Morgunblaðið - 06.08.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
17
„Dáinn, horfinn — harmafregn."
Þessi fleygu orð komu mér ósjálf-
rátt í hug við lát tengdaföður míns,
Páls Líndals.
Páll var fæddur síðla árs 1924
og var því aðeins 67 ára að aldri
þegar hann varð bráðkvaddur og
þannig hrifinn allt of skjótt burt
úr þessum heimi. Eflaust munu
aðrir gera grein fyrir ætt hans og
starfsferli, en mig langar til þess
að fara nokkrum orðum um kynni
mín af honum og hvern mann hann
hafði að geyma.
Fundum okkar Páls bar fyrst
saman á því herrans ári 1968 og
hefur hann eflaust, þótt frjálslyndur
væri, litið homauga þennan síð-
hærða piltung sem farinn var að
gera hosur sínar grænar fyrir dóttur
hans, en mjög kært var jafnan með
þeim feðginum. Kynni okkar áttu
eftir að þróast og breytast í einlæga
vináttu og fannst mér að vináttu-
böndin styrktust með ári hverju.
Páll er án nokkurs efa fjölfróð-
asti maður sem ég hef kynnst. Það
var nánast sama hvar borið var
niður, hvergi kom maður að tómum
kofanum: Saga, listir, stjómmál í
víðustu merkingu þess orðs, nátt-
úruvísindi og þannig mætti áfram
telja. Ef til vill var þó mannlífið
sjálft, sem ekki verður dregið í dilk
neinnar fræðigreinar, tengdaföður
mínum hvað hugleiknast og
ógleymanlegar eru frásagnir hans
af mönnum af öllum stéttum og
gerðum, ekki síst þeim sem settu
svip á bæinn á fyrri tíð, en þar
naut sín best óvenju rík frásagnar-
gáfa hans og annáluð kímnigáfa.
Að sjálfsögðu barst tal okkar ein-
att að lögfræðinni, einkum þeirri
grein hennar sem fjallar um stjórn-
völd og skipti þeirra við borgarana.
Hér sem oft endranær var tengda-
faðir minn snillingur í því að snúa
hlutverkum við, gera mig að læri-
föður meðan hann, að hætti Sókrat-
esar, brá sér í hlutverk hins náms-
fúsa nemanda meðan hann í raun
miðlaði mér af sinni miklu þekkingu
og reynslu á þessu sviði.
Áhugi Páls á listum og menningu
leyndi sér ekki. Hann unni tónlist
og lék sjálfur á píanó. Myndlistar-
smekk hans var við brugðið enda
hef ég það fyrir satt að hann hafi
á sínum tíma annast kaup á lista-
verkum fyrir Reykjavíkurborg, þar
á meðal fest kaup á mörgum þeim
höggmyndum sem nú prýða borg-
ina. Ég hygg þó að bókmenntirnar
hafi skipað öndvegi í huga hans
enda voru bækumar aldrei langt
undan þegar maður sótti hann heim
og oft voru þær fleiri en ein bæk-
urnar, sem lágu opnar við hlið hans,
stundum hver úr sinni áttinni.
Ritstörf voru Páli hugleikin. Þeg-
ar litið er á þau rit og þær grein-
ar, sem eftir hann liggja, eru afköst-
in ótrúleg þegar það er haft í huga
að lengstum gegndi hann vanda-
sömum ábyrgðarstörfum, fyrst hjá
Reykjavíkurborg og síðar í Stjóm-
arráðinu. Það em einkum bækur
hans um Reykjavík sem munu halda
nafni hans á lofti um ókomin ár.
Séu þessar bækur lesnar kemur í
ljós hvílík vinna býr þar að baki
þótt tengdaföður mínum hafi lík-
lega veist sú vinna auðveldari en
öðmm, ekki síst vegna þess hve
ótrúlega minnugur hann var á menn
og málefni.
Ég gæti lengi haldið áfram að
lýsa mannkostum Páls, en líklega
væri farin að síga á honum brúnin
eftir það sem á undan er komið. Ef
ég ætti að lýsa lífsviðhorfum hans í
sem stystu máli þá var eins og það
byggju í honum tveir menn sem
eflaust áttu í nokkurri baráttu, hvor
við annan: Öðmm þræði var hann
varkár og vandaður embættismaður,
en jafnframt einlægur umbótasinni
sem hikaði ekki við að feta ótroðnar
slóðir þegar svo bar undir.
Fráfall hans nú kom okkur öllum
í opna skjöldu. Aðeins hálfum mán-
uði áður höfðum við í nánustu fjöl-
skyldunni bmgðið okkur út í Viðey
og snætt þar kvöldverð í tilefni af
fertugsafmæli Jóns Úlfars, mágs
míns. Er mér það í fersku minni
hve tengdafaðir minn var innilega
glaður í þetta skipti og stendur
hann mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum er við sigldum til lands og
horfðum á kvöldsólina baða sig í
sjónum meðan við hlýddum á hann
rifja upp hvetja söguna af annarri
úr Viðey.
Upphafsorðin hér að framan era
tekin úr eftirmælum Jónasar Hall-
grímssonar um langalangafa
tengdaföður míns, séra Tómas Sæ-
mundsson. Upphaf þessa erfiljóðs á
ekki síður við nú, einni og hálfri
öld síðar:
Dáinn, horfinn - harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Eiríkur Tómasson.
Þegar ég settist í fyrsta bekk
gamla Menntaskólans í Reykavík
haustið 1937, urðum við Páll Líndal
sessunautar og síðar nánir félagar
alla okkar skólatíð. Það má reyndar
segja, að kynni okkar hafi þá þegar
staðið djúpum rótum, því bæði
mæður okkar og ömmur voru alda-
vinkonur, svo að leiðir okkar höfðu
legið saman strax í bernsku.
Þótt hann væri ekki hár í loftinu,
hvorki þá né síðar, varð Páll fljót-
lega fyrirferðarmikill meðal þeirra
bekkjarfélaga og vina, sem haldið
hafa hópinn nokkuð óslitið allar
götur síðan. Létt lund, gamansemi
og fjölbreytt áhugamál Páls krydd-
uðu samvemstundirnar og öfluðu
honum vinsælda, hvar sem hann
fór. En þótt Páll léti sér fátt óvið-
komandi á þessum ámm, nema ef
vera skyldi stærðfræði og raunvís-
indi, var þó snemma ljóst, að sagn-
fræði og hvers konar lifandi fróðleik-
ur um sögu þjóðar og einstaklinga
stóð honum hjarta næst. Hann hafí
frábært minni og kunni áreiðanlega
meira bæði í almennri sögu og Is-
landssögu í fyrsta bekk, en margir
stúdentamir gera nú á dögum.
Þegar kom að því að velja sér
námsgrein, varð þó lögfræðin sagn-
fræðinni yfirsterkari, enda fetaði
hann þar í fótspor föður síns og
beggja afa. Ekki skal hér rakinn
starfsferill Páls í einstökum atrið-
um, en honum vom um ævina falin
fleiri trúnaðarstörf en upp verða
talin í stuttu máli. Lengst af starf-
aði hann þó hjá Reykjavíkurborg
sem skrifstofustjóri borgarstjóra og
síðan borgarlögmaður, en síðast
gegndi hann embætti ráðuneytis-
stjóra í hinu nýja umhverfisráðu-
neyti. Hann var lengi formaður
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
og sinnti mjög skipulags- og nátt-
úrverndarmálum. Ér varla of mælt,
að Páll hafi verið öllum samtíma-
mönnum sínum fróðari um um-
hverfis- og sveitastjórnarmál, enda
ritaði hann margt um þau mál.
Þrátt fyrir erlisöm embættisstörf,
hafði Páll ætíð tíma tl þess að viða
að sér sögulegum fróðleik og rita
um þau efni. Honum var saga
Reykjavíkur sérstaklega hugleikin
og var hann á því sviði nokkurs
konar arftaki Jóns biskups Helga-
sonar, ömmubróður síns, sem einna
mest hafði áður ritað um sögu
Reykjavíkur. Á þessu sviðr vann
Páll stórvirki, sem lengi munu halda
nafni hans á lofti. Er það vissulega
mikill skaði, að hann skyldi ekki
Sjá síðu 32
SÍÐUSTU SÆTIN
til Spánar í ágúst
& með Turavia t
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til
Benidorm í ágústmánuði með Turavia,
einni stærstu ferðaskrifstofu Spánar
á hreint frábæru verði.
— beint leiguflug
Verð frá kr. 32.900, ■ í ágúst
Verð per mann m.v. hjón með 2 börn 2-15 ára, í eina viku, Gemelos 2.
1 vika 2 vikur 3 vikur J
1 2 í íbúð 38.900,- 49.900,- 57.900,- Æ
■ 3 í íbúð 36.900,- 45.900,- 49.900,-■
W 4 í íbúð 35.900,- 39.700,- 46.400,- W
w Barnaafsláttur: 2-15 ára kr. 6.000,- 1
Brottför:
7. ágúst uppselt
14. ágúst 4 sæti laus
21. ágúst uppselt
28. ágúst viðbótarsæti
4. sept. viðbótarsæti
TURAVIA
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
D filef-úvi af
OlympíuleikuKvum
býdu^ Rökvuí
vavrdvei+id mirvrvirvgamar
v' Verö kr. stgr.
VMC-1 Hitachi veltivél 59.900,-
VME10 Hitachi 8mm HiFi 69.800,-
=^>- VME25 Hitachi 8mm HiFi 64xZoom! 89.900,-
VMS83 Hitachi S-VHS HiFi med öllu 109.900,-
Isi fil act pjó+a
VTM728 Hitachi fjarst./sjálfhreins.
ITT 3722 Mokia ASOplus háskerpa
ITT 3742 Mokia AS0plus/3 hausa
VTM860 Hitachi Micam HiFi 4 hausa
Veró kr. stgr.
34.900, -
38.900, -
47.900, -
69.900, -
sem
Kljc
omar
vel
Hitachi TR640 kassettutæki
> Hitachi 3D88 ferdatæki 80W
MD-200 hljómtækjasamst.
MD-300 med 5 diska geislaspilara
Verö kr. stgr.
5.900,-
15.900, -
49.900, -
69.900, -
RÖNNING
SUNDABORG 15
sími
685868
fymm l< Ka a
14“ ITT Nokia TV3711
20" ITT Nokia TV5123
25" ITT Nokia TV6363 Nicam HiFi/Texi/BlackPlanigon
=*> 25“ Hitachi C25P445 Nicam HiFi/Texi/SQF
Verð kr. stgr.
,27.900,-
38.900, -
89.900, -
92.900, -
j HITACHI