Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Ferð Atlantis lengist TALSMENN bandarísku geim- ferðamálastofnunarinnar sögðu í gær að ferð geimfeijunnar Atlantis yrði lengd um einn dag svo að áhöfnin fengi aftur tæki- færi til að reyna að koma ítölsk- um gervihnetti á braut en það mistókst á þriðjudag. Örmjó taug milli feijunnar og hnattar- ins flæktist á vindu en vonir stóðu til að hægt yrði að lag- færa hana. Samanlagt eru feij- an og gervihnötturinn stærsti hlutur sem menn hafa komið á braut umhverfis jörðu. Friður í Mós- ambík? VONIR um að árangur náist fljótlega í friðarviðræðum stjómvalda og skæmliða Ren- amo-hreyfíngarinnar í Mósam- bík jukust í gær eftir að fyrsta fundi deiluaðila lauk í Róm. Utanríkisráðherra Ítalíu, Emilio Colombo, hafði milligöngu um fundinn. Milljón manna hefur týnt lífí í átökunum í Mósambík sem hófust 1976 og hungurs- neyð er nú yfirvofandi vegna uppskembrests. Reagan ekki ákærður LAWRENCE Walsh, sérstakur rannsóknardómari í íran- contramálinu bandaríska, hefur skýrt Ronald Reagan, fyrrver- andi forseta, frá því að þáttur hans í málinu sé ekki undir smásjánni. í bréfí til lögfræðings Reagans segir Walsh að hann líti á forsetann sem vitni en ekki sakboming. Frakkar styðja Maastricht- samning MEIRIHLUTI Frakka mun greiða atkvæði með Maastricht- samningnum um nánara sam- starf aðildarríkja Evrópubanda- lagsins, ef marka má nýja skoð- anakönnun. 56% þeirra sem tek- ið hafa afstöðu lýstu yfír stuðn- ingi en 44% vom á á móti. Kos- ið verður 20. september. Deilt um kosn- ingareglur YFIRMAÐUR bráðabirgða- stjómar Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu, Japaninn Yasushi Akashi, ákvað í gær að sam- þykktar hefðu verið reglur um tilhögun kosninga í landinu, enda þótt talsmenn Rauðu khmeranna hefðu lýst andstöðu sinni við þær. Aðrir deiluaðilar í landinu vom samþykkir regl- unum. Lögreglu- menn fyrir rétt Alríkisdómstóll í Bandaríkj- unum hefur ákært þijá lögreglu- menn í Los Angeles fyrir að misþyrma blökkumanninum Rodney King á síðasta ári. Mannskæðar óeirðir urðu í sum- ar er kviðdómur sýknaði menn- ina en myndbandsspóla þótti sanna sekt þeirra. .. mi X'Tfrnimá fy; ■ Jg Reuter Hátt í hundrað þúsund blökkumenn kröfðust lýðræðislegra stjórnarhátta í Suður-Afríku í gær. Á mynd- inni sést kröfugangan í stjórnaraðsetrinu Pretoriu. Farsímar varasamir? London. Reuter. BRESK stjórnvöld hyggjast í samvinnu við nokkur rafeinda- vörufyrirtæki láta kanna hvort farsímar gefi frá sér svo sterkar hátíðnibylgjur að hættulegt geti reynst fólki. Könnunin mun vara í þijú ár. Talið er að hættan á heilsutjóni sé afar lítil en opinber stofnun er annast vamir gegn hátíðnibylgjum segir að athugað verði hvort tíð notkun tækjanna geti aukið vöxt krabbameinsvalda. Talsmaður stofnunarinnar sagði að bráða- birgðarannsóknir bentu ekki til þess að símar sem nú eru í notkun væm varasamir en nýjar gerðir, sem væri verið að hanna, notuðu hærri tíðni og þær þyrfti að kanna betur. „Sem stendur þarf enginn farsíma- eigandi að hafa áhyggjur," sagði talmaðurinn. Einn fjölmennasti fundur blökkumanna í Suður-Afríku: Þjóðarráðið krefst bráða- birgðastj órnar og kosninga Pretoriu. Reuter. „ÞETTA er sigur fólksins í Suð- ur-Afríku. Ríkisstjórnin sér að við viljum frið, hnarreist, ekki skríðandi á hnjánum,“ sagði Nel- son Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC) við þátttak- endur í einni fjölmennustu kröfu- göngu í sögu landsins í gær. Milli 60 og 100 þúsund blökkumenn fylktu liði að stjórnarráðinu í Pretoríu til að knýja á um breyt- ingar á stjórnarháttum. Mandela sagði að þjóðarráðið setti ákveð- in skilyrði fyrir því að snúa aftur til viðræðna við stjórnvöld. Lát varð í gær á innbyrðis átök- um blökkumanna í Suður-Afríku. Bjartsýni einkenndi fjöldafundinn í Pretoríu og aldrei kom til kasta lögreglumanna sem stóðu milli mannhafsins og stjómarráðshúss- ins. Fáni þjóðarráðsins var dreginn að húni við aðsetur stjórnarinnar og fundi blökkumanna lauk með boðum um að næst _ kæmu þeir þangað til að vera. Í Höfðaborg flykktust um 20 þúsund manns úr úthverfum til að mæla gegn minni- hlutastjóm hvítra og skólar í Sow- eto, útborg Jóhannesarborgar, tæmdust þegar kennarar fóm í kröfugöngu. Nelson Mandela sagði á fundin- um í gær að þjóðarráðið setti þau skilyrði fyrir að taka aftur upp þráð- inn í viðræðum við stjómvöld að bundinn yrði endir á ofbeldi og komið á bráðbirgðastjóm fram að Stuðningur við samninginn með- al almennings hefur dvínað undan- famar vikur. Andstæðingar hans hafa barist að krafti og orð þeirra fallið í fijóan jarðveg. Þjóðþingið almennum kosningum. Hann sakaði forseta landsins, F.W. de Klerk, um að reyna að sundra hreyfíngunni gegn kynþáttamisrétti til þess að halda völdum. Viðræður Afríska þjóðarráðsins kemur saman eftir 10 daga á auka- þingi til að íjalla um samninginn, en það þarf að breyta 50 til 60 lög- um í samræmi við EES. Stuðnings- menn samningsins óttast að tíminn og stjómvalda fóm í hnút í júní. Ríkisstjóm Suður-Afríku viður- kennir að binda verði enda á minni- hlutastjóm hvítra en vill heíja um- ræður að nýju áður en breyting verði gerð á stjómháttum. eftir aukaþingið fram í byijun des- ember nægi ekki til að undirbúa og heyja nógu sannfærandi kosn- ingabaráttu til að tryggja samn- ingnum nægan stuðning. Þeir vita að hinir aðilamir að honum, aðildar- ríki Evrópubandalagsins og Frí- verslunarbandalags Evrópu, vilja að EES geti tekið gildi sem fyrst en telja mikilvægt að tillit sé tekið til innanríkisaðstæðna og þrýsting- ur erlendis frá ekki látinn ráða hraða Sviss á afgreiðslu Evrópu- mála. Þjóðaratkvæði um EES seinkað í Sviss? Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR svissnesku stjórnarflokkanna fjögurra hafa rætt í al- vöru þann möguleika að seinka þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviss um aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fram á næsta vor. Nú stendur til að halda atkvæðagreiðsluna 6. desember en stuðningsmenn aðildar óttast að tíminn þangað til sé of naumur til að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um ágæti EES. Endanleg ákvörðun um hugsanlega seinkun verður tekin 24. ágúst þegar þjóð- þingið kemur saman til að fjalla um samninginn. Skipasmíðahneykslið í Færeyjum: Fjármálamenn hafa blekkt stjómvöld —segir Atli Dam lögmaður Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKIR lögmenn, endurskoðendur, bankamenn og útgerðar- menn beittu blekkingum í mörg ár til að sannfæra sljórnvöld um að nægar tryggingar væru fyrir opinberri fyrirgreiðslu til smíða á togurum, hefur danska blaðið Barsen eftir Atla Dam, lögmanni Færeyja. Réttarhöld eru hafin í Þórshöfn í máli sem kennt er við togarann Ileygadrang er kostaði um milljarð ISK og smíðaður var í Skála Skipasmiðju sem fór á hausinn 1989. Eigandi togarans, sem nú er gerður út frá Orkneyjuni, var Finn- bogi Christiansen og voru það bú- stjórar skipasmíðastöðvarinnar eru bentu á að eitthvað væri gruggugt við viðskiptin er þeir könnuðu bók- haldið. Christiansen og forsvars- menn skipasmíðastöðvarinnar eru sakaðir um að hafa logið til um eiginfjárstöðu útgerðarfyrirtækis- ins; bókhaldstölur hafi verið lag- færðar um hríð til að hægt væri að sýna fram á væna bankareikn- inga. Það sem gerir málið mikilvæg- ara en ella er að heimildarmenn segja nokkra tugi færeyskra togara hafa verið smíðaða með sams konar ríkisábyrgð og bókhaldsbrellum og Heygadrangur. Margir telja að háttsettir stjómmálamenn úr öllum flokkum hafi vitað hvernig málin voru í pottinn búin. Atli Dam Dam, sem er eitt af vitnum máls- ins, fullyrðir að fjármálamenn hafí margsinnis tjáð yfírvöldum að allt væri í lagi með tryggingamar. Stjórnmálamenn hafí ekki talið ástæðu til að rengja ummæli þeirra. Fóstureyðingar í Þýskalandi: Gildistöku laga frestað Bonn. Reuter og Daily Telegraph. ÞÝSKUR stjómlagadómstóll kvað á þriðjudaginn upp úrskurð sem kom á síðustu stundu í veg fyrir að ný fóstureyðingalög ta-kju gildi í gær. Úrskurðurinn er til bráðabirgða, en síðar á þessu ári mun dómstóll- inn skera endanlega úr um, hvort nýju lögin, sem gilda áttu í öllu landinu, stangast á við stjómar- skrána. Í lögunum, sem samþykkt vora í þinginu með 357 atkvæðum gegn 284, er veralega slakað á skilyrðum til fóstureyðinga frá því sem er í löggjöf vesturhluta Þýska- lands, þar sem fóstureyðingar era bannaðar nema af heilsufarsástæð- um. í austurhlutanum, sem laut stjóm kommúnista, hafa konur sjálfar haft úrskurðarvaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.