Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
13
Eyðingarmáttur áfengis
eftir Helga Seljan
„Það er engin þörf að kvarta þegar
blessuð sólin skín.“
Þannig kvað skáldið og víst munu
kvartanir og kveinstafir vera fjær
mannshuganum í sumarins sól-
guilnu dýrð, þegar allt Ijómar af
lífi. En margt ber til að húmskugg-
ar hugans víkja ekki fyrir vermandi
skini sólar. Sá sem situr á starfs-
vettvangi á sólríkum sumardegi
getur bezt um það borið. Þar er
margt sem manninn hijáir og marg-
ar áhyggjur sem að sækja. Sumir
er hingað leita, öryrkjar til margra
ára, án annars tekjugrunns en
tryggingabóta, hafa aldrei megnað
að byggja upp eigin eignastöðu,
sumir þeirra hafa jafnvel áhyggjur
af því á hveiju skuli lifa síðustu
viku mánaðarins. Hins vegar fer
flest af þessu fólki fjarska vel með
litla fjármuni, en ekkert óvænt út-
gjaldaatriði má upp koma, svo allt
fari ekki úr skorðum. Þó fer ekki
milli mála hvað mest raskar afkom-
unni hjá sumu af þessu fólki, en
það er þegar áfengið kemur við
sögu.
Nú skal það fyrst af öllu fram
tekið að meðal öryrkja almennt er
áfengisneyzla áreiðanlega minni en
margra annarra þjóðfélagshópa.
Hitt er svo engu að síður alvarlegt
að í alltof mörgum tilfellum er
áfengið örlagavaldur að meira eða
minna leyti. Um það liggja hins
„Og í einni andrá verð-
ur manni morgunljóst
að án áfengis hefði
ævibraut viðkomandi
allt önnur orðið, örork-
an tæplega til staðar.“
vegar litlar sem engar upplýsingar,
þó aðrir örlagavaldar séu vandlega
skráðir. Ýmsir þeirra sem hingað
koma og rekja sínar raunir, oft ólitl-
ar, nefna til ýmis atriði til útskýr-
ingar á afleitri stöðu, heilsufars-
legri sem fjárhagslegri, en í lokin
er svo lætt að því, sem skýrir margt,
þ.e. að áfengið hafi verið fastur
fylginautur um fyölda ára, sumir
hafa látið leiðir skilja en aðrir ekki.
Og í einni andrá verður manni
morgunljóst að án áfengis hefði
ævibraut viðkomandi allt önnur orð-
ið, örorkan tæplega til staðar.
Af þessum sögum mætti rekja
mörg dæmi, en aðeins á einstaka
tæpt. Kona greinir frá sambúðarað-
ilum sem töldu áfengi allra meina
bót, hún ánetjast hugsunarhætti
þeirra smám saman, öll þijú eru
þau í dag öryrkjar, uppgefin ástæða
örorku er til staðar, en hefði hvergi
verið hreinn örlagavaldur, ef ekki
hefði komið til þáttur áfengisins,
allsráðandi um árafjöld.
Ungur maður berst við alvarleg-
an sjúkdóm, sem hefur orðið honum
Salome sagði að ofangreint sam-
komulag þingflokkanna byggðist
fyrst og fremst á því að flýta þing-
inu fram til 17. ágúst í staðinn fyr-
ir 1. október. Samkomulag væri um
að stefnuræða forsætisráðherra og
framlagning fjárlagafrumvarpsins
yrði á hefðbundnum tíma í október.
Jafnframt er stefnt að því að þing-
hlé verði síðari hluta septembermán-
aðar. Þingið sem kemur saman þann
17. ágúst er reglulegt þing, að sögn
Salome, og hefst með hefðbundnum
hætti, eins og í októbermánuði væri.
Þannig mun þinghald heíjast á kjöri
í fastanefndir, lqöri forseta Alþing-
is, forsætisnefndar o.s.frv.
„Það er ekki talað neitt um það
í þessu samkomulagi að ekki megi
leggja fram önnur frumvörp, enda
Helgi Seljan
örorkuvaldur sannanlega. Hans
vandamál í dag er hins vegar ekki
síður áfengisneyzla, sem hann ekki
ræður við. Ástæðan í upphafi: að
fylgjast með, fá félagsskap, bægja
kvíða fötlunar frá. Nú hefur allt
þetta snúizt upp í andhverfu sína
og ungi maðurinn biður mig
lengstra orða að koma áeggjan sinni
á framfæri: Aldrei að trúa því að
áfengið bæti eða kæti. Það verður
aðeins alvarleg ábót og þrúgandi,
gerir ástandið enn óbærilegra, eyk-
ur á örorkuna og áhrif hennar,
gerir menn að þrælum. Sterk boð
en af einlægni alvörunnar flutt.
Þessi boð unga mannsins rifja
upp annars konar dæmi af ungum
manni, sem ætlaði að losna undan
ofurvaldi feimninnar með áfenginu,
en réði ekki neitt við neitt og er
orðinn flak í dag. Hann kvaðst á
dögunum vera að fara inn á Vog,
þetta gengi ekki, ef hann ætti að
lifa eitthvað lengur, en þó var hans
beiðni aðeins ein: Fá lán fyrir
flösku, svo hann færi a.m.k. ekki
ófullur inn á Vog, enda kvað hann
það allt í lagi frá þeirra hálfu, er
þar réðu. Hvað sem þeim órum líð-
ur, þá var ánauðin slík, að eftir að
ákvörðun hafði verið tekin um með-
ferð til að fá lífi haldið, þá komst
ekki annað að en nýta síðustu
augnablikin í ógleymi ofurölvunar
— eitt skref áfram til þeirrar glötun-
ar sem hann var sjálfur að lýsa.
Því miður einstakt dæmi af alltof
mörgum.
Stuttur pistill leyfír ekki langa
upptalningu, en að lokum skal tek-
ið dæmi af konunni sem kom hing-
að og hafði allt á homum sér, trygg-
ingakerfið var alónýtt, lífeyrissjóð-
imir ræningjabæli, samfélagið rotið
og spillt, mannfólkið samansafn
úrþvætta. Saga hennar var svo sem
ekki sú fegursta, en um orsakir og
ástæður spurt var ósköp fátt um
önnur svör en „bara öðram að
kenna". En öll þessi raunasaga átti
sér svo skýringu, þegar allt kom
til alls. „Svo hef ég náttúralega
drakkuð eins og óviti í fiölda ára“.
Og þegar farið var aftur til þess
tíma, þegar sú óvitadrykkja hafði
hafíst, þá kom í ljós fullhraust,
sterkbyggð og vel menntuð ung
kona. Þá varð mér að orði: „Mikill
er eyðingarmáttur áfengisins", og
við það breyttist allt og loks var
hægt að skella skuldinni á aðal-
sökunautinn. Það má hins vegar til
ærinnar umhugsunar verða að sam-
félagið viðurkennir svo sárasjaldan
áfengið sem sökunaut mannlegra
meina, hvað þá sem eyðingarafl.
Máske er ástæðu afneitunar að leita
í því falska mati, þeirri ofdýrkun
sem þar er að finna.
Hver einstakur tekur þar af mik-
ið mið og nær því ekki áttum.
Höfundur er félagsmálafulltrúi
ÖBÍ.
EES-samningarnir
hafa forgang á þingi
SALOME Þorkelsdóttir forseti Alþingis segir að samkvæmt skriflegu
samkomulagi allra þingflokka frá því i vor, sé alveg skýrt að þegar
þing kemur saman þann 17. ágúst næstkomandi verði fyrst og fremst
fjallað um samninginn um evrópskt efnahagssvæði. „Það er auðvitað
ekki hægt að banna mönnum að leggja fram frumvörp, og svo þarf
nú að fjalla um bráðabirgðalögin, eins og kunnugt er,“ sagði Salome
í samtali við Morgunblaðið, „en það er alveg Ijóst að þetta þing er
fyrst og fremst haldið vegna EES-samninganna.“
held ég að það gengi varla. Ef önn-
ur framvörp koma fram verður
tíminn bara að leiða í ljós hvað
hægt verður að taka til umræðu á
þessu þingi,“ sagði Salome.
Salome var spurð hvort það væri
þá ólíklegt að þingið kæmi til með
að fjalla um framvarp um breyting-
ar á lögum um Hagræðingarsjóð,
ef slíkt framvarp kæmi fram á þing-
inu: „Ég get ekki svarað því á þess-
ari stundu. Við hljótum að skoða
það, ef slíkt mál kemur upp. Það
eina sem ég get sagt er að þingið
er kallað saman þann 17. ágúst til
þess að fjalla um EES-samningana
og þeir hljóta þá að hafa algjöran
forgang í störfum þingsins,“ sagði
Salome Þorkelsdóttir forseti Alþing-
HEIMILISVORU
,TILBOÐ
MA N AÐARIN S
Djúpsteikingarpottur
Áöur 9.270 • Nú 7.750
Ljósaperur 10 stk.
Áöur 778 • Nú 621
Olíulampi á vegg
Áður 1.680 • Nú 1.342
Veióistöng og hjól
Áöur 2.860 • Nú 2.288
Gólfhreinsir
Áöur 311 • Nú 249
Gólfmoppa 40 cm
Áöur 1.493 • Nú 1.170
B 'IB S'íðBÖ
í KRINGLUNNI
I fy.V >: I -J '
lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambahjöt á funheitu grill'tilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði
N A
T
R K U
R
Kryddlegnar fram-
hryggjarsneiðar, rauð-
vínslegið lambalæri,
kryddlegnar grillsneið-
ar. Notið tækifærið, ger-
ið kjarakaup
og setjið
lambakjöt á
funheitu
grilltiiboði
- beint á
MEÐ MINNST 15% AFSLÆTTI gmuö.
bukjfll Ú ftíhktHtí gHlltilltöél * lambakjðl a filHhtilU gHlUitboði • laHibákjöt á funheitu gtilltilboSi • lambakjöt á funheitu gHlltilboði
r