Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði inncr'lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Barnaheill eða fram-
tíðarvandi
*
Islenzk börn eru að meðaltali
stærri og þyngri við fæðingu
en börn í grannríkjum og ung-
bamadauði hér á landi er með
þeim lægsta sem gerizt. Á hinn
bóginn látast hlutfallslega fleiri
börn og unglingar af slysfömm
hér á landi en annarsstaðar á
Norðurlöndum - og önnur slys
á bömum em og hlutfallslega
mun fleiri hér en þar. Þetta kom
fram á norrænni ráðstefnu um
börn og barnavemd, sem haldin
var hér á landi í liðinni viku.
Þar var einnig greint frá félags-
legri könnun á högum níu ára
bama í fjölmennum skóla hér á
landi, sem leiddi í ljós, að allt
að 43 af hveijum 100 börnum
voru ein heima fyrir eða eftir
skóla, eða hluta af þeim tíma,
og í nokkrum tilfellum gættu
þau að auki yngri systkina.
Orsakir slysa á bömum hér á
landi em í mörgum tilfellum
raktar til ónógs eftirlits hinna
fullorðnu. Það kom og fram í
erindi Péturs Lúðvíkssonar,
barnalæknis, að „ofbeldi og ein-
elti er vaxandi hluti af daglegu
lífí skólabama á íslandi. í sum-
um skólum, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu, eru dæmi um
að böm þori ekki í skólann
vegna þess“. í flestum tilfellum
em „ofbeldisseggimir“ börn sem
„sjálf eiga við félagsleg eða til-
fínningaleg vandamál að stríða,
sem ekki hefur verið sinnt“.
Bakland erfíðleikanna er oftar
en ekki slæmar heimilisástæður
viðkomandi bama, áfengissýki
annars eða beggja foreldra, eða
annars konar heilsufarslegur
eða félagslegur vandi. Þessi
börn þurfa því ekkert síður
hjálpar við, að mati læknisins,
en fórnarlömb þeirra.
í upplýstu samfélagi sam-
tímans er fólki að verða betur
og betur Ijóst, að aðbúð og
umönnun bama á fyrstu æviár-
um þeirra, sem og á mótunar-
og skólaámm ungviðisins, hefur
afgerandi áhrif á þroska þeirra
og velferð síðar í lífínu, jafnvel
ævina á enda. Sú spuming verð-
ur því áleitin, þegar fréttir af
þessari faglegu ráðstefnu um
börn og barnavemd em lesnar,
hvort lífstíll okkar á líðandi
stundu, sem m.a. kemur fram í
vaxandi vinnu beggja foreldra
utan heimilis, geti leitt til ófyrir-
séðs framtíðarvanda fyrir fjölda
einstaklinga og þar með samfé-
lagið.
Af sjálfu leiðir að atvinnulíf
fámennrar þjóðar kallar hlut-
fallslega fleiri til starfa en raun-
in er hjá milljónaþjóðum. Sá lífs-
máti, sem við íslendingar höfum
tamið okkur, kallar og á tvær
fyrirvinnur til tekjuöflunar, ekki
sízt hjá stærri fjölskyldum.
Engu að síður verðum við að
staldra við niðurstöður þeirrar
ráðstefnu um böm og barna-
vernd, sem hér að framan er
vitnað til. Hvern veg getum við
skapað börnum okkar umhverfi,
öryggi og umhyggju í uppvext-
inum sem gerir þau að farsælum
og velheppnuðum einstakling-
um?
Getur samfélagið stuðlað að
því að annað foreldra sé lengur
en nú er heima hjá ungum börn-
um sínum, t.d. með því að greiða
þeim beint svipaða fjárhæð og
það greiðir hvort eð er með við-
komandi barni/börnum í ein-
hvers konar dagvistun? Verðum
við ekki að stefna hraðar en nú
er gert að einsetnum skóla og
byggja upp gæzlu og umönnum
skólabarna, utan kennslutíma, í
skólunum, þegar aðstæður
krefjast þess?
Fyrsta skrefíð út úr vandan-
um er að hvetja foreldra og yfír-
völd til umhugsunar og umræðu
um mikilvægi málsins, framtíð-
arvelferð barnanna okkar. Lengi
býr að fyrstu gerð. Ábyrgð for-
eldra og samfélags er því mikil.
Sú aðstaða, umhverfi og um-
hyggja, sem við búum ungviðinu
í uppvexti, hefur afgerandi áhrif
á lífsferil þess allan - og þar
með á framtíðarheill og/eða
framtíðarvanda samfélagsins.
Eftirdæmi
Akureyrar
Eins og fram kom í innsetn-
ingarræðu forseta íslands,
frú Vigdísar Finnbogadóttir, er
það keppikefli hverrar sjálf-
stæðrar þjóðar að varðveita og
hlúa að móðurmáli sínu og
menningu, ekki sízt á líðandi
stundu, þegar erlendar tungur
ferðast skilríkjalaust yfir land-
mæri og álfur eftir farvegum
tækni og fjölþjóðlegra sam-
skipta. Stofnun Málræktarsjóðs,
sem ætlað er að styrkja hvers
konar málrækt, er því öllum
góðum íslendingum fagnaðar-
efni.
Sveitarfélög, fyrirtæki og ein-
staklingar geta gerzt stofnaðilar
að Málræktarsjóði með fjár-
framlagi fyrir árslok. Akureyri
hefur gefíð öðrum sveitarfélög-
um, sem og fyrirtækjum og ein-
staklingum, gott menningarlegt
eftirdæmi með 500 þúsund
króna stofnframlagi til sjóðsins.
Ráðstefna um börn og barnavernd:
Þriðjimgiu’ skilnaðar-
barna þjáist af óham-
ingju síðar á ævinni
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir þá fullyrðingu ranga, sem oft heyr-
ist, að áhrif skilnaða á börn séu einungis skammvinn. Þvert á móti
þjáist þriðjungur þessara barna síðar meir af óöryggi og óhamingu,
þeim gangi verr í skóla og hverfi oftar frá námi en önnur börn. Þetta
kom fram í erindi sem landlæknir hélt á ráðstefnu um börn og barna-
vernd í gær. Hann sagði athyglisvért að skilnaður virtist hafa meiri
langtímaáhrif á börn en dauði föður.
Ölafur sagði að á síðustu 20 árum
hefðu orðið verulegar breytingar á
kjamafjölskyldunni hér á landi. Hlut-
fall giftra hefði lækkað úr 85,8% í
72,5% en hlutfall þeirra sem væru í
óvígðri sambúð eða einstæðir hefði
aukist veralega, úr tæplega 13% í
rúmlega 24%. Þá hefði hlutfall ein-
stæðra foreldra einnig aukist, úr
10,5% í 13,1%. Ólafur sagði að foreld-
ram í hjónabandi með börn hefði
fækkað um 20% á þessum árum auk
þess sem giftingatíðni hefði lækkað
um helming.
í erindi sínu kom Ólafur inn á rétt-
arstöðu foreldra við fæðingu fyrsta
barns. Hann sagði að á árunum 1961
til 1965 hefðu 75% foreldra verið í
hjónabandi, 13% í sambúð og 12%
hvorki í sambúð eða í hjónabandi. í
dag væri tæpiega helmingur foreldra
í hjónabandi, rúmlega 40% í sambúð
og 10% hvorki í sambúð né hjóna-
bandi. Ólafur sagði að hugsanlega
mætti rekja fjölgun þeirra sem
byggju í sambúð til þess að skatta-
lega séð væri sambúð nú jafngild
hjónabandi en hefði ekki verið það
áður.
Hann sagði að lögskilnuðum hefði
fjölgað hratt á áranum eftir stríð og
hefðu í heild nær þrefaidast á tímabil-
inu, aðalfjölgunin hefði orðið eftir
1971. Tíðni lögskilnaða sagði hann
að væri lægri í dreifbýli en þéttbýli
en dreifbýlið hefði greinilega dregið
á þéttbýlið í þessu tilliti á undanföm-
um_ áram.
Ólafur sagði að eflaust leystu
skilnaðir oft ýmsan vanda margra
fullorðinna en viðamiklar rannsóknir
hefðu sýnt að þeir sem lentu í hjóna-
skilnuðum ættu oft við mun meiri
heilsufars- og sálarlega vanheilsu að
stríða en þeir sem lifðu í farsælu
hjónabandi. Hann nefndi að kvíði,
slæm geðheilsa, vímuefnanotkun og
sjálfsvígstilraunir væru algengari
meðal þeirra sem lentu í hjónaskiln-
uðum. Einnig fengju þeir frekar
hjarta- og æðasjúkdóma, fremdu
frekar sjálfsmorð, lentu oftar í slys-
um og meðal þeirra væri hærri dán-
artíðni. Hann sagði að samverkandi
orsakir þessara sjúkdóma eða van-
heilsu mætti meðal annars rekja til
fjárhagsvanda, einangrunar, streitu,
sálarkramar, reykinga og neyslu
áfengra drykkja.
Ólafur sagði að það væri rangt,
sem oft væri haldið fram, að áhrif
skilnaða á börn væra einungis
skammvinn. „Samkvæmt niðurstöð-
um erlendra rannsókna þjáist þriðj-
ungur þessara barna síðar meir af
óöryggi og óhamingu, sérstaklega ef
foreldrarnir skilja þegar bamið er
ungt,“ sagði Ólafur. Hann sagði að
þessi böm væru oft haldin vanmátt-
arkennd, sjálfsásökun, árásargimi og
óróa. Þeim gengi verr í skóla, hyrfu
oftar frá námi en þau sem ekki yrðu
fyrir þessu áfalli og lentu oftar í
skilnaði síðar á ævinni en aðrir. Slæm
geðheilsa og hegðunarvandræði
unglinga tengist mjög lélegri hjú-
skaparaðlögun, afskiptaleysi, lítilli
umhyggju og samvinnu foreldra og
virðist hafa neikvæð áhrif á náms-
getu. Ennfremur virðist þetta tengj-
ast fráhvarfi unglinga úr námi, en
þetta kemur fram að sögn Ólafs í
rannsókn Siguijóns Bjömssonar sem
hann segir að virðist vera mun kunn-
ari erlendis en hér. Ólafur sagði at-
hyglisvert að skilnaður virtist hafa
meiri langtímaáhrif á börn en dauði
föður. Óvissan virtist oft vera verst
fýrir bömin. Þá sagði hann að rann-
sókn sem gerð hefði verið hér á landi
hefði leitt í ljós að börnum sem fæð-
ast utan hjónabands farnaðist oft
betur en bömum sem lentu í aðskiln-
aði foreldra. Trúlega sagði hann að
orsökin væri sú að fjölskyldutengsl
og aðstoð náinna aðstandenda við
þau væri oft til fýrirmyndar.
Ólafur sagði að í heild hefði burð-
armálsdauði lækkað mikið hér á landi
á undanförnum árum, færri konur
fæddu böm sín 20 ára og yngri og
léttburam hefði fækkað. Hann sagði
að fólk eignaðist böm 2 til 4 áram
eldra nú en það gerði fyrir um 20
árum.
Ólafur sagði að uppeldisaðstæður
og heimilisaðstæður unglinga sem
neyttu ftkniefna væru mun óhag-
stæðari en þeirra unglinga sem ekki
neyttu fíkniefna. Þessir unglingar
kæmu mjög oft frá sundraðum íjöl-
skyldum, væra ekki alin upp af báð-
um kynforeldrum og ættu við heimil-
isböl að stríða. Þá væri menntun
þeirra mjög oft ábótavant enda hyrfu
þeir oft úr skóla áður en grannskóla
væri lokið. Þeir væra vinafáir og
undu illa sínum hag, væru ekki sjálf-
um sér nógir og skorti oft leiðandi
hönd. „Fullyrðingin um að hver sé
sinnar gæfu smiður er því ekki alls-
kostar rétt því sumir eiga mun erfið-
ara en aðrir að skapa sér eðlilegt líf,“
sagði Ólafur að lokum.
Tafla 1.
Samanburður á högum unglinga er neyta ólög-
legra vímuefna og þeirra er ekki neyta fíkniefna
(vestræn lönd).
Nota Nota ekki
Fjölskylda
Alin upp af báðum kynforeldram........i... < 50% < 80%
Alin upp á fósturheimilum/stofnunum............. 10-30% 1-0,5%
Hjónaskilnaður.................................. 30-50% 20%
Sundrað fjölskylda fyrir 7 ára aldur.............. 50% 5%
Heimilisástand
Vímuvandamálífíölskyldum........................... 25% 5-6%
Vímuvandamál, taugaveiklun og/eða afbrot.. 54% 10-15%
Áfengissýki (faðir)............................... 27%
Taugaveiklun (móðir).............................. 32% 5-10%
Lyfjaneysla........................................ 22%
Tafla 2.
Samanburður á högum unglinga er neyta ólög-
legra fíkniefna og þeirra er ekki neyta fíkniefna
(vestræn lönd).
Nota Nota ekki
Menntun
Ljúka ekki barnaskólaprófí...........
Hverfa úr skóla fyrir 14 ára aldur...
„Orsök misnotkunar"
Vandræði heima.......................
Vandræði í skóla.....................
Frístundir
Eiga enga vini.......................
Tómstundaiðja........................
í vandræðum vegna skorts á tómstundaiðju
20- -55% 5-7%
60- -70% 31%
56% V
58% ?
14% 2%
34% 60%
50% 10%
Tafla 3.
Breytingar á kjarnafjölskyldunni 1971-1991.(1)
1971 1991 Breyting
Foreldrar í hjónabandi með börn 58,2% 37,7% -20,5%
í óvígðri sambúð með börn 2,3% 11,2% +8,9%
Einstætt foreldri með börn 10,5% 13,1% +2,6%
Barnlaust hjónaband 27,6% 34,8% +7,2%
Sambúð án barna 1,3% 3,3% +2,0%
Tafla 4.
Tíðni lögskilnaða á íslandi og heildartíðni lög-
skilnaða á Norðurlöndum á 1.000 giftar og frá-
skildar konur af meðalmannfjölda.
ísland Norðurlöndin
1941/50 3,77%
1951/60 4,32%
1961/70 5,38% 5,14%
1971/75 8,18% 9,01%
1976/80 9,04% 9,98%
1981/85 10,22% 10,69%
1986/90 10,35% 11,40%
Kaupmáttaijafnvægistalan PPP;
Nýr mælikvarði notaður
til samanburðar milli landa
HAGSTOFA íslands hefur ásamt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu,
OECD, unnið að gerð nýrrar vísitölu sem ætlað er að auðvelda efnahags-
legan samanburð milli ríkja. Nýju mælieiningunni, er nefnist PPP (Pur-
chasing Power Parities), eða kaupmáttarjafnvægistala, er ætlað að ein-
gangra gengissveiflur frá verðsveiflum innanlands. Mun þá verða unnt
að bera saman hagstærðir, svo sem kaupmátt, þjóðarframleiðslu og fleira,
bjögunarlítið milli landa.
Rósmundur Guðnason, hagfræð-
ingur hjá Hagstofunni, sagði að nán-
ast allar þjóðir heimsins tækju þátt í
gerð jafnvægistölunnar. „ísland tekur
nú í fyrsta sinni þátt í þessu starfi,
og vinnur með OECD-ríkjunum. Þau
hafa unnið og endurskoðað PPP-jafn-
vægistöluna sín á milli á fimm ára
fresti," sagði hann.
Umfangsmikil verðkönnun var gerð
til grundvallar útreikningunum hér á
landi, að sögn Rósmundar. Miklu
skipti að í öllum löndunum væra vör-
umar sambærilegar eða eins, svo
verðútreikningar yrðu marktækir.
Með þessu móti fengist verð á sam-
bærilegum vörupakka í öllum þátt-
tökulöndunum, sem síðan væri veginn
með mismunandi neyslumynstri þjóð-
anna til að fá marktæka lokaniður-
stöðu sem nota mætti við samanburð-
arútreikninga.
Aðspurður kvað Rósmundur jafn-
vægistöluna ekki vera gengi í hefð-
bundnum skilningi. „En það má nota
töluna til að útiloka gengissveiflur
milli þátttökuríkjanna," sagði Rós-
mundur. „Það er fyrst og fremst ætl-
unin að nota þetta til að bera saman
hagstærðir milli landa. Mun meira
kemur inn í myndina þegar þjóðir
verðleggja gjaldeyri sinn.“
Nú þegar hefur verið gengið frá
jafnvægisgrunninum á Norðurlönd-
um, og gert er ráð fyrir að öll OECD-
ríkin ljúki verkinu á næstu vikum.1-
Ætlunin er að endurskoða jafnvægis-
tölugranninn á þriggja ára fresti í
framtíðinni meðal OECD-ríkja, en að
sögn Rósmundar endurreikna Evrópu-
bandalagsríkin hann árlega, enda
skipti jafnvægistalan miklu máli í svo
nánu efnahagssambandi.
Barokk og nýsköpun á sumar-
tónleikum í Skálholtskirkju
Flytjendur á sumartónleikum í Skálholtskirkju.
SUMARTÓNLEIKAR í Skál-
holtskirkju verða haldnir laug-
ardaginn 8. og sunnudaginn 9.
ágúst. Þetta er fjórða tónlistar-
helgi sumarsins og ber yfirskrift-
ina Barokk og nýsköpun.
Laugardaginn 8. ágúst kl. 15.00
bjóða Guðrún Óskarsdóttir sembal-
leikari, Kolbeinn Bjamason flautu-
leikari og Rannveig Sif Sigurðar-
dóttir sópran áheyrendum í franska
barokkveislu. Þau flytja verk eftir
Hotteterre, Leclair, Boismortier o.fl.
Guðrún Óskarsdóttir er einn af
fáum semballeikurum á íslandi og
hefur verið við nám erlendis í mörg
ár og nú síðast í Sviss. Kolbeinn
Bjarnason er löngu þekktur fyrir
flautuleik og er m.a. einn aðstand-
enda Caput-hópsins. Rannveig Sif
Sigurðardóttir er nú við nám í Hol-
landi og leggur sérstaklega stund
á barokksöng.
Blokkflautuleikarinn Dan Laurin
frá Svíþjóð leggur leið sína í Skál-
holt um helgina og flytur hann ein-
leiksverk fyrir ýmsar gerðir af
blokkflautum laugardaginn 8. ágúst
kl. 17.00 og sunnudaginn 9. ágúst
kl. 15.00. Hann mun flytja verk frá
ýmsum tímabilum tónlistarsögunn-
ar og framflytja verk eftir Markus
Zahnhausen.
Messa verður í Skálhoitskirkju
sunnudaginn 9. ágúst kl. 11.00.
Tónlistarflutningur verður í hönd-
um Guðrúnar Óskarsdóttur og Kol-
beins Bjamasonar. Boðið verður
upp á barnapössun meðan á tónleik-
unum stendur og hægt að kaupa
veitingar í Skálholtsskóla.
(Úr fréttatilkynningu)
Böm sem em ein heima dag-
lega standa sig verr í námi
BÖRN sem eru ein heima í meira en fjóra tíma daglega fá að meðal-
tali einum heilum lægra í einkunn í lestri en börn sem ekki eru ein
heima að jafnaði. Þetta eru niðurstöður könnunar sem sálfræðideild
skóla í Réttarholtsskóla gerði á níu ára börnum í tíu skólum sem sál-
fræðideildin sér um. Könnunin leiddi einnig í ljós að börn sem eru ein
heima daglega hafa fleiri einkenni vanlíðunar en önnur börn, einkum
þau börn sem eru ein í meira en fjóra tíma á dag. Þá kom í ljós að
börn sem segjast vera hrædd við að vera ein heima svo og börn sem
horfa mikið á myndbönd þegar þau eru ein hafa meiri áhyggjur en
önnur börn.
Könnunin, sem kynnt var á ráð-
stefnu um börn og barnavernd í
gær, Var gerð á 396 níu ára bömum
í þeim tíu skólum sem sálfræðideild-
in hefur með að gera. Könnunin
leiddi í ljós að 54,2% barnanna eru
ein heima einn til þrjá tíma á dag
og 16% eru ein heima í fjóra tíma
eða meira. Að sögn Brynjólfs Brynj-
ólfssonar, sálfræðings sögðust ein-
ungis 3,5% bamanna vera hrædd
við að vera ein heima. „Það er at-
hyglisvert hve fá bamanna sögðust
óttast að vera ein og má ef til vill
skýra með ríkjandi viðhorfi hér á
landi. Bömin eru alin upp við að
ekkert athugavert sé við það að þau
séu skilin eftir ein þó þau séu ekki
eldri en þetta,“ segir Brynjólfur.
Brynjólfur segir að könnunin hafi
leitt í ljós að flest barnanna séu í
ágætu sambandi við foreldra sína
og enginn munur hafi komið í ljós
á börnum sem skilin séu eftir ein
og öðram bömum hvað þann þátt
varðaði.
Börnin voru spurð að því hvað
þau gerðu þegar þau væru ein og
sögðust 26% þeirra oft lesa sér til
skemmtunar, 19% sögðust teikna
oft, 47,5% sögðust læra heima þeg-
ar þau væru ein, 13,2% sögðust
leika sér að dóti, 27,6% sögðust
leika sér að tölvum og 22,2% sögð-
ust horfa á myndbönd. Enginn
merkjanlegur munur kom í ljós á
milli kynjanna að öðru leyti en að
stúlkur sögðust frekar leika sér að
dóti.
„Könnuninn leiddi í ljós að það
heftir áhrif á skólagöngu hvað böm-
in era skilin mikið eftir ein heima,“
segir Brynjólfur. Hann segir að
börn sem séu ein heima í meira en
fjóra tíma á dag fái að meðaltali
einum heilum lægra í einkunn í lestri
en önnur börn. Einnig hafi komið í
ljós að þau hegði sér verr en önnur
börn og séu skömmuð meira í skó-
lanum. Í ljós kom að börnin sem
eru hrædd við að vera ein standa
sig einkum verr en önnur börn.
Könnunin sýndi að böm sem eru
ein heima í einn tíma eða meira á
dag hafa fleiri einkenni vanlíðunar
en önnur börn. Sérstaklega bera
böm sem eru ein í fjóra tíma eða
meira á dag merki vanlíðunar, að
sögn Brynjólfs. Hann segir greini-
legt að það sé mikið andlegt álag
á bömin að vera skilin eftir ein. Þá
kom í ljós að börn sem segjast vera
hrædd við að vera ein heima svo
og böm sem horfa á myndbönd
þegar þau era ein heima hafa meiri
áhyggjur en önnur börn.
Brynjólfur segir að skammir og
tiltal séu þær refsingar sem beitt
sé á flestum heimilum og stærstur
hluti bamanna segist sjaldan vera
skammaður. Böm sem era ein
heima í einn eða fleiri tíma á dag
eru ekki skömmuð meira en önnur
böm. í ljós kom hins vegar að þau
böm sem em ein heima í fjóra tíma
eða meira á dag eru frekar beitt
líkamlegum refsingum en önnur
böm. Brynjólfur segir líklegustu
ástæðuna vera þá að foreldrar þess-
ara barna vinni langan vinnudag,
séu þreyttir þegar þeir komi heim
og hafi því minni þolinmæði til að
fá börnin til að hlýða með tiltali.
Könnunin leiddi í ljós að börn sem
era ein heima leita ekki frekar til
sálfræðideildar skóla en önnur börn.
Þetta er athyglisvert að sögn Víðis
H. Kristinssonar, forstöðumanns
sálfræðideildar skóla í Réttarholts-
skóla. „Stærstur hluti þeirra barna
sem til okkar leitar er börn sem
eiga við námserfiðleika að stríða að
mati kennara. Ef börn sem skilin
era eftir ein standa sig þokkalega
í fögum er þeim ekki vísað til okk-
ar,“ segir hann.
Brynjólfur segist ekki vilja full-
yrða að um vanrækslu sé að ræða
þó börn séu skilin eftir ein í fjóra
tíma eða meira á dag. „íslendingar
hafa í gegnum tíðina haft tilhneig-
ingu til að leggja mjög mikla ábyrgð
á börn. I bændasamfélagi okkar
áður fyrr þótti sjálfsagt að börn
hjálpuðu til við störf úti við og þó
samfélagið hafi breyst í gegnum
tíðina er afstaðan um að böm hafi
gott af þVí að bjarga sér sjálf enn
sú sama,“ segir Brynjólfur.
Hann segir að þegar börn um-
gangist svo mikið jafnaldra sína
læri þau minna af fullorðnum og
mörg böm eigi mjög erfitt með að
hlýða þar sem þau hafi aldrei lært
það. „Það er ekki hægt að staðhæfa
neitt um áhrif þess á böm að vera
skilin eftir ein. Hugsanlega era þau
sjálfstæðari en geta á sama hátt
átt erfiðara með sig á unglingsárum
þar sem þau vantar fyrirmynd,“
jSegir Brynjólfur.
m JÉ
Morgunblaðið/Kristinn
Fimmtán listamenn kynna verk sin í Álafosskvosinni 9. ágúst næstkom-
andi í tilefni fimm ára afmælis Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær 5 ára:
Fímmtán lista-
menn kynntir
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og fimmtán starfandi listamenn í
bænum standa sameiginlega að útgáfu á kynningarriti í tilefni þess að
9. ágúst eru- fimm ár liðin frá stofnun Mosfellsbæjar og Listaverksjóðs
Mosfellsbæjar. Gefið er út kynningarrit í 7.000 eintökum, þar sem hver
listamaður er kynntur sérstaklega auk þess sem opið hús verður hjá lista-
mönnunum í Álafosskvos milli kl. 13 og 17 n.k. sunnudag, 9. ágúst.
í frétt frá Mosfellsbæ segir, að á
fyrsta fundi bæjarstjórnar hafi verið
stofnaður Listaverkasjóður Mosfells-
bæjar og skyldi markmið hans vera
að koma upp góðu safni listaverka,
sem endurspeglaði listsköpun í land-
inu. Sjóðnum var tryggður ákveðinn
tekjustofn, sem er 0,5% af útsvars-
tekjum bæjarins. „Eftir gjaldþrot
Álafoss hf. eignaðist Framkvæmda-
sjóður íslands öll gömlu húsin í Ála-
fosskvosinni, nema-Þrúðuvang, sem
er í eigu Byggðastofnunar. Lista-
menn leigja því húsnæði sitt af
Framkvæmdasjóði til skamms tíma.
Bæjaryfirvöld munu á næstunni
kanna hug Framkvæmdasjóðs og
annarra eignaraðila til framtíðar
þessara húsa, í þeim tilgangi að
tryggja eðlilega uppbyggingu og þró-
un þessa svæðis.“
í kynningarritinu kemur fram, að
alla laugardaga opna myndlistar-
menn hús sín og kynna verk sín og
vinnustofur. Kynnt er hugmynd að
framtíðarskipulagi Álafosskvosar,
þar sem meðal annars er gert ráð
fyrir að vinnustofur listamanna verði
í verksmiðjuhúsinu auk veitingahúss
og útimarkaðar við ána.
Kynningarritið er fjármagnað með
ágóða af listaverkum, sem lista-
mennimir hafa gefið og Listaverka-
sjóður hefur keypt. Listamennirnir
era Haukur Dór, Þóra Sigurþórsdótt-
ir, Tolli, Edda Jónsdóttir, Áslaug
Höskuldsdóttir, Þórdís Alda Sigurð-
ardóttir, Magnús Kjartansson, Helga
Jóhannesdóttir, Ásdís Sigurþórsdótt-
ir, Inga Elín, Eydís Lúðvíksdóttir,
Ólafur Már Guðmundsson, Steinunn
Marteinsdóttir, Ingibjörg V. Frið-
björnsdóttir og Sjöfn Eggertsdóttir.
Tímamótanna verður einnig
minnst meðal annars með hátíðar-
messu í Lágafellskirkju kl. 11 á
sunnudag, og formlegri opnun ný-
byggingar dvalarheimilis aldraðra
að Hlaðhömrum kl. 14, en húsakynn-
in verða sýnd almenningi milli kl.
15.30 og 17.30 sama dag. Opið hús
verður hjá listamönnunum í Ála-
fosskvos milli kl. 13 og 17. Þá verð-
ur farin tveggja tíma söguferð í rútu
um Mosfellsbæ með leiðsögn. Farið
verður frá Hlégarði kl. 14.