Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
Brjóstagjöf er sjálfsögð
mannréttindi bama
eftír Arnheiði
Sigurðardóttur
Þar sem nú stendur yfir brjósta-
gjafarvika vildi ég vekja athygli á
þeim þáttum sem hindrað geta far-
sæla brjóstagjöf og jafnvel komið í
veg fyrir að móðir geti brjóstfætt
bamið sitt.
Ennþá eru til mæður sem trúa því
að þær geti ekki brjóstfætt böm sín
þar sem ömmu tókst það ekki og
heldur ekki mömmu. Sá eiginleiki
að geta haft bam á brjósti erfist
ekki, en í þeim fjölskyldum þar sem
brjóstagjöf hefur tíðkast flyst þekk-
ingin áfram frá móður til dóttur.
Móðirin verður að vera sannfærð um
að það sé náttúrulegur eiginieiki
hennar að hafa bam á brjósti. Þess
vegna má aldrei draga vísvitandi úr
konum sem vilja hafa böm sín á
brjósti þó að það virðist fyrir áhorf-
andann bæði óþarfi og óþægilega
erfítt. Það er mikið tilfínningamál
fyrir mæður að hafa böm sín á brjósti
og þegar brjóstagjöfín gengur ekki
getur það valdið sárum vonbrigðum
og móðurinni fínnst henni hafa mis-
tekist.
Til að brjóstagjöf geti orðið farsæl
þarf móðirin fyrst og fremst að
kunna að leggja bam sitt rétt á
brjóst. Ef það
er ekki gert
rétt geta orðið
til vandamál
eins og sárar
geirvörtur,
bamið þyngist
lítið, gleypir
mikið loft og þjáist þess vegna áf
magakveisu. Það má líkja rangri
aðferð við brjóstagjöf við það að
drekka úr vatnsglasi yfir öxlina á sér.
Það er mjög mikiivægt að bamið
læri fljótt eftir fæðingu að taka
brjóstið rétt en lítil böm geta ekki
lært margar sogaðferðir. Það getur
eyðilagt brjóstagjöfína að nota snuð,
pela eða brjóstahlífar (mexíkanahatt,
pelatúttu) fyrir 6 vikna aldur.
Barnið lagt rétt á brjóst
Þegar leggja á bam á brjóst þarf
móðirin að byrja á því að koma sér
vei fyrir í armstól eða ruggustól.
Gott er að nota púða til stuðnings
og hafa skemil undir fætuma. Púð-
amir eiga að veita stuðning við bak-
ið, undir olnbogana og lyfta baminu
nær móðurinni. Mikilvægt er að slaka
á í brjóstagjöfínni því öli spenna
getur seinkað tæmingarviðbragði hjá
móður.
Koma verður baminu vel fyrir, það
á að liggja alveg á hliðinni og allur
líkami þess á að snúa að móðurinni.
Höfuð bamsins á að hvíla f olnboga-
•©D9
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyöir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Ðömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso __
-stöðvar
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 77878.
Tilbúinn
stíflu
eyöir
Arnheiður Sigurðardóttir
bót móður og með þeirri hendi á hún
að geta tekið um rass bamsins. Eyru,
axlir og mjaðmir bamsins ættu að
vera í beinni línu, og engin sveigja
á líkama þess. Handleggur bamsins
liggur þá undan bijóstinu aftur að
baki móður. Móðirinn á ekki að halla
sér fram yfir bamið heldur á hún
að draga bamið að sér. Þegar bam-
inu er boðið bijóstið er lausa hendin
notuð til að stýra bijóstinu upp í
bamið. Fingumir em látnir mynda
c, þu malfingur ofan á, en hinir fíng-
umir undir bijóstinu. Ailir fíngumir
verða að vera vel fyrir aftan geirvört-
una.
Til þess að fá bamið til að taka
bijóstið rétt er best að kitla varir
þess með geirvörtunni. Ef bamið
snýr sér frá er gott að stijúka þá
kinn þess sem er næst, þá snýr bam-
ið sér aftur að bijóstinu. Þannig er
hægt að notfæra sér leitunarvið-
bragð bamsins. Bíðið þess að það
opni munninn nægilega vel. Geirvart-
an þarf að vísa beint upp í miðjan
munn barnsins og móðirin verður að
draga bamið snögglega þétt að sér
og passa að bamið renni ekki af
bijóstinu er líða tekur á bijóstagjöf-
ina. Ekki er hætta á að bamið kafni
í bijóstinu, í nefbroddinum er lítið
bijósk og þegar ýtt er á það fletjast
nasimar út og bamið getur andað.
Vilji móðir heldur halda við bijóstið
Ef ekki gengur vel að leggja bamið
á bijóst og það er orðið órólegt verð-
ur að róa bamið fyrst og byija svo
aftur, en bamið má ekki upplifa
bijóstagjöfina sem neikvæða athöfn.
Vandamál sem upp kunna að
koma
Mörg böm vita nákvæmlega
hvemig þau eiga að sjúga bijóstið
er þau fæðast en önnur tekur nokk-
um tíma að læra það. Þau þurfa
mikinn tíma og þolinmæði, en þessi
böm þola ekki að vera rugluð með
notkun snuðs, bijóstahlífa eða pela.
Sog bamsins verður að skila ár-
angri en bamið á að mjólka bijóstið
en ekki aðeins geirvörtuna. Til að
mjólka bijóstið þarf bamið að fá
bijóstið vel upp í sig, en mjóikur-
gangamir sem liggja undir brúna
svæðinu eiga að tæmast. Ef bamið
er of framarlega á bijóstinu lokar
það fyrir mjólkurgangana í stað þess
að opna þá. Geirvartan á að hverfa
inn fyrir góma bamsins og munnur
þess ætti að hylja um það bil þuml-
ungi meira. Bamið á að reka tung-
una út úr munninum og varir þess
eiga að fletjast út. Ef tungan kuðl-
ast upp í munni bamsins fínnur
móðirinn til og sár geta myndast á
geirvörtunni. Bamið mjólkar bijóstið
með neðri gómnum og taktföstum
hreyfíngum tungunnar. Ef tunga
bamsins er á réttum stað heyrist
þegar bamið kyngir. Ef geirvartan
verður aum þarf að athuga aftur
hvemig barnið er lagt á bijóst og
hvemig það sýgur. Þá verður að losa
bamið varlega af bijóstinu með því
að stinga litla fíngri upp í bamið og
fá það til að sleppa bijóstinu. Aðrar
orsakir fyrir sárum geirvörtum eru
til dæmis að móðirin sé með við-
kvæma húð eða sveppasýkingu. Sáp-
ur, krem, þvottaefni og jafnvel
sjampó getur verið ertandi. Ef móðir-
in þarf að nota áburð til að mýkja
geirvörtumar ætti hún að ganga úr
skugga um að áburðurinn sé sérstak-
lega ætlaður á sárar geirvörtur og
sé viðurkenndur sem slíkur af
bijóstagjafarsamtökum.
Einnig þarf að skoða munn bams-
ins. Vansköpun á vörum, góm og
tungu getur haft áhrif á bijóstagjöf-
ina. Með því að draga bamið mjög
þétt að sér má bæta sogtækni þess
og koma þannig í veg fyrir að vanda-
mál skapist. Tunguhaft getur einnig
orsakað sárar geirvörtur þar sem
bamið getur ekki rekið tunguna
nægilega langt út úr sér til að hylja
neðri góminn. Það lagast oft er líða
tekur á bijóstagjöfína. Böm með
klofna vör og /eða klofínn góm geta
lært að drekka úr bijósti ef þau fá
að læra það frá byijun. Þegar sog
bamsins er árangursríkt heyrum við
bamið kyngja og andlitsvöðvar þess
hreyfast, þannig þjálfar bijóstabam
andlitsvöðvana alveg frá byijun en
það er góður undirbúningur áður en
bamið byijar að tala.
Stundum nær bamið ekki góðu
taki á bijóstinu þar sem móðirin er
með innfallnar eða flatar geirvörtur.
Þessar mæður geta haft böm sín á
bijósti en verða að leggja meira á
sig í byijun á meðan bamið er að
kynnast bijóstinu. Með því að nudda
bijóstið fyrir gjöf og kalla fram los-
unarviðbragðið er oft auðveldara að
koma baminu á bijóst. Einnig getur
í þessu tilfelli verið gott að nota
bijóstahlíf en þá aðeins í byijun gjaf-
ar á meðan bamið er að toga geir-
vörtuna fram. Bijóstahlífar koma í
veg fyrir að bijóstið fái nægilega
mikia ertingu og geta minnkað
mjólkurmyndun um ailt að 20 af
hundraði, einnig geta þær stuðlað
að því að bamið læri ekki að sjúga
bijóstið rétt. Þess vegna verður að
fara mjög varlega í notkun bijósta-
hlífa. I byijun hverrar gjafar skal
alltaf reyna að leggja bamið á bijóst
án hennar. Flestar mæður finna fyr-
ir eymslum á fyrstu 10 dögum
bijóstagjafarinnar. 25 af hundraði
mæðra em með viðkvæma húð og
verða alltaf að nota mýkjandi áburði
á geirvörtumar. Þegar bamið sýgur
bijóstið á móðirin ekki að fínna fyrir
neinum óþægindum þar sem þetta
er eðlilegasta leiðin til að fæða ung-
bam. Bijóstagjöf á að vera ánægju-
leg og afslappandi.
Samsetning brjóstamjólkur
Nú þegar búið er að koma baminu
rétt á bijóst, hversu lengi á það að
sjúga bijóstið? Þegar bam er búið
að drekka nægju sína sleppir það
bijóstinu eða sofnar við bijóstið og
tottar það í stað þess að sjúga kröft-
uglega. Það tekur böm mislangan
tíma að drekka nægju sína, allt frá
nokkrum mínutum upp í hálfa
klukkustund. Ef það tekur bam
lengri tíma að drekka nægju sína er
það eflaust vegna þess að það er
ekki lagt rétt á bijóst. Þegar talað
er um að tæma bijóstin er átt við
að bijóstið sé farið að framleiða eftir-
réttinn, en bijóstin tæmast aldrei,
því þau framleiða á meðan bamið
sýgur. í sjálfri bijóstagjöfinni breyt-
ist samsetning bijóstamjólkurinnar.
Það má líkja bijóstamjólkinni við
þriggja rétta máltíð: Súpu, aðalrétt
og eftirrétt. Fituinnihald mjólkurinn-
ar eykst er nær líður eftirréttinum.
Ef bam fær ekki að klára úr fyrra
bijóstinu áður en þvi er boðið það
Síðara fær það tvisvar sinnum súp-
una og aðalréttinn en sleppir eftir-
réttinum. Þannig fær bamið mikið
magn af vökva, mjólkursykri og pró-
teinum, en ekki nægilega fítu. Bam
sem fær ekki nauðsynlega fitu er
líkiegt tii að verða mjög fljótt svangt
aftur, þyngist ekki nægilega og er
líklegt til að vera vansælt, jafnvel
með kveisu og þunnar og vatnsmikl-
ar hægðir. Mikilvægt er að leifa
barninu að klára að drekka úr fyrra
bijóstinu áður en því er boðið það
síðara, leifa þvi sjálfu að taka ákvörð-
un um hvort það vill meira. Leyfíð
baminu að liggja við bijóstið og njóta
eftirréttarins. Magn bijóstamjólkur
skiptir ekki höfuðmáli heldur sam-
setning hennar, þess vegna hefur
mjólkurvigtun mjög takmarkaðan til-
gang. Hátt hlutfall fítu sem barnið
fær með eftiréttinum veldur því að
maginn tæmist hægar og mjólkur-
sykurinn brotnar niður þannig að
þarmamir geta tekið hann upp.
Mjólkurmyndun móður er í sam-
ræmi við það sem bamið drekkur.
Það er eðlilegur hluti af bijóstagjöf-
inni að bamið liggi meira við bijóst-
ið í 3-5 daga af og til.til að auka
framleiðslu móðurinnar. Það er ekki
fyrr en eftir 6-9 mánaða aldur sem
huga má að annarri fæðu svo hún
taki ekki frá baminu næringarefni í
stað þess að auka þau. Böm verða
að fá að drekka þegar þau biðja um.
Ekki er hægt að segja til um hvað
sé æskilegur tími á milli gjafa, hvert
barn hefur sína hentisemi í því til-
liti. Mjólkurmyndun minnkar ef
ákveðin tímalengd er höfð á milli
gjafa. Utanaðkomandi þættir sem
minnkað geta mjólkurmyndun móður
eru reykingar, kvíði, mjög lélegt
næringarástand, geðsjúkdómar, al-
varleg veikindi bams, sogvilla hjá
bami, ófullnægjandi stuðningur að-
standenda, heilbrigðisstofnana og ef
gefín er þurrmjólk í pela.
Niðurlag
Nú hef ég ijallað um helstu grund-
vallaratriði sem kenna verður mæð-
rum áður en þær fara heim af fæð-
ingardeildum. Enginn okkar efast
um gildi bijóstamjólkur, en hvers
vegna er sá stuðningur sem mæður
fá af svo skomum skammti og oft á
tíðum villandi? Það hefur verið þekkt
lengi að bijóstaböm fá síður melting-
arfærasýkingar, efriloftvegasýking-
ar og miðeymabólgu, einnig minnkar
bijóstagjöf líkur á ofnæmi. Ég hef
oft velt fyrir mér hvort Qármunum
væri ekki betur varið í að kenna
mæðrum hvemig þær geta haft böm
sín á bijósti í stað þess að borga
lækniskostnað síðar vegna sjúkdóma
sem ef til vill hefði mátt koma í veg
fyrir.
Heimildir: Ellen Mclntyre MSc DipEd
IBCLC, Breastfeeding Management,
Breastfeeding Review vol. II, no.3, July
1991. LLLI, The Womanly Art of Breast-
feeding. La Leche League Intemational
1991. LLLI, Positioning Your Baby at
the Breast: No 107. La Leche League
International, 1988. Nancy Mohrbacher,
Julie Stock : The Breastfeeding Answer
Book. La Leche League Intemational
1991.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur,
hjálparmóðir hjá félaginu
Barnamál og nemi i
brjóstagjafarráðgjöf á vegum La
Leche League Intemational.
Hestamót helgarinnar:
Fjögur mót heima og erlendis
Hestar
Valdimar Kristinsson
í MÖRG hornin verður að líta
hjá hestamönnum um helgina
þvi fjögur mót verða haldin
bæði hér heima og erlendis. Niu
hestamannafélög á Suðurlandi
halda Stórmót á Hellu þar sem
keppt verður í gæðingakeppni
og kappreiðum auk þess sem
kynbótahross verða metin og
sýnd.
Þá verða á dagskránni hefð-
bundnar kappreiðar auk þess sem
keppt verður í kerrubrokki og
skeiði. Meðal kynbótahrossa sem
koma munu fram er hryssan Gnótt
frá Brautarholti sem nú hefur náð
einkunn til heiðursverðlauna. Um
150 kynbótahross munu koma fyr-
ir dómnefnd sem hóf störf í gær
og verður að störfum í dag. Mikið
verður lagt í þetta mót og verður
reynt að koma meir til móts við
áhorfendur en gert hefur verið til
þessa með ýmsum hætti. Leiktæki
verða á staðnum, sölutjöld, hesta-
vöruverlsun, bamagæsla og mynd-
listarsýning. Á laugardagskvöld
verður gleðistund með ýmsum góð-
um uppákomum.
í Seljord í Noregi fer fram Norð-
urlandamót í hestaíþróttum þar
sem þrettán íslendingar munu etja
kappi við aðrar Norðurlandaþjóðir.
Meðal þeirra sem munu mæta þar
til leiks má nefna Hinrik Bragason
sem keppir á Pjakki frá Torfúnesi,
Aðalstein Aðalsteinsson, Trausta
Þór Guðmundsson. Jón Stein-
bjömsson, Herbert Olason og Einar
Öder Magnússon en hann er eini
íslensku keppendanna sem flutti
með sér hest að heiman til þátttöku
á mótinu en það er alhliða gæðing-
urinn Háfeti frá Hátúni.
í Amsterdam verður haidið mik-
ið mót sem kallast Mið-vestur Evr-
ópumótið en þar munu nokkrir ís-
lendingar einnig mæta til leiks og
má þar nefna Ragnar Hinriksson
og Hallgrím „Kóng“ Jóhannesson,
en þeir koma frá Bretlandi, og
Heiðar Hafdal sem býr f Hollandi.
Einnig hefur heyrst að Herbert
„Kóki“ Ólason muni mæta á þetta
mót en ekki á Norðurlandamótið.
Mótið verður haldið á þeim stað
þar sem væntanlegt heimsmeist-
aramót verður haldið á næsta ári.
Hestamannafélagið Dreyri á
Akranesi með opið íþróttamót um
helgina á nýju vallarsvæði sínu en
þetta mun í annað sinn sem félag-
ið gengst fyrir slíku móti.