Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
27 ♦
Saga/Kontiki, stærsti seljandi íslandsferða í Sviss:
Fyrirhugað að fljúga beint
frá Sviss til Egilsstaða
NÝLEGA urðu þær breytingar í svissneskum ferðaskrifstofu-
heimi að Dr. Walter Hugentobler, eigandi ferðaskrifstofunnar
Kontiki Reisen, keypti öll hlutabréf í ferðaskrifstofunni Saga
Reisen, sem áður var í einkaeign Beat Iseli. Þessar breytingar
snerta ísland að því leyti að Saga Reisen hefur um nokkurra
ára skeið flutt fjölda ferðamanna frá Sviss til íslands, síðustu
árin í beinu flugi bæði til Akureyrar og Keflavíkur, en farþegar
í þessum Ieiguferðum urðu á síðasta ári á fjórða þúsund talsins.
Kontiki Reisen hefur einnig haft íslandsferðir á sínum snærum,
en í allmiklu minna mæli. Meginhluti ferða fyrirtækisins hefur
verið til Skandinavíu.
Beat Iseli verður áfram fram-
kvæmdastjóri Saga Reisen, sem
rekin verður sem sjálfstæð eining.
Hann telur mikilvægt að leggja
áherslu á ferðamennsku á norð-
lægum slóðum, en helstu vanda-
málin séu hátt verðlag og takmark-
aður skilningur og samstarfsvilji
ýmissa hagsmunaaðila. Beat Iseli
segist stefna að því að hefja bein-
ar flugferðir frá Sviss til Egils-
staða næsta vor.
Samkvæmt sameiginlegri
fréttatilkynningu sem gefin var út
við sameininguna segir að Beat
Iseli, til þess tíma eigandi Saga
Reisen í Miinsingen, hafi selt Kont-
iki Reisen í Wettingen öll hlutabréf
í fyrirtæki sínu og þannig sé Kont-
iki/Saga samsteypan orðin stærsti
seljandi Norðurlandaferða í Sviss.
Fram kemur að Beat Iseli verði
áfram framkvæmdastjóri Saga
Reisen og eigi sæti í stjóm fyrir-
tækisins en Dr. Walter Hugentobl-
er verði stjómarformaður beggja
fyrirtækjanna, sem framvegis
verði rekin sem sjálfstæðar eining-
ar, en í náinni samvinnu.
í Svissneskum blöðum er fjallað
um þessa frétt sem enn einn sam-
runann á svissneskum ferðaskrif-
stofumarkaði, en félögum í Sam-
tökum svissneskra ferðaskrifstofa
hefur fækkað talsvert á síðasta
ári. Fram kemur að allt starfsfólk
beggja fyrirtækjanna haldi störf-
um sínum, en hjá Saga unnu 13
manns og hjá Kontiki 15, en heild-
arársvelta Kontiki/Saga sé um 25
milljónir svissneskra franka. Við
þennan samruna sé orðinn til einn
stærsti aðili í Sviss, sem selji ferð-
ir til íslands og Norðurlandanna.
Helstu keppinautar séu ferðaskrif-
stofurnar Kuoni, Jelmoli og Hotel-
plan, en sú síðastnefnda hefði áður
sóst eftir að kaupa Saga Reisen.
I viðtali Morgunblaðsins við
Beat Iseli, þar sem hann var stadd-
ur á Akureyri kom fram að hann
væri afar ánægður með þessa
breytingu sem orðin væri. Saga
Reisen og Kontiki Reisen væru
álíka gömul fyrirtæki, Saga 15 ára
og Kontiki 14. Ársvelta fyrirtækj-
anna hefði verið svipuð og þau
hefðu bæði Norðurlandamarkaði,
Saga Reisen að vísu með meginá-
herslu á íslands- og Grænlands-
ferðir en Kontiki Reisen hefði flutt
fólk að mestu til Skandinavíu.
Fyrirtækin tvö hefðu verið heldur
litlar rekstrareiningar, með tilliti
til framtíðar, en með samrunanum
teldi hann að um væri orðið að
ræða hæfiiega stærð sem yki á
öryggi í rekstri. Auk þess kveðst
Iseli bera fullt traust til Walters
Hugentobler, enda sé hann afar
góður stjórnandi og skipuleggj-
andi, en Hugentobler og Iseli eru
jafnaldrar.
Iseli sagði að undanfarin tvö ár
hefði annað veifið flögrað að sér
að selja Saga Reisen. Það hefði
komið sér á óvart þegar Hug-
entobler hefði falast eftir kaupun-
um. Hann hefði álitið að þetta
væri stærra dæmi en svo að hann
gæti ráðið við það, en það hefði
þó gengið á tiltölulega stuttum
tíma. „Það hafði áður komið til
tals að fyrirtæki okkar ynnu sam-
an. Ég tel að við höfum báðir ver-
ið afar áberandi á markaðinum,
verið með mestar nýjungar og ein-
faldlega verið bestir á okkar sviði.
En við vorum keppinautar og því
hefði mátt búast við að samvinna
leiddi til togstreitu. Þess vegna er
þessi kostur miklu betri, að sam-
eina fyrirtækin undir einni yfír-
stjórn en halda rekstrinum áfram
þannig að sérþekking hvors um sig
rgóti sín.
Ég hef verið spurður af hverju
ég hafi selt, hvort það hafi verið
mér nauðsynlegt, en það var ekki
svo. Hins vegar var af mörgum
sökum heppilegt fýrir mig að selja
og ég tel mig hafa komist að afar
góðum samningum. Hugentobler
er eigandi og stjórnarformaður
fyrirtækisins en ég held áfram að
vera framkvæmdastjóri Saga Reis-
en og get því haldið áfram starfi
mínu við að byggja upp og þróa
íslandsferðimar. Það er mér af-
skaplega mikilvægt því mér þykir
afar vænt um ísland og hingað er
gaman að koma með góða ferða-
Beat Iseli framkvæmdastjóri
Saga Reisen.
menn. Eftir samrunann erum við
miklu sterkari en áður og með
þessu sparast auk þess mikið fé
með því að sameina rekstur, ferða-
kynningar, gerð auglýsingakvik-
mynda og fleira. En við stefnum
að því að gefa út aðskildar ferðaá-
ætlanir, enda er viðskiptamanna-
hópur Saga og Kontiki talsvert
ólíkur."
Iseli sagði að viðskiptavinir
Saga Reisen væru að miklum hluta
fullorðið fólk og ráðsett en mikill
hluti viðskiptavina Kontiki Reisen
væri ungt fólk. Það ætti sér meðal
annars skýringar í því að það fyrir-
tæki hefði orðið til á sérkennilegan
hátt. Rætur þess lægju í.skáta-
flokki sem tók til við að ferðast
og bytjaði smátt, en ennþá væri
mikið um að ungt fólk ferðaðist
með Kontiki Reisen með rútum
sem fyrirtækið ætti.
Bæði hafa fyrirtækin einbeitt
sér að norðurferðum og munu gera
það áfram, enda sagðist Iseli telja
að sá ferðakostur væri afskaplega
mikilvægur. Suðurferðir væru
orðnar of venjulegar og sífellt
minna spennandi. Auk þess að
leggja megináherslu á íslandsferð-
ir með Grænlandsferðum til viðbót-
ar sagði Beat Iseli að Saga Reisen
hefði á sinni könnu ferðir frá Sviss
til írlands og Skotlands. Kontiki
Reisen legði megináherslu á ferðir
til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands
og Danmerkur og auk þess hefði
fyrirtækið ferðir til Eystrasalts-
ríkjanna. Því væri ekki að leyna
að á þessu ári hefði orðið nokkur
samdráttur í ferðum Svisslendinga
norður á bóginn, en það væri tíma-
bundið ástand. í Sviss væri um
þessar mundir talsverður efna-
hagslegur samdráttur sem tæki
tíma að komast yfir. Margir sem
hygðu á ferðir til íslands og Norð-
urlanda þyrftu af þessum sökum
og vegna hárra skatta að halda
að sér höndum, fresta ferðum og
bíða um stund. Við þetta bættist
að verðlag á Norðurlöndunum öll-
um væri afar hátt. Á íslandi væru
matvæli sérstaklega dýr og verðlag
hjá bílaieigum ótrúlega hátt, svo
dæmi væri tekið. Hann sagðist þó
trúa því að með samningum mætti
komast að betri kjörum og þannig
væri meðal annars unnt að auka
straum fólks til landsins. Og Iseli
var ekki í vafa um að með sameig-
inlegum kröftum Saga Reisen og
Kontiki Reisen mætti með tíman-
um Qölga að mun þeim ferðalöng-
um sem til íslands kæmu.
Að sögn Iseli er ýmsum erfíð-
leikum bundið að halda gangandi
ferðaskrifstofum sem einbeita sér
að ferðum á norðurslóðir vegna
þess hve hefðbundinn ferðamanna-
tími er stuttur, og margir eigi erf-
itt með að skilja hvernig unnt sé
að haida fyrirtækjum eins. og
Saga/Kontiki gangandi. Þó sagði
hann að þetta hefði gengið hingað
til og ýmislegt væri mögulegt að
gera til að lengja tímabilið. Hjá
Kontiki Reisen hefðu til dæmis síð-
astliðinn vetur verið gerðartilraun-
ir með vetrarferðir, hundasleða-
ferðir til Lapplands, og fáum hefði
litist á blikuna. Reyndin hefði þó
verið sú að 200 manns hefðu farið
í þessar ferðir og þær gefíst vel
og íhugandi að reyna slfkt víðar.
Beat Iseli sagði að jafnan væri
þægilegt og gott að skipta við ís-
lendinga. Þó væri ekki allt á eina
bókina lært. „Ég hef í mörg ár
haft áhuga á samstarfí við Flug-
leiðir, en af einhveijum sökum
hafa Flugleiðamenn aldrei sýnt
neinn áhuga á samstarfi við mig.
Þeir hafa alltaf litið á mig sem
keppinaut, en það er ekki rétt hjá
þeim, ég hefði getað orðið góður
viðskiptavinur. Þegar ég fór að
fljúga beint frá Sviss til Akureyrar
var það einfaldiega vegna þess að
Flugleiðir vilja ekki fljúga beint til
Akureyrar, og það skil ég ekki.
Það hlýtur að vera mikilvægt að
geta flogið beint frá útlöndum til
fleiri en eins staðar hér á landi.
Ég get nefnt þér dæmi um mann
sem þurfti að komast frá Hamborg
til Akureyrar. Hann kom til mfn
til Ziirich og flaug þaðan beint til
Akureyrar. Ef hann hefði farið
með Flugleiðum hefði hann þurft
að fljúga til Frankfurt og þaðan
til Keflavíkur, gista eina nótt í
Reykjavík og fljúga daginn eftir
til Akureyrar. Þetta á ekki að þurfa
að vera svona flókið. Ég get líka
nefnt sem dæmi um samskipti mín
við Flugleiðir að um mánaðamótin
mars-apríl ákvað ég að athuga
hvort Flugleiðir vildu kaupa Saga
Reisen. Við höfðum samband við
Flugleiðamenn og fórum til'
Reykjavíkur í apríl, en þeir virtust
ekki hafa minnsta áhuga á að
íhuga málið, hvað þá annað. Ég
undraðist það því þama hefðu
Flugleiðir með einföldu móti getað
náð viðskiptum sem svara 5 millj-
ónum svissneskra franka, um það
bil 200 milljónir íslenskra króna á
ári. Það var ekki að sjá að mennim-
ir hugsuðu í svona smáum upp-
hæðum."
Nú er framtíðin ráðin og Beat
Iseli heldur áfram að skipuleggja
íslandsferðir Saga Reisen sem er
þá hluti eða deild í Saga/Kontiki.
Hann sagðist stefna að breytingum
strax á næsta ári. í stað þess að
fljúga eins og nú, eina ferð í viku
til Akureyrar og tvær til Keflavfk-
ur yrði til að byija með farin ein
ferð í viku til þriggja staða, Akur-
eyrar, Keflavíkur og Egilsstaða.
Með því að bæta Egilsstöðum í
hópinn sköpuðust fleiri og
skemmtilegir möguleikar á skipu-
legum skoðunarferðum um allt
land, en þó yrðu Vestfírðir því
miður útundan enn um sinn. Beint
flug frá Sviss til Egilsstaða mundi
auka ferðamannastraum á Aust-
fjörðum og á norðausturhominu
og vera hrein viðbót við feijufar-
þegana með Norrönu.
Spurður um framtíð ferðamála
á íslandi og ferðamannastraum til
landsins sagði Beat Iseli að á ís-
landi væru möguleikar nær óþijót-
andi, fegurð landsins og hrikaleiki
náttúmnnar auk viðmóts fólksins,
ailt þetta væri jákvætt og eftir-
sóknarvert og fólk vildi koma aftur
og aftur. „Hins vegar get ég ekki
leynt því að það er ýmislegt annað
sem veldur mér áhyggjum. Veröld-
in er undir svo sterkum áhrifum
frá fjölmiðlum og ýmsir hags-
munahópar geta með tilstyrk
þeirra valdið óbætanlegum skaða.
Fólk er orðið svo viðkvæmt fyrir
þessu. Þannig tel ég til dæmis tölu-
verða hættu á því að það gæti
skaðað ímynd Islands og meað
annars komið niður á ferða-
mennsku hér ef farið yrði að veiða
hvali á ný. Það þarf ekki annað
en að líta í kringum sig og sjá
hvað er að gerast þessar vikumar,
það eru skrifaðar langar og miklar
greinar og búið til alls kyns efni
sem er notað til að níðast á Norð-
mönnum vegna ákvörðunar þeirra.
Og það getur orðið erfitt að ráða
við tilfinningalega afstöðu fólks
ef á annað borð er stigið eitthvert
óheillaskref. En hvort sem það
tengist hvalveiðum eða ekki, ef
íslendingum tekst að halda ímynd
landsins heilli og hreinni þá er
ástæðulaust að óttast um framtið-
ina í ferðum fólks hingað."
Sverrir Páll
Steinakrýl
Fyrir þá sem vilja mála sjaldan
en gera það vel
Þú vandar til verksins, þegar þú málar húsið
með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein-
akrýl veitir steininum ágæta vatns-
vöm og möguleika á að að
„anda“ betur en hefðbundin
plastmálning. Viðloðun
Stelnakrýls er gulltrygg og
því getur þú einnig notað
það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú
getur málað mcð þessari úrvalsmálningu við
lágt hitastig, jafnvel i frosti. Hún
þolir vætu eftir um eina
klst., hylur fullkomlega í
tveimur umferðum, veðr-
unarþol er frábært og litaval
gott.
4 *■
J m
S
N»st þegar þó sérð ftllpga mnlað hós = kynnm þér þá hvaðan málningin ar