Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 14

Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Einn er sá staður, sem skilur aldr- ei við þig eftir að þú hefur kynnzt honum. Uppfrá því finnst þér hann miðpunktur heimsins og tilheyra hveijum þeim sem hugsar og finnur til. Hann birtist þér æ síðan í ótelj- andi myndum, sem þú kallar fram og hengir upp eins og listsýningu í sal hugans. Það er þröngt á veggjunum í þeim sal, jafnvel þótt hugurinn sé stór, og þér verður allt í einu ljóst hvað þú ert ríkur að eiga svona margar myndir fyrir þig, þótt enginn annar fái að sjá þær, því að hver fær skoðað hugskot annars manns? Listin kemur aðeins til þín fyrir þína eigin leit. Samt langar þig að gefa öðrum hlutdeild í þessum íjársjóði og lofa þeim að sjá fegurð heimsins, sem þeir vissu ekki að væri til. Róm gefur þér margar myndir að taka með þér og geyma í hug- skotinu ævilangt. Hávaxnar furum- ar ber við bláan himin með hvítu skýi yfir Borghesi görðunum og breiða vítt úr krónum sínum til vam- ar regni og sól. Víðsýnt af hæðunum yfír dalverpi sögunnar, götumar þröngar, en strætin og veggir hús- anna hrópa hvert á annað eða hvísl- ast á, hlátur og andvörp kynslóð- anna, bergmál margra alda í eyrum þér. Torg eftir torg með tignarhallir, bogagöng og flúri í stíl sinnar ald- ar, en gosbrunnur á torginu miðju, þar sem kynjaverur úr goðheimi era í eilífum leik að spræna vatnsbunum á hvíta birtu dagsins eða svart nátt- myrkrið eins og ærslafullir ungling- ar, sem hafa ekki annað við tímann að gera. Tignarleg musteri margra guða era fallin, en súlur þeirra og bríkur fengu nýtt hlutverk að skreyta kristnar kirkjur. Mörg hundruð fag- urbúnar kirkjur í minningu Maríu Guðsmóður og hennar eingetins sonar, en þó engu síður til að mikla nafn þess, sem kirkjuna reisti, svo að minning hans megi lifa um aldir og alla tíð. Fyrir framan allar höfuð- kirkjur, og miklu víðar, óbelískinn, steinsúlan háa höggvin úr einum steini, helzt í Egyptalandi fyrir meira en þijú þúsund áram, heiðið tákn valdsins með líkingu af krafti karlmennskunnar. Og þama stend- urðu enn, Pantheon, hof allra guða, í sömu sporam með tígulega súlna- röð þína og varst ekki rifinn til granna á öld spillingar og tortíming- ar, svo glæstur minnisvarði fornald- ar að hann einn er gild ástæða til að sækja Róm heim. Stemmningar Rómar endalausar á nóttu sem degi með allt þetta fólk úr öllum heims- homum nema frá íslandi, listin, sagan, tízkan, mannlífið, maturinn og vínið á mörg þúsund veitinga- stöðum, litlum vinalegum trattor- íum, pizzeríum og restauröntum með vinsælasta mat Evrópu. I Róm lifírðu á mörgum öldum samtímis. Bertel Thorvaldsen leit á sig sem endurfæddan við komuna til Rómar, Goethe sagðist hafa vaknað til lífs- ins við að kynnast Róm. Hið sama skynja skáldin í dag, þess vegna er Róm eilíf borg. Róm vex því meira í vitund þinni, sem þú kynnist henni nánar. Því varð mér orðfall í Róm um árið, þegar ung hjón komu til mín og tilkynntu: „Við ætlum að sleppa að skoða Róm, því að við höfum komið hér áður!“ Róm er eins og uppsgretta. Þetta er eins og að segja: „Ég hef drakkið vatn áður, svo að ég ætla ekki að gera það aftur." Þrátt fyrir hitann er Róm Ingólfur Guðbrandsson „Heimsókn til Rómar getur annaðhvort orðið innantómt og marklaust vafstur eða stærsta upp- lifun ævinnar, allt eftir ^ví, hvernig til tekst. Okunnugir halda að saga hennar sé aðeins rykfallinn doðrantur, þangað til þeir sjá hana spretta ljóslifandi fram fyrir augum sér og hlusta á fótatak aldanna undir fótum sér.“ svölun og næring fyrir andann. Heimsókn til Rómar getur annað- hvort orðið innantómt og marklaust vafstur eða stærsta upplifun ævinn- ar, allt eftir því, hvemig til tekst. Ókunnugir halda að saga hennar sé aðeins rykfallinn doðrantur, þangað til þeir sjá hana spretta ljós- lifandi fram fyrir augum sér og hlusta á fótatak aldanna undir fót- um sér. Andlit Rómaborgar Langt er síðan allir vegir lágu til Rómar, en þeir liggja þangað enn. Borgarmúrinn frá dögum Markúsar Árelíusar keisara stendur að miklu leyti frá árinu 271 eftir Krist, þegar hann var reistur gegn yfirvofandi innrásum Barbara, og gegnum fímmtán hlið sín hleypir hann enn straumi vegfarenda á leið til „Hinn- ar eilífu borgar“. Tízkan að skoða Róm er enn í fullu gildi og hefur lítið breytzt, aðeins farartækin, ferðamátinn og klæðaburður gest- anna. Hvaða segulmagnaður kraft- ur dregur allt þetta fólk hingað á nóttu sem degi, ár eftir ár og öldum saman? Róm er svo margslunginn og magnaður staður, að áhrif henn- ar verða ekki tjáð né túlkuð á einn veg í fáeinum orðum, heldur rúmar hún allan skáldskap og list heims- ins. Allar vestrænar þjóðir fínna eitthvað í Róm, sem hefur beina skírskotun til menntunar þeirra og lífshátta. Enginn lærir svo latínu eða nokkurt rómanskt mál, lögfræði eða listir, né gengur svo til kirkju að uppranans sé ekki að leita í Róm. Tækifærið til að ganga í bók- staflegri merkingu gegnum margra alda sögu mannkynsins og vest- rænnar menningar í fáeinum skref- um býðst hvergi annars staðar sem Einn mesti segull Rómaborgar: Spænsku þrepin við Piazza di Spagna, efst er Þrenningarkirkjan, Trin- ita dei Monte, og obelískinn, i forgrunni er Bátsbrunnurinn — Barcaccia. Frægustu tizkuhús Rómar í nærliggjandi götum. að varðveita sitt foma yfírbragð, að svo miklu leyti sem skammsýnir stjómendur hafa ekki þegar tortímt því í aldanna rás fyrir persónulegan metnað sinn, sem ella stæði margt enn og bæri glæstri fortíð vitni. Róm er fremur óárennileg fyrir ókunnan ferðalang. Mörgum finnst hún yfírþyrmandi stór, án upphafs og endis og erfítt að átta sig. Þrátt fyrir nokkra þekkingu á sögunni virðast margir vegalausir og ráð- lausir, þegar leggja á upp að skoða borgina á eigin spýtur. - Hvað á að skoða, og hvar er það að fínna? Hvað skal velja úr af þessum 500 kirkjum, 1200 gosbrannum, mörg hundrað torgum, höllum og söfnum? Flestir era á hraðferð og tíminn vill fara forgörðum í villur, rugl og fálm. Sögu Rómar og lýsingu er að finna í ótal bókum, en flestar leið- sögubækumar era nánast ekkert annað en þurr og köld upptalning staða, atburða og ártala, þar sem lífsneistann vantar. Auk þekkingar þarf hrifnæmi og innsæi, ást og virðingu til að tjá öðram töfra mesta sögustaðar heimsins. Róm verður ekki skilin né skynjuð án þess að virkja ímyndunaraflið, kalla fram í hugskotinu myndir hins liðna, mikil- leik og glæsibrag fortíðar, sem á enga hliðstæðu í gerilsneyddum nútímanum, endurreisa fyrir innri sjónum sér marmarahallir, súlna- göng og gullprýdd musteri, signr- bogana og baðhúsin, torgin og markaðina, umgjörð þess lífs sem lifað var, hersýningarnar, sigur- göngurnar, kappreiðarnar, leikina og lífsmáta þeirra, sem stjórnuðu mesta veldi heimsins, sumir af fá- dæma grimmd, aðrir af mildi, rétt- sýni og forsjá, sem leiddi til friðar og framfara. Sá sem vill sjá Róm og fræðast þarf helzt sinn eigin leiðsögumann, talandi hans eigin tungu. Þannig geturðu fengið þá mynd af Róm, sem þú næðir aldrei annars að festa augu á nema á löngum tíma og fyrir langa leit. Nú býð ég þér, les- andi góður, að slást í för með mér einn dag úm stræti og torg Rómar. Við skulum taka daginn snemma en hvíla okkur um miðjan daginn að hætti Rómveija, meðan hitinn er mestur. í Róm gildir það líka á flestum sviðum að haga sér að hætti Róm- veija eða hafa verra af ella, enda hafa Rómveijar takmarkað umburð- arlyndi við fávísa gesti, sem átta sig ekki á þeirri meginreglu. Gamlar borgir með sögu og sál verða ekki skoðaðar af neinu viti nema að ganga um þær. BIll fer of hratt yfír og framhjá öllu mark- verðu. Auk þess er ekkert pláss fyrir hann á þröngum götunum, hvað þá bílastæði. Merkt bílastæði era fá í Róm og stöðumælar engir, menn leggja bílnum hvar sem hægt er að troða honum, mest á gang- stéttarnar, og helzt það uppi. Bíll er til trafala og mikillar óþurftar fyrir þann, sem vill skoða Róm. Við föram því fótgangandi, en fyrst skulum við staldra við nokkur atriði sögunnar. Engin borg getur borið sig saman við Róm, sem spannar sögu og list heimsins. þar. Að skoða Rómaborg er eins og að draga tjöld tímans frá leiksviði sögu og lista. En það er eins og tíminn hafí skroppið saman, líkt og flík við þvott, svo hann er orðinn of stuttur til að njóta neins nema í sjónhending, og fæstir gefa sér nú meira en fáeina daga til að skoða þetta undur heimsins og sögusvið. Dvöl í Róm var eins konar háskóli menntamanna, listamanna og list- unnenda á öldinni sem leið, á dögum „Grand Tours" frá löndunum norðan Álpafjalla, þegar afkomendur „bar- baranna“ flykktust til Rómar að skoða rústir þess sem forfeður þeirra höfðu grandað. Fyrir nærri þijú þúsund árum reis hér borg á hæðunum sjö, sem enn bera nöfn sín, og varð í tímans rás miðpunktur þess heims, sem þá var kunnur. í þúsund ár var hún höfuðborg heimsveldis, en hefur aðeins verið höfuðborg Ítalíu síðustu rúm hundrað árin frá sameiningu hennar. Róm er svo sérstök, að eng- in önnur borg getur borið sig saman við hana. Róm er mesti dýrgripur sögunnar og í vissum skilningi eign alls heimsins. I gömlu Róm má engu breyta lengur, og þykir mörgum sem of seint hafí verið í taumana tekið. Klassískur svipur fortíðar á að ríkja hér áfram, svipur fomald- ar, endurreisnar og barrokks. Hvflík veizla augans er þessi borg enn, þrátt fyrir tímans tönn. Þeir sem þekkja heiminn, segjast hvergi vildu fremur eiga heima en í Róm, þrátt fyrir umferðaröngþveitið og hirðu- leysi á mörgum sviðum. Gestur í Róm Fólk í tötram frá Norður-Afríku og aðrir flækingar með pinkla sfna og pokaskjatta búa í hverfinu neðan við risastóra aðaljárnbrautarstöð- ina, Stazione Termine, sem Mussol- ini lét reisa, ef þeir eiga þá nokkurs staðar höfði sínu að halla nema á grasflötum og gangstéttum, þar sem sumir eyða líka deginum að sofa úr sér dópvímuna. Það er mik- ið af útigangsfólki og köttum á viss- um stöðum í Róm. I Róm er engin miðborg og hverfi hennar ótrúlega ólík hver öðra. Flest glæsihótelin eru við Vittorio Veneto, suðvestan í Pincio hæðinni og skammt frá Porta Pinciana, einu hliðanna á borgarmúmum fræga. Ásýnd Róm- ar í dag ber furðulítinn svip af nú- tímanum, nema örfáir Mac-Donald skyndibitastaðir innan um allan matarkúltúrinn og neðanjarðar- brautina, sem hvort tveggja ber sama einkennið, stafínn M. Háhýsin eru í Milano en ekki í Róm, sem á SUMAR í RÓM eftir Ingólf Guðbrandsson b t I L t t i I I I I i I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.