetta hefur Jón Ólafsson lesið í nýopnuðum skjölum komm- únistaflokksins í Moskvu. Ég dreg stórlega í efa að komm- únistaflokkurinn sovézki eða aðrar sovézkar stofnanir hafi veitt Máli og menningu beinan styrk eða gjöf á árinu 1970, né heldur á árunum þar í kring. Hitt er þeim kunnugt sem vita vilja, og stjórnarmenn Máls og menningar hafa nýlega minnt á það, að á árunum 1969 og 1970 voru gefin út sjö bindi sovézkra bóka á vegum Máls og menning- ar,eða nánar tiltekið á forlagi Útgáfutónleikar hljóm- sveitarinnar Exizt, vegna út- komu geisladisksins „After Midnight“, verða á Púlsinum í kvöld, fimmtudaginn 6. ágúst, kl. 22-24 í beinni útsendingu á Bylgjunni í boði tónlistardeildar Japis, Brautarholti. Hljómsveitina Exizt skipa þeir Guðlaugur Falk, gítar, Eiður Órn Eiðsson, söngur, Jón Guðjónsson, bassi, Sigurður Reynisson, tromm- ur og nýjasti meðlimur sveitarinnar er gítarleikarinn Eiríkur Sigurðs- son, áður í þungarokkshljómsveit- inni Vírus. Þess má geta að bandaríski út- varpsmaðurinn Bob Everdean hef- Heimskringlu sem var eign Máls og menningar. Þar af eru þrjár bækur eftir Lenín sjálfan og íjög- urra binda ævisaga Pástovskís sem var kölluð Mannsævi á íslenzku. Pástovskí held ég sé allmerkur höfundur, þó hann sé víst ekki talinn með höfuðsnillingum, og ævisaga hans minnir mig að sé þægileg aflestrar og fróðleg um þá tíma sem þar segir frá. Fimm þessara bóka komu út 1970, þar á meðan Lenínarnir þrír. Útgáfu- kostnaður þessara bóka sam- kvæmt kostnaðarskrá með árs- reikningi Máls og menningar 1970 hefur verið um 1.400.000 krónur, og er þá ótalinn þýðingarkostnaður og annar kostnaður forlagsins vegna útgáfu þessara bóka. Út- gáfukostnaðurinn hlýtur því að hafa verið að minnsta kosti jafnhár þeirri upphæð sem nefnd hefur verið. Hins er að gæta að mjög skýtur í tvö horn með útgáfu þessara tveggja ritsafna. Pástovskí-ævi er látlaus og innileg lýsing á ævi höfundarins og kjörum samferða- manna hans einkum upp úr fyrri heimsstyrjöld. Sá styrkur sem hef- ur verið veittur til þeirrar bókar er beinlínis ætlaður til að greiða fyrir menningarsamskiptum og er slíkt algengt þjóða á milli og þykir nú ekki tiltökumál. Um Lenínsrit gegnir allt öðru máli. Hundrað ára afmæli Leníns var 1970 og munu Sovétmenn hafa viljað láta gefa út rit hans sem víðast um heim á þessu hátíð- arári. Ætli hafi ekki verið leitað til ýmissa aðila um að standa að útgáfunum beint og óbeint, al- ur gert klukkustundar langan þátt með hljómsveitinni sem spilaður var á útvarpsstöðinni á Keflavíkur- flugvelli, í framhaldi af því hefur þeim verið boðið til sérstaks tón- leikahalds á Keflavíkurflugvelli í byijun september. Þátturinn á að sendast til Kaliforníu þar sem hann tekur þátt í keppni í gerð tónlistar- þátta en þeir þættir sem komast í úrslit verða flutti í útvarpsstöðum bandarískra herstöðva um allan heim og því í húfi mikil kynning á þeirri tónlist sem í hlut á. Til upphitunar, áður en Exizt stígur á sviðið, er ný rokksveit er ber heitið Plast. Hana skipa þeir Jón Barki Bentsson, bassi, Logi mennra útgáfufyrirtækja, sovét- vinafélaga, kommúnistaflokka þar sem þeir áttu nokkuð undir sér. Kristinn E. Andrésson var at- kvæðamaður í félaginu Menn- ingarsamband íslands og Sovét- ríkjanna og fprmaður og fram- kvæmdastjóri Máls og menningar og tók að sér að koma þessu verk- efni áleiðis hér á landi, skipuleggja þýðingarstarf og annast útgáfu. Sum þessi rit höfðu reyndar komið út áður á íslenzku en voru nú end- urskoðuð. Það var aðeins formlega að Mál og menning/Heimskringla var útgefandi þessara rita Leníns; síðsumars eða snemma hausts var langmestum hluta upplagsins, sem hefur líklega ekki verið mjög stórt, ekið í Sovétsendiráðið. Á þetta hef ég verið minntur nýlega af þeim manni sem bar bækurnar inn í sendiráðið með bílstjóranum. Hvernig sendiráðið hefur síðan ráðstafað þessum bókum má djankinn vita. Að Mál og menning hafi haft nokkurn ágóða að heitið geti af þessari útgáfu Leníns-rita dreg ég í efa, nema veltu-aukning- in ein sér ætti að teljast ágóði. Raunverulegan ágóða af slíkum umboðsútgáfum taldi ég þá vera lítinn, og er enn á því máli. Stjórnarmenn Máls og menning- ar nú, sem fóru að rannsaka bók- hald Máls og menningar vegna „uppljóstrana“ Jóns Olafssonar hafa furðáð sig á því að finna ekki í bókhaldinu færslu þeirrar upp- hæðar sem greidd var fyrir fram- leiðslu Leníns-rita. Sú skýring kynni að vera á þessu, að salan hafi verið færð undir þann lið í reikningum Máls og menningar Hljómsveitin Exizt. Guðmundsson, trommur, Ólafur Friðriksson, gítar, og Þorbergur Viðarsson, söngur. Hljómsveitin Sigfús Daðason sem heitir „sala með söluskatti", sem ég hygg að hefði ekki verið óeðlilegt. Sá liður er í hærra lagi þetta árið miðað við næstu ár á eftir, sem voru þó sízt minni út- gáfuár. Sjálfur var ég andvígur slíkum útgáfum sem Lenínsritum og ég kysi helzt að kalla umboðsútgáfur, en þar komu til einhveijar fleiri bækur en Leníns-rit, t.d. nokkrar kínverskar bækur. Ég var einkum andvígur þeim vegna þess að í jafn- fáliðuðu fyrirtæki og Máli og menningu þótti mér slæmt að nota starfskrafta til að gefa út bækur sem höfðu mjög litla sölumögu- leika, þó að beinn kostnaður feng- ist greiddur að mestu leyti. Af þessu urðu um tíma nokkrar grein- ir með okkur Kristni, sem ég hygg þó að við höfum jafnað með okkur áður en um seinan yrði. leikur frumsamið melódískt rokk. Eins og fyrr segir hefjast tón- leikamir á Púlsinum kl. 22. í blaðinu DV 29. júlí er leiðari um „Rússagullið“ undirritaður af Ellerti B. Schram, og er benda af getsökum og samansúrruðum sví- virðingum svo að furðu gegnir um svo snotran mann. Ég mundi ekki víkja sérstaklega að þessum leið- ara nema af því að ritstjórinn er þar að reyna sig í prósentureikn- ingi með umtalsverðum árangri. Hann hefur fyrir sér tvær stærð- ir, (a) 1.760.000 kr. „styrk“ Sovét- manna og (b) ársveltu Máls og menningar 1970 sem var tæplega 9.800.000 kr. Nú ætlar hann sér að fínna hve mörg prósent (a) er af (b). Reyndar er þetta harla auð- velt dæmi og fljótreiknað með vasatölvu. „Styrkur" er rétt um 18% af veltu Máls og menningar. En ritstjóra hefur reyndar ekki nægt þessi útkoma: Hann breytir upphæðinni a) í samræmi við gengi 1992 en heldur b) óbreyttu sam- kvæmt gengi 1970. Úr þessu fær Ellert Schram að vísu rosalega prósentu en fjarri sannleikanum. Það virðist oft vera að grípi um sig einhverskonar fár í þjóðfélag- inu íslenzka um hundadagana. Þá er stundum eins og þjóðfélagið sé allt undirlagt einhveijum hör- mungum eða einhverri dellu. Menn missa dómgreindina og gleyma jafnvel aðferðum rökfræðinnar, og týna jafnvel niður einföldum pró- sentureikningi. (Prósentureikning- ur kemur held ég nokkuð oft fyrir í slíku fári og hefur stundum skil- að miklu geigvænlegri útkomum en nú.) Ég hef talið mig knúinn til að taka til máls um „uppljóstranir“ Jóns Ólafssonar um tiltekið atvik í sögu Máls og menningar og um samskipti Kristins Andréssonar við Rússa, upplýsa það sem ég vissi og hef getað rifjað upp um þessi atvik. Aldrei mun ég bera við að draga úr því að Kristinn var komm- únisti meirihluta ævi sinnar, með- an það orð hafði einhveija merk- ingu, og hann var vinur Rússa. Meðan við unnum saman var ég að vísu stundum ósáttur við hann um útgáfustefnu og þóttist hafa betri tillögur sjálfur, og fer því að vísu fjarri að tillögum mínum hafi ævinlega verið hafnað. Það mun standa þegar á allt er litið að á starfsævi sinni sem útgefandi vann Kristinn E. Andrésson mikið verk, og að mörgu leyti brautryðjanda- verk. Ég vona að Jón Ólafsson haldi áfram skjalarannsóknum sem mest hann má, meðan hann heldur að eitthvað sé að finna í heimilda- brunni hans. En taki hann með varúð dómum og túlkunum sendi- ráðsmanna, því að slíkir menn koma og fara og hafa stundum litla möguleika til að kynna sér háttu þeirrar þjóðar sem þeir dvelj- ast hjá um sinn, pólitískar kenjar hennar, hugsunaraðferðir og sam- skiptahætti, og þurfa samt að búa til skýrslur um hin og þessi mál. Höfundur er rithöfundur. Útgáfutónleikar Exizt á Púlsinum lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilllilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheilu grilltilboði ' I AMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI l a m% akjö.t á funheitu grilltilbobi • lambakjöt á f u n h eitu grilltilbodi • lambakjöt á f u n h ei lu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilboði *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.