Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
AKUREYRI
KEA leggur fram hluta-
fé í Slippstöðina hf.
Atvinnuleysi á Akureyri
var svipað í júlí ogjúní
ENN ER atvinnuleysi talsvert á Akureyri og virðist stöðugt ef marka
má samanburð mánaðanna júní og júlí. Atvinnuleysið er talsvert
meira en á sama tíma í fyrra þótt þá hafi verið einkar hart í ári
vegna gjaldþrots Álafoss og atvinnuleysis af þess sökum. Á skrá
yfir atvinnulausa í lok júlímánaðar nú voru 250 manns í stað 247 í
júnflok.
Atvinnuleysisdagar í júlímánuði
voru alls 5.765, heldur fleiri en í
júní, en þá voru þeir 5.730. Til sam-
anburðar má nefna atvinnuleysis-
daga í júlí á síðasta ári. Þeir voru
4.855, en þá var atvinnuleysis-
skráning afar mikil í kjölfar gjald-
þrots Alafoss. Atvinnuleysisdagar
karla voru í júlí 2.683, ögn færri en
í júní, en kvenna 3.082, heldur fleiri
en í júní. Athygli vekur í sam-
anburði við júlí 1991 að atvinnu-
leysisdagar kvenna eru álíka marg-
ir nú og þá, 3.082 nú og 3.033 í
fyrra. Hins vegar hefur atvinnu-
leysisdögum karla fjölgað stórlega,
voru 1.822 í fyrra en eru 2.683 nú.
Kann gjaldþrot Álafoss einnig að
vera skýring á því.
Á atvinnuleysisskrá í júlí voru
nú alls 380, 180 karlar og 200
konur. Við lok júlímánaðar voru
skráðir atvinnulausir alls 250, 114
karlar og 136 konur. Atvinnulaus-
um körlum í júlílok hefur fjölgað
mjög ef miðað er við tölur síðasta
árs, voru þá 76 og eru nú 114.
Hins vegar eru atvinnlausar konur
í lok júlí nú ögn færri en á sama
tíma í fyrra, voru þá 145 en eru
nú 136.
Ef litið er á skiptingu atvinnu-
leysis milli starfsstétta eru á at-
vinnuleysisskrá verkamenn 39 tals-
ins og verkakonur 63. Iðnverka-
menn eru 23 og iðnverkakonur 43.
Verslunar- og skrifstofumenn eru
13 á skrá og konur 26. Auk þess
eru á skrá nokkrir sjómenn og iðn-
aðarmenn.
Á Vinnumiðlunarskrifátofunni
kom fram að í tölum júlímánaðar
væri ekki fólk sem missti vinnu
vegna uppsagna afleysingafólks hjá
verksmiðju K. Jónssonar. Það fólk
hefði haft vikuuppsagnarfrest og
uppsagnir tekið gildi um mánaða-
mót.
Snáði á
þríhjóli
Hann var
vígreifur þessi
ungi maður
sem tók á móti
blaðamanni og
ljósmyndara
við þjónustu-
miðstöð tjald-
stæðanna í
Húsabrekku,
gegnt Akur-
eyri.
Morgunblaðið/Kiríkur
SAMKOMULAG hefur orðið milli stjórnar Slippstöðvarinnar á Akur-
eyri og Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri að KEA leggi Slippstöðinni
til hlutafé, sem tryggja ætti framlag ríkis og bæjar svo náð verði þeirri
100 milljóna króna hlutafjáraukningu í Slippstöðinni sem stefnt hefur
verið að. Vélsmiðjan Oddi, sem er að mestu í eigu Kaupfélagsins, verð-
ur sameinuð Slippstöðinni sem ígildi hlutafjár.
Sigurður Ringsted, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar sagði að á hluthafa-
fundi í sumar hefði verið ákveðið að
auka hlutafé fyrirtækisins um 100
milljónir. Stóru hluthafamir, ríki og
bær, hefðu lýst sig tilbúna að leggja
fram hluta af þessum 100 milljónum,
ríkið 30-35 milljónir að því skilyrði
uppfylltu að Akureyrarbær og
heimaaðilar legðu fram það sem á
vantaði. Akureyrarbær hefði lýst sig
tilbúinn að leggja fram sömu fjárhæð
og ríkið og því hefði staðið yfir Ieit
að heimaaðila sem gæti verið þriðji
aðilinn. Nú gengi Oddi, sem væri að
mestu í eigu Kaupfélagsins, inn í
Slippstöðina í skiptum fyrir hlutafé
í Slippstöðinni. Samningurinn hljóð-
aði upp á að Kaupfélagið seldi Slipp-
stöðinni Odda og fengi greitt með
bréfum í Slippstöðinni.
Sigurður Ringsted sagði að ef
þetta dæmi gengi upp ættu að vera
uppfyllt þau skilyrði sem sett hefðu
verið af stóru hluthöfunum til að ná
tilsettri hlutafjáraukningu. Þannig
stæði fyrirtækið mun betur að vígi
en fyrr, meðal annars til að brúa
erfið tímabil í rekstrinum. Auk þess
væri Oddi fyrirtæki í fullum gangi
og skilaði veltu og þessi sameining
ætti að tryggja báðum aðilum betri
rekstrargrundvöll og meira rekstrar-
öryggi.
Torfi Þ. Guðmundsson, forstjóri
Odda, sagði að við þennan samruna
væri fyrirhugað að halda áfram sér-
hæfðri starfsemi Odda af auknum
krafti, en þar væri um að ræða fram-
leiðslu meðal annars á bobbingum
og kælitækjum. Ef vel tækist að
nýta þá góðu kosti sem fyrir hendi
væru í báðum fyrirtækjunum kæmi
þetta til með að verða til hagsbóta
fyrir alla aðila, ekki síður starfs-
menn. Ef hér tækist að koma á fyrir-
tæki sem næði til sín meiri verkefn-'
um en þau hafi hvort um sig haft
Sveinbjörn Sveinbjörns-
son settur skattsljóri
Fjármálaráðherra hefur sett Sveinbjörn Sveinbjörnsson skattstjóra
Norðurlandsumdæmis eystra. Alls sóttu fjórir um stöðuna en tveir
þeirra drógu umsóknir sínar til baka. Sveinbjörn tekur við embætt-
inu 17. ágúst.
Staða skattstjóra Norðurlands-
umdæmis eystra var auglýst laus
til umsóknar 15. júlí. Umsækjendur
voru §órir, Aðalsteinn Einar Sig-
urðsson viðskiptafræðingur, Svein-
bjöm Sveinbjömsson viðskipta-
fræðingur og tveir til viðbótar, sem
drógu umsóknir sínar til baka.
Sveinbjöm hefur nú verið settur
skattstjóri.
Sveinbjöm Sveinbjömsson er
fæddur 1964 að Hrísum í Eyjafjarð-
arsveit. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1985 og embættisprófí í viðskipta-
fræði frá Háskóla íslands vorið
1990. Auk þess hefur hann lokið
tveimur af fjórum áföngum í námi
til löggilts endurskoðanda. Á skóla-
árunum vann Sveinbjöm hjá Endur-
skoðun hf. í Reykjavík og Endur-
skoðun Akureyrar hf. og hefur
starfað hjá síðamefnda fyrirtækinu
frá haustinu 1990.
Sveinbjörn sagðist í samtali við
Morgunblaðið ánægður með að hafa
verið veitt þetta embætti, honum
litist vel á starfíð og hefði af þeim
sökum sóst eftir því. Menntun sín
og starfsreynsla kæmi að góðum
notum við þetta nýja viðfangsefni.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu í gær tekur
Sveinbjöm Sveinbjömsson við starfí
skattstjóra Norðurlandsumdæmis
eystra 17. ágúst næstkomandi.
Fram að þeim tíma hefur Kristín
Norðfjörð, lögfræðingur hjá emb-
ætti ríkisskattstjóra, verið sett til
að gegna embætti skattstjóra.
Ný gnllsmíðastofa
við göngmgötuna
í DAG verður opnað í miðbæ Akureyrar nýtt gullsmíðaverkstæði
og verslun. Þar verður alhliða þjónusta og viðgerðir á skartgripum
og sérstök áhersla lögð á sölu
fluttra.
Hið nýja gullsmíðaverkstæði og
verslun er í Hafnarstræti 98, á
milli veitingahússins Dropans og
brauðbúðar Kr. Jónssonar. Fyrir-
tækið heitir KPG módelsmíði og
eigandinn er Kristín Petra Guð-
mundsdóttir gullsmiður.
Kristín Petra lærði gullsmíði á
ísafirði hjá Dýrfinnu Torfadóttur
og hjá Pétri Breiðfjörð á Akureyri
og auk þess í eitt ár í Lahti í Finn-
landi. Hún útskrifaðist sem meist-
ari í gullsmíði á síðasta ári og
hefur um hálfs árs skeið haft
vinnustofu í húsi Brauðgerðar Kr.
Jónssonar, en flytur nú starfsem-
ina í miðbæinn.
Kristín Petra sagðist smíða
skartgripi af ýmsu tagi, hringa,
nælur, armbönd, hálsmen og
eyrnalokka, og auk þess að nota
gull, silfur og kopar auk íslenskra
steina heillaði sig mest að nota
með málmunum palisander og
íbenvið. Við það beitti hún nýjum
sérsmíðaðra skartgripa auk inn-
aðferðum og langaði til að halda
áfram að þróa þá list.
Auk gripa sem Kristín Petra
hannar og smíðar sjálf mun hún
selja innflutta vöru, bæði ódýra
og dýra. Meðal annars stefnir hún
að því að flytja inn skartgripi frá
danska hönnuðinum Ole Lindga-
ard, en það eru mjög vandaðar og
dýrar vörur, þannig gerðar að við-
skiptavinurinn sjálfur raðar saman
eftir sínum einkastíl. Auk þess
verða á boðstólum gjafavörur af
öðru tagi.
Magnús Már Þorvaldsson hann-
ar innréttingar í KPG módelsmíði,
en úr versluninni sést inn á verk-
stæðið. Kristín Petra sagði að
þetta væri orðið algengt í útlönd-
um, verkstæðið væri ekki lengur
sá helgidómur sem það hefði
lengst af verið og sig langaði til
að leyfa fólki að sjá hvemig unnið
væri.
burði til leiddi það til meiri vinnu
fyrir málmiðnaðarmenn í bænum og
yki almennt atvinnuöryggi.
Morgunblaðið/Eiríkur
Kristín Petra í verslun KPG módelsmíði, sem verður opnuð í dag.
Tjaldstæði á Akur-
eyri og í Eyjafirði:
Tjaldbúar
færri en
í fyrra
TALSVERT færri gestir voru
á tjaldstæðum á Akureyri {
nýliðnum júlímánuði en á sama
tíma í fyrra. Orsök þess er tal-
in annars vegar minni straum-
ur erlendra ferðamanna til
landsins og hins vegar lélegra
sumarveður en á síðasta ári.
Pétur Halldórsson, yfírtjald-
vörður á tjaldstæðum Akureyrar,
sagði að aðsókn hefði verið allgóð
og mjög góð stöku helgar, en ef
saman væri borinn gestafjöldi í
júlí nú og í fyrra kæmi í ljós að
um það bil 20% færri hefðu gist
tjaldsvæðin á þessu ári. Ef rýnt
væri í tölur kæmi í ljós að gestir
væru nokkuð til jafns íslendingar
og útlendingar. Hlutföllin væru
nánast þau sömu í júlí nú og í
fyrra og það stafaði af þeirri
fækkun erlendra ferðamanna
sem víðast hvar í ferðamannage-
iranum væri rætt um og hinu að
veður hefði ekki verið nógu gott
á Akureyri - eða nógu vont ann-
ars staðar - til að hingað kæmu
jafnmargir íslenskir tjaldgestir
og í fyrra.
Á tjaldstæðinu að Húsabrekku,
handan Akureyrar, fengust þær
upplýsingar að aðsókn hefði verið
allgóð í sumar, einkum um helg-
ar, en nú væri sýnilegt að gestum
væri tekið að fækka. Þetta tjald-
svæði er nýtt og samanburður
við fyrri ár ekki fyrir hendi.
Að Hrafnagili er tjaldstæði og
þar hefur samkvæmt upplýsing-
um sundlaugarvarðar verið nokk-
ur aðsókn í sumar. Mest væri
umferðin um helgar og eitthvað
um að fólk kæmi ef þrengja tæki
að á tjaldstæðum Akureyrar.
Hins vegar væri stefna sveitar-
stjómar að gera átak í að koma
tjaldstæði við Hrafnagil í mjög
gott horf með þeirri þjónustu sem
þykir nauðsynleg á nútímatjald-
stæði.