Morgunblaðið - 06.08.1992, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
32
Minning:
Páll Líndal
ráðuneytisstióri
hafa haft tækifæri til þess að njóta
enn betur hæfíleika sinna sem sagn-
fræðings, þar sem saman fór bæði
yfirgripsmikil þekking og skýr og
skemmtileg frásagnargáfa.
Nokkur hópur bekkjarbræðra
Páls hefur um áratuga skeið haldið
hópinn og komið saman reglulega
til að lesa ýmiss konar bókmenntir.
í þeim hópi nutum við víðtæks fróð-
leiks Páls og næmleika hans fyrir
því sérkennilega og oft skoplega,
sem lesa má úr gömlum textum.
Á mannamótum var Páll venju-
lega hrókur alls fagnaðar og átti
létt með að vekja mönnum hlátur
með fyndnum og hnyttilegum frá-
sögnum. í rauninni var hann þó
manna dulastur á eigin tilfinningar
og mjög viðkvæmur í lund. í hregg-
viðrum lífsins særðist hann því oft
dýpri sárum en flesta samferða-
menn hans grunaði. Vinum sínum
var hann allra manna tryggastur,
þótt hann fiikaði ekki innstu tilfinn-
ingum sínum við þá frekar en aðra.
Nú þegar Páll er svo sviplega á
burtu kallaður hlýtur hugurinn að
hverfa aftur til hinna mörgu gleði-
stunda, sem hann veitti vinum sín-
um og æ munu merla í minning-
unni. Jafnframt votta ég samúð
okkar Dóru ástvinum hans öllum,
sem nú sjá á bak svo góðum dreng.
Jóhannes Nordal.
Sagt hefur verið, að minningar-
greinar beri stundum merki þess,
að höfundur sé ekki síður að skrifa
um sjálfan sig en hinn látna. Þessi
hætta er ekki sízt fyrir hendi í orð-
um sem þessum, þar sem merk og
fjölbreytileg verk hins látna á langri
starfsævi eru ekki rakin, heldur
vikið að áratugalöngum, persónu-
legum kynnum. Ég vona þó að les-
andi þessara kveðjuorða finni að
þeim er ætlað að sýna, hvað Páll
Líndal var í hópi þeirra, sem sett-
ust í fyrsta beíck Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1937 og braut-
skráðust þaðan vorið 1943 ásamt
álíka mörgum, ágætum bekkjarfé-
lögum, sem bætzt höfðu við í lær-
dómsdeild eftir gagnfræðapróf
1939. Frá öndverðu þótti félagsandi
góður í þessum árgangi, og i hópi
þeirra, sem við bættust, voru marg-
ir, sem víkkuðu sjónarsviðið og
styrktu samheldnina.
Á þessum árum voru nokkrir i
hópnum, sem höfðu aðstöðu til að
bjóða til sín bekkjarsystkinum endr-
um og eins að kvöldlagi i vikulok,
þar sem unað var við söng og leiki
langt fram eftir. Eitt þessara gest-
risnu heimila var hjá foreldrum
Páls á Bergstaðastræti 76. Þá sem
endranær var Páll hinn ljúfi, sívök-
uli vinur, brunnur alls konar fróð-
leiks og hrókur alls fagnaðar. Var
hann ætíð reiðubúinn að grípa til
píanósins til að hressa upp á anda-
giftina. Á slíkum stundum komu
fram ýmsir þeir hæfileikar og eigin-
leikar Páls, sem hann hélt áfram
að þroska til hinztu stundar.
Hann hafði yndi af sagnfræði
með öllum sínum fléttum og til-
brigðum, sem áhrif hafa á fram-
vinduna. Við þessa iðju setti hann
á sig ýmis orðatiltæki og setningar,
sem stjórnvitringar í heimssögunni
og jöfrar í bókmenntum höfðu látið
falla. Margar af tilvitnunum frá
eldri tíma mælti Páll á latinu. Var
hann meðal hinna sennilega fáu
bekkjarsystkina minna, sem að
loknu námi ræktu áfram og juku
kynni sírt af þeirri tungu. Við þetta
bættist að sjálfsögðu hlutuf lög-
spekinnar i notkun hins forna máls.
Pál! vaf Sftjall sögumaður; og ríkur
tiáttuf í Msep hans af ýnisum
iflðftftiiiti, aetíi Vörié hðfðu Hieð ein-
ufti aða eðfutti hatti ábef afldi í bjöð-
iifíflu á ijíðarí ttftiufti, var iapi Hatis
VÍð að draga frattí sþaugiieg atvik,
aefti jieif héfðu vettð viðriðtíir, iýsa
viðbrögðum þeirra og orðréttum
tilsvörum.
Þótt hemám Menntaskólahússins
við Lækjargötu kæmi róti á alla fé-
lagsstarfsemi innan skólans um
tveggja ára skeið, var undravert hve
vel tókst að lífga við þá starfsemi
veturinn 1942-43, er skólahaldið
hafði aftur flutzt í gamla húsið. Það
kom að sjálfsögðu í hlut efsta bekkj-
ar skólans að endumýja hefðir, og
tók Páll þátt í því sem aðrir undir
forustu umsjónarmanns skólans úr
okkar hópi. Hinn gamli, góði félags-
andi styrktist innan bekkjarins og
hefur haldizt alla tíð síðan, þótt
hópurinn tvístraðist og persónulegar
aðstæður breyttust að sjálfsögðu.
Samt sem áður hefur verið komið
saman flest ár, síðast í endurreistum
Skíðaskálanum nú í vor.
Dæmi um þátt Páls í því að halda
við kynnum og félagslífi meðal fyrri
skólafélaga var það framtak hans
ásamt öðmm félaga að taka saman
fréttir af hópnum, fjölrita þær og
senda þeim okkar, sem voru við nám
síðustu stríðsárin í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Var fréttabréfið
nefnt Jörmungandur. Síðar beitti
hann sér fyrir því að hleypa lífi í
þrengri hóp, sem var við að tvístr-
ast vegna anna og tímabundinna
fjarvista.
Eins konar tilviljun varð til þess,
að nokkrir bekkjarfélaganna úr
stúdentshópnum 1943 tóku að hitt-
ast eitt kvöld í viku hverri vetrar-
mánuðina til að lesa upphátt valdar
bækur eða bókmenntaverk, þar á
meðal fomsögumar, og skiptust
menn á við uppiesturinn. Sú er
ástæðan fyrir því, að frá þessu er
sagt hér, að nokkrum sinnum hin
síðari ár hefur verið getið þessa
leshóps í tímaritum.
Þau voru tildrög að stofiiun les-
hópsins, að eftir útför okkar virta
frönskukennara, Páls Sveinssonar,
sem fram fór 12. janúar 1951, urðum
við nokkrir bekkjarfélagar samferða
frá kirlqunni og var Páll lindal í
hópnum. Bauð .hann okkur heim til
sín á Bergstaðastræti, og var leshóp-
urinn stofiiaður þar sama dag. Nú
eru tveir horfnir úr hópnum, Hjálmar
Ólafsson og Páll. Fyrir nokkrum
árum hafði Páll tekið saman skrá
um verk þau, sem við höfðum þá
lesið saman. í fórum hans kann enn-
fremur að hafa leynzt ýmislegt af
því, sem sett var saman á skólaárun-
um og jafnvel síðar. Við Páll vorum
sessunautar meiri hluta þess tíma,
sem við vorum í Menntaskóla.
Eins og sjá má af hinum viða-
miklu ritverkum Páls Líndals, var
hann með fjölfróðustu mönnum
samtíðar sinnar. Kom það einnig
fram, er hann hvað eftir annað tók
þátt í spumingakeppni. Hann var
fjölgáfaður og lét til sín taka á
mörgum sviðum.
Áður hefur verið vikið að gestrisni
á heimili foreldra hans. Síðar átti
hann eftir að stofiia eigin heimili,
þar sem gestrisni húsráðenda og vin-
arþel sat í fyrirrúmi fyrr og síðar.
Það var einhveija helgina í vet-
ur, að við hjónin hittum Pál í mann-
hafinu í hinu svonefnda Koiaporti.
Hann hafði verið við vinnu á skrif-
stofu sinni fyrr um daginn en lagt
lykkju á leið sína á göngunni heim
til að sjá iðandi bæjarlffið, sem nú
hafði færzt þangað úr gamla Mið-
bænum. Kvaðst hann stundum gera
þetta, því að í mannfjöldanum sæi
hann ýmislegt, sem minnti á gömlu
Reykjavík. Það var létt yfir honum
eins og þar fyndi hann aftur hjarta-
slög borgarinnar, sem hann þekkti
svo vel og þótti svo vænt um. Þessi
stund, setfl var hití síðaatai setti
Mtíflka hatís hitti haflfl, varð sfyttri
etí til stóð, jivi að eiiihver aiitíar
vildi taka hanfl tali: Haflfl vat höi£
íhh. lyrr bh varði,
% veit, að ftiér ieyfist að segja,
að við bekkjarsyatkití Þals ög tíiak^
ar okkar söknum öll vinar við frá-
fall hans, en jafnframt þökkum við
þær mörgu, góðu stundir, sem við
áttum með honum.
Við Þórunn sendum ástvinum
hans öllum samúðarkveðjur.
Ólafur E. Stefánsson.
Nú er elsku afi minn og nafni
Páll Líndal látinn. Mig langar til
að minnast hans í nokkrum orðum
um leið og ég þakka honum fyrir
allar ánægjustundimar sem hann
veitti mér í lifanda lífi.
Það fyrsta sem mér dettur í hug
að nefna um hann afa er það hvað
hann var mikill bókaunnandi. Ég
er næstum viss um að hann var
með víðlesnustu mönnum á íslandi
og þó víðar væri leitað! Mér fannst
sem hann hafði lesið allt milli him-
ins og jarðar, það var sama um
hvað var rætt alltaf gat hann vitn-
að í einhveija bók máli sínu til
stuðnings og stundum þulið upp
heilu blaðsíðumar. Þar að auki hafði
hann skemmtilega frásagnargáfu
eins og reyndar þær ófáu bækur
og greinar, sem hann skrifaði, bera
vitni um. í hvert skipti sem hann
sagði mér sögu var hún yfirleitt
blönduð leiftrandi kímni sem var
afa svo eiginleg.
Auk hans mikla áhuga á bókum
var hann mikill „göngugarpur" og
fór allar sínar ferðir fótgangandi
ef hann mögulega gat enda þekkti
hann borgina sína, Reykjavík, hús-
in, götumar, söguna alla, eins vel
og lófann á sér. Það væri svo ótal-
margt annað sem ég gæti sagt um
hann afa minn en læt hér staðar
numið. Ég sakna þess að fá ekki
að njóta hans lengur og það er stórt
skarð höggvið í fjölskylduna við
fráfall hans. Þess verður langt að
bíða að við getum sætt okkur við
það að hann skuli vera farinn frá
okkur og það svona fljótt. Hvfli
hann í friði um eilífð alla.
Palli.
Tengdafaðir minn Páll Líndal lést
að heimili sínu að Bergstaðastræti
81 hér í borg laugardaginn 25. júlí sl.
Ég kynntist Páli fyrst fyrir um
það bil tólf áram þegar Bjöm eigin-
maður minn kynnti mig fyrir honum.
Ég fann strax við okkar fyrstu kynni
að þar fór maður sem átti ekki sinn
líka. Hann var geysilega vel að sér
og eftir hann liggur mikið og merki-
legt ævistarf. Eg mun ekki rekja
það hér en get þó ekki látið hjá líða
að minnast þess að eftir hann liggur
fjöldi rita, mörg þeirra vora um sögu
Reykjavíkur enda var hann afburða-
fróiður á því sviði.
Páll var sagnabrannur og hafði
stálminni. Hann var skarpgreindur
og málhress með afbrigðum og þar
sem þessir hæfileikar hans komu
saman auk listrænnar innsýnar
hans þá varð útkoman sú að í hans
húsi leiftraði umhverfið af áhrifum
hans. Hann kunni óteljandi sögur
af mönnum og málefnum og var
mikill húmoristi. Það var ekki það
málefni tekið á dagskrá hjá fjöl-
skyldunni að hann kynni ekki sögur
því máli tengdu. Oft vora það gam-
ansögur sem þó vora með graf-
alvarlegu ívafi. Tengdafaðir minn
sagði reyndar oft að það væri mis-
skilningur að telja að gamansögur
um menn og málefiii væra bara inn-
antómt grín. Hann vitnaði í því sam-
bandi stundum til orða danska
skáldsins Piet Hein sem orðaði það
svo: Den som kun tar spög for spög
og alvor kun alvorligt, han og hun
har faktisk fattet begge dele darligt.
í rauninni er erfitt að lýsa því
andrúmslofti sem ríkti í fjölskyldu-
boðum þar sem Páll var viðstaddur.
Hann á ættir að rekja til manna
og kvenna sem verður ekki orða
vant. í þeim boðum varð aldrei
þögn. Þar voru ætíð líflegar umræð-
ur þar sem fróðleikur Páls um alla
skapaða hluti ttaut sín tíl hins ítr-
asta. Hið eina sem stöðvað gat
umræðuna vora tfmamörkin sem
boðunum voru sett. Oft var þó talað
ttiikið og letígi úti á tröpnum meðan
verið m að kveéya; ig heid að
letígstu kveðjustutídit sem ég hef
átthafí verið á tFöþþUHUHi að öetg-
ötaðaötfsgti 81: ttjá Páli vat ekkert
itíflatítéfflt tal til, aiit eetfl hafltí iét
M §éf fata teflfdiet á eiflhvetfl
hátt reynslu og fróðleik.
Páll var ekki mikið fyrir íþróttir
eða útivist í þeim skilningi sem nú
til dags er lagt í þau hugtök. Hans
iþrótt fólst í því að spássera um göt-
ur borgarinnar einkum gamla mið-
bæjarins en af því hafði hann mikla
unun og tók reyndar að sér slíka
spássértúra með hópa fólks þar sem
hann sagði sögur af húsum og fólki
sem í þeim hafði búið enda kunni
hann sögu hvers húss er þar stóð.
Heimili tengdaföður míns bar
merki um áhugamál hans, bóklest-
urinn og því að hafa í kringum sig
gamla muni einkum þá sem tengd-
ust fjölskyldu hans sem honum var
afar hugleikin. Hann átti mikið
bókasafn og var sárt um bækumar
sínar eins og góðra bókasafnara er
háttur. Heimilið bar yfirbragð festu
og virðuleika sem vora eiginleikar
sem Páll hafði í ríkum mæli. Hann
var maður af gamla skólanum sem
leið best heima hjá sér. Heima sinnti
hann líka ritstörfum sínum og öðr-
um fræðistörfum. Þar naut hann
sín vel. Ég minnist hans í stofunni
heima hjá sér á Bergstaðastræti.
Hann sat venjulega í húsbónda-
stólnum sínum með bömin sín og
bamabömin í kringum sig á tylli-
dögum. Hann miðlaði þá af fróðleik
sínum og gamansemi. Athyglina
átti hann óskipta. Hann hafði
glöggt auga fyrir persónueinkenn-
um bamabamanna og hafði stund-
um dálítið gaman að velta því fyrir
sér hvort og hvemig þau væra lík
sér. Hann var lítt hrifinn af miklum
ærslum enda fannst mér alltaf að
bömin yrðu stilltari og prúðari en
ella í návist hans. Honum var oft
mjög skemmt ef honum var sagt
frá hnyttnum tilsvöram þeirra eða
atburði sem túlka mætti á þann
hátt að athyglisgáfa bamsins væri
í betra meðallagi. Hann gerði þær
kröfur til þeirra að þau þekktu
umhverfi sitt og gladdist ef hann
varð var við að þau þekktu hinar
merkari byggingar eða kennileiti
borgarinnar.
Eg vil að lokum minnast elskulegs
tengdafóður míns af hiýju og þakk-
læti. Hans skarð verður ekki fyllt.
Sólveig Guðmundsdóttir.
„Sorgin gleymir engum“ era orð
að sönnu. Það var árið 1972, sem
leiðir okkar Páls lágu fyrst saman.
Frá þeim tíma gegndi hann ákveðnu
hlutverki í lífi mínu og systra
minna. Þótt ekki hafi ræst úr öllum
draumum og óskum okkar Páls á
samveraskeiði okkar áttum við eitt
mikilvægt sameiginlegt, minn besta
vin, bróður minn Bobba. Hann
kveður nú föður sinn hinstu kveðju.
Honum vil ég segja, að hann stend-
ur ekki einn í sorg sinni. Hann á
mína dýpstu samúð svo og systkini
hans Þórhildur, Jón og Bjöm. Megi
þau bera sorg sína sem best.
Hvert andartak verður að ári.
Hver einasta hugsun að sári.
Hver tilfinning að tári.
(D.S.)
Stefán J.K. Jeppesen.
Fáein kveðjuorð frá Sam-
bandi íslenzkra sveitarfé-
laga
Páll Líndal var kosinn í stjórn
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
árið 1963 og var varaformaður þess
til 1967. Á því kjörtímabili gegndi
hann starfi formanns öðra hverju í
veikindaforföllum þáverandi for-
manns og varð síðan formaður þess
frá 6. febrúar 1967 til ársins 1978.
Hann átti öðrum fremur þátt í að
móta stefnu og starfshætti sam-
bandsins þennan hálfa annan ára-
tug, en á þvi tímabili voru nær all-
ir þeir málaflokkar, sem mestu
varða um málefni sveitarfélaganna,
teknir til uppstokkunar og endur-
mats. Áð peitti verkefnum vann
Páll ósleitilega, og í flestum tilvikum
í náttU samstarfi fUlltrúa sveitarfé-
laganna og ríkisvaldsins, og naut
sín þar vel mikil þekking Páls, hæfhi
og íægttí VÍð að koma málum fram.
Mittfyföta veFlteftiaflHa, aeffl tak-
a§t Iflirfti i við, ef Páll hafði verið
koöititt vataforitíaðuf gatflbaHdaiHö,
m etidufskoðutí ökiflulapiagafltía
M áfiflu 1981: Páli fiafði vewð faU
in þessi endurskoðun í samstarfi
við skipulagsstjóra ríkisins, og lagði
í það verk mikla alúð, enda varð
fremur um að ræða endursamningu
en endurskoðun. Er skipulagslögin
höfðu öðlazt gildi, var að tillögu
hans komið á samstarfí milli sam-
bandsins og skipulagsstjómar ríkis-
ins um kynningu á hinum nýju lög-
um. í því skyni var efnt til fjögurra
daga ráðstefnu, þar sem leiðbeint
var um meðferð skipulagsmála og
í leiðinni fjallað um byggingarmál
og aðra skylda málaflokka, s.s.
branavamir og húsnæðismál. Til
þess að koma betur á framfæri
þeim fróðleik, sem þama féll til,
vora framsöguerindin gefin út í rit-
röð sambandsins, Handbók sveitar-
stjóma. Ráðstefna þessi markaði
þáttaskil í starfi sambandsins að
því leyti, að hún var upphaf að
reglubundnu ráðstefnuhaldi þess
um hina einstöku málaflokka, og
hið sama á við um útgáfu handbóka
og fræðslurita, en hvorir tveggja
þessir þættir urðu veigamiklir í
starfi sambandsins um langt árabil.
Þá skrifaði Páll oft um skipulags-
og byggingarmál í tímarit sam-
bandsins, Sveitarstjómarmál, sem
stórefldist á þessu tímabili að vöxt-
um og útbreiðslu, og minnti þar
oftlega á mikilvægi góðs skipulags.
Mun óhætt að fullyrða, að stakka-
skipti hafi orðið í þessum málum
um land allt um þessar mundir, og
má víða sjá þess merki á landinu.
Páll átti sæti í skipulagsstjóm rík-
isins, meðan hann var formaður
sambandsins. Hann átti á sínum
tíma aðild að samningu greinargerð-
ar með Aðalskipulagi Reykjavíkur
1962-83, sem lagði granninn að
frekari skipulagsvinnu sveitarfélag-
anna í landinu. Síðar skrifaði hann
bókina Bæimir byggjast, yfirlit um
þróun skipulagsmála til ársins 1938,
sem skipulagsstjóri ríkisins og Sögu-
félagið gáfu út í tilefni af sextíu ára
afmæli fyrstu skipulagslaganna.
í framhaldi af einni ráðstefnu
sambandsins, sem fjallaði um um-
hverfisvemd, átti sambandið aðild
að stofnun félagssamtakanna
Landvemdar, og það leiddi af sjálfu
sér, að Páll valdist til setu í náttúra-
vemdarráði, þar sem hann starfaði
lengi m.a. að friðlýsingarmálum.
Á sviði fræðslu- og menningar-
mála markaði Páll sín spor, enda
mikill áhugamaður um sögu og
menningarmál. Hann átti af hálfu
sambandsins sæti í nefnd, er samdi
grannskólalögin frá 1974, sem fólu
í sér aukið sjálfræði sveitarfélaga
í skólamálum, og hann var til
kvaddur, er lög um almennings-
bókasöfn frá árinu 1975 vora undir-
búin og samin reglugerð um þau.
Þá lét hann sig sérstaklega varða
húsafriðun og skrifaði ítrekað um
friðun gamalla húsa og annarra
menningarverðmæta. Það var engin
tilviljun, að í formannstíð Páls hélt
sambandið ráðstefnur um sveitar-
stjómir og menningarmál, um húsa-
friðun og almenningsbókasöfn og
allar þijár á tveimur áram.
Á vettvangi sambandsins endur-
speglaðist áhugi Páls á sögu og
menningarmálum meðal annars í
því, að sögunefnd sambandsins, sem
hann átti sæti í, fékk Lýð Bjöms-
son, sagnfræðing, til að skrifa Sögu
sveitarstjómar á íslandi, sem Al-
menna bókafélagið gaf út í tveimur
stóram bindum á áranum 1972 og
1979. Þá skrifaði hann grein í Sveit-
arstjómarmál um skjaldarmerki,
sem jafnframt var sérprentuð sem
smárit, og hann tók saman fræðslu-
rit, sem þýtt var á ensku um sveitar-
stjómarmál á íslandi. Fleira mætti
nefna af slíkum skrifum.
Sem starfsmaður Reykjavíkurborg-
ar mun hann án efa hafa átt þátt
í samstarfi borgarinnar og Sögufé-
lagsins um útgáfu bókanna Kaup-
staður i hálfa öld 1968, Bæjarstjóm
í mótun 1971, Reykjavík I 1100 ár
1974 og Reykjavik, miðstöð þjóðlifs
1977. Tvö síðarnefndu ritin voru
erindi á ráðstefnum um sögu
Reykjavikur, og öll eru þau i ritröð-
inni Safn til sögu Reykjavíkur.
Sjáifur samdi Páll aðgengilega bók
um Reykjavík, ttin fortíti tún,
ReykjáVik i ellefu aldir, sem kom
ót á þjéðfiáttðaiáHHU lttf4: í saffla
atída et hiHH viðamikli kafli um
tteykjavík í .hafldið bitt íaiafld, ritt
ÁHiai1 eg öttyp: Á 8ÖÖ m aft