Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
Útvegsmenn á Austurlandi:
Lögiim um Hagræð-
ingarsjóð verði breytt
ÚTVEGSMANNAFÉLÖGIN tvö á Austurlandi héldu í gær fund á
Egilsstöðum með þingmönnum Austulandskjördæmis. Nær 40 útvegs-
menn af Austfjörðum sátu fundinn. Á fundinum var fjallað um við-
brögð austfirskra útvegsmanna við skerðingu ríkisstjórnarinnar á
aflamarki. Að sögn Guðbjarts Össurarsonar formanns Útvegsmanna-
félags Hornafjarðar ríkti einhugur meðal fundarmanna hvar í stjórn-
málaflokki sem þeir standa. Eiríkur Ólafsson formaður Útvegsmanna-
félags Austfjarða segir að þingmenn kjördæmisins hafi sýnt fullan
skilning á þeim alvarlegu afleiðingum sem skertar veiðiheimildir hafa
á atvinnulíf á Austurlandi.
Fundurinn samþykkti tvær álykt-
anir. í annarri þeirra lýsir fundurinn
áhyggjum sínum vegna þess ástands
sem er að skapast á Austurlandi
vegna úthlutunar á aflamarki fyrir
næsta fiskveiðiár. Jafnframt er skor-
að á Alþingi að breyta lögum um
Hagræðingarsjóð þannig að honum
verði beitt til að bæta án endur-
gjalds mestu skerðinguna á botn-
100 ára
afmæli
HELGA Jónsdóttir varð
hundrað ára í gær, miðviku-
daginn 5. ágúst. Helga hélt
upp á daginn ásamt aðstand-
endum í Skjóli, umönnunar-
og hjúkrunarheimili, þar
sem hún er vistmaður.
Helga fæddist að Bakka í
Ölfusi 5. ágúst 1892 en ólst
upp á Læk í Ölfusi. Hún flutt-
ist til Reykjavíkur árið 1924.
Eiginmaður hennar var Guðjón
Brynjólfsson og áttu þau þrjú
börn.
Að sögn Valgerðar Guðjóns-
dóttur, dóttur Helgu, er Helga
rúmföst en em eftir aldri og
fylgist vel með. Valgerður
sagði að móðir sín þakkaði
háan aldur reglusemi bæði
hvað varðar vín og tóbak, og
að hún hefði ætíð verið hraust
og vinnusöm.
Eldur á
geymslu-
lofti
ELDUR kom upp á geymslulofti
timburhúss við Hverfisgötu í
fyrrinótt. Kviknað hafði í hrúgu
af dóti, sem lá á miðju gólfi.
Rannsóknarlögreglan telur að
um íkveikju geti verið að ræða,
en einnig komi aðrar orsakir tií
greina.
Vegfarandi tilkynnti um eittleyt-
ið um nóttina að reykur kæmi und-
an þakskeggi hússins. Slökkviliðið
kom á vettvang og gekk slökkvi-
starf vel.
Búið er á tveimur hæðum húss-
ins, en íbúar sluppu óskaddaðir frá
brunanum.
fískveiðiheimildum nú og í fyrra.
í hinni ályktuninni er þeim tilmæl-
um beint til stjórnvalda að þau beiti
sér fyrir aðgerðum sem auðveldi
fyrirtækjum í sjávarútvegi að takast
á við fyrirsjáanlegan vanda. Þær
aðgerðir sem nefndar eru í ályktun-
inni eru lenging lána, frestun af-
borgana og að opinberum álögum
verði létt af sjávarútveginum.
Telpa
brenndist
TVEGGJA ára gömul telpa var
flutt vegna brunasára frá Borg-
arfirði til Reykjavíkur með þyrlu
Landhelgisgæslunar um helgina.
Telpan sem dvaldist ásamt fjöl-
skyldu sinni í Svínadal brenndist
af heitu vatni og var fyrst flutt
á sjúkrahúsið á Akranesi.
Landhelgisgæslan fékk útkall um
klukkan korter yfir eitt aðfaranótt
sunnudags um að ná í brennt bam
á sjúkrahúsið á Akranesi. Ólafur
Baldvinsson, læknir á sjúkrahúsinu
á Akranesi, sagði að komið hefði
verið með telpuna um klukkan eitt
eftir miðnætti og hefði henni verið
veitt fyrsta meðferð til þess að
koma í veg fyrir lost. Strax hefði
verið kallað á þyrluna þar sem ljóst
hefði verið að telpan þyrfti á ítar-
legri meðferð að haldá.
Komið var með telpuna um tvö-
leytið til Reykjavíkur og hún flutt
á gjörgæsludeild Landspítalans.
Aðalbjöm Þorsteinsson, læknir á
Landspítalanum, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að telpan hefði
gengið undir aðgerðir vegna bmn-
ans og væri líðan hennar bærileg
miðað við aðstæður.
Júli 1992 Framköllun og stækkun Verð per mynd 12 mynda 24 mynda 36 mynda Eftirtaka Verð per mynd 13x18 cm 10x24 cm 20x30 cm
Amatörverslunin, Laugavegi 82, Rvík 1)672 1)1104 1)1536 150
Express, Suðurlandsbraut 2, Rvík 2)650 2) 1070 2) 1490 185 495 620
Filman, Hamraborg 1, Kópavogi 3) 672 3)1104 3) 1530 170
Framköllun, Þverholti 9, Mosfellsbæ 2) 674 2)1118 2) 1562
Framköllun Miðbæjarmynda, Lækjargötu 2, 670 1090 1510 175 495 590
Rvík
Framköllun á stundinni, Ármúla 30, Rvík 655 1075 1495 185 495 620
Hans Petersen, Bankastræti 4, Glæsibæ, 4)723 4)1191 4) 1659 195 580 620
Kringlunni og Laugavegi 178 Rvík
Hugföng, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi 2) 684 2)1128 2) 1572 195 490
Litsel, Austurstræti 6, Rvík 5) 689 5)1133 5) 1577 180
Ljóshraði, Eiðistorgi 11, Seltjn. ogHamra- 672 1104 1536
borg 5, Kópav.
Ljósmyndabúðin, Ingólfsstræti 6, Rvík 437 718 998 120 495 620
Ljósmyndahúsið, Reykjavíkurvegi 68, Hafn- 655 1075 1495 185 495 620
Ljósmyndavörur, Skipholti 31, Rvík 650 1070 1490 160
Regnbogaframköllun, Síðumúla 34, Rvík 2) 689 2)1133 2) 1577 185
Sælgætis- og vídeóhöllin, Garðatorgi, 2) 684 2)1128 2) 1572 195 490
Garðabæ
Tónborg, Hamraborg 7, Kópav. 2) 684 2) 1128 2) 1572 195 490
Úlfarsfell, Hagamel 67, Rvi'k 628 1036 1444
Fuji-búðin, Sunnuhlíð 12, Akureyri 682 1114 1546
Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti 106, Akureyi 2) 689 2)1133 2)1577 185 580 620
Pedro-myndir, Skipagötu 12, Akureyri 694 1138 1582 190
Hraðmynd, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum 689 1133 1577
Myndasmiðjan, Dynskógum 4, Egilsstöðum 7) 689 7)1133 7) 1577 185 590 675
Meðalverð 665 1092 1520 179 528 587
Hæsta verð 723 1191 1659 195 590 675
Lægstaverð 437 718 998 120 495 490
Mismunur í krónum 286 473 661 75 95 185
Mismunur í prósentum 65% 66% 66% 62% 19% 38%
1) Ódýrara eftir eins dags bið. 2) Filma fylgir framköllun. 3) Filma fylgir framköllun eða 50% afsláttur af 4.
hverri framköllun. 4) 50% afsláttur af 5. hverri filmu. 5) 10% staðgreiðsluafsláttur eða frí filma. 6) 11. filma
framkölluð frítt.
Verðkönnun á framköllun og stækkun:
Rúmlega 60% verð-
miinur milli verzlana
í JÚLÍMÁNUÐI var gerð verð-
könnun á vegum Verðlagsstofn-
unar á þjónustu framköllunar-
fyrirtækja. Verð var kannað hjá
21 fyrirtæki á höfuðborgarsvæð-
inu og 5 fyrirtækjum á lands-
byggðinni. Auk þess að kanna
verð á framköllun og stækkun
var athugað verð á tveimur mik-
ið seldum filmum á markaðinum.
Helstu niðurstöður könnunarinn-
ar eru eftirfarandi:
1. Verð á framköllun og stækkun
var lægst hjá Ljósmyndabúðinni
Ingólfsstræti 6 en hæst í versl-
unum Hans Petersens. Fram-
köllun á 36 mynda filmu og
stækkun miðað við 10x15 cm
stærð mynda kostar 1.659 kr.
þar sem hún er dýrust og 998
kr. þar sem hún er ódýrust.
Verðmunurinn er 66%. Tekið
skal þó fram að veittur er 50%
afsláttur af framköllun og
stækkun 5. hverrar filmu hjá
verslunum Hans Petersens.
2. Verð á eftirtökum er lægst hjá
Ljósmyndabúðinni Ingólfsstræti,
Flugleiöir:
Ætla að bjóða 10-17 pró-
sent lægri haustfargjöld
FLUGLEIÐIR hafa sótt um leyfi
til að bjóða haustfargjöld sem í
flestum tilfellum eru lægri en
árið áður. Einnig er fyrirhugað
að fargjöldin taki gildi mánuði
fyrr en venjulega. Ef samþykki
fæst verður til dæmis boðið upp
á einstaklingsfargjald til
Glasgow frá 1. september fyrir
21.000 krónur án flugvallar-
skatts.
Að sögn Margrétar H. Hauks-
dóttur hjá Flugleiðum hefur eftir-
spum eftir stuttum ferðum aukist
mjög undanfamar vikur og segir
hún greinilegt að fólk ætli að leggja
í haustferðir sínar fyrr en oft áður.
Undanfarin ár hafa haustfargjöld
Flugleiða staðið til boða frá 1. októ-
ber en þeim er nú flýtt um mánuð.
Samkvæmt tilkynningu Flugleiða
þess efnis verður það gert til að
koma til móts við þessa auknu eftir-
spum.
í upplýsingum frá Flugleiðum
segir að með nýju fargjöldunum
mun einstaklingur á leið til New
York greiða 32.990 kr. fyrir utan
flugvallarskatt og svarar það til
17% lækkunar miðað við árið áður
en þá hefði hann þurft að greiða
39.750 kr. Einstaklingsfargjald til
London lækkar um rúm 10% og
verður nú 25.900 kr.
Að sögn Margrétar Hauksdóttur
hafa neytendur sýnt snögg viðbrögð
við verðlækkuninni. í gær hringdu
2.316 manns í farskrárdeild Flug-
leiða. Gamla metið var 1.900 manns
á dag, en að jafnaði hringja um
1.300 manns í farskrárdeildina dag-
lega.
Helgi Jóhannsson, formaður Fé-
lags íslenskra ferðaskrifstofa, sagð-
ist alltaf fagna því þegar fólk gæti
nýtt sér lág fargjöld. Hins vegar
mætti ekki gefa sér að hér væri
einhver stórkostleg lækkun á ferð-
inni. Helgi sagði að honum virtist
að fyrirhuguð fargjöld Flugleiða
væra svipuð þeim sem ferðaskrif-
stofur hefðu boðið upp á síðasta
haust. Helgi taldi ennfremur að eini
munurinn væri einstaklingsfar-
gjöldin sem flugfélagið hefði ekki
haft á boðstólum í fyrra. Hann sagði
að þau væra til hagsbótar fyrir þá
sem ætluðu í ættingjaheimsóknir
og því um líkt en strax og viðkom-
andi þyrfti að greiða gistingu kæmi
dæmið út á eitt.
eða 120 kr. fyrir 13x18 cm stóra
eftirtöku. Hæsta verð er hjá
verslunum Hans Petersens,
Hugföngnm Eiðistorgi 13, Sel-
tjarnarnesi, Sælgætis- og vídeó-
höllinni, Garðatorgi, Garðabæ
og Tónborg, Hamraborg 7,
Kópavogi. Kostaði eftirtakan
195 kr. fyrir 13x18 cm eftir-
töku. Verðmunurinn er 62%.
3. Verðmunur á milli verslana á
Kodak Gold 36 mynda filmu er
í flestum tilvikum óverulegur.
Það var ein verslun, Mynda-
smiðjan, Dynskógum 4, Egils-
stöðum, sem seldi filmuna á kr.
515 kr. Aðrar verslanir seldu
filmuna á 570-580 kr. Verð-
munur á Fujicolor 36 mynda
fílmu var einnig óverulegur,
nema í tveimur tilvikum. Mynda-
smiðjan á Egilsstöðum seldi
fílmuna á kr. 445 og Fuji-búðin,
Sunnuhlíð 12, Akureyri seldi
fílmuna á 460 kr. meðan aðrar
verslanir seldu hana á kr. 520.
4. Frá því síðasta könnun var gerð
í júní 1991 hefur verð á fram-
köllun og stækkun að meðaltali
hækkað um 1-4%. Einstaka fyr-
irtæki hafa hækkað verðið á
þjónustunni um 3-11%, hjá
sumum er verðið óbreytt, en hjá
nokkrum hefur verðhækkun ver-
ið 3-8%. Verð á fílmum er nán-
ast óbreytt frá því í júní á síð-
asta ári.
Tveir slasast í vinnuslysi
VINNUSLYS varð í húsi Prentsmiðju Morgunblaðsins í gær. Blásara-
mótor féll á Ijóra iðnaðarmenn, sem störfuðu í húsinu á vegum verk-
taka. Tveir iðnaðarmannanna slösuðust, annar alvarlega.
Iðnaðarmennimir vora að setja
upp blásara í blásaraklefa á þriðju
hæð hússins. Blásaramótorinn, sem
Ljóðalestur og jazz í Djúpinu
BRAGI Ólafsson og Sjón munu í
kvöld, fimmtudaginn 6. ágúst kl.
21.30, lesa upp úr verkum sinum
í Djúpinu, kjallara Hornsins við
Hafnarstræti, við undirleik jazz-
kvartetts sem hefur verið settur
saman í þvi tilefni.
Kvartettin skipa Úlfar Ingi Har-
aldsson, bassi, Jóel Pálsson, tenór-
og sópran-saxófónn, Matthías
Hemstock, trommur, og Hilmar
Jensson, rafmagnsgítar.
vegur 300 kíló, var hífður upp með
blökk, sem fest var í loftið með
kaðli. Kaðallinn slitnaði og féll
mótorinn á fjóra menn. Tveir sluppu
ómeiddir, en tveir voru fluttir á
slysadeild.. Annar slasaðist alvar-
lega, lærbrotnaði meðal annars, og
varð að gangast undir aðgerð.
Á slysadeild Borgarspítalans
fengust þær upplýsingar í gær-
kvöldi að líðan mannsins sem
gekkst undir aðgerð væri þokkaleg
eftir atvikum.