Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 15

Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 ii Útlínur mikillar sögu Til þess að átta sig á því, sem fyrir augu ber á göngu okkar og finna því stað í atburðarás sögunnar er gagnlegt að riQa upp fáeinar staðreyndir um hverjir byggðu Róm og stjómuðu henni á hveijum tíma. Upphafíð er rakið til tvíbura- bræðranna Rómúlusar og Remusar, sem úlfynja bjargaði úr ánni Tíber og fóstraði á spenum sér, unz hjarð- sveinninn Faustulus tók þá í sína vörzlu og ól þá upp. Þegar Rómúlus var fullvaxinn, tók hann sig til, risti með plógi ferhymdan reit kringum Palatín hæð, helgaði sér reitinn og hóf að reisa þar borg 21. apríl árið 753 fyrir Krist, að því er þjóðsögnin hermir, og er það afmælisdagur Rómaborgar. Því er úlfynjan með bræðuma tvo í merki Rómaborgar. Rómúlus varð fyrsti konungur borg- arinnar. Næstu 250 ár fóm sjö kon- ungar með völd í Róm, Sabínar, Latínar og Etrúskar, en lýðveldi konsúlanna var stofnað 510 f.Kr. og hélzt fram yfír daga Júlíusar Cesars, hins sigursæla hershöfð- ingja, sem myrtur var árið 44 f.Kr. Kjörsonur hans og frændi, Okta- víanus, varð fyrsti keisari Róma- veldis og tók sér nafnið Ágústus. Hann var stórvitur og merkur stjómandi, og óx Róm mjög um hans daga, frá 27 f.Kr. til 14 e.Kr. Eftir hann á 1. öld eftir Krist komu Tiberíus, Caligula, Claudius og Neró, flestir illa þokkaðir og grimm- ir munaðarseggir. Merkir keisarar síðar vora Trajanus og Hadrían á fyrri hluta 2. aldar og Markús Árel- íus á 2.- 3. öld. Vegsummerki hans vora mörg og sjást sum enn, t.d. borgarmúrinn. Víðlendast var róm- verska heimsveldið á dögum Traj- ans, 98-117 e.Kr. og náði allt frá botni Persaflóa, umhverfis allt Mið- jarðarhaf, norður um alla Suður- og Mið-Evrópu og allt til Skotlands. Kristnir menn fengu trúfrelsi á dög- um Konstantíns keisara árið 313. Keisaraveldið stóð álíka lengi og lýðveldið áður eða rúm 500 ár, þar til Vest-rómverska ríkið féll árið 476. Vestgotar og Vandalar, sem heijað höfðu grimmt á Róm á fímmtu öldinni, skildu ekki annað eftir sig en eyðileggingu, t.d. á hinu fræga vatnsveitukerfí borgarinnar. Eftir það tók við myrkasta tímabilið í sögu Rómar á miðöldunum, þegar allt fór í niðurníðslu og íbúafjöldinn komst niður í 20-30 þúsund, en hafði verið vel á aðra milljón á gull- öld keisaraveldisins. Lengst af heyrði Róm síðan undir Býsanz, sem síðar hét Konstantínópel, fram að falli Aust- rómverska ríkisins árið 1453. í raun vora það þó páfamir, sem stjórnuðu í Róm með nokkram frávikum, allt frá dögum Gregors fyrsta árið 590 fram til 1870, þegar Róm varð höfuðborg Ítalíu og kon- ungdæmi var stofnað með Viktor Emanuel öðram á konungsstóli. Fasistasveitir Mussolínis réðust inn í Róm 1922, og 1926 náði Mussol- íni yfirtökum á stjóm landsins. ít- alska lýðveldið var endurreist í Róm árið 1946, en flestar ríkisstjómir hafa orðið skammlífar tii þessa. Dagur í Róm í Róm búa um þessar mundir nærri Qórar milljónir íbúa. Róma- borg ferðamannsins er samt ekki ýkjastór, en hún er nærri samfelld saga og list, samþjöppuð á bökkum árinnar Tíber, einkum vinstra meg- in. Fléstar byggingar hennar era frá 16.-18. öld, tímabili endurreisnar og barrokks. Ég mæli með að byija á þessum hluta borgarinnar og þessu tímabili í sögu hennar, áður en haldið er á vit fornaldar. Annars getur farið svo að þessi fagra Róm verði útundan en gesturinn sitji uppi með mynd af rústunum einum, að viðbættu Feneyjartorgi og Pét- urskirlqu og of margar eyður að fylla upp í. Byggingasaga margra alda blandast saman, og því nær útilokað að skoða allt í réttri tíma- röð. Og hefst nú gönguferðin. Við leggjum upp frá einu glæsi- hótelanna við Via Veneto, þar sem herbergið kostar að vísu 25-30 þús- und krónur á nóttu samkvæmt verð- lista, sem er ekki meira en f öðram höfuðborgum Evrópu. Eftir hress- andi morgungöngu gegnum Borg- hesi garðana framhjá höllum hinna stórættuðu Medici og Borghesi Fegursta torg Rómar er Piazza Navona með gosbrunnunum þrem- ur, þar sem listamenn stunda enn iðju sína og tónlist fyllir loftið. Hið fagra Pantheon — hof allra guða, frá 27 f.Kr. á Rotonda-torginu — er bezt varðveitta musteri fornaldar, eitt frægasta meistaraverk byggingalistarsögunnar. þræðum við Magnolíustræti og Obeliskatröð með höggmyndum af stórmennum sögunnar á báðar hendur, unz við nálgumst brún Pincio-hæðar á torgi, sem kennt er við Napoleon fyrsta Bonaparte. Það- an er hið fegursta útsýni yfír Róma- borg. Áin Tevere (Tíber) hlykkjast eins og höggormur gegnum borg- ina, framhjá hæðunum sjö og renn- ur til sjávar við Ostia um 30 jfm vestar. Næst útsýnisstaðnum og beint fyrir fótum okkar breiðir úr sér eitt stærsta og fegursta torg Rómar, Piazza del Popolo með obel- íska á torginu miðju. Sá er frá 13. öld f.Krv kominn frá Heliopolis á dögum Ágústusar keisara, sem lét setja hann niður á leikvanginn fræga, Circus Maximus, en Sixtus páfi lét flytja hann og endurreisa hér í lok 16. aldar. Systurkirkjurnar tvær, S.Maria di Montesanto og S.Maria dei Miracoli, prýða þetta torg, ásamt þriðju Maríukirkjunni, S.Maria del Popolo. Frá torginu liggur ein aðalgata Rómar, Via del Corso alla leið að Feneyjartorgi en mót norðri er Porta del Popolo, áður Porta Flaminia Rómveija, aðalhlið borgarinnar úr norðri. Handan ár- innar ber tum Péturskirkju hæst og til hægri við hana byggingar páfagarðs, Vatikanið, sem er sjálf- stætt og óháð ríki undir stjóm páf- ans og kardinála með eigin utanrík- isþjónustu, dómstól, útvarp, sjón- varp, dagblað og póstþjónustu. Páfaveldið mikla sem var, er nú orðið minnsta ríki heimsins mitt í sjálfri Róm, samkvæmt Lateran samningnum frá 1929, en áhrif þess ná um allan heiminn. Nokkra nær en Péturskirkjan en í sömu stefnu sézt hringlaga kastali, eitt af kenni- leitum Rómar og stórvirkjum fortíð- ar, sem mikil saga tengist og örlög, enda hefur hann gegnt mörgum hlutverkum, en í upphafí lét Hadrian keisari reisa hann sem grafhýsi sitt, Engilsborg, Castel Sant’ Angelo á bakka árinnar, en Engilsbrú liggur yfír alsett fögram styttum. Nokkru nær og einnig á norðurbakka árinn- ar rís dómhöllin, Palazzo di Giustiz- ia, risastór skrautbygging úr hvítu travertine, reist um síðustu aldamót í eins konar samblandi af nýklass- ískum stfl með barrokkáhrifum og alsett höggmyndum. Við rennum augunum lengra til vesturs og greinum hvolfþakið á Pantheon, og skammt þaðan tum kirkjunnar S. Andrea della Valle, en Kapítólhæðin í vestri hverfur næstum bakvið stærsta minnismerki heimsins, reistu úr hvítum marmara í minn- ingu Viktors Emanuels konúngs og sameinaðrar Ítalíu á áranum 1885- 1911 og stendur utan í Kapítólhæð- inni við Feneyjatorg. Eftir að hafa virt þessi kennileiti Rómaborgar fyrir okkur um stund og dáðst að útsýninu höldum við niður af Pincio hæðinni eftir Viale del Belvedere í átt að Spánartorgi, Piazza di Spagna, og hinum frægu þrepum, sem era við það kennd. Eftir skamma stund komum við að frægri kirkju, Trinitá dei Monti, með stóran obelísk fyrir framan og gnæfír hvort tveggja yfir þrepin, sem tengja hæðina við torgið fyrir neðan. Allt frá 17. öld hefur þessi staður verið einn mesti segull Rómar og miðstöð listamanna. Skáld, málarar og tón- snillingar dvöldust hér langtímum saman og má nefna Tennyson, Stendhal, Balzac, Hans Andersen, Byron, og er þar hús með nafni hans, en á hominu er minningasafn um ensku skáldin Keats og Shelly I húsinu þar sem Keats dó 1821. Og ekki má gleyma Goethe, Ru- bens, Liszt og Wagner, hér liggur andi þeirra í loftinu. Ekki getur maður varizt þeirri hugsun að minna fari fyrir andríki unglinganna sem fylla þessi þrep í dag og öll kvöld fram á nætur. Suma daga er blóma- markaður á tröppunum, 'en neðan þeirra er hinn fegursti gosbrímnur i bátslíki, La Barcaccia, en höfundur hans var Pietro Bemini, faðir hins fræga Gian Lorenzo Bemini, sem var aðalmyndhöggvari og arkitekt barrokktímans í Róm. Handan torgsins er spænska sendiráðsbygg- ingin og frá því liggja til norðurs frægustu verzlanagötur Rómar, Via Condotti og Via della Croce með frægan tízkuvarning. Við látum þær ekki trafla athygli okkar að þessu sinni en snúum til vinstri og göngum undir styttunni af Maríu Guðsmóður á risahárri súlu, en hún var reist um miðja síðustu öld, til staðfesting- ar kirkjuþings á hinum flekklausa getnaði. Eftir að hafa virt fyrir okk- ur öll þessi undur og stórmerki setj- umst við niður stundarkom á gang- stéttarkaffi að gæða okkur á ís eða því sem er enn betra við þorstanum, té freddo, köldu tei, sem er mikill svaladrykkur hjá Rómveijum. Síðan röltum við áfram eftir Propaganda götu og yfír Tritone stræti hjá Hot- el delle Nazione, en þaðan er steinsnar yfír að óskabrunninum, Fontana di Trevi. Þetta er frægasti gosbrunnur Rómar og sennilega alls heimsins, íburðarmikil barrokk myndþyiping, prýddur gyðjum og fnæsandi stóðhestum spenntum fyr- ir æki Neptúnusar sjávarguðs. Hér ber ferðamaður fram ósk sína um leið og hann kastar smápening um öxl sér í brunninn með bæn um að óskin rætist, og lætur taka af sér mynd. Hér er jafnan mikil þyrping fólks úr öllum heimshomum að skoða Róm, listina og mannlífíð. Trevibrannurinn er eitt þeirra minn- ismerkja Rómar, sem nýlokið er að hreinsa og gera við, svo að hann er sem nýr, en fjöldi bygginga er í viðgerð - in restauro - eða bíður viðgerðar. Næst tökum við stefnuna á undurfagurt torg skammt frá, Piazza Colonna, og er auðveldast að ganga aftur eftir Via Tritone og halda um 100 metra spöl niður eft- ir götunni unz komið er á torgið. Á því miðju er 30 metra há sívöl súla með myndvafningi sem sýnir atriði úr ævi hins merka keisara og heim- spekings Markúsar Árilíusar. Sixtus páfi fímmti lét fjarlægja styttu keis- arans af toppi súlunnar og setja Pál postula þar í staðinn. Það er varla hægt að slíta sig burtu af þessu torgi frá fögram samræmdum línum bygginganna á allar hliðar. Chigi höllin ber af, einföld, sviphrein frá endurreisnartímanum, en forhliðinni var ekki lokið fyrr en 1630, þegar barrokkstfllinn hafði náð yfírhönd- inni. Þarna var utanríkisráðuneytið áður til húsa en nú forsætisráðu- neytið. Til annarrar hliðar er Palazzo Wedekind, reist á síðustu öld en með súlnagöngum úr fomum jónískum súlum frá borginni Weii. Þar er nú stórblaðið Tempo til húsa. Á hina höndina er Galleria, eins konar yfírbyggð Kringla frá alda- mótunum síðustu, verzlunarmiðstöð í líkingu við Galleríin stóra í Milano. Héðan göngum við nokkur skref yfír á Piazza di Montecitorio, þar sem enn einn myndskreyttur óbel- íski frá Heliopolis gnæfir framan við barrokkhöll frá lokum 17. aldar. Nú verður gott að setjast niður á einu þekktasta veitingahúsi Róm- ar, La Camaccia í Via della Guglia í næstu götu og gæða sér á ítölskum sérréttum og góðu víni frá Sikiley, áður en við höldum göngunni áfram. Þetta er staður fræga fólksins, og veggina prýða myndir af þekktum stjómmálamönnum og listamönn- um. Eigandinn sjálfur, Ruggiero Salvatore, tekur okkur opnum örm- um, og eftir að heyra að ég hef verið í heimaborg hans á Sikiley, leysir hann okkur út með flösku af gæðavíni þaðan að skilnaði. Þótt enn sé langt eftir dags, verðum við nú að fara hratt yfír sögu. í nágrenninu er Steintorgið, Piazza di Pietra, þar sem súlumar úr hofí Neptúnusar mynda nú einn vegginn í kauphöll Rómaborgar, Piazza della Rotonda, með beztr varðveitta stórhýsi fornaldar, Pant- heon, þaðan yfir Piazza Madonna með samnefndri höll, þar sem ít- alska þingið, senatið, er til húsa og yfir á fegursta torg heimsins, Piazza Navona með gosbranna sina og samræmdar byggingar, leiksvið lífs- ins í Róm í tvö þúsund ár, frá dög- um Domitians, sem lét gerá hér leik- vang fyrir ýmsar keppnir að grískri fyrirmynd árið 86. Hér vora gleði- hús borgarinnar á þeim tíma sem dýrlingurinn heilög Agnes var flett klæðum framan við eitt þeirra við háð og spott lýðsins, en nú stendur kirkja eftir meistarann Borromini á staðnum og ber nafn hennar. Mark- aður borgarinnar fluttist hingað á 15. öld frá Kapitólhæð, og í fram- haldi af því hófst uppbyggingin sem náði fullkomnun á dögum Innocen- tíusar páfa á 17. öldinni. Nú er torg- ið aðsetur götulistamanna og stefnumótsstaður elskenda og feg- urðardýrkenda hvaðanæva að. Enn er langt til kvölds, en hér verður þessari gönguferð að ljúka með þökk fyrir samfylgdina. Róm er hin eilífa borg, og þangað horfír heimur- inn enn í leit að upprana sínum og fyrirmynd. Fæstum endist, ævin til að skoða hana til hlítar, en hún kallar á þig aftur og aftur eins og drottning örlaganna. P.S. Þeim, sem vilja sjá raunvera- legar myndir af þeim stöðum, sem minnzt er á í greininni, er boðið á myndasýningu frá Róm í B-sal Hót- el Sögu kl. 20.30 í kvöld. Höfundur er ferðamálafrömuður. Tölvunámskeið 10. - 21. ágúst '92 Excel 4.0 töflureiknir 10. ■ 14. ágúst kl. 16:00-19:00 Macintosh eða PC ••• Macintosh fyrir byrjendur Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikerfi 17.- 21. ágústkL 16:00-19:00 og kvöldnámskeið 10.-24. ágúst, tvisvarí viku ••• Tölvusumarskóli 10-16 ára Frábært námskeið fyrirpilta og stúlkur Kennt á Macintosh eða PC 17. ág. -4. sep. kl. 09:00-12:00 eða 13:00-16:00 ••• Windows 3.1 • PC grunnur 1.16:00-19:0 17.-19. ágústkl. 16:00-19:00 ••• Kennarabraut Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun og tölvunotkun Kvöldnámskeið mán og miðvd. 10.-24. ágúst Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • stofnuð l, mars 1986 Sími 68 80 90 Þú ert öruggur með FRAM smur- og loftsíur. Ijnaust Borgartúni 26 Stmi: (91) 62 22 62 Ertu íbílahugleiðingum? sr SKUTBILL Daglegt amstur gerir ólikar kröfurtil bifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubils, ódýren öflugur þjónn, sem mælir með sér sjálfur. Veldu þann kost, sem kostar minnal 'tokr. 47S4S4.. Opið kl. 9-18. Laugard. 10-14 Bifrei&ar og landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.